Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990. Hjálpum hér Guðný hringdi; í bréfi Sigurðar Sigurðssonar í DV <19. des.), „Hungur undir her- vernd", mælír hann gegn því að senda héðan mat og aðrar birgðir til vanþróaðra þjóða. Margir geta áreiðaniega tekið undir orð hans. Það er staðreynd, aö raatvæli sera send eru til þjóða sem eru undir stjóm herforingja í stríðsþjáðu landi eru aðeins notuð tii að fæða hermenn og aðra forgangshópa. Hér heima eru margir sem hafa mikla þörf fyrir aðstoð. Það sýnir m.a. aðsóknin hjá Mæðrastyrks- nefhd. Mér finnst að Rauði kross- inn og íslenska kirkjan ættu fremur að huga aö heimafólki sínu en eyða orku og mannafla í að safna fé fyrir fólk, sem við höfum enga vissu fyrir að njóti afrakstursins. Refsing eða verðlaun? P.K. skrifar: Þær em orðnar nokkuð hvers- dagslegar fréttirnar af alls kyns misferli í Qármálum hér. Innbrot og þjófnaðir em oftar en ekki for- síðufréttir í blöðum og fyrstu fréttir loftmiðlanna. Brotamenn- irnir fá refsingu, enda eru þeir gjarnan „peöin“ í undirheimum afbrotanna. Gjaldþrot og misferli tengd þeim era orðin þjóöaríþrótt hjá vissum hópi manna. Segir sagan að refsingar þar séu lítt tíðkaðar. Sum þessi brotamál eru að vísu stundum brosleg, svo sem stór- þjófnaður í Hafnarfirði, þjófnað- ur í Landsbankanum á Seyðis- firði og Qársvik á Landakotsspít- ala. - Opinberar stofnanir hljóta að láta starfsfólk gjalda mis- gjörða sinna og allir eiga að geta treyst því að heiðarleiki sé verð- launaður - ekki hið gagnstæða. *ii aukaatriði Rannveig hringdi: Maður er orðinn undrandi á því að menn sem vílja láta taka sig alvarlega skuli ærast út af Qár- hagsvanda íslensku óperunnar. Eru ekki mörg önnur verkefni í þjóðfélaginu brýnni en aö veita skattpeninga - almennings til söngleikastarfsemi? Ég held að meirihluti fólks líti ó íslensku óperuna sem algjört aukaatriöi. Auðvitað eiga aðstandendur hennar að láta á það reyna, hvort ekki er hægt að reka fyrírtækiö sjálfstætt, að viöbættum framlög- um áhugafólks og óperuunnenda. Ef áhangendur og áhugamenn um óperar vilja ekki leggja mikið á sig til að njóta þessarar list- greinar þá er ekki við því aö bú- ast að skattgreiðendur taki því fagnandi að hér verði haldiö úti óperustarfi á heimsmælikvarða. Áritunaræði Gísli Ólafsson skrifur: Mér kemur það fyrir sjónir eins og heimsfrægir menn séu komnir til landsins þegar maður sér hina ýmsu bókarhöfunda siQa i versl- unum og árita bækur fyrir þá sem þess óska. - Stundum er nú að- sóknin ansi dræm og þá er varla hægt ánnað en að vorkenna vesl- ings fólkinu sem situr og bíður þess að einhver biöji um hönd snillingsins. En þetta áritunaræði bókar- höfunda er hvimleitt í besta falli. Aulýsingarnar um að þessi eða hinn „áriti bók sína“ í einhverri versluninni er að mínu mati lítil- lækkandi fyrir viðkomandi höf- und. - Það er eins og það sé lífs- spursmál fyrir hann að fá að árita bók sína. Spumingin Lesendur Ríkisútvarpid og svæðastöðvarnar Eyrún Auðunsdóttir: Ég fékk bókina íslensk samtíð í jólagjöf og er aðeins byrjuð að glugga í hana. Kristján Friðriksson: Ég las nú ákaf- lega lítið; fékk einhveijar bækur sem ég á eftir aö kíkja í. Lastu eitthvað yfir jólin? Jóhanna Aðalsteinsdóttir: Ég las bókina um Sesselju frá Sólheimum. Ásgeir Ásgeirsson: Ég las aðallega dagblöðin þessa daga. Skattgreiðendur, er ekki nóg komið? Daníel Þorsteinsson skrifar: Nú er enn einn þrýstihópurinn að berja á dyr ríkis og borgar. Hér er um að ræða hóp áhugamanna um óperuflutning sem krefst þess að komast á launaskrá skattgreiðenda. Ætlið þið, skattgreiðendur, að láta blóðmjólka ykkur af þrýstihópum sem braðla með almannafé?. Davíð Oddsson hefur orðið fyrir miklum þrýstingi í þessu máli en lætur ekki kúga sig og stendur einn eins og vænta má. Sá ráðherra sem mest verður fyrir ágangi nú er Svav- ar Gestsson menntamálaráðherra. Til hans leitar fólk sem telur að skattgreiðendur eigi að kosta allt sem því dettur í hug. Því miður stendur hann ekki undir þrýstingnum, það hefur hann sýnt í öðram málum. Vanmáttarkennd og einfeldnings- háttur einstakra ráðherra gagnvart svona fólki er dapurlegt dæmi um vanhæfni þeirra sem komast til met- orða í þessu þjóðfélagi. Virðist sama hvar borið er niður í þeim efnum. Tónlistarmaður einn hefur t.d. náð að telja Jóni Baldvin utanríkisráð- herra trú um að við getum ekki ver- ið án menningarfulltrúa erlendis og að best sé aö hafa hann á Englandi (allir vita hvers vegna). Þetta er gott dæmi, en ljótt, um hve auðvelt er fyrir suma einstaklinga og þrýsti- hópa að véla sig inn á einfaldar sálir er sest hafa í ráðherrastóla. - Skatt- greiðendur eru svo látnir borga brús- ann. Sem skattgreiöandi geri ég kröfu til þess að Jón Baldvin hætti við þessa ákvörðun. - Fólk er búið að fá nóg af að slíta sér út myrkr- anna á milli til þess eins að halda uppi Qölmennum hópi fólks með að- stoð skattpeninga okkar. Nú stendur til að skattpína okkur enn meir því þessi þjóð hefur verið hneppt í ánauð vegna stjórnmála- manna sem ekki eru hæfir til að fara með okkar sameiginlegu sjóði á ábyrgan hátt. Þeir sem hamra á þörf aukinnar skattheimtu, þiggja laun sín úr sjóðum skattgreiðenda og eru því duglegir að réttlæta kröfur sínar á opinberum vettvangi. - Atvinnu- rekendur og launþegar eiga þar sam- leið því þetta sjóðasukk er sett á okk- ar reikning með skattheimtu. Ég skora á fólk að taka sér penna í hönd og láta hug sinn í ljós á síöum DV og mótmæla tali um aukna skatt- heimtu af fullum þunga. Einnig því að einstakir ráðherrar séu að láta undan þrýstingi þeirra sem með heimtufrekju og fagurgala í senn, kreQast þess að komast á ríkisjötuna. Ráðherrar og þingmenn eru síður en svo heilagir. Hættum að hlusta á málpípur valdhafanna. „Atvinnurekendur og launþegar eiga samleið í baráttunni gegn aukinni skattheimtu." býlingum kemur við hvað fram fer í göngugötunni í Austurstræti, Kringlunni ellegar hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur. Sannleikurinn er auðvitaö sá að hér býr ein þjóð í einu landi. Henni er nauðsynlegt aö vita hvað báðir handleggimir aðhafast. É'g geri því þá kröfu að nefndar svæö- isstöðvar hafi gott og vandað efni á boðstólum sem þær era fullfærar um aö sinna svo að vel fari. Vel mætti hugsa sér að þær kæmu inn í þáttinn „Dagskrá" og þeim væri deilt niður á útsendingartíma. Þetta væri fyrsta skrefið í þá átt að auka fólki skilning á því hvers vegna nauðsynlegt er að halda landinu byggðu. Hverf ur loðna, hverf a milljarðar Jóhann Þórhallsson: Ég las nú lítið; fékk engar bækur í jólagjöf. geti heyrt það sem þessar stöðvar hafa fram að færa en ekki öfugt eins og raunin er í dag. Ég þykist nefni- lega vita að ýmislegt fróðlegt gerist, t.d. á Patreksfirði, Siglufirði eða Vopnafirði. Þótt sumir haldi aö nafli alheimsins sé í Reykjavík og það eitt sé fréttnæmt sem þar á séivstaö er það auðvitað mikill misskilningur. Það ber oftar en ekki við að einungis neikvæðar fréttir berist frá þessum landsbyggðarstöðum. Nú kann einhver að segja sem svo; Hvað ’varðar mig um líf og störf þeirra sem búa á rándýrum „krummaskuðum"? Ég svara þá og segi; Jafnmikið (eða lítiö) og dreif- og áður haíði verið reiknaö út að 5-6 milljarða tekjutap yrði hjá þóðarbú- inu öllu ef loðnuveiðin brygðist. Eflaust leikur loðnan mikilvægt hlutverk í tekjum þjóðarbúsins. Eg held að hér sé þó ekki sá harmleikur á ferö sem margir útmála. Að vísu hverfa þessir milljarðar (sem reynd- ar voru ekki í hendi en aðeins reikn- að með). Þetta gæti hins vegar hjálp- að okkur á sinn hátt. Þá á ég við að nú skapast loks raunhæft tækifæri til að skera niöur útgjöld ríkisins svo um munar. - Á því hefur veriö full þörf lengi, en vegna þess að alltaf hefur úr ræst með tekjur (loöna, er- lend lán, að ógleymdum skattahækk- unum eftir hendinni) hafa stjórn- málamenn aldrei treyst sér til að nota hnífinn á ríkisútgjöldin. Þess vegna held ég að loðnubrestur með tilheyrandi milljarðahvarfi geti orðið okkur góð lexía, og við höfum ekki nema gott af því að finna fyrir því hvernig þaö er að standa undir eyðslunni án þess að ríkið komi til hjálpar. Ragnheiður Ingvarsdóttir: Ég byrj- aði að lesa bókina Sérstæð sakamál. Konráð Friðfinnsson skrifar: Eins og menn ugglaust vita rekur Ríkisútvarpið þrjár svæðaútvarps- stöðvar í dreifbýlinu. Á VestQörðum, Norðurlandi og fyrir austan. Öll hafa þessi „útibú“ þær skyldur að afla hlustendum sínum fregna af gangi mála í heimabyggð ásamt einhverju ööra gagnlegu og skemmtilegu. Á meðan téðar útsendingar standa yfir rofnar aðalsendir Rásar 2 á viðkom- andi svæði. En hvers vegna mega allir landsmenn ekki hlýða á þessar stöðvar? Þessu fyrirkomulagi vil ég breyta þannig að landshlutastöðvarnar rjúfi dagskrána í Reykjavík svo að allir Egill Jónsson skrifar: þess að umtalsvert tekjutap verður Nú þykir vist að ekki verði loðnu- hjá þjóðarbúinu. Tap loðnuverk- veiði á þessum vetri. Þetta leiðir til smiðja er áætlaö rúmir 3 milljarðar „Loðnubrestur gæti orðið okkur góð lexía.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.