Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991.
31
Merming
Klassík okkar tíma
íslenska hljómsveitin hélt tónleika í gær und-
ir yfirskriftinni París - Vín - París. Stjómandi
var Guðmundur Óh Gunnarsson og í einu ver-
kanna söng John Speight einsöng með hijóm-
sveitinni. A efnisskránni voru verk eftir Alban
Berg, Francis Poulenc, Anton von Webern og
Darius Milhaud.
Tónleikarnir hófust á Fjórum lögum fyrir
klarinettu og píanó op. 5 eftir Berg. Þetta er
yndisleg tónlist. Hver nóta er þrungin merkingu
og enda þótt verkið sé stutt og samið af mikilli
sparsemi er innihald þess á við sinfóníu. Það
spillti ekki fyrir að flutningur Sigurðar I.
Snorrasonar klarínettuleikara og Önnu Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur píanóleikara var með ágæt-
um sem sjaldgæft er að heyra. Þar kom ekki
aðeins til fullkomið vald þeirra á verkinu heldur
var túlkun þeirra með slíku næmi og innlifun
að skáldskapurinn sprakk út eins og blóm á
vordegi, en áheyrendur urðu einni góðri minn-
ingu ríkari. Svona augnablik skapa aðeins sann-
ir listamenn.
Grímudansleikurinn eftir Poulenc, sem hefur
undirtitilinn Veraldleg kantata fyrir baríton og
kammersveit er létt og litskrúðugt verk í ný-
klassískum stíl. Þótt ekki sé það eins ríkt að
innihaldi og Berg er það engu að síður vel gerð
Tórúist
Finnur Torfi Stefánsson
og mjög áheyrileg tónhst. John Speight skilaði
sönghlutverkinu mjög vel og sama er að segja
um frammistööu hljómsveitarinnar og stjóman-
dans Guðmundar Öla.
Kvartett fyrir saxófón, klarinettu, fiðlu og
píanó eftir Webern er hnitmiðað verk og fágaö.
Áhrif þess felast ekki hvað síst í flutningi stefja
milli hljóðfæra sem skapar þaö sem Arnold
Schönberg nefndi hljómlitalaglínu. Þetta verk
var einnig mjög vel flutt en hljóðfæraleikarar í
því voru Sigurður Flosason á saxófón, Jón Aðal-
steinn Þorgeirsson á klarinettu, Sean Bradley á
fiðlu og Þóra Fríða Sæmundsdóttir á píanó.
Síðast á þessum tónleikum var Sköpun heims-
ins eftir Milhaud fyrir 18 manna kammersveit.
Þetta er einnig nýklassískt verk og ber þar tölu-
vert á barrokkáhrifum. Hljómfræðin í verkinu
er skemmtileg einkum það hvemig bassalínuna
ber stundum við aðrar raddir á máta sem virð-
ist vera íjöltónah. Þá er blandað inn í verkið
efni úr jasstónhst. Slíkt hefur verið reynt af
ýmsum og yfirleitt tekist flla. Ástæðan er sú að
nauðsynlegt er að taka útjaskaöar khsjur til að
ljóst sé að um jass sé að ræða og hljómar slíkt
alltaf illa í tónhst sem að öðru leyti gerir kröfur
um aö vera tekin alvarlega. Dægurlög gærdags-
ins gefa dagblöðum gærdagsins lítið eftir í fá-
nýti. Flutningurinn á verkinu var vandaður og
komu blæbrigði þess ágætlega fram. Siguröur
Flosason lék mikilvægt hlutverk á saxófón og
skilaði því með prýði. Guðmundur Óh fer stöð-
ugt vaxandi sem hljómsveitarstjóri og íslenska
hljómsveitin sannaði enn hve mikilvægu hlut-
verki hún gegnir í tónhstarlífinu hér m.a. með
þeirri áherslu sem hún leggur á nýja og nýlega
tónhst. Fyrir það mun hennar verða getið að
verðleikum í sögunni.
Fréttir
Leitin á Fljótsdalsheiði:
Ekki verðlögð því mannslíf eru ekki metin til verðs
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstööum
Flestum er eflaust enn í fersku
minni leitin að sexmenningunum á
Fljótsdalsheiði um nýárið og hve allt
fór þar vel. En þetta atvik og allt sem
í kringum það var ætti að verða öll-
um til umhugsunar. Th dæmis: Hvað
gerðu ferðalangarnir vitlaust? Hvað
kostar svona leit og í framhaldi af
því. Hvernig er búið að björgunar-
sveitunum?
Það hefur komið fram að þeir sem
fóru í þessa öræfaferö voru þaulvan-
ir flestir. Þeir voru á góðum bílum
og vel útbúnir nema að einu leyti.
Þeir höfðu ekki farsíma, en töldu sig
vera með talstöðvar í lagi. Þeir
brugðust rétt við þegar í óefni var
komið og þeir voru með neyðarblys
sem varð til þess að þeir náðu sam-
bandi við björgunarliðið.
Hvað skorti þá á? Ef til vhl hefðu
þeir átt að fylgjast betur með veð-
urspá. Illviðri á hálendinu eru
margfalt verri en í byggð, það vita
aflir fjaflafarar. Dagur Kristmunds-
son, sem var í leitarleiðangrinum og
þekkir þetta svæði vel að vetrarlagi,
segist a.m.k. þrisvar áður hafa lent í
svipuðu veðri á þessum slóðum.
„Ef þau hefðu haft farsíma og verið
í stööugu sambandi við byggð heföi
ekki orðið um neina leit að ræða. Þaö
hefði aðeins verið farið á einum góð-
um flallabh að sækja fólkið ef og
þegar séö varð að þau kæmust ekki
niður af sjálfsdáðum," sagði Guð-
mundur Steingrímsson, formaður
Gróar.
„Við fórum áreiðanlega með far-
síma næst,“ sagði Ágúst Magnússon,
Slysavarnahúsið á Egilsstöðum.
einn af fjallaförunum, þegar hann
kom heim. Og þetta er hklega merg-
urinn málsins og vonandi verður þaö
öðrum th lærdóms. Það er raunar
næsta undarlegt að ekki skuli vera
komin tilkynningarskylda á tjalla-
ferðir eins og sjófarendur.
Hvað kostar svona leit?
„Við reiknum það aldrei th pen-
inga. Þetta er allt unnið í sjálfboða-
vinnu og auk þess verða mannslíf
aldrei metin th verðs,“ sagði einn úr
björgunarsveitinni. Engu að síður er
hægt að slá einhverju á þetta. Vöru-
bíll keyrður 200 km, tveir snjóbhar
og 9 menn í 20 tíma getur varla verið
undir 500.000 kr. Þá er ótalin vaktin
á meðan á leitinni stóð. Þetta er sjálf-
boöavinna. En síðan kemur það sem
þarf að greiða í beinhörðum pening-
um, oha á bhana og annar útbúnaður
og svo þarf að yfirfara bíla og björg-
unarbúnað þegar heim kemur. Sann-
arlega mikils virði að losna við slíkan
kostnað og fyrirhöfn. Og enn er ann-
ar jeppinn uppi á heiðinni.
Ríkið leggur stein í götu
í eftirgrennslan minni kom fram
DV-mynd Sigrún
eitt atriði sem ástæöa er th að staldra
við. Líknarfélög afla fjár með sölu
margs konar varnings. Þar má nefna
jólakort, ýmsa matvöru eins og t.d.
rækjur og af þessu þurfa þau ekki
að borga virðisaukaskatt. Sú sala,
sem skhar björgunarsveitunum
einna mestum tekjum, er flugelda-
sala um áramót en þá kemur ríki-
skrumlan og hirðir virðisaukaskatt
af þeirri sölu. Þannig lítur nú stóri
bróðir á þetta ómetanlega starf björg-
unar- og hjálparsveita. Þarna er brot-
alöm sem þyrfti að færa th betri veg-
ar.
__________________________ Fjölmiðlar
Að standa við stóru orðin
Á haustmánuðum varð nokkurt
fjaðrafok, að mhmsta kosti í smáum
heimi þeirra sem starfa við blaða-
útgáfu, þegar allt starfsfólk Press-
unnar var látið fara á einu bretti
og og ný ritstjóm ráðin. Þó þessi
gauragangur á fylgiriti Alþýðu-
blaðsins vekti sárahtla eöa enga at-
hygh almennings voru nokkrir sem
fylgdust með vinnubrögðum nýrra
penna.
Það er sagt að nýir vendir sópi
best og má efiaust satt vera. A síöum
Pressunnar virðist nýjum vöndum
. hinsvegarhættathaðþyrlaupp
ryki frekar en að beita vönduöum
vinnubrögðum viö hreingeming-
una. Þessir rykmekkir sjást gjarna
á forsíðu blaðsins en setjast á inn-
síðum og þá kemur í ljós að ekkert
hefurveriðsópað.
í síðustu viku var hr ópað á forsíðu
Pressunnar aö yfirmenn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna sóuðu
peningum í utanferðir og glæsíbíla.
Þetta getur vel verið rétt en inni í
blaðinu var ekkert að finna sem
sannaðiþað.
Þannig hefur Pressan náð að selja
nokkuðeintök meö því að slá fram
á forsíðu innihaldslausum staö-
hæfingum sem enginn fótur finnst
fyrir inni í blaðinu. Pressan fuflyrti
aðfjöldi bisnessmanna heföi hagn-
ast á dópsölu en láöist aö geta hverj-
ir, hvenær og hvemig. Skömmu síö-
ar var fullyrt aö selt heföi verið fals-
áður skorti sannanir og blaðiö í
rauninni að slá upp handónýtu máli
og skal engan undra þótt málverka-
höndlarínn sæki nú málstað sinn
íyrirdómstólum.
Allt þetta vekur náttúrlega ein-
hverja þórðargleðí í herbúðum ann-
arra þó i aðra röndina sé hægt aö
vorkenna heiöarlegum blaöamönn-
um sem þurfa að leggja nafn sitt við
vinnubrögð af þessu tagi. En það eru
sem sagt stór orö af tvennu tagi sem
Pressuvendimir þurfa að reyna að
standa viö. Annars vegar stóru orö-
in um betri vinnubrögð í blaða-
mennsku sem nýir vendir höföu
uppi þegar þeir settust við stjórn-
völhm.
Hinn vandinn er að standavið
stóru orðin á forsíðunni svo blaðið
sé ekki eins og oíbakaður snúður í
hverri viku, þ.e. gimilegur aö sjá
enholuraðinnan.
Páll Ásgeirsson
Veður
Vaxandi sunnan og suðaustanátt, hvassviðri eða
stomiur og rigning víðast hvar á landinu i dag en þurrt að mestu norðanlands i nótt. Hiti 2-7 stig.
Akureyri alskýjað 5
Egilsstaðir skýjaö 4
Hjarðarnes alskýjað 6
Galtarviti skýjaö 3
Keflavlkurflugvöllur rigning 6
Kirkjubæjarklaustur skúr 5
Raufarhöfn alskýjað 3
Reykjavík rigning 6
Vestmannaeyjar rigning 6
Bergen skýjað 2
Helsinki þokumóða -10
Kaupmannahöfn þoka -1
Osló þoka -10
Stokkhólmur skýjað -7
Þórshöfn alskýjað 7
Amsterdam heiðskírt -2
Barcelona skýjað 6
Berlín heiðskirt -5
Feneyjar skýjað 5
Frankfurt heiðskírt -1
Glasgow mistur -3
Hamborg heiðskírt -4
London heiðskírt 0
LosAngeles heiðskírt 17
Lúxemborg heiðskirt -2
Madrid heiðskírt -5
Malaga hálfskýjað 3
Mallorca lágþokubl. 3
Montreal srtjókoma -3
New York léttskýjað 2
Nuuk alskýjað -9
Gengið
Gengisskráning nr. 9. -15. janúar 1991 kl. 9.15
Eining k). 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 56,060 56,220 55,880
Pund 106,758 107,063 06,004
Kan. dollar 48,843 49,983 48,104
Dönsk kr. 9,4417 9,4686 9,5236
Norsk kr. 9,3046 9,3311 9,3758
Sænsk kr. 9,7836 9,8115 9,7992
Fi. mark 15,1044 15,1475 15,2282
Fra. franki 10,7000 10,7305 10,8132
Belg. franki 1,7643 1,7693 1,7791
Sviss. franki 43,5502 43,6745 43,0757
Holl. gyllini 32,2304 32,3224 32,5926
Þýskt mark 36,2259 36,4296 36,7753
it. líra 0,04834 0,04848 0,04874
Aust. sch. 5,1597 5,1744 5,2266
Port. escudo 0,4058 0,4069 0,4122
Spá. peseti 0,5766 0,5783 0,5750
Jap. yen 0,41379 0,41497 0,41149
Irskt pund 97,158 97,435 97,748
SDR 78,9089 79,1341 78,8774
ECU 75,1765 75,3910 75,3821
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
14. janúar seldust alls 100,018 tonn.
Magn I Verðíkrónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Undirmál. 0,018 77,00 77,00 77,00
Lifur 0,053 20,00 20,00 20,00
Geliur 0,025 320,00 320,00 320,00
Ufsi 0,444 45,36 39,00 46.00
Skötuselur 0,132 192,00 192,00 192,00
Skata 0,024 106,00 106,00 106,00
Koli 1,076 59,49 56,00 111,00
Keila 0,789 45,00 45,00 45,00
Lúða fros. 0,087 180,00 180,00 180,00
Smáýsa, ósl. 0,357 69,00 69,00 69,00
Steinbítur 1,452 77,42 70,00 80,00
Smáþorskur, ósl 2,076 77,00 77,00 77.00
Hrogn 0,183 265,66 140,00 315,00
Ýsa, ósl. 6,181 89,30 86,00 97,00
Ufsi, ósl. 0,126 32,00 32,00 32,00
Þorskur, ósl. 8,068 94,16 87,00 120,00
Lýsa, ósl. 0,209 59,00 59,00 59,00
Langa, ósl. 0,399 71,00 71,00 71.00
Karfi 30,004 54,12 49,00 56,00
Ýsa 8,140 106,56 93,00 115,00
Smár þorskur 3,079 88,32 87,00 90,00
Þorskur 24,733 104,90 89,00 132,00
Steinbitur, ósl. 2,923 69,80 58,00 71,00
Lúða 0,704 397,60 260,00 495,00
Langa 1,174 81,27 80,00 84,00
Keila, ósl. 7,553 42,03 41,00 44,00
Faxamarkaður
14. janúar seldust alls 145,324 tonn.
Blandað 0,093 66,47 40,00 175.00
Hrogn 0,422 311,36 285,00 345,00
Karfi 1,235 58,01 50,00 67,00
Keila 5,117 42,48 42,00 46,00
Langa 1,433 84,00 84.00 84,00
Lifur 0,074 39,00 39,00 39,00
Lúða 0,158 424,57 350,00 455,00
Rauðmagi 0,010 140,00 140,00 140,00
Skarkoli 0,273 113,41 105,00 114,00
Steinbítur 3,179 73,25 71,00 76,00
Tindabikkja 0,033 5,00 5,00 5,00
Þorskur, sl. 0,033 104,72 91,00 114,00
Þorskur, smár 5,886 94,81 91,00 96,00
Þorskur, ósl. 8,682 89,89 79,00 97.00
Ufsi 0,825 51,73 34,00 59,00
Undirmál. 5,072 86,82 60,00 90,00
Ýsa, sl. 17,705 99,55 84,00 118,00
Ýsa, ósl. 4,474 83,30 72,00 93,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
14. janúar seldust alls 93,571 tonn.
Ýsa, ósl. 0,165 63,55 60,00 69,00
Ýsa, sl. 0,509 87,11 70,00 100,00
Þorskur, ósl. 49,558 105,11 77,00 121,00
Þorskur, sl. 4,369 98,68 81,00 109,00
Lýsa 0,051 49,00 49,00 49,00
Blandað 0,015 30,00 30,00 30,00
Skarkoli 0,360 79,00 79,00 79,00
Ufsi 24,172 48,62 37,00 50,00
Undirmál. 6,000 88,00 88,00 88,00
Skata 0,090 85,00 85,00 85,00
Náskata 0,060 10,00 10,00 10,00
Lúða 0,343 509,02 50,00 520,00
Langa 1,388 73,33 64,00 77,00
Keila 0,331 45,55 38,00 48,00
Karfi 4,920 52,54 49,00 60,00
Steinbítur 1,206 63,79 55,00 69,00
Hrogn 0,034 100,00 100.00 100,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI - 653900