Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991. Spumingin Hvers gætir þú síst verið án í lífinu? Bjarni Magnús Aðalsteinsson vél- virki: Kvenna og víns. Það er það sem gefur lífinu gildi. Ingólfur Guðmundsson sjómaður: Fjölskyldunnar. íris Nordquist afgreiðslumær: Karl- manna. Brynja Sigurðardóttir: Diet Coca Cola. Sindri Einarsson nemi: Góðra vina, sjónvarps og fréttaflutnings. Jóhannes Ágústsson framhalds- skólakennari: Friðar og kærleika. Lesendur Flugleiðir, Flugfax og flugfraktin: Áhyggjur af þróun mála Óskar Sigurðsson skrifar: Það kemur ekki bara einu eða tveimur fyrirtækjum við ef Keflavík- urflugvöllur er ekki sú samgöngubót sem hann gæti verið ef mál væru með eðlilegum hætti. Nú er ég ekki þess umkominn að ræða í smáatrið- um á hvaða hátt afgreiðslugjöld Flugleiða á Keflavíkurflugvelli eru hærri en gerist í nálægum löndum. Þau eru hins vegar sögð of há og rök færö fyrir því af þeim sem þama eiga undir högg að sækja. Ef það er rétt, sem komið hefur fram, að erlend flugfélög, sem flytja frakt, lendi hér helst ekki nema í neyöartilvikum vegna of hárra gjalda er það skylda opinberra aðila að kanna það mál nú þegar. - Ef hins vegar Flugleiðir bera því við að félag- ið verði sjálft að standa ríkinu skil á háum gjöldum er það ríkisins að end- urskoða samning sinn við Flugleiðir hf. sem hafa skyldum að gegna við önnur flugfélög sem lenda á Kefla- víkurflugvelli á meðan þeim er falið að annast afgreiðslu þar. Ekki getur ríkið borið því við að það hafi mikla byrði af rekstri Kefla- vfkurflugvallar sem er rekinn að mestu, ef ekki alveg, af varnarhðinu. Ríkið þarf t.d. aldrei að gera við flug- brautir eins og á Reykjavíkurflug- velli, aldrei að hreinsa flugbrautir og ekki að hafa neinar áhyggjur af vömum og viðbúnaði varðandi al- menntfarþegaflug. Slökkvihðvallar- ins er t.d. alfarið kostað af varnarhð- inu. - Hvaða ljón em þá í veginum fyrir því að ríkið geti aflétt einhverj- um kostnaði af Flugleiðum eða öðr- um aðilum sem þarna kunna að fá leyfi til að afgreiða erlend flugfélög? Fraktflug til og frá landinu er lífs- nauðsynlegt, ekki bara með einu flugfélagi heldur mörgum sem e.t.v. verða í samkeppni um innflutning jafnt og útflutning. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála á Keflavíkurflugvelh ef einhver einn aðhi getur komið í veg fyrir að umferð þar verði með eðlilegum hætti. „Samkeppni í fraktflugi til og frá landinu er lífsnauðsyn" segir hér m.a. S.Þ. boða ekki stríð Soffia Sigurðardóttir skrifar: Þess misskilnings hefur gætt að fyrirhugað stríð við Persaflóa verði háð af S.Þ. - Allsherjarþing S.Þ. hef- ur ekki boðað eða heimilað stríð. Margumrædd ályktun var samþykkt í Öryggisráði S.Þ. sem er hagsmuna- klúbbur nokkurra kjarnorkuvelda, þar sem stórveldin skipa fastafull- trúa og örfá önnur ríki í einu skipt- ast á um að hafa aðra fulltrúa. Ályktun Öryggisráðsins nr. 678 frá 29. nóv. sl. heimilar aðildarríkjum í samráði við ríkisstjórn Kúvæt að nota allar nauðsynlegar leiðir („to use all necessary means“) th að framfylgja fyrri ályktunum ráðsins um Persaflóamálið og koma á al- þjóðlegum friði og öryggi á svæðinu. Heimild Öryggisráðsins er hvorki hvatning til - né skyldar ríki tO að grípa til hemaðaraðgerða. Þá felst ekki í ályktuninni nein skOgreining á hvað geti tahst nauðsynlegar að- gerðir. - Það er því ekki í andstöðu við S.Þ. eða ályktun Öryggisráðsins, þótt ýmsum bijálæðislegum hug- myndum um aðgerðir sé mótmælt. Loks má telja vafasamt að þessi ályktun Öryggisráðsins standist lagalega, þar sem ráðið framselur völd sín og skyldur og heimOar ein- hverjum ótilteknum ríkjum að grípa til einhverra ótiltekinna aðgerða á einhverjum ótilteknum tíma. Þær hernaðaraðgerðir sem Banda- ríkin boða tO á þessu svæði eru svo gífurlegar að þær ganga langt út fyr- ir allt sem nauðsynlegt getur tahst. Þær munu ekki leiða til frelsunar Kúvæt, heldur fjöldamorðs á Kúvæt- um og rústa landið. Þær munu ekki leiða „til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi", heldur verða hræðilegasta stríð sögunnar. Það er því skýlaus krafa tíl íslensku ríkisstjórnarinnar að hún mótmæli harðlega áformum Bandaríkjanna og fleiri ríkja um hernaðaraðgerðir við Persaflóa og beiti sér fyrir og krefjist þess að leitað verði ahra ráða tO að finna friðsamlega lausn á deOunni. Litháen og Persaflói: Spurningu á útif undi svarað Arnar Guðmundsson skrifar: Ég varð vitni að því á útifundinum Átak gegn stríði að Haraldur Blöndal stihti sér upp í útjaðri hans og spurði stundarhátt: „Af hveiju mótmæhð þið ekki því sem Rússar eru að gera í Litháen?“ - Ég ákvað að svara Har- aldi skriflega á opnum vettvangi ef svo óhklega vildi tO að fleiri skyldu þurfa svar við sömu spurningu. Útifundurinn Átak gegn stríði var haldinn tO að skora á íslensk stjóm- völd að leggja aldrei blessun sína yfir beitingu ofbeldis með því að sam- þykkja styijöld gegn öðm ríki eins og mögulega er á döfinni. Hvað varð- ar glæpsamlegt athæfi Rússa í Lithá- en, þá hafa íslensk stjómvöld borið gæfu tO að styðja kröfur Litháa og mótmælt framferöi Rússa. íbúar í Vilnius umkringja sovéska skriðdreka og hermenn albúna aö láta til skarar skriða. Ég sé því enga ástæðu tO að halda útifund og krefja íslensk stjómvöld um stefnubreytingu í þvi máh og vona að Haraldur Blöndal sé sam- mála mér um það. Ef stjórnvöld hvika hins vegar frá stefnu sinni í málefnum Eystrasaltslandanna er svo sannarlega þörf á ijölmennum mótmælafundi, líkt og nú, þegar ís- lenska þjóðin ætlar endanlega aö hverfa frá stefnu friðar og hlutleysis og leggja blessun sína yfir hildarleik styijaldar með ófyrirsjáanlegum af- leiöingum fyrir aht mannkyn. Haraldur myndi væntanlega mæta á þann fund, jafn vígreifur og þegar hann gerir köll að tílraunum th að þrýsta á íslensk stjómvöld að vera boðberar friðar, fremur en ofbeldis. Fréttamenn og falskenning Jakob skrifar: í umræðunni um Persaflóadeil- una hafa ljósvak'amir hér gert þá meginskyssu að koma því inn hjá almenningi að Bandaríkjamenn séu árásaraðih í hugsanlegu stríði. Eru þessir sósíalista-hugs- andi fréttamenn ekki búnir að ná áttum ennþá eða farnir að skilja að það er falskenning að saka Bandaríkin um alla hluti? Fólk um ahan heim sér nú orð- ið í gegnum þennan áróður. Enn halda sumir vinstriraenn sig þó við sinn steðja. íslenskir frétta- menn þurfa aö fara að taka sér tak ef þeir vilja láta taka mark á sér og bíta í þaö súra epli að kalda stríðinu er lokið. í Persaflóamál- inu eru 28 þjóðir sammála um að óhæfuverk hefur verið unnið af harðsvíruðum einvaldi sem ræð- ur ríkjum í írak. HverkýsAlþýðu- bandalagið? Oddur hringdi: Eftir það sem gengið hefur á að undanlömu og þegar kommún- istar hafa játað sig sígraða á hug- sjónasviðinu hver kýs þá AI- þýðubandalagið? Einhverjir úr þeím flokki munu nú ætla sér aö flýja yfir í Al- þýðuflokkinn. Ekki verður það honum til framdráttar. Þeir at- burðir gerast nú í Eystrasalts- ríkjunum sem enn frekar gera menn fráhverfa þeim flokkum hér sem hafa hvað mest dregiö taum valdhafa í Sovétríkjunum. Það er ekki furða þótt utanríkis- ráðherra sé þungbúinn í við- tölum. Hann er þó sá eini af vinstri mönnum hér sem játar fullkomlega siðferðislegan ósigur perestrojkunnar. Mér flnnst hann maður að meíri fyrir bragð- ið. Engin iðrun er enn sýnOeg í Alþýðubandalaginu. Málflutningur tilsóma Krisinn Einarsson skrifar: Ég var að horfa í sjónvarpi á síðustu hörmungaratburði í Lit- háen og m.a. viðræður frétta- manns við Björn Bjarnason, að- stoðarritstjóra Morgunblaðsins. - Þau rök, er hann setti fram um mál Litháens, voru afar sterk. Hann benti á að það ætti ekki síst aö vera auðvelt fyrir okkur ís- lendinga að skilja sjálfstæðisþrá Litháa, þar sem saga okkar og þeirra væri ekki ólik, bæði ríkin heföu lengst af verið undir er- lendum valdhöfum. Ég held að Björn hafi sýnt og sannað, m.a. með málflutningi sínum í sjónvarpinu sl. sunnu- dag, að hann er einn okkar fær- asti og málefnalegasti stjóm- málamaður. - Mér fannst þessi málflutningur, sem Björn beitti, vera honum til sóma. Fyrirsigogsína Einar Óskarsson skrifar. Það er ekki ofsögum sagt af greiðvikni stjórnmálaflokka, þingmanna og ráðherra við sig og sína nánustu. Opinberar nefndir skipaðar af flokkum og ráðherrum hafa löngum verið helsta afdrep og mátarhola fyrir ýtna samflokksmenn og gæðinga. Oftar en ekki eru þeir líka ná- komnir þeim sem sjá um að manna þessar nefndir. Ein nefnd var skipuö nýlega af menntamálaráðherra. Hún á að ky nna islenska list erlendis, eink- um dægurtónlist. Ekki þurfti að fara yfir lækinn til að ná í vatnið. Hér gilti aö sjálfsögðu samkomu- lag íjórflokkanna. Einn fram- sóknarmaöur, einn krati og einn alþýðubandalagsmaður - eða tveir, ef aðstoðarkona ráðherrans er talin meö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.