Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. 3 Fréttir viðskiptavina íslandsbanka Lögfrœðideild íslandsbanka hefur flutt aðsetur sitt að Laugavegi 31, 3.hœð. Nýtt símanúmer lögfrœðideildar er 626230 og faxnúmer 626235. Atburðimir í Litháen ræddir á Alþingi: Höfum stutt Eystra saltsríkin í verki - sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Þaö fer ekki á milli mála aö viö íslendingar höfum sýnt stuðning okkar viö Eystrasaltsríkin í verki eins og við ferkast höfum getað. Viö flest tækifæri á alþjóðlegum fundum hafa íslenskir fulltrúar lýst yfir stuðningi við þessi ríki. Því miður hafa svo atburðir orðið á annan veg en við og aðrir vonuðum," sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra meðal annars þegar hann flutti skýrslu um atburðina í Litháen í sameinuðu þingi í gær. Fyrsti starfsdagur Alþingis eftir jólaleyfi fór í umræður um atburði helgarinnar í Litháen og ástandið við Persaflóa. Tóku margir til máls. Steingrímur sagði að ríkisstjórnin hefði rætt ástand undanfarinna daga í Eystrasaltstríkjunum á fjölmörgum fundum. Hefði utanríkisráðherra síðan haft forystu um að sameina Norðurlöndin um aðgerðir til að mótmæla þeirri hernaðaríhlutun sem þar hefur farið fram. Steingrímur fjallaði um möguleik- ana á því að sovéski herinn hefði ráðist til atlögu án vitundar eða sam- þykkis forsetans. Sagði hann afar umhugsunarvert í stórveldi eins og Sovétríkjunum ef herinn tæki völd- in. Sagðist hann binda miklar vonir við viðbrögð Jeltsíns, forseta Rúss- lands, þar sem rússneskum her- mönnum við Eystrasalt yrði meinað að beita valdi og kallaðir heim. Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálf- stæðisflokksins, las yflrlýsingu frá þinglokki sjálfstæðismanna þar sem atburðimir í Litháen eru harmaðir og fordæmdir harðlega. Segir að Lit- háar hafi verið í fylkingarbrjósti 1 baráttu einstakra lýðvelda fyrir sjálf- stæði undan miðstjórninni í Kreml. Kremleveijar skirrtust hins vegar Forsætisráðherrar Norðurlandanna: Sendu sameiginlegt bréf til Gorbatsjov - sovésk stjómvöld hefli viðræður við stjómir Eystrasaltsríkjanna Forsætisráðherrar Norðurland- anna skoruðu í gær á Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, og stjórnvöld í Kreml að hefja tvíhliða viðræður við stjómir Litháens, Lettlands og Eistlands. í bréfl, sem þeir skrifuðu Gorbatsjov í gær, og sendiherrar Norðurlandanna í Moskvu afhentu aðstoðarutanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, segir að atburðir síðustu daga í Litháen hafi valdið stjórn- völdum og cdmenningi á Norður- löndunum miklum áhyggjum enda hafi átökin meðal annars kostað mannslíf. í bréfinu eru sovésk stjórnvöld hvött til að taka upp tvíhliða viðræð- ur við stjórnir Eystrasaltsríkjanna Samstaða með Eystrasaltsþjóðimum Mótmæli við sendiráð Sovétríkjanna í dag - listamenn senda Gorbatsjov og Landsbergis bréf Bandalag íslenskra listamanna hefur sent Landsbergis, forseta Lit- háens, bréf þar sem lýst er yfir full- um stuðningi viö baráttu Litháa fyrir frelsi og mannréttindum. Þá hafa listamenn einnig sent Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, harðorð mót- mæh. Þess er krafist að réttur þjóða Eystrasaltsríkjanna til sjálfsforræðis og mannréttinda verði virtur og að stjómvöld í Moskvu stöðvi ofbeldis- verk Rauða hersins gegn friðsömum borgurum. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur einnig ályktað um málefni Eystrasaltsríkjanna og fordæmir harðlega hemaðaríhlutun Sovétríkj- anna í málefni Litháens. Þingflokk- urinn hvetur Alþingi til að sýna stuðning sinn við málstað Eystra- saltsríkjanna með tveggja mínútna þögn í upphafi fundar seinni partinn í dag. Samband ungra sjálfstæðismanna mun standa fyrir mótmælum fyrir utan sovéska sendiráðið í dag klukk- an 18.00 vegna atburðanna í Litháen. Meðal ræðumanna verða Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Ólafur Þ. Stephensen. í frétt frá SUS eru allir lýðræðissinnar hvattir til að mæta óg sýna á þann hátt samstöðu með Eystrasaltsþjóðunum í baráttu þeirra fyrir frelsi. -kaa ekki við að beita hervaldi til að halda nýlenduveldinu saman. Væri það of- beldi áminning til sjálfstæðishreyf- inga annars staðar í Sovétríkjunum. Minnti hann á tillögur frá þingflokki sjálfstæðismanna um formlega við- urkenningu á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna og stofnun stjórnmálasam- bands. Jón Baldvin Hannibalsson undir- strikaði meðal annars brot Sovét- manna á sáttmálum sem þeir ættu aðild að og undirrituðu með formleg- um hætti á síðasta ári. Þar væri skýrt kveðið á um að ekki skyldi beita valdi við lausn deilumála þjóða og að grundvallarreglur yrðu í heiðri hafð- ar. Þá lofaði hann einarðlega afstöðu Jeltsíns, forseta Rússlands, í málefn- um Eystrasaltsríkjanna. Þingflokkur Alþýðubandalagsins sendi frá sér ályktun þar sem hern- aðaríhlutun Sovétmanna er harðlega fordæmd og henni lýst sem alvarlegu áfalli fyrir þá jákvæðu þróun er ein- kennt hefði Evrópu síðustu misseri. Láti Sovétmenn ekki af ofbeldi sínu telur þingflokkurinn að endurskoða beri öll samskipti íslands við Sovét- ríkin, jafnt á sviði viðskipta, félags- málaogmenningarsamskipta. -hlh til Litháen Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherrra sagði frá því á Alþingi í gær að honum hefði borist boð frá Landsbergis, for- seta Litháens, um að koma í opin- bera heimsókn til Litháens. Steingrímur sagðist hafa mikinn áhuga á að þiggja boðið en á því væru ákveðin vandkvæði eins og málum væri háttað þar eystra. Því yrði heimsóknin að bíða fyrst um sinn. Þá sagði Steingrímur frá óskum forseta Eistlands urn að heim- sækja ísland. Sagðist hann hafa svarað honum strax og sagt hann ætíð velkominn hingað. -hlh ULTRA GLOSS Þú finnur muninn þegar saltið og tjaran verða öðrum vandamál. Tækniupplýsingar: (91) 84788 ESSO stöðvamar Olfufélagið hf. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flytur skýrslu sína um atburð- ina í Litháen á fundi í sameinuðu þingi í gær. DV-mynd GVA og kalla herlið sitt til baka frá þess- um löndum til að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Fram kem- ur sú sameiginlega skoðun forsætis- ráðherranna að eina leiðin til að leysa þau átök, sem blossað hafi upp, sé á vettvangi stjómmálanna. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.