Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991.
Menning
Háskólabíó - Nikita
Leigumordingi
skaltu verða
Luc Besson á þrátt fyrir ungan aldur glæsilegan fer-
il að baki í evrópskri kvikmyndagerð. Hann var rétt
rúmlega tvítugur þegar hann leikstýrði Le Dernier
Combat sem vakti strax athygli á honum. Subway,
hans næsta mynd varð til þess að hann komst í fremstu
röð leikstjóra í Frakklandi. The Big Blue gerði hann
síðan í samvinnu við bandaríska aðila. Myndin varð
einhver vinsælasta kvikmynd sem sýnd hefur verið í
Frakklandi en féll ekki Bandaríkjamönnum jafn vel í
geð. Það kom þvi fáum á óvart að Besson skyldi gera
nýjustu kvikmynd sína Nikita eingöngu fyrir franska
peninga og með frönskum leikurum.
Sem fyrr" ytir Besson vel við manni með áleitinni
kvikmynd sem segir heilmikið en skilur þó einnig
áhorfandann eftir með spurningar sem hann hefði
viljað fá svar við.
Aðalpersónan er ung stúlka sem er sú eina eftirlif-
andi af eiturlyfjagengi sem drepur þrjá lögreglumenn,
er koma að þeim í innbroti í apótek. Stúlkan sem
kveðst heita Nikita er hin versta viðfangs og reynir
hvað sem hún getur til að litillækka þá sem handtóku
hana. Hún er ákærð fyrir morðin á lögreglumönnun-
um og dæmd í ævilangt fangelsi.
Fangelsisvistin verður þó engin. Leyniþjónusta
Frakka sér í henni starfskraft sem hún getur haft not
fyrir og setur sjálfsmorð hennar á svið. Nikita er síðan
sett í harðan skóla þar sem gerður er úr henni leigu-
morðingi fyrir franska ríkið...
Nikita á það sammerkt með Subway að atburðarásin
er hröð. Og eins og svo oft hjá Besson eru það áleitnar
nærmyndir sem eru áhrifamestar. Söguþráðurinn er
vissulega reyfarakenndur en markvisst settur fram á
sjokkerandi hátt.
Myndinni er hægt að skipta í tvennt, fyrir og eftir
nám. í fyrri hlutanum er Nikita, sem hvorki er henn-
ar rétta nafn eða verður hennar nafn, undir smásjá
Bobs sem hefur umsjón með þjálfun hennar. Það er
virkilega gaman að fylgjast með því taugastríði sem á
sér stað á milli þeirra. Nikita, sem hafði gert sér ró-
mantískar hugmyndir um Bob, verður fyrir miklu
áfalli þegar hann etur henni út í prófverkefnið rétt
eins og örlög hennar skipti hann engu máli.
Sú Nikita, sem við-kynnumst eftir að náminu lýkur,
er allt önnur manneskja. Lífsglöð stúlka sem þráir
félagsskap, kannski mun meira en henni var ætlað.
Hún vinnur sín verk af samviskusemi í byrjun en eft-
ir því sem lengra líður frá þjálfun hennar verður erf-
iðara fyrir hana að sinna starfmu. Sú Nikita kynnist
Marco, verður ástfangin og fer að búa með honum.
Þama fer aðeins að hrikta í sögunni en þó aldrei svo
að spennan hverfi.
Gallinn í sögunni er Marco. Hann er sú eina af aðal-
persónunum sem er óljós og ekki nógu vel skrifaður
frá hendi Bessons. Persónan er þokukennd og aldrei
eru gefnar neinar fullnægjandi skýringar á flestu sem
Nikita (Anne Parillaud) fær hér óvænt skipun um
fyrsta verkefni sitt frá Bob (Tcheky Karyo).
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
tilheyrir honum. Marco er ótrúlega granlaus um stöðu
sambýliskonu sinnar, trúir henni blint en sýnir þó
ótrúlegan skilning þegar hann kemst að hinu sanna
sem áhorfandinn fær mjög óljóst að vita hvemig hann
uppgötvar.
Þegar svo Victor, hinn samviskulausi atvinnumorð-
ingi, kemur til sögunnar fer heldur betur að hitna í
kolunum. Er þar kominn karakter sem hægt er að
meðtaka athugasemdalaust, en koma hans verður til
þess að sýna Nikitu fram á að hún er ekki á réttri hillu
í lífmu.
Leikur er í heild góöur. Langmest mæðir að sjálf-
söeðu á Anne Parillaud sem leikur Nikitu. Parillaud
veldur vel hlutverkinu sem býður upp á mikið tilfinn-
ingabrölt. Af öðrum leikuram er Jean Reno í hlut-
verki Victors sá sem verður eftirminnilegastur. Þessi
ágæti leikari hefur leikið í öllum myndum LuC Bes-
sons og ávallt með miklum glæsibrag.
Aðall Luc-Bessons liggur í geysisterku myndmáli
sem nýtur sín vel á breiölinsu eins og hami notar
hér. Hann á einnig hægt með að búa til áhugaverðar
persónur en vinnur svo ekki nógu sannfærandi úr
handritinu. Besson hefur sagt að hann hafi fengið
hugmyndina að Nikita þegar hann varð vitni aö fjölda-
slátrun á höfrangum. Sú hugmynd kemur fram í boð-
‘skap myndarinnar sem er hversu mannslífiö getur
verið lítils virði.
NIKITA.
Leikstjóri og handritshöfundur: Luc Besson.
Tonlist: Eric Serra.
Aðalhlutverk: Anne Parillaud, Jean-Huges Anglade, Tcheky
Karyo, Jeanne Moreau og Jean Reno.
Laugarásbíó-Skólabylgjan ★★1/2
Reiði, f eimni maðurinn
Skólabylgjan (einkennilegt nafn) fjallar á mjög blátt
áfram hátt um einstaklega feiminn ungan mann, sem
læðist meðfram veggjum í skólanum og talar ekki við
aöra nema í ýtrastu neyð. Á kvöldin, stundvislega kl.
tíu, umtumast hann hins vegar í Harða Harry (Happy
Harry Hard On).
Útvarpsgeggjari, sem rekur eigin stöð og hellir úr
skálum reiöi sinnar yfir samnemendur sína, sem era
famir að hlusta með aukinni ákefð á einkennilega
blöndu hans af fálmkenndri þjóðfélagsádeilu, framúr-
stefnutónlist (miðað við Arizona), vel meintri en
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
gagnslausri sálfræðihjálp og hvers kyns búkhljóðum.
Brátt fara hinir fullorðnu líka aö hlusta og þeim líkar
flestum miður hvað þeir heyra, enda er Harði Harry
engin engill.
Með góðum ásetningi og hæfilegri fjarlægð frá sögu-
efninu tekst myndinni bæði að skemmta og vekja
mátulega til umhugsunar. Hún fellur ekki í þá gryfju
að vera með einhverjar háfleygar predikanir heldur
beinist reiði Harða Harrys að sínu nánasta umhverfi,
skólanum og í minna mæli foreldranum. Harði Harry
hefur í sjálfu sér engar lausnir á þeim vandamálum
er hrjá táninga yfirleitt og það er broslegt hvemig
hann á engin svör við vandamálum hlustenda en reyn-
ir samt. Það er ekki fyrr en skólayfirvöld og loks Qöl-
miölarnir fara að gera vandamál úr honum aö hann
gerir sér ljósa þá ábyrgð sem því fylgir að tala þegar
aðrir hlusta.
Hinn ungi Christian Slater er að færa sig upp á skaft-
ið í hlutverkum og þótt hann sé efnilegur þá á enn
eftir að koma í ljós hvort hann geti leikið annað en
uppreisnargjarna táninga. Þetta hlutverk er ekki
nægileg áskoran fyrir hann og honum tekst ekki á
fullnægjandi hátt að sýna tvöfeldnina sem býr í Harða
Harry heldur er það aðeins handritið sem leggur hon-
um til hin ýmsu uppátæki til að sýna fram á þaö.
Hann er þvílíkur rati í samskiptum við annað fólk að
það jaðrar við hið ótrúlega.
Sorglegt er að sjá hvemig hin geysigóða Eileen Gre-
en fær hér enn eitt núll-hlutverk sem bókmenntakenn-
ari sem fær samúð með Harða Harry. Það er kominn
tími til aö hún slái í gegn.
Ekki má gleyma að minnast á tónlistina sem á stór-
an hlut í myndinni. Hún er ansi víðfeðm, allt frá seið-
andi Larry Cohen til svörtustu rapplaga. Hún er vel
notuð sem tákn fyrir það hve stórt kynslóöarbilið er
í raun alltaf hveiju sinni.
Þrátt fyrir ýmsa vankanta er Skólabylgjan athyglis-
verð tilraun til að gera annað en dæmigerða ungUnga-
mynd.
Pump Up The Volume (band-1990) Handrit og Leikstjórn: Alan
Moyle (Times Square). Leikarar: Christian Slater (Young
Guns 2, Tales/Darkside), Samantha Mathis, Eileen Greene
(Little Shop of Horrors, Talk Radio).
Andlát
Egill Ástbjörnsson, Álftamýri 22, lést
í Landakotsspítala 12. janúar.
Guðrún Kristjánsdóttir, HUðarhjalla
6, áður Smárahvammi, Kópavogi,
andaðist á Borgarspítalanum laugar-
daginn 12. janúar.
Bjarni I. Karlsson rafeindavirki,
YstaseU 1, lést þann 10. janúar.
Karles Tryggvason, Þórunnarstræti
134, Akureyri, andaðist sunnudaginn
13. janúar.
Jarðarfarir
Þórður Finnbogason rafverktaki,
EgUsgötu 30, Reykjavík, sem andað-
ist laugardaginn 5. janúar sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 16. janúar kl. 13.30.
Gunnar S. Guðmundsson trésmiður,
áður Karfavogi 33, lést 12. janúar á
Droplaugarstööum. Jarðarforin fer
fram frá Dómkirkjunni fimmtudag-
inn 17. janúar kl. 15.
Útför Nikólínu Konráðsdóttur,
Hrafnistu, áður Austurbrún 25, fer
fram frá Áskirkju fimmtudaginn 17.
janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
Ragnheiður Björnsdóttir frá Hólum,
sem andaðist á Skjóli þann 12. janúar
sL, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu fóstudaginn 18. janúar kl. 15.
Jón H. Vilhjálmsson, Boðahlein 3,
Garðabæ, áður Ægissíðu 96, er lát-
inn. Útforin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Útför Ólafíu Sólveigar Guðnadóttur,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis í Völvufelli 22, verð-
ur gerð frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 16.'janúar kl. 15.
Stefanía Björnsdóttir, frá Hvoli í
Vesturhópi, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn
15. janúar, kl. 13.30.
Safnaöarstarf
Breiðholtskirkja. Bænaguösþjónusta í
dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma
á framfæri viö sóknarprest í viðtalstím-
um hans þriðjudaga til fóstudaga kl.
17-18.
Dómkirkjan. Eldri-bamastarf (10-12
ára) í safnaðarheimilinu í dag kl. 17.
Mömmumorgnar í safnaðarheimilinu
miðvikudaga kl. 10-12.
Hallgrimskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Opið hús fyrir aldraða á morgun, mið-
vikudag, kl. 14.30.
Langholtskirkja. Starf fyrir 10 ára og
eldri miðvikudag 16. janúar kl. 17. Óskar
Ingi Óskarsson og Þór Hauksson leiða
starfið.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
kl. 10.
Fundir
ITC deildin Irpa
heldur fund í kvöld kl. 20.30 að Brautar-
holti 30. Oddur Albertsson frá Krabba-
meinsfélaginu sér um fræðslu. Nánari
upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 656121
og Ágústu í síma 656373.
THkyiuungar
Kvenféiag Kópavogs
Spilað verður í kvöld í félagsheimili
Kópavogs. Byrjað verður að spila kl.
20.30. Allir velkomnir.
3. hefti íslenskra dægur-
laga komiö út
Félag tónskálda og textahöfunda hefur
sent frá sér nýtt hefti af íslenskum dæg-
urlögum og er útgáfan í ár með svipuðu
sniöi og á síðasta ári. í bókinni eru vin-
sæl íslensk dægurlög, útsett fyrir píanó
eða hljómborð, ásamt söng eða sólóhljóð-
færaleik.-Magnús Kjartansson tónlistar-
maður hefur yfiramsjón með útgáfunni.
Meðal efnis í bókinni má nefna: Eitt lag
enn, Álfheiður Björk, Sjómannavalsinn,
Ég er á leiðinni, Danska lagið, Bláu augun
þín, Ég bið að heilsa, Betri tíð o.fl. o.fl.
Alls er aö finna 25 lög og texta í þessu
hefti eftir rúmlega 30 höfunda, en það er
108 blaðsíður að stærð. Skífan hf. sér um
dreifingu á 25 íslenskum dægurlögum.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag, þriðjudag, í Risinu, Hverf-
isgötu 105, frá kl. 14, frjáls spilamennska.
Pétur Snæland verður með kynningu á
nýjum heilsurúmum í Risinu, Hverfis-
götu 105, á morgun, miðvikudag, kl. 15.30.
Námskeið
Phil Laut á íslandi
Phil Laut, höfundur metsölubókarinnar
yPeningar era vinir þínir“, heimsækir
Island í febrúar. Hann hefur ferðast víða
um heiminn með námskeið og fyrirlestra
og þannig hjálpað þúsundum til að auka
tekjur sínar og öðlast raunsætt viðhorf
til peninga. Hann heldur fyrirlestur 7.
febrúar í Vinabæ, Skipholti 33 (Tónabíós-
húsið). Verð kr. 500. Lyrirlesturinn
stendur frá kl. 19-21 (húsið opnað kl. 18.)
Miðasala er hafm hjá Lífsafli og Betra
lifi, Laugavegi 66. Þá verður haldið nám-
skeið 8. og 9. febrúar. Fjöldi þátttakenda
er takmarkaður svo ráðlegt er að skrá
sig sem fyrst. Verð aðeins kr. 7.500.
Skráning á námskeiðið hjá Lífsafli,
Laugavegi 178, sími 622199.
Innilegustu þakkir færi ég öllum
þeim sem glöddu mig með skeytum,
gjöfum og heimsóknum á 90 ára af-
mæli mínu 1. janúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
EINAR GUÐBJARTSSON
Endurskinsmerki
stórauka öryggi í
umferðinni.
yUMFERÐAR
RÁÐ