Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991. 5 dv Fréttir Sverrir Leósson útgerðarmaður um loðnuleit fiskifræðinga: Eins og að telja Indverja úr flugvél - útgerðarmönnum er smátt og smátt að blæða út Akureyri: Talsverð fækkun mála hjá rannsókn- ariogreg i u Gyifi Kris$ánæan, DV, Akureyri: Máluin, sem komu tU kasta rannsóknarlögreglunnar á Ak- ureyri á síðasta ári, fækkaði um 85 frá árinu áður, úr 1856 í 1771, en þess ber að geta að árið 1989 bárust íleiri mál til rannsóknar en nokkru sinni. Það vekur talsverða athygli að ölvunarakstursmálum hefur farið fækkandi áAkurejTi und- anfarin ár. Árið 1987 voru þau 134 talsins, 123 árið 1988, árið 1989 voru þau 100 og á síöasta ári fækkaði þeím enn og voru þá 86 talsins. Alls voru þjófnaðir, sem til- kynntir voru á síðasta ári, 221, innbrot 76 og mál sem vcirðuðu ávísanamisferli og ávísanafals voru 69 á móti 90 árið áður. Af öörum málum má nelha aö 50 minni háttar líkamsárásir voru kærðar og 6 meirí háttar, i 75 tilfellum stungu ökumenn afeftir árekstur, tvö sifjaspells- mál komu til rannsóknar og ein gróf tilraun var gerð til nauðg- unar. Daníel Snorrason, yfirmaður ramisóknarlögreglunnar á Ak- . ureyri, sagði í samtali við DV að þótt um fækkun mála hefði verið að ræðaásíðaslaári, mið- ; ; að við árið á undan, þá heíðu fleiri stærri og tímafrekari mál komið til rannsóknar en áður ; og gæsluvarðhaldsúrskurðir ■ heíðu verið fleiri. Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Það verður að skilja þetta svo að málið sé áfram til skoðunar. Það gengur hins vegar ekki að skipin séu hlekkjuð við bryggju og að menn viti ekki hvað er fram undan. Verði ekki farið til loðnuveiða á allra næstu dögum er ljóst að það verður að út- hluta þessum flokki fiskiskipa öðr- um veiðiheimildum. Mönnum er smátt og smátt aö blæöa út því þaö rekur enginn fiskiskip sem er bundið viö bryggju," segir Sverrir Leósson, útgerðaimaöur á Akureyri og for- maður Útvegsmannafélags Norður- lands, varðandi þaö ástand sem upp er komið varðandi loðnuveiöamar. Sverrir, sem gerir út loðnuskipið Súluna EA, segir það skoðun margra að meira sé af loðnu í sjónum en fiskifræðingamir telja. „Það kom fram hjá þeim 6 skip- stjórum, sem vora í loðnuleitinni með fiskifræðingum, að meira sé af loðnu en fræðingarnir segja. Þegar veiðibannið var sett á var um það rætt að of mikið væri af smáloðnu í aflanum en nú er það út sögunni. Nú er þetta stór og góö loðna sem er um 17% feit svo það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Eins og aö telja Indverja Fiskifræðingarnir voru með sterk- ar alhæfingar um ástand loðnu- stofnsins í byrjun desember og lýstu því þá yfir aö stofninn væri 370 þús- und tonn. Mér finnst það skrítið að þeir skuli fá alveg sömu niðurstöðu núna. Þessar mæhngar á stofninum virka á mig eins og ef maður væri sendur í flugvél yfir Indland og ætti að telja aUa Indverjana. Þaö hlýtur að vera áhtamál hversu sterkt fiski- fræðingar geta tekiö til orða eftir þessar mælingar og verið með al- hæfingar þvi þessi vísindagrein byggist mikið á líkum. Þurfum hvajarannsóknir Yfirlýsingar fiskifræðinga um ástand loönustofnsins og annarra fiskistofna okkar hljóta að leiða til þess að við skoðum í alvöru hvort ekki sé orðið aökallandi fyrir þjóö- félagið, sem á allt sitt undir sjávar- fanginu, aö könnuð verði til hhtar tiivist hinna ýmsu hvalategunda hér viö ísland og hvað hvalimir em fam- ir að vega þungt í vistkerfinu í heild. Komiö hefur fram að það mæhst í milljónum tonna sem hvalimir rífa úr vistkerfmu og er það ekki farið aö hafa sterk áhrif á nytjastofnana? Stönduiú við hreinlega ekki frammi fyrir því vandamáli að hinar ýmsu hvalategundir eru að éta þessa þjóð út á gaddinn með því að mgla allt vistkerfið? Annað veldur en ofveiði Við sjáum að þrátt fyrir friðunar- aðgerðir á öllum sviðum virðist sem stofnarnir fari minnkandi og þar veldur eitthvað annaö en ofveiði; það er eitthvað annað að gerast. Ég held að það sé orðið fyllilega tímabært að menn fari að snúa sér að hvalarann- sóknum. Það er alltaf mikið að ger- ast í vistkerfmu og þótt það sé ekki allt fiskur, sem hvaiimir éta, þá er það allt tekið úr vistkerfmu." - Þú ert einn þeirra sem taka niður- stöðum fiskifræðinga með fyrirvara. Myndir þú telja óhætt að sigla loðnu- veiðiflotanum á miðin núna til veiða? „Eg segi að það ætti að leyfa skip- unum að fara af stað og vinna að stíf- um rannsóknum jafnframt. Síðan ætti að meta það síðar hvort loðnu- stofninn sé eins slakur og fiskifræð- ingar halda fram, en það er ekki búið að rannsaka það nægilega mikið til þess núna að hægt sé að alhæfa um það. Hrikalegt ástand Ef það blasir við að þessi flokkur skipa fær ekki að fara til veiða innan fárra daga þá verða þessi skip að fá úthlutað aílaheimildum. Þetta eru 47 skip og það er lítið til skiptanna. Það er ekki lítið í húíi að við nýtum það sem við mögulega getum af fiski- stofnum okkar og loðnan er þar eng- in undantekning. Fiskifræðingarnir vita þaö alveg eins og við, sem höfum fengist við þessa útgerð, að loðnan er dyntótt, um það geta menn verið sammála. Ef ekki verður um loðnu- veiðar aö ræða er ástandið vægast sagt hrikalegt," sagði Sverrir. Stór skóútsala hefst á morgun, fimmtudag Hér eru nokkur dæmi um okkar frábæra verö: Kr. 2.430 Kr. 2.800 Kr. 2.800 Teg. 3003 St. 28-37 Litir: Svart, brúnt Teg. 91801 St. 40-46 Litur: Svart Teg. Euro St. 36-46 Litur: Svart Sendum 1 póstkröfu Nýtt kortatímabil KRINGLAN 8-12 • SIMI: 686062

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.