Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991.
Sviðsljós
Bandarískur tískuhönnuður:
10 tötraleg-
ustu konur
síðasta árs
- Sinead O'Connor kosin drusla ársins
Bandaríski tískuhönnuðurinn Ric-
hard Blackwell birti nýverið hsta
yíir 10 verst klæddu konur ársins
1990 að hans mati. Blackwell þessi
lætur sér raunar ekki nægja að telja
upp þær konur sem hann segir þær
tötralegustu í heimi heldur lætur
hann ýmsar háðulegar athugasemd-
ir fylgja í umsögnum sínum.
Verst klædda kona síðasta árs að
mati Blackwehs var sköllótta söng-
konan Sinead O’Connor. BlackweU
kaUar hana „Banshee“ sem þýðir
kvenvofa sem boðar feigð með væli
sínu. „Hún er alger nýaldarmar-
tröð,“ segir Blackwell.
í öðru sæti á Ustanum trónir Ivana
Trump, fyrrum eiginkona miUans
Donalds Trump. „Hún Utur út eins
og fuglahræða, hún minnir mig á
eitthvað kostulegt sambland af Brig-
ittu Bardot og Lassý,“ segir Black-
well í umsögn sinni um Ivönu.
í þriðja sæti er leikkonan Glenn
Close og fjórða kemur svo sjálf Breta-
drottingin. „Hún er faUeg kona en
er aUtaf jafnákveðin í að klæðast eins
og drusla. Ég hef séð faUegri blóma-
körfur en þessa hrylhlegu hatta sem
hún lætur sjá sig með opinberlega.“
Leikkonan úr „Pretty Woman“,
JuUa Roberts, er í fimmta sæti, önn-
ur leikkona, Carrie Fisher, er í sjötta
sæti og Kim Basinger er í því sjö-
unda. I áttunda og niunda sæti eru
leikkonurnar Laura Dem og Kathy
Bates og Barbra Streisand kemur svo
tíunda. H.Guð.
Sköllótta söngkonan Sinead O’Connor var valin fatadrusla ársins 1990.
og beíri bílasa/a,,_
^BÍLASALA GARÐARS)
BORGARTÚN11 — 105 REYKJAVlK
SlMAR 19615 & 16085
Daihatsu Charade CS '89, hvítur,
ek. 17 þús. V. 620.000.
Mazda 626 GTX ’87, rauður, ek. 60
þús. V. 750.000.
Toyota Dyna, dísil, '84, ek. 110 þús.
V. 850-890.000.
Lancer 4x4 st„ hvítur, ekinn 75 þús.
V. 850.000.
Vantar bíla á staðinn
Ferðaskrifstofan Veröld hélt veglegan nýársfagnað að Hótel íslandi á dögun-
um. Húsfyllir var á hátíðinni. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Veraldar, tók
á móti gestum þegar þeir komu í húsið. Hér er hann ásamt sambýliskonu
sinni, Jónu Björk, að taka á móti Páli Þorsteinssyni, útvarpsstjóra Bylgjunn-
ar, og konu hans, Rögnu Pálsdóttur. DV-mynd Hanna
gROSALEG
10-50%
afsláttur
af öllum
teppum
og gólfdúk
HRUGA
af teppabútum,
allt að 25 m2, "
á broslegu
verði
BYGGINGAMARKAÐUR VESTURBÆJAR
Teppadeild - Hringbraut 120 - sími 28605
Áskíðum
skemmti
égmér...
Sara hertogaynja og fjölskylda
hennar er þessa dagana í vetrarfríi
í Sviss og að sjálfsögðu eru skíða-
ferðirnar aðalsportið. Hér er hún
með Beatrice dóttur sinni og það
er á þeim mæðgum að sjá að þær
kunni bara ágætlega við sig í snjón-
um. Símamynd Reuter
Skíðaiðkendur, athugið!
Bjóðum ódýrar passamyndir í
skíðapassa. - Verð aðeins kr. 500,-
MÍNÚTUMYNDIR, Lækjartorgi