Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð f lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stundin er runnin upp Friðardúfur og nytsamir sakleysingjar á Vesturlönd- um hafa stuðlað að sannfæringu Saddams Hussein ír- aksforseta um, að hann komist upp með að innlima Kúvæt. Hann heldur, að Vesturlandabúar séu svo að- framkomnir friðarsinnar, að þeir þoh ekki að sjá stríð. Á svipaðan hátt töfðu friðardúfur og nytsamir sak- leysingjar endalok kalda stríðsins um heilan áratug eða svo. Þótt Sovétríkin hafi fyrir löngu verið komin efna- hagslega að fótum fram, héldu ráðamenn þeirra, að þeir gætu splundrað varnarsamvinnu Vesturlanda. Munurinn á Gorbatsjov og Brezhnev er ekki, að Gor- batsjov sé betri maður. Hann er hins vegar yngri í valda- stóli en Brezhnev var og einkum þó greindari. Hann sá, að vestrænum ríkjum varð ekki þokað og að friðardúfur og nytsamir sakleysingjar voru áhrifalítill hópur. Þess vegna gafst Gorbatsjov upp á að þvinga Vestur- Evrópu til eftirgjafa á borð við yfirlýsingu Norðurlanda um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þess vegna gafst hann upp á að fjármagna leppa sína í Austur-Evrópu. En hann þykist mega halda Eystrasaltsríkjunum. Gorbatsjov veit, að vestrænum löndum tekst ekki að ná samstöðu í Sameinuðu þjóðunum gegn ofbeldi hans í Lithaugalandi. Og sjálfur hefur fulltrúi hans neitunar- vald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, rétt eins og fulltrúi Dengs hins kínverska hefur þar. Gorbatsjov og Deng eiga það sameiginlegt að treysta sér til að láta skriðdreka sína brölta yfir fólk, sem þeir telja vera þegna sína. í Sameinuðu þjóðunum er engin samstaða um að mæta einræðisherrum af því tagi.á velli, sem þeir telja vera sinn eigin heimavöll. Saddam Hussein er að því leyti verri og hættulegri, að hann treystir sér til að innlima nágrannaríki. Það er meira en forverar Gorbatsjovs gerðu, þegar þeir réð- ust inn í Pólland, Tékkóslóvakíu og Ungverjaland, því að þeir afhentu völdin í hendur innlendra leppa. Vesturlönd hafi hvorki hernaðarmátt né áhrifamátt á alþjóðavettvangi til að velta Gorbatsjov og Deng. Þau hafa heldur ekki aðstöðu til að velta minni háttar ein- ræðisherrum, sem halda sig að mestu innan landamær- . anna, svo sem Gaddafi í Líbýu og Assad í Sýrlandi. Bandaríkjunum hefur hins vegar tekizt að slá skjald- borg um tilverurétt Kúvæts sem aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna. Misjafn sauður er í því bandalagi, þar á með- al Assad Sýrlandsforseti. Þátttaka hans er óhjákvæmi- leg afleiðing af alþjóðlegu eðli stríðsins við Persaflóa. Stríðið þar hefur nú staðið í fimm mánuði og loksins er komið að gagnsókn hðs ríkja Sameinuðu þjóðanna, undir forustu Bandaríkjanna. Miklu máli skiptir, að af gagnsókninni verði í þessari umferð, því að Saddam Hussein og hans menn verða ella hálfu illskeyttari. Nú getur Saddam Hussein ekki gert mikinn usla á Vesturlöndum og hann getur tæpast ráðizt á ísrael, nema fara fyrst inn í Jórdaníu. Þetta takmarkar átaka- svæðið verulega. Eftir fimm ár getur hann hins vegar dreift stríðinu víðar, ef hann verður ekki stöðvaður nú. Friðardúfur og nytsamir sakleysingjar á Vesturlönd- um hafa valdið skaða með því að koma inn hjá Saddam Hussein, að bandamenn hafi ekki innri mátt til að hefja gagnsókn. Hið sama hafa gert afdankaðir stjórnmála- menn, sem hafa verið í pílagrímsferðum til Bagdad. Sem betur fer bendir allt til þess, að friðardúfur og nytsamir sakleysingjar geti ekki stöðvað réttmæta og tímabæra gagnsókn bandamanna við Persaflóa. Jónas Kristjánsson Þann 4. desember sl. birtist grein hér í blaðinu þar sem ég að gefnu tilefni vakti athygli á því að forseti íslands setti bráðabirgðalög, en hvorki ráöherrar né ríkisstjóm. Þrátt yrir þetta er ekkert lát á umræðunni um að ríkisstjóm setji bráðabirgðalög, heimild til útgáfú bráðabirgðalaga feh í sér framsal löggjafarvalds til framkvæmda- valds o.s.frv. Nú síðast í Kastljósþætti 8. janúar glumdu þessar fullyrðingar úr munni formanna þingflokkanna án þess að stjórnandi gerði neina at- hugasemd. Aðeins einn máöur - Jón Sveinsson aðstoðarmaður for- sætisráðherra - hefur í grein um bráðabirgðalögin (nr. 89/1990 um launamál) í Morgunblaöinu 21. des- ember sl. reynt að verja þessar skoðanir. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. - Forseti sækir umboð sitt beint til þjóðarinnar, segir m.a. í grein Sigurðar. Eru ráðherrar handhafar löggjafarvalds? „I reyndinni eru það ráðherrar.. Hann segir m.a.: „Samkvæmt nefndri 28. gr. er það forseti íslands sem gefur út bráðabirgðalög. í reyndinni em það ráðherrar sem fara með þetta vald forseta eins og flest þau störf sem honum eru fahn samkvæmt stjórnarskrá. Ráðherra hefur frumkvæði að útgáfu lag- anna og það er hann sem ber stjómskipulega ábyrgö á þeim. Það er jafnframt beinhnis tekið fram í 13. gr. stjórnarskrárinnar, aö for- seti láti ráðherra framkvæma vald sitt. Ákvæði 28. gr. stjómarskrár- innar verður því að skýra með hhð- sjón af öðrum ákvæðum, svo sem nefndri 13. gr. og stjómskipulegum venjum sem myndast hafa á þessu sviði. Án formlegs atbeina forseta eða handhafa forsetavalds, - verða bráðabirgðalög hins vegar ekki gef- in út. Neiti forseti að gefa út bráða- birgðalög veröur við það að sitja og hvorki einstakur ráöherra né ríkisstjórn í heild geta beitt forseta neins konar þvingunum til að knýja fram útgáfu laganna." Við þetta er sitt hvað að athuga. Eins og tekið er fram í lok tilvitn- aðs texta er það lögum samkvæmt á valdi forseta hvort bráðabirgða- lög em gefin út hver sem reyndin kann að vera. Ráðherra hefur hins vegar frumkvæði að slíkum lögum - forseti getur ekki sett bráöa- birgðalög á eigið eindæmi. Ráö- herra ber einnig stjómskipulega ábyrgð á setningu slíkra laga bæði pólitíska ábyrgð samkvæmt þing- ræðisvenju og refsiábyrgð sam- kvæmt lögum um ráðhemaábyrgö nr. 4/1963. Þegar svo er mælt í 13. gr. að for- seti láti ráðherra framkvæma vald sitt tekur það einungis til athafnar, ekki synjunar eða neitunar (sjá Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jó- hannesson, 2. útg., bls. 129-30). Ef svo væri yrðu ákvæði stjórnar- skrárinnar, þar sem gert er ráð fyrir atbeina forseta, merkingar- laus svo sem 26. gr. sem fjallar um synjunarvald forseta og 28. gr. sem heimilar útgáfu bráðabirgðalaga. Það er því misskilningur að réttur forseta til að synja útgáfu bráða- birgðalaga takmarkist af 13. gr. - eða með öðrum oröum aö ráðherra verði að ljá synjun atbeina sinn. „Forseti íslands hefur aldrei neitað ...“ Jón Sveinsson viðurkennir að forseti hafx vald til að synja um útgáfu bráðabirgðalaga, en telur að stjómskipuleg venja hafi fært þetta vald til ráðherra og ríkisstjómar. KjáUarinn Sigurður Líndal prófessor Bendir hann á að forseti íslands hafi aldrei neitað að gefa út bráða- birgðalög jafnvel þótt umdeild væru. - Hér verður að gæta að því að auk þess að gegna táknrænni tignarstöðu gegnir forseti mikil- vægu öryggishlutverki í stjórn- skipan landsins. Ef stjórnarhættir eru nokkurn veginn skaplegir verður þessa hlut- verks lítt vart, enda ljóst að forseta ber að fara hófsamlega með vald sitt. Það merkir hins vegar ekki að hann svipti sig stjómskipulegu valdi og því fær skírskotun til stjórnskipunarvenju ekki staðizt. Forseti íslands blandi sér ekki í stjórnmálaleg ágreiningsefni Venju til stuðnings bendir Jón Sveinsson á að ekki sé ætlazt til að forseti blandi sér í stjórnmálaleg ágreiningsefni og deilur milli stjórnmálaflokka og manna. Ef til þess væri ætlazt yrði að velja for- seta með öðram hætti en gert hefur verið hingað til. Ef forseti hefði neitað að gefa út bráðabirgðalögin sl. sumar er líklegt að boðað hefði verið til kosninga þá þegar, og for- seti því beinlínis dregizt inn í þá kosningabaráttu og það væri óæskilegt. Öll er þessi kenning með ólíkind- um. - Hvers vegna ekki að kalla saman Alþingi ef forseti hefði synj- að að gefa út bráðabirgðalögin og láta reyna á stuðning? Hvers vegna þyrfti að velja forseta með öðrum hætti, ef hann gegnir í reynd ein- hverju stjórnskipulegu hlutverki? Forseti sækir umboð beint til þjóð- arinnar, m.a. til að rækja það hlut- verk sem honum er ætlað í stjórn- arskránni. Þaö er lítil skynsemi í því að efna til þjóðkjörs um eitt- hvert óskilgreint tákn, utanveltu við stjórnskipan ríkisins, sem kall- að er forseti. Hvers vegna ætti forseti að drag- ast inn í stjórnmáladeilur fyrir það eitt að stemma stigu við hóflausri útgáfu bráðabirgðalaga? Meö því leggur hann engan dóm á efni þeirra'- segir einungis: Þetta er hlutverk Alþingis, og það ber að kalla saman. Og svo er ekki annað að sjá en almenn samstaða sé um að þrengja heimild til útgáfu bráða- birgðalaga, jafnvel afnema hana. Synjun forseta hefði því að öllum líkindum notið almenns stuðnings. Er þá vandséð hvernig forseti hefði getað valdiö því uppnámi sem Jón Sveinsson lýsir. Ráðherra ákveður... Jón Sveinsson klykkir út með þessumorðum: „Afframangreindu er ljóst að í reynd er það ráðherra sem ákveður hvort bráðabirgðalög eru gefin út, enda ræður hann efni þeirra og undirritar þau með for- seta. Aðfinnslur í garð forseta ís- lands vegna útgáfu bráðabirgða- laganna eru því ómaklegar.“ - Ráð- herra ræður hvort hann leggur fyr- ir forseta tillögu um útgáfu bráða- birgðalaga, hann ræður einnig efni þeirra innan þeirra marka sem stjórnarskrá setur og hann undir- ritar þau með forseta, en löggjafar- valdið hefur hann ekki, það er í höndum forseta. Skrif mín eru aðfinnslur við þá stjórnmálamenn sem taka sér vald sem þeim ber ekki, en jafnframt hvatning til forseta að beita þeim heimildum sem stjómarskrá veitir til viðnáms gegn því. Sigurður Lindal „Hvers vegna ætti forseti að dragast inn í stjórnmáladeilur fyrir það eitt að stemma stigu við hóflausri útgáfu bráðabirgðalaga? Með því leggur hann engan dóm á efni þeirra - segir einung- is: Þetta er hlutverk Alþingis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.