Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr, Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Fresturinn er úti Klukkan fimm í morgun rann út sá frestur sem Sadd- am Hussein hafði til að kalla her sinn frá Kúvæt. Frá og með þessari stundu hafa Sameinuðu þjóðirnar heim- ilað fyrir sitt leyti að hervaldi sé beitt gegn írak til að frelsa Kúvæt úr ánauðinni. Við getum búist við stríði á hverju augnabliki og umheimurinn stendur frammi fyr- ir ægilegri átökum en orð fá lýst. Eyðingarmáttur vígvél- anna hefur aldrei verið meiri. Eiturhernaður er mögu- legur og mannslífum verður fórnað í meira mæli en nokkur getur séð fyrir. írakar heyja heilagt stríð og segjast ætla að berjast til síðasta mánns. Örþrifaráðin eru mörg og miskunnarlaus undir slíkum kringumstæð- um. Á Vesturlöndum heyrast þær raddir að ekki eigi að láta til skarar skríða. Bandaríkjamenn eru ásakaðir fyrir vígahug og friðarsinnar segja að enginn málsfaður sé svo heilagur að hann sé styrjaldar virði. Enn og aftur skal ítrekað að þessa styrjöld hefur Sadd- am Hussein sjálfur kallað yfir sig og þjóð sína. Hann hefur vanvirt sjálfstæði annarrar þjóðar og lagt hana undir sig. Hann hefur þurrkað sjálfstætt ríki út af landa- kortinu. Honum hafa gefist mörg tækifæri til að afstýra átökunum. Allt frá því í ágúst á síðasta ári hafa þjóðir heims gert allt sem í þeirra valdi stendur til að telja um fyrir honum. Bhðmæli, hótanir, tilboð og tilslakanir hafa borist til einræðisherrans í Bagdad, gegn því eina skilyrði að hann yfirgefi Kúvæt. Allir hafa lagst á eitt, jafnvel hans nánustu stuðningsmenn. En allt hefur kom- ið fyrir ekki. Þessi eini maður hefur storkað samfélagi þjóðanna, gengið götuna til ills og neitað að hlusta á bænir heimsbyggðarinnar um aðrar lausnir en þær ein- ar sem honum þóknast. Ef nú er gefið eftir gagnvart Saddam Hussein er jafn- framt verið að gefa eftir í einu grundvallaratriði í til- veru þjóða og ríkja. Þá er verið að segja Saddam Hus- sein og öðrum blóðþyrstum einræðisherrum að þeir geti komist upp með valdarán og yfirgang í framtíð- inni. Þá er verið að kvitta upp á áform Saddam Hussein um frekari útfærslu á veldi sínu, gefa honum tíma til að vígbúast máttugri eitur- og eyðingarvopnum og í rauninni að játa að samtakamáttur heimsbyggðarinnar má sín lítils gegn einum gikk í veiðistöðinni. Allir geta fallist á að styrjaldir séu siðlausar. En það er sömuleiðis siðleysi að kyssa vönd vitfirringsins og það siðleysi er mest að láta hann murka lífið úr ann- arri þjóð án þess að hafast neitt að. Þau hernaðarátök, sem menn horfast nú í augu við, hófust með innrás ír- aka 1 Kúvæt í ágúst síðastliðnum. Þjóðir heims hafa óskað þess að írak dragi her sinn úr hinu hernumda landi og gefið Saddam Hussein frest sem rann út í morg- un. Með árás á írak er verið að svara innrásinni þegar ljóst liggur fyrir að einræðisherrann hefur skellt skoll- eyrum við friðsamlegri lausn. Það er hann sem hefur efnt til styrjaldarinnar, það er hann sem er að fórna þjóð sinni á altari eigin drambsemi. Þetta er hryggileg niðurstaða og dapurlegur dómur um brjálsemi eins manns. Ef ekkert annað dugar en vopnin til að kveða slíka menn í kútinn þá er óhjá- kvæmilegt að beita vopnum. Vitfirringar mega ekki stjórna heiminum. Ofbeldið má ekki sigra. Hinn fjöl- þjóðlegi her bandamanna hefur réttinn, siðgæðið og nauðsynina sín megin. Ef vitið ræður ekki yfir Saddam Hussein þá verða vopnin að gera það. Ellert B. Schram „Fylgjast veröur náið með öllum íbúðasölum næstu áratugina til að hækka vexti á yfirteknum lánum," segir greinarhöfundur. Vaxtahækkun húsnæðislána: Seinvirk aðferð Áform eru um að hækka vexti á lánum Byggingarsjóðs ríkisins. Hækkunin verði á yflrteknum lán- um við eigendaskipti íbúða. Það er seinvirk aðferð sem hrekkur skammt til bjargar sjóðnum. Yfir 20 ár tekur að hækka vexti á öllum lánum. Samanlögð aukning á vaxtagreiðslum verður einungis Uðlega 500 milljónir næsta hálfa áratuginn. Umtalsverður hluti af hækkun- inni verður auk þess greiddur úr ríkissjóði því vaxtabætur kaup- enda hækka til mótvægis. Aðferð- inni fylgir aukin skriffinnska. Fylgjast verður náið með öllum íbúðasölum næstu áratugina til að hækka vexti á yfirteknum lánum. Byggingarsjóður gjaldþrota? Sérfræðingar, sem kannað hafa stöðu Byggingarsjóðs ríkisins, eru á einu máli um að hann verði gjald- þrota innan tíðar ef ekkert verði að gert. Að mati Ríkisendurskoð- unar veröur til dæmis allt eigiö fé sjóðsins uppurið eftir 15 ár; jafnvel þótt útlánum verði hætt nú þegar. Aukist framlag úr ríkissjóði ekki telur Ríkisendurskoðun að hækka verði vexti í 5% hið minnsta. Stjórnmálamenn eru almennt sam- mála um að fyrr eða síðar hljóti að koma til vaxtahækkunar. Menn greinir hins vegar á um hvemig að hækkuninni skuli staðið. Greiðslujöfnunin Fyrir hálfum áratug voru á Al- þingi samþykkt lög um greiðslu- jöfnun fasteignalána sem eiga að vemda lántakendur gegn áhrifum af misgengi lánskjara og launa. Greiðslujöfnun veldur því að þegar lánskjaravísitala og vextir hækka meira en launavísitala skerðast af- borganir af lánum. Mismuninum er bætt á sérstakan biðreikning, sem greiðist aö loknum lánstíma. Þessu fyrirkomulagi var komið á þegar opinber stuðningur við hús- næðiskaupendur fólst einkum í niðurgreiðslu vaxta. Með tilkomu vaxtabóta húsbréfa- kerfisins breyttust hins vegar for- sendur. Gert er ráð fyrir að fram- vegis beri húsnæðislán markaðs- vexti og opinber aðstoð berist í gegnum skattakerfið sem vaxta- bætur. Á meðan greiöslujöfnunin er í gildi þyngist greiðslubyrði af lánum Byggingarsjóðs ekki þó vextir hækki. Mismunurinn leggst á biðreikinginn og lengir lánstím- ann. Hún kemur einnig í veg fyrir að meira fé komi í sjóðinn þótt vextir hækki. Greiðslujöfnunin afnumin Hækkun vaxta af lánum Bygg- ingarsjóös á að auka íjárstreymi í hann og koma í veg fyrir að eignir brenni upp. Til þess að ná báöum KjaUarirm Stefán Ingólfsson verkfræðingur tekjuaukning ekki nema liðlega 500 milljónir; þar af 45 milljónir fyrsta árið. Sjóðurinn greiðir á sama tímabili sjálfur nálægt 15 milljarða í vexti. Hann tapar á tímabilinu tæplega 4 milljörðum þrátt fyrir vaxtahækkunina! Hækkun vaxta með þeim hætti, sem áður er lýst, mun þvi hrökkva skammt. Áuk þess má reikna með að drjúgur hluti vaxtahækkunarinnar komi beint úr ríkissjóði. Því valda vaxta- bæturnar. Vaxtabætur Fjölskyldur, sem festa kaup á húsnæði, fá vaxtabætur greiddar úr ríkissjóði. Bæturnar nema þeirri fjárhæð, sem kaupendur greiða í vexti af fasteignalánum, að frádregnum 6% af launum. Há- „Sérfræðingar, sem kannað hafa stöðu Byggingarsjóðs ríkisins, eru á einu máli um að hann verði gjaldþrota inn- an tíðar ef ekkert verði að gert.“ þessum markmiðum þarf að fella greiðslujöfnunina úr gildi. Vcixta- hækkunin ein tryggir að vísu eign- ir sjóðsins en greiðslujöfnunin veldur því að hún skilar sér ekki í auknum aíborgunum. Biðreikn- ingur greiðslujöfnunar hækkar aö- eins og myndar innstæðu sem kem- ur ekki til greiðslu fyrr en eftir áratugi. Lánsfjárþörf Byggingar- sjóðs minnkar því ekki þó eiginfjár- staðan batni. Til þess að leysa þennan vanda hyggjast menn fella lög um greiðslujöfnun úr gildi Við það þyngist hins vegar greiðslubyrði lánanna fyrir húsnæðiskaupendur. Aukning á greiðslubyrði gæti oröið allt að 55 þúsund krónum á ári'ef vextir hækkuðu úr 3,5% í 5,0%. Til þess að komast hjá því hefur verið lagt til að vextir verði hækkaðir þegar íbúðir skipta um eigendur. Ekki verður þó séð að það dugi til að bjarga fjárhag sjóðsins. Vaxtahækkun á 20 árum Árlega eru seldar fjölmargar íbúðir með áhvílandi Byggingar- sjóðslánum. Við eigendaskipti er ætlunin að hækka vexti lánanna og fella greiðslujöfnunina úr gildi. Sú leið viröist vænleg við fyrstu sýn en er þó mjög seinvirk og þunglamaleg. Árlega seljast liðlega 5% allra íbúöa sem Byggingarsjóö- urinn hefur lánað til. Samkvæmt því tekur meira en 20 ár að hækka vexti á öllum lánum sjóðsins. Vaxtahækkunin skilar því litlu fé í byrjun. Fyrstu 5 árin verður samanlögð mark vaxtabóta er þó liðlega 170 þúsund. Hluti af væntanlegri vaxtahækkun Byggingarsjóðs rík- isins verður greiddur með vaxta- bótum. Til þess að skýra það nánar má taka dæmi: Fjölskylda með 150 þús- und króna mánaðarlaun kaupir íbúð með 4,5 milljón króna áhvíl- andi Byggingarsjóðsláni. Hún fær 49,5 þúsund krónur í vaxtabætur úr ríkissjóði. Ef vextir af láninu eru hækkaðir úr 3,5% í 5,0% verður fjölskyldan að greiða 67,5 þúsund krónum hærri fjárhæð í vexti. Vaxtabæturnar hækka hins vegar um nákvæmlega sömu fjárhæð. Fjölskyldan ber þess vegna ekki kostnaðinn af vaxtahækkuninni heldur ríkissjóður. Af þessu má ráða að umtalsverður hluti af þeim tekjum, sem Byggingarsjóður hef- ur áf hækkun vaxta, verði greiddur úr ríkissjóði. Aukið eftirlit Þá er enn ótalið að áðurnefnd aðferð til vaxtahækkunar er mjög þung í vöfum. Húsnæðisstofnup verður að fylgjast náið með sölu íbúðarhúsnæðis næstu áratugina. í hvert sinn, sem íhúð er seld, verö- ur að athuga hvort hækka þurfi vexti af áhvílandi lánum. Áform eru uppi um að loka gamla lána- kerfinu fyrir almennum útlánum. Engu að síður er ljóst að rekstur kerfisins mun kosta umtalsverðar fjárhæðir næstu áratugina. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.