Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991.
Fréttir
Alþýðuflokkurinn í Reykjavík
Fjórtán gefa kost á sér í forvali
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
setn fram fer næsta laugardag.
Þeirra á meðal eru báðir þing-
menn fiokksins í Reykjavík, þau
Svavar Gestsson og Guðrún
Helgadóttir.
Mikla athygli vekur að Már
Guömundsson, hagfræðingur og
aðstoðarmaður Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráðherra,
gefur kost á sér í forvalinu. Taliö
er að Már fái mörg atkvæði jrá
félögum í Birtingu og verði t einu
af efstu sætum listans. Már er
engu að síöur félagi í Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík.
Eftirtaldir ijórtán taka þátt í
forvalinu:
Árni Þ. Sigurösson
hagfræðingur,
Arnór Þ. Sigfússon
dýrafræðingur,
Auöur Sveinsdóttir arkitekt,
Birna Þórðardóttir blaöamaður,
Guömundur Þ. Jónsson,
form. Iftju,
Guörún Helgadóttir
alþingismaður,
Haraldur Jóhannsson
hagfræðingur,
Már Guömundsson
hagfræðingur,
Margrét Ríkharðsdóttir
þroskaþjáiíi,
Matthías Matthíasson
háskólanemi,
Sigurrós Sigurjónsdóttir fulltrúi,
Steinar Harðarson
tæknifræðingur,
Svavar Gestsson ráðherra,
Þorvaldur Þorvaldsson
trésmiður.
Forvaliö fer fram næsta laugar-
dag og stendur frá kiukkan 10.00
til 20.00. Þátttökurétt hafa allir
félagar í Alþýðubandalaginu i
Reykjavik svo og aðrir flokks-
menn búsettir í Reykjavík. Þaö
þýðir að félagar í Birtingu geta
kosiö. Þeir hafa sagt sig úr Al-
þýðubandalaginu í Reykjavik en
ekki flokknum.
Þá má geta þess aö utankjör*
staðaatkvæöagreiðsla hefst þegar
á miövikudaginn og stendur hún
yfir frá miövikudegi til fóstudags,
frá klukkan 16.00 til 19.00 þessa
þtjá daga, irH
Stef nir í harðan slag
um fyrsta sætið
- JónBaldvinfærharðasanikeppmmnefstasætilistans
Það stefnir í harða baráttu al-
þýðuflokksmanna um fyrsta sætið á
framboðslistanum í Reykjavík við
næstu þingkosningar. Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður flokksins,
býður sig fram í það sæti og lendir
vafalaust í baráttu viö Jóhönnu Sig-
urðardóttur, varaformann flokksins,
um það sæti. Jóhanna hefur mikið
fylgi og gæti staðið uppi í hárinu á
formanninum; ekki í fyrsta sinn. Þar
sem Jón Baldvin býður sig aðeins
fram í fyrsta sætið, stendur þing-
mennska hans og fellur með því að
hann sigri. Jón Armann Héðinsson,
fyrrverandi þingmaður Alþýðu-
flokksins, verður væntanlega með
og býður sig fram í fyrsta sæti og
nokkur sæti þar fyrir neðan. Þá býð-
ur Þorlákur Helgason, blaöamaöur á
Alþýðublaðinu, sig fram í fyrsta sæt-
ið og nokkur sæti þar fyrir neðan.
„Bræöur munu berjast" - Jón Baldvin, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Ármann Héðinsson.
Jóhanna hafði, þegar þetta er skrif-
að, ekki játað, að hún byði sig fram
í bæði fyrsta og annað sætið. En þeir
sem nærri henni standa benda á, að
hún eigi varla annarra kosta völ en
að beijast um fyrsta sætið. Atkvæði,
sem falla á menn um fyrsta sætið,
eru talin með, þegar reiknaö er út,
hve mikið menn hafa í annað sætið.
Jón Baldvin gæti til dæmis hugsan-
lega fengið um 60 prósent atkvæða í
fyrsta sætiö, svo að dæmi sé nefnt.
Þá fellur afgangur atkvæðanna á
aðra, segjum Jón Ármann og Þorlák.
Þeir hafa þau atkvæði því „með sér“,
þegar reiknað er út, hver hafi náð
öðru sæti. Yrði Jóhanna bara í fram-
boði til annars sætisins, fengi hún
engin atkvæði úr fyrsta sætinu. Hún
stæði því mun verr að vígi en Jón
Ármann og Þorlákur að því leyti.
Jón Baldvin verður í kosninga-
bandalagi við Össur Skarphéðins-
son, fyrrum Þjóðviljaritstjóra og
Birtingarmann, sem nýgenginn er í
Alþýðuflokkinn og býður sig fram í
Sjónarhom
Haukur Helgason
3., 4. og 5. sætið. Jón Ármann hefur
leitað til Jóhönnu um kosninga-
bandalag, én hún hafnaöi. Menn
segja, að Jóhanna sé einfari í slíkum
efnum.
Deilt um prófkjörsreglur
Þröstur Ólafsson, fyrrverandi al-
þýðubandalagsmaður og verkalýðs-
frömuður með meiru, gekk í Al-
þýðuflokkinn á laugardaginn. Hann
hugðist bjóða sig fram í 3. sæti og
einhver neðri sæti. Þröstur fór aö
hringja í alþýöuflokksfólk á sunnu-
daginn en fékk misgóðar móttökur.
Sumir voru afgerandi á móti honum
og sögðu, að hann væri of blautur
bak við eyrun, of nýkominn í flokk-
inn, til þess að koma til greina.
Jón Baldvin og Össur áttu klíku-
fund á mánudaginn. Össur hefur set-
ið mikið við símann. Hann heldur
einnig klíkufundi, þár sem stuðn-
ingsmenn hans mæta, 2-3 fundi á
dag. Hann hefur fengið þokkalegar
móttökur hjá alþýðuflokksfólki.
Össur á sérstaklega fylgi hjá ungu
fólki. Hann hefur hins vegar lítiö
gagn af þeim, sem nýkomnir eru úr
Birtingu, af því að þeir eru svo fáir
- aðeins 7-8 hræður.
Gömlu kratarnir styðja Jóhönnu,
þeir sem stundum eru kallaðir eðal-
kratar eða órígínalkratar. Jón Bald-
vin nýtur fylgis hóps, sem kemur
saman vikulega, 20-30 manna hóps.
Auk þess nýtur formaðurinn auðvit-
að töluverðs fylgis flokkshollra
krata, einkum þeirra, sem ekki telj-
ast „gamlir kratar“.
Sumir telja prófkjörsreglurnar nú
ólýðræðislegar. Þær voru ákveðnar
í fyrradag. Þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn hafði prófkjör i Reykjavík, var
kosið í átján sæti, og komu menn til
greina í öll þau sæti. Alþýðuflokkur-
inn hefur það nú þannig í Reykjavík,
að menn fá ekki atkvæði í önnur
sæti en þau, sem frambjóðendurnir
nefna sérstaklega og bjóða sig fram í.
Fólk Jóhönnu kvartar til dæmis
yfir þessum reglum og telur þær sett-
ar af mönnum Jóns Baldvins.
Slagurinn hjá krötunum í borginni
verður harður, ef að líkum lætur.
Málið er, að.vinsældir formannsins,
Jóns Baidvins, kunna að reynast
minni en hann telur. Óvíst er, að
bandalagið við Össur dugi honum,
þegar til kastanna kemur.
Prófkjörið fer fram annan febrúar.
Framboðsfrestur rennur út 21. þessa
mánaðar.
í dag mælir Dagfari____________________
Friðarverðlaun Gorbatsjovs
Menn hafa verið aö misskilja
Mikhail Gorbatsjov og þær aðgerð-
ir sem Rauði herinn hefur gripið
til í Litháen. Sá misskilningur er í
því fólginn að Sovétríkin eru gagn-
rýnd fyrir að ráðast á almenna
borgara í Litháen og beita vopna-
valdi gegn óvopnuðum einstakling-
um á götum úti. Menn hafa jafnvel
verið að ásaka Gorbatsjov fyrir að
hafa sjálfur drepið þrettán eöa
fjórtán manns í átökum sem áttu
sér stað í Vilnu á dögunum.
í einhveiju reiðikasti hafa óbil-
gjarnir menn á Vesturlöndum for-
dæmt friðarverðlaunanefndina
norsku fyrir að veita Gorbatsjov
friðarverðlaunin og vilja að sú útn-
efning verði dregin til baka. Ekkja
Sakharovs hefur meira að segja
óskað eftir því að nafn eiginmanns
hennar verði strikað út af listanum
yfir verðlaunahafa, því hún vill
ekki að nafn Sakharovs verði
bendlað við Gorbatsjov og verðlaun
sem hann hafi fengið.
í fyrsta lagi er vert að benda á
að Sovétríkin hafa vanist því í sjö-
tíu ár að friðurinn sé best tryggður-
með því að beita vopnavaldi. Rauði
herinn hefur annast eftirlit með
friðinum austur þar og gengið
bærilega. Ekki hefur nokkur mað-
ur heyrt af æmti né skræmti frá
íbúum Sovétríkjanna, ef frá er skil-
inn Sakharov og nokkrir aðrir and-
ófsmenn sem misskildu hvort sem
er agann sem fylgdi friöarviljanum
austur þar. Rauöi herinn hefur
tryggt Sovétríkjunum og þegnum
þeirra öryggi, frið og stjórnarfar,
þar sem aldrei hefur komiö til þess
að fólk hafi þurft aö þyrpast út á
torg og stræti til að heimta frið.
Friðurinn hefur verið útbreiddur
og reyndar algjör í borgum og bæj-
um, hvarvetna um Sovétlýðveldin
og einnig í nágrannaríkjunum í
Austur Evrópu.
Það var ekki fyrr en bölvað
ekkisins frelsið kom til sögunnar
að allt hefur farið upp í loft. Gor-
batsjov hefur gefið þessu fólki
frelsi, en svo misnotar það frelsið
meö þeim herfilega hætti að það
heimtar sjálfstæði og fullveldi og
stofnar friðnum í hættu. Gor-
batsjov lætur slíkt ekki yfir sig
ganga og er í rauninni aðtryggja
áframhaldandi frið í Sovétríkjun-
um með því að bæla niður mótþróa
og uppistand sem veldur óróa og
upplausn. Friöinn ber að treysta
og herinn hefur það hlutverk. Gor-
batsjov hefur þess vegna ekki gert
annað en það sem alltaf hefur verið
gert í Sovét.
í öðru lagi geta menn ekki ætlast
til að Gorbatsjov fylgist með því
persónulega hvort einhverjir ein-
staklingar verða fyrir skriðdrek-
unum þegar þeir aka inn í borgirn-
ar. Það er verst fyrir fólkið sjálft
og það verður að gæta þess að vera
ekki fyrir þegar skriðdrekarnir
koma. Gorbatsjov er góður leiðtogi
en hann fylgist ekki með hverju
fótmáli tvö hundruð og fimmtíu
milljón manna og honum var þar
af leiðandi ókunnugt um það um-
ferðarslys sem átti sér stað í Vilnu.
í þriðja lagi bað Gorbatsjov aldrei
um þessi friðarverölaun. Það er
mál Norðmanna og annarra friðar-
dúfna í vestrinu hvernig þeir ráð-
stafa sínum friðarverðlaunum.
Gorbatsjov tók ekki einu sinni á
móti verðlaununum. Hann var
upptekinn við sinn frið í Moskvu
og mátti ekki vera að því að mæta
í Osló til að þakka fyrir sig. Nú
vita menn hvers vegna hann var
upptekinn. Hann var að leggja á
ráðin heima fyrir hvernig friður-
inn yrði best tryggður i því stóra
landi, Sovét.
Menn verða að átta sig á þeirri
staðreynd að fólkið, sem lést í um-
ferðarslysinu í Vilnu, var fólk sem
tilheyrir ríki Gorbatsjovs. Ráða-
menn Sovétríkjanna hafa alltaf lit-
iö svo á að þeir hafi óskoraðan rétt
yfir lífi og dauða þegna sinna og
það kemur engum öðrum viö hve-
nær eða hvernig fólk lætur lífið í
Sovétríkjunum. Þetta er yfirráöa-
svæði Moskvuvaldsins og það er
ögrun og afskiptasemi af innanrík-
ismálum Sovétríkjanna þegar aör-
ar þjóðir eins og íslendingar eru
að hafa skoðanir á því hvað gerist
innan landamæra Sovétríkjanna.
Gorbatsjov hefur hagað sér eins
og allir forverar hans þar í landi.
Hann hefur skipað Rauða hernum
að varðveita friðinn. Fyrir þaö fékk
hann friðarverðlaun Nóbels og það
er vandamál Vesturlanda en ekki
Gorbatsjovs ef þau hafa misskilið
friöarvilja Gorbatsjovs.
Dagfari