Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1990, Blaðsíða 9
ISltNSKA AUGIÝSINGASTOFAN HF.
FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 1990.
9
„Hamingjan góða!“
„Hammgjan góða, ég verð of
seinn," sagði Hvíta kanínan og
var mikið óðagot á henni. Hvíta
kanínan er fyrsta furðupersónan
sem Lfsa hittir á ævintýraferð
sinni um Undraland. Myndin er
eftir sirjohn Tenniel, en hann .
myndskreytti fyrstu útgáfuna af
Lísu í Undralandi eftir Lewis
Carroll (1865).
Ekki verða of seinn. Ef þú vilt lækka skattana þína með því
að eiga Einingabréf 2 og/eða Auðlindarbréf verður þú að festa kaup á
þeim fyrir áramót.
Einingabréf 2 eru eignarskattsfrjáls.
Þau bera háa vexti, eru ávöxtuð í sjóði sem saman stendur af ríkisskuldabréfum og
húsbréfum, má kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er og innleysa þau nær '
hvenær sem er.
Hlutabréf í Auðlind veita þér heimild til skattaafsláttar
sem getur numið umtalsverðum fjárhæðum. Þau gefa meira öryggi en almenn
hlutabréf og veita þér hlutdeild í arðsemi traustra og vel rekinna fyrirtækja.
Einingabréf og Auðlindarbréf eru seld hjá Kaupþingi hf.,
Kaupþingi Norðurlands hf., helstu sparisjóðum landsins og hjá
— Verðbréfaviðskiptum Búnaðarbanka Islands.
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, stmi 689080
Afgreiðsla Kauppings verður opin fmmtudag og fóstudag frá kl. 09:00 til 17:00, og á gamlársdag frá kl. 09:00 til 12:00.