Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. 31 Fréttir Skóverksmiðja flutt upp í Reykholtsdal Bergþór G. Úlfersson, DV, Borgarfiröi: Á síðasta ári festu tveir ungir menn, þeir Örn Harðarson og Magn- ús Magnússon, kaup á skóverksmiðj- unni TÁP sem starfrækt var í Borg- amesi og fluttu þeir verksmiðjuna upp í Reykholtsdal. Þar vom þeir fyrst í húsnæði á Kleppjárnsreykjum sem áður fyrr halði verið notað sem þvottahús. Nú hafa þeir flutt starfsemina í mun stærra húsnæði að Reykholti jafn- framt sem þeir eru að auka ljöl- breytni í framleiðslu sinni. TÁP-skómir, sem eru uppistaðan í framleiðslunni, eru svokallaðir heilsuskór framleiddir eftir þýsku einkaleyfi og hefur framleiðslan gengið vel það sem af er. Nú hafa þeir hafið smíöi reiðtygja, auk viðgerða og annarrar þjónustu tengdrar þeim. F.v. Ásthildur Thorsteinson, Örn Harðarson og Magnús Magnússon í skó- verksmiðjunni TÁP. Sauðárkrókur: Frumkvöðlar í atvinnumálum stof na félag Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Hópur áhugamanna um atvinnu- mál og atvinnuþróun á Sauðárkróki hefur ákveðið aö kanna áhuga fyrir- tækja á þátttöku í félagsskap um sérstakt atvinnuátak í bænum. Áformað er að það standi yfir í tvö ár og ráðinn verði starfsmaður í þann tíma. Sex einstaklingar eru frumkvöðlar í þessu efni: Árni Ragnarsson arki- tekt, Einar Einarsson, Steinullar- verksmiðjunni, Ingi Friðbjörnsson, Króksverki, Guðmundur Guð- mundsson, Trésmiðjunni Borg, og Jón E. Friðriksson og Þórólfur Gísla- son er starfa hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. Stofnfundur er áformaður í Safnahúsinu fimmtudaginn 17. jan- úar nk. Hugmyndin er að vinna að frekari eílingu atvinnulífs í bænum með stofnun nýrra fyrirtækja og með nýj- um starfsgreinum hjá starfandi fyr- irtækjum. Til jöfnunar aðstöðu fyrir- tækja við þátttöku í félaginu er ráð- gert að skipta framlögum þeirra í hlutafjárframlög og rekstrarframlög. Hlutafiárframlögin yrðu jöfn, kr. 50 þúsund, en rekstrarframlögin mis- munandi eftir stærð fyrirtækja. Fyr- ir þau sem hafa 21 starfsmann eða fleiri 350 þúsund, 11-20 starfsmenn 200, 6-10 100 og þau sem hefðu færri en fimm starfsmenn greiddu 50 þús- Sauðárkrókur: und. Aðrar kvaðir fylgja ekki þátttök- unni og þau fyrirtæki, sem gerðust’ aðilar, hefðu forgang um þau tæki- færi og möguleika sem upp kæmu. Auk þess er gert ráð fyrir að leitað verði aðstoðar iðnaðarráðuneytis og Byggðastofnunar. í bréfi, sem áhuga- hópurinn hefur sent 90 fyrirtækjum í bænum, segir einnig að öllum sé ljóst að þörf sé nýjunga í atvinnulífi og þjónustu í bænum til að útvega ungu, dugmiklu fólki starfsvettvang. Aukning atvinnutækifæra með nýj- um fyrirtækjum og eða stækkun þeirra sem fyrir eru hefði margfeld- isáhrif sem kæmu öllu atvinnulífi til góða. Naf ni fjölbrautaskólans breytt Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Við undirskrift samninga milli héraðsnefnda Skagfirðinga, Austur- Húnvetninga og bæjarstjórnar Siglu- fiarðar fyrir skömmu um uppbygg- ingu fiölbrautaskólans var nafni skólans breytt í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Héraðsnefnd Vestur-Húnvetninga hefur ekki lokið umfiöllun um málið og bíður það vorfundar. Menntamálaráðherra og þingmenn voru viðstaddir undirskrift samn- inga. Þorbjörn Árnason, formaður skólanefndar, stýrði fundi og þakk- aði öllum sem að málinu hefðu unn- ið. Um tímamótasamning væri að ræða í sögu skólans, fram undan væri uppbyggingin og sköpum skipti að heimaaðilar stæðu saman. „Samningurinn mun auðvelda uppbyggingu skólans og hefur ótví- rætt gildi fyrir skólann og kjördæm- ið,“ segir Jón Hjartarson skólameist- ari. Með samningunum er verksvið skólans stækkað nokkuð. Sá þáttur, sem erfiöast var að ná samkomulagi um, var heimakstur nemenda. Hann verður nú um aðra hverja helgi. Valgarður Hilmarsson, formaður héraðsnefndar Austur-Húnavatns- sýsiu, lýsti yfir ánægju sinni með samninginn og taldi hann góða byrj- un á frekara samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um öfluga upp- byggingu skólans og menntamála í kjördæminu. Páll Pétursson alþing- ismaður sagði skólann gegna mikil- vægu hlutverki í menntun og menn- ingu kjördæmisins og styðja bæri við uppbyggingu hans af öllum mætti. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra taldi samning þann, sem gerð- ur hafði verið, gott fordæmi um sam- starf sveitarfélaga annars staðar á landinu. Þess má einnig geta að í undirbún- ingi er á vegum fiölbrautaskólans að stofna til farskóla sem yrði með þeim hætti að námskeiö yrðu færð milli staða. Er þarna aðallega verið að hugsa um að sinna þörfum atvinnu- lífsins og verður leitað eftir sam- vinnu fyrirtækja og verkalýðsfélaga. Byggðasafn í Norska húsinu Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólini: Á fundi Héraðsnefndar Snæfells- ness hefur verið samþykkt reglugerð um safna- og menningarmálanefnd Snæfellsness. Nefndin á að sjá um rekstur safna í héraðinu og útgáfu- mál. Þegar hafði verið ákveðið að hefia rekstur byggðasafns í Norska húsinu í Stykkishólmi. Einnig að efla rekstur annarra safna í héraðinu, meðal annars söfnin í Ólafsvík og á Hellissandi, bæði fiárhagslega og fag- lega. Norska húsið í Stykkishólmi verður innan skamms opnað sem safnhús. DV-mynd Ingibjörg TOSHIBA Hátækni sjónvörp með afburða mynd og hljómgæðum Það stórglæsilega 34" Eitt glæsilegasta sjónvarpstækið sem sést hefur í Evrópu. Hlaðið tækninýj- ungum. Sjón er sögu ríkari. Takmarkað magn á jólatilboðsverði. Það vinsæla 28" Gerð 285D8D 2x15 vött, nicam stereo, 4 hátalar- ar, skjátexti, tele- text-super VHS, fjarstýring: Verð 129.800, - Staðgr. 120.800, - Það kraftmikla 21 Gerð 218D9D stereo, 2x15 vött, lausir hátalarar, super-VHS, euro-multi stand- ard. Verð 86.900,- Staðgr. 79.900,- n Það hagstæða 25 Gerð Tatung 25 stereo, 2x10 vött, FST flatur skjár, CX gangverk, fjar- stilling, euro-scart tengi. Verð 79.900,- Staðgr. 74.300,- n n Það ódýra 20 Gerð Tatung 20 Black Quarts, myndlampi, full- komin fjarstýring. Verð 44.900,- Staðgr. 42.700,- Euro - Visa greiðslukjör Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚNI 28, SÍMI 622901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.