Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991.
17
Iþróttir
ngarerutilá
im skuldum“
•maður Handknattleikssambands Islands, í samtali við DV
dag fimmta besta unglingalandslið í
heimi sem náði 5. sæti á HM pilta á
Spáni 1989 og er eina unglingaliðið á
Norðurlöndum sem tryggt hefur sér
þátttökurétt á HM piltalandsliða í
Grikklandi í september á þessu ári.
Og það að bæði blaðamenn og aörir
skuli vera eitthvað hissa á árangri
okkar núna kemur mér því miður á
óvart. Ef þeir hefðu fylgst betur með
árangri unglingalandsliðanna und-
anfarin ár þá ættu þeir hinir sömu
að vita að stefnan hefur verið mark-
viss og liðin hafa verið undir stjóm
góðra þjálfara og leikið tugi lands-
leikja með góðum árangri sem hefur
gefið leikmönnunum mikla leik-
reynslu."
„Fjarkinn stórt áfall“
Jón Hjaltalín sagði ennfremur um
fjármálin: „Við höfum lagt mikla
áherslu á eflingu kvennahandbolt-
ans. Við höfum varið sl. 5 árin senni-
lega tugum milljóna til kvennahand-
boltans og kæmi mér ekki á óvart
þótt það væri hærri upphæð en öll
önnur sérsámbönd hafa lagt til
kvennaíþrótta til samans. Þá var þáð
stórt áfall er Fjarkinn, samstarfs-
fyrirtæki HSÍ og Skáksambandsins,
fór á hausinn. Það var í kringum 12
milljóna króna áfall fyrir HSÍ. Það
dæmi höfum við gert upp að mestu
leyti við flesta okkar skuldunauta
sem sýnt hafa okkur velvild."
„Þigg laun fyrir ákveðin störf“
- Hvernig er launamálum þínum
háttað hjá HSÍ?
tarfan
tundu
yann Val, 72-71
sigur þeirra. Valsmenn náðu að minnka
muninn í 30-24 þegar fimm mínútur
voru til leikhlés en staðan í leikhléi var
45-30. Þegar fimm mínútur voru liðnar
af síðari hálfleik var staðan 63-57, UMFG
í vil en þá skoruðu Valsmenn 9 stig í röð
og komust yfir, 63-66. Eftir það var leik-
urinn jafn og Guðmundur tryggði Grind-
víkingum mjög mikilvægan sigur á síð-
ustu sekúndunum.
Guðmundur Bragason var bestur í hði
heimamanna ásamt Rúnari Árnasyni og
Dan Krebbs sem enn á þó langt í sitt
gamla form eftir meiðsli. Hjá Val átti
Magnús Matthíasson stórleik í síðari
hálfleik og gerði þá 21 stig. Einnig voru
þeir David Grissom og Ragnar Jónsson
góðir.
„Ég myndi helst vilja gera grein
fyrir því á sambandsstjórnarfundi.
Það er að ósk sambandsstjórnar-
manna og stjórnarmanna HSÍ að ég
þigg greiðslur fyrir ýmis þau störf
sem ég legg fram. Það var frá og með
1988 eftir umsókn íslands um HM
1995. Þetta er allt til í bókhaldi hjá
HSÍ.“
„Lagði sjálfur til 1,5 milljón“
- Ert þú persónulega í einhverjum
ábyrgðum fyrir skuldir HSÍ?
„Það er mjög algengt að stjórnar-
menn HSÍ gangi í ábyrgð fyrir lántök-
ur HSÍ. Ég get líka nefnt að ég þurfti
að leggja fram persónulega eina og
hálfa milljón fyrir þátttökugjöldum
og dagpeningum leikmanna á síðustu
ólympíuleikum. Annars hefðum við
ekki getað tekið þátt í keppninni. Það
eru þeir stjórnarmenn sem hafa trú
á liðinu sem þora að gera svona hluti
í trausti þess að þeir séu að vinna að
eflingu íþróttanna og nýta íþróttirnar
sem landkynningu fyrir ísland."
Umdeild Nígeríuferð
- Það hefur komið fram hörð gagn-
rýni á ferð þína til Nígeríu á síðustu
dögum nýliðins árs. Hver eru þín
svör?
„Hvað viðkemur þessari ferð minni
til Afríku þá er þeim það vel kunnugt
sem fylgst hafa með íþróttum að HSÍ
hefur haft náið samstarf við þróun-
arlönd og samveldislönd í sambandi
við að efla handknattleiksíþróttina í
þessum löndum. Fyrir fimm árum
léku 5 samveldisþjóðir handbolta en
í dag eru þær tæplega 30. Eftir 3-5
ár er reiknað með að allar þjóðirnar
53 leiki handbolta. Við teljum að fyr-
ir HM 1995 sé mjög mikilvægt að
handknattleikur sé spilaður í flestöll-
um löndum. Keppnin mun þá vekja
enn meiri athygli á íslandi þegar þar
að kemur. Ferð mín til Afríku var
sérstök boðsferð í boði forseta Níger-
íu sem er mjög mikill áhugamaður
um handknattleik og er verndari
handknattleikssambands samveldis-
landanna. Ástæðan fyrir þessu boði
var sú að forsetinn og ríkisstjórn
landsins opnuðu á gamlársdag aðal-
skrifstofu handknattleikssambands
samveldislandanna í Abuja, hinni
nýju höfuðborg Nígeríu. Þá var um
leið stofnaður sjóður að verðmæti 60
milljónir króna til að reka þessa
skrifstofu og efla handknattleiks-
íþróttina í samveldislöndunum. Þess
má geta aö ég var eini gesturinn fyr-
ir utan fulltrúa samveldislandanna.
Tel ég það mikla viðurkenningu fyrir
HSí á þeirri aðstoð sem við höfum
veitt til að efla handboltann í sam-
veldislöndunum. Mér fannst það
mikill heiður að fá þetta boð og þáði
það í fullu samráði við framkvæmda-
stjórn HSÍ. Vegna þeirrar gagrýni á
þessa ferð mína sem fram kom í DV
á dögunum frá ótilgreindum stjórn-
armönnum HSÍ þá get ég ekki alveg
séð rök þeirra aðila sem annars vegar
vilja að ég segi af mér og hins vegar
telja mig það ómissandi að ég megi
ekki víkja af landinu. En ég ber
fyllsta traust til minna samstarfs-
manna í stjórninni og hins nýja fram-
• Jón Hjaltalín Magnússon, for-
maður Handknattleikssambandsins.
kvæmdastjóra okkar til að taka á
móti þeim landsliðum sem voru hér
á ferðinni á milli jólá og nýárs.“
„Ársþing velur formann“
- Þær raddir hafa heyrst innan HSÍ
að þú eigir að segja af þér sem for-
maður. Hver eru þín viðbrögð?
„Það er hverjum og einum frjálst
að hafa sínar skoðanir á stjórn HSÍ.
Það er mjög jákvætt ef einhveijir
menn telja sig hafa betri lausnir. Þá
eiga menn að koma fram með þær á
þeim vettvangi sem er skynsamlegur,
það er að segja að óska eftir viðræð-
um við framkvæmdastjóm HSÍ og
mæta á fundi þar eða bera þær fram
á sambandsstjórnarfundi. Það er árs-
þing HSÍ sem velur sér formann sem
hefur þá gefið kost á sér til starfa
næsta starfstímabil. Ég hef fullan
hug á að ljúka þessu starfstímabili
og tel mig hafa traust mikils meiri-
hluta sambandsstjórnar HSÍ og
íþróttafélaganna. Það er ekkert nýtt
að menn séu ósammála í sambands-
stjórn HSÍ. Ég held að menn séu sam-
mála um markmiðin en menn getur
greint á um leiðir að markmiðunum,
það er að efla íslenskar íþróttir og
nota handknattleik sem landkynn-
ingu fyrir ísland. Þetta er spurning
um hve mikla áhættu menn eru til-
búnir að taka til að ná settum mark-
miðum.“
-SK
• Guðmundur Bragason.
• Stig UMFG: Dan Krebbs 18, Guð-
mundur Bragasson 17, Steinþór Helga-
son 12, Rúnar Árnason 9, Jóhannes
Kristbjörnsson 9, Marel Guðlaugsson 5
og Sveinbjörn Sigurðsson 2.
• Stig Vals: Magnús Matthíasson 30,
David Grissom 16, Ragnar Jónsson 10,
Símon Ólafsson 9, Guöni Hafsteinsson 4
og Matthías Matthíasson 2.
Kristján Möller og Kristinn Óskarsson
dæmdu leikinn og gerðu það vel þegar
á heildina er litið en leikurinn var mjög
erfiður.
Leikið gegn Wales?
Svo gæti farið að ísland og Wales lékju vináttulandsleik i knattspyrnu
í Wales þann 1. maí í vor. Sá leikur yrði þá liður í undirbúningi landsliðs-
ins fyrir Evrópuleikina gegn Albaníu og Tékkóslóvakíu sem fram fara í
maílok og júníbyrjun.
Knattspyrnusamband íslands var búið að komast að samkomulagi við
Möltubúa um að leika við þá í Valletta sama dag, 1. maí. Þeirri dagsetn-
ingu þarf að fá breytt til þess að af Walesleiknum geti orðið, en þá er
hugmyndin sú að leika bæði við Wales og Möltu í sömu ferðinni.
„Við í KSÍ eigum eftir að skoða þessi mál og það er allt óljóst á þessari
stundu hvort af leiknum verði. Það kom óvænt boð frá knattspyrnusam-
bandi Wales um að við kæmum tii þeirra og lékjum leik þann 1. maí.
Við erum þegar búnir að semja um leik gegn Möltubúum á sama tíma
og við getum ekki hlaupið frá honum en vissulega væri spennandi að
geta leikið gegn Waiesbúum en þeir eru á þessum tíma að undirbúa lið
sitt fyrir leik gegn Þjóðverjum í Evrópukeppninni. Línur ættu að skýrast
á næstunni gg verið getur að ísland leiki gegn báðum þessum þjóðum í
sömu ferðinni," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusam-
bands íslands, í samtali við DV í gær. -VS/GH
Jón í Val og Rafn í KR
Jón Grétar Jónsson knattspyrnumaður hefur gengið frá félagaskiptum
frá KA í Val. Jón lék með Val áður en hann hélt til Akureyrar og lék
með KA keppnistímabilin 1989 og 1990.
• Þá hefur Rafn Rafnsson ákveðið að ganga til liðs við KR en hann
hefur leikið allan sinn feril með liði Snæfells í Stykkishólmi. Rafn er fram-
línumaður, bróðir Björns Rafnssonar, og þykir mjög markheppinn.
-GH
r
udag.
i Reuter
Johnson ákærður
Það á ekki af Ben Johnson, spretthlaupara frá Kanada, að ganga. í
gær var gefin út ákæra á hendur honum fýrir árás á fyrrum félaga sinn
í frjálsum íþróttum í Kanada.
Johnson er ákærður fyrir árás á hlaupakonuna Cheryl Thibedeau,
fyrrum félaga Johnsons í kanadiska landsliðinu, Johnson mun mæta
fyrir rétt í Toronto í Kanada þann 24. janúar og standa fyrir máli sínu.
Hann er ákæröur fyrir að hafa tekið hlaupakonuna hálstaki. Johnson
keppti á sínu fyrsta móti um síðustu helgi og keppir aftur á föstudag í
Los Angeles.
-SK
t
Handboltí
Lið Þórs frá Akureyri er komið
áfram í bikarkeppni Handknatt-
leikssambands íslands eftir sigur
gegn Ármanni á Akureyri í gær-
kvöldi, 26-16. Staöan í leikhléi var
12-9, Þór í vil.
-GK/Akureyri
1 o q
|X korfubotój
Einn leikur fór fram í gærkvöldi
í l. deild íslandsmóts kvenna í
körfuknattleik. Stúlkurnar í
Grindavík tóku þá á móti hði KR
og vann KR mikinn yfirburðasig-
ur í mjög ójöfnum leik, 28-63.
Grindavík er enn án stiga en KR
er með 4 stig í næstneðsta sæti.
Sport-
stúfar
„Við ætlum að komast til botns
í þessu máli eins fljótt og hægt
er. Svona harmleikur hefur ekki
áður átt sér stað i Suður-Afríku
og má ekki endurtaka sig,“ sagði
Cyril Kobus, framkvæmdastjóri
knattspyrnusambands Suður-
Afríku, um það atvik sem átti sér
stað um síðustu helgi þegar 43
létust á knattspyrnuleik í bænum
Orkney í Transvaal-héraði.
Stuðningsmenn topphðanna Or-
lando Pirates og Kaiser Chiefs
lentu í heiftarlegum átökum þeg-
ar Chiefs skoraði mark sem þótti
umdeilt. Fólkið sem lést tróðst
undir í múgæsingnum sem greip
um sig.
Middiesboro áfram
Middlesboro tryggði sér í fyrra-
kvöld sæti í 4. umferð ensku bik-
arkeppninnar meö því að sigra
Plymouth á útivelli, 1-2. Liðin
höfðu áður gert markalaust jafn-
tefli. Middlesboro mætir Cam-
bridge í 4. umferðinni. Swindon
og Orient mættust einnig ööru
sinni en dómarinn flautaði leik-
inn af snemma í síðari hálfleik
vegna þess að völlurinn var orð-
inn frosinn og hættulegur. Stað-
an þá var 1-1 en liðin leika að
nýju í kvöld.
Chicagovann
Chicago Bulls vann
mikilvægan sigur á
Milwaukee Bucks,
110-97. í bandarisku
NBA-deildinni í körfuknattleik í
fyrrinótt. Liðin leika saman í riðli
og þar er Chicago með bestu stöð-
una, 10 tapleiki, Detroit Pistons
er með 11 og Milwaukee Bucks
12. Úrslit í fyrrinótt urðu þessi:
Atlanta - NewYork.....96-82
Dallas - Detroit...... 81-89
Chicago - Milwaukee..110-97
LAClippers - Houston..130-126
KR-stúlkurunnu
míkilvægan sigur
Segja má að KR-stúlk-
ur séu þegar öruggar
með sæti í 1. deild
kvenna í handknatt-
*
leik næsta vetur eftir sigur á Ár-
marmi, 22-21, í 2. deild í Laugar-
dalshölhnni í fyrrakvöld. Með
þessum úrslitum er KR komiö
með 12 stiga forskot á Ármann
sem ér iþriðja sæti. í síðustu viku
gerðu ÍR og Ármann jafntefli,
11-11. Staðan í 2. deild kvenna er
þessi:
KR........13 11 1 1 306-223 23
Keflavík....l0 8 1 1 208-156 17
Arniann.... 12 5 1 6 213-199 11
Haukar....12 5 1 6 210-212 11
ÍR........12 3 2 7 206-232 8
Grindavik.il 0 0 11 154-275 0
Giradelli efstur
Marc Giradelli írá Lúxemborg
sigraði í risasvigi í heimsmbikar-
keppninni á skíðum en keppnin
fór fram Adelboden í Sviss í gær.
ítalinn Alberto Tomba, ítaliu,
varð í öðru sæti og Austurríkis-
maðurinn Rudolf Nierlich, þriðji.
Með þessum sigri hefur Giradehi
forystu í samalögðum greinum
um heimsbikarinn, hefur 176 stig,
Franz Heinzer er í öðru sæti með
129, Alberto Tomba 117 og Ole
Christian Furuseth, Noregi,
flórði með 112 stig.
Opna KR-mótið i
badminton á morgun
Annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld, verður
opna KR-meistaramót-
ið í einbðaleik og tvi-
liðaleik karla og kvenna i bad-
minton lialdið i íþróttahúsi fé-
lagsins og hefst það klukkan
18.30. Allir bestu badmintonspil-
arar landsins verða á meðal þátt-
takenda.