Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991. Fréttir Stöðvun loðnuveiðanna: Mjölframleiðendur munu tapa milljörðum króna - erfiðleikunum verði dreift, segir Kristján Ragnarsson Félag íslenskra mjölframleiöenda telur aö ef loðnukvótinn náist ekki muni mjölframleiðendur tapa um 3 milljörðum króna. Á haustvertíðinni voru framleidd um 15 þúsund tonn af mjöli og hátt í annað eins af lýsi en sölusamningar við Breta, Skand- inava og Frakka hljóða upp á mun meira. „Við lendum ef tO vill í vandræðum með um og innan við 10 þúsund tonn. í samningnum er kveðið á um að ef við getum ekki framleitt þetta magn megi beita okkur dagsektum. Það er hins vegar möguleiki á að við getum losnað undan þeim því í samningun- um er jafnframt klásúla sem kveður á um að sé ekki hægt að veiða af ófyr- irsjáanlegum ástæðum þá frestist gildistaka samningsins. Loðnuveiði- bannið fellur væntanlega undir þessa klásúlu því það sá enginn fyrir að það yrði sett á,“ segir Jón Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra mjölframleiðenda. „Það hefur verið ákveðið að fram- lengja loönubannið ótímabundið. Hafrannsóknastofnun mun halda áfram loðnurannsóknum og er að vinna nýja rannsóknaráætlun þar að lútandi," segir Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra. „Við lítum svo á aö ef loðnuvertíö- in bregst eins og allar líkur eru á þá eigi þau skip sem gera út á loðnuna rétt á að fá hlutdeild í botnflskkvót- anum. Þessi skip gáfu eftir aflaheim- ildir sínar til annarra þegar vel áraði og nú eiga þau rétt á að fá þessar aflaheimildir til baka. Við erum ekki að fara fram á neitt annað en að.erf- iðleikunum verði dreift,“ segir Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landsambands íslenskra út- vegsmanna. „Við getum ekki beðið endalaust eftir svörum við þessum óskum okk- ar en sumir viröast haldnir þeirri óskhyggju að það veiðist meiri loðna. Ég tel hins vegar að það gerist ekki. Loðnurannsóknir halda áfram fram yfir mánaöamót og ætli við verðum ekki aö bíða uns þeim er lokiö.“ „Ég hef ekki viljað svara neinu ákveðið um óskir útvegsmanna. Við erum að skoða þetta mál út frá öllum hliðum og reikna dæmiö út frá sem flestum forsendum. Ég á von á að því veröi lokið upp úr næstu mánaða- mótum og þá á ég von á að við getum sett fram tillögur um hvernig verði tekið á þessum vanda,“ segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. -J.Mar Þessir herramenn fóru á þorskveiöar í Faxaflóa fyrir skömmu en lítiö fékkst i netin af þorski, þess í stað fengu þeir mikið magn af trjónukrabba. DV-mynd S Austfirðingar í slag við Landsvirkjun - viljabreytinguálínustæðiFljótsdalsvirkjunar Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Mikil og almenn óánægja er hér eystra með staðsetningu línulagnar frá Fljótsdalsvirkjun vestur um há- lendið. Náttúruvemdarsamtök Aust- urlands (Naust), Ferðamálasamtök Austurlands og fleiri aöilar era að vinna að þvi að línustæði verði ann- að en nú er ákveðið. Heimamenn hafa fundað með þingmönnum Aust- urlands og fyrirhugaður er fundur með Landsvirkjun síðar í mánuðin- um til að freista þess aö fá línuna flutta norður. Samkvæmt teikningum Lands- virkjunar á væntanleg háspennulína frá Fljótsdalsvirkjun að liggja nyrst um Krepputungur vestur milli Herðubreiðartagla og Dyngjuijalla og um Ódáðahraun í Suöurárbotna. Þarnar eru hins vegar fjölfarnar ferðamannaslóðir og miklar náttúra- perlur sem óhjákvæmilega myndu setja ofan við svo áberandi m.ann- virki að ekki sé talað um það mikla jarðrask sem verður á meðan á fram- kvæmdum stendur. Árni Gunnarsson kennir kvótakerfi um Qölgun slysa: Vökulög í stór- hættu á frysti- togurunum „Mér hefur borist til eyrna að frí- vaktir á sumum frystitogurum séu skornar niður um allt að- helming . vegna hinnar gífurlegu áherslu sem lögð er á vinnslu aflans um borð. Munu frívaktirnar vera skornar nið- ur úr sex tímum í þrjá. Um borð eru 24 menn að anna vinnu sem allt aö 150 menn sjá vanalega um í landi. Vökulögin eru í verulegri hættu og það gefur auga leið að við slíkar að- stæður stóreykst hættan á slysum. Það sem á sér stað um borð í frysti- togurum jaðrar við lögbrot," sagði Árni Gunnarsson meðal annars í umræðum á Alþingi í gær. Árni er ásamt þingmönnum úr öll- um flokkum flutningsmaður laga- frumvarps um slysavarnaskóla sjó- manna. I lok umræðunnar, þar sem einhugur var um framgang þess, kom Arni inn á áhrif kvótakerflsins í þá átt að auka slysatíðni um borð í íslenskum fiskiskipum og einnig áhrif þess á vinnuna um borð í frysti- togurum. „Núgildandi kvótakerfi, með með- fylgjandi ofurkappi, hefur dregið úr öryggi sjómanna í hluta fiskiskipa- flotans. En það er með ólíkindum hve mikil heill og hamingja er yfir trillu- sjómönnum eftir að kvótakerfið tók gildi. Kapp er meira en forsjá í út- gerð bátanna sem stóreykur aftur slysahættuna." Eftir umræðurnar gat Árni ekki nefnt ákveðna togara en sagðist hafa heyrt um málið frá Vestmannaeyj- um. Hann sagðist hafa heyrt að ef sjómenn kvörtuðu yflr styttingu frí- vakta væri þeim einfaldlega sagt að taka pokann sinn. Árni leggur fram fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra þar sem hann spyr hvernig eftirliti með fram- kvæmd vökulaga um borð í frystitog- urum sé háttað. -hlh Þróunarsldpiö Fengur leigt: Ekkert fjármagn til þess að reka skipið - segir Bjöm Dagbjartsson framkvæmdastjóri „Það kom fyrirspurn frá þýsku þróunarstofnuninni um hvort hugs- anlegt væri að þeir gætu fengið Feng á leigu. í kjölfarið kom maður að skoða hann og það var skrifað undir viljayfirlýsingu um leigu á skipinu. Ef samningar ganga saman verður skrifað undir þá á næstu vikum. Verði samið um leigu á skipinu mun Fengur fara til hafrannsókna úti fyr- ir ströndum Alsír og Marokkó,“ seg- ir Bjöm Dagbjartsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands. „Ástæðan fyrir því að við verðum að leigja Feng ec. sú aö við höfum ekki næga peninga til að reka hann þrátt fyrir að næg verkefni séu fyrir skipiö. Síðastliðið sumar komu til að mynda þijár fyrirspurnir frá Afríku- ríkjum um hvort hægt væri að fá skipið til rannsóknarstarfa úti fyrir ströndum Afríku en það var ekki til fjármagn til að sinna þeim óskum." Fengur hefur legið bundinn við festar í rúmt ár. Það kostar um 25 milljónir að reka Feng á ári með lág- marksveiðarfærum. 15 manna áhöfn er um borð þar af þrír íslendingar og munu þeir fylgja skipinu ef þaö verður leigt. Skipið er 160 tonn, sex ára gamalt, en það var smíðað hjá Slippfélaginu á Akureyri. Upphaflega var Fengur smíðaður til að sinna þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyjar og var hann þar við rannsóknarstörf og veiðar þar til fyrir ári. - Nú eru íslendingar stöðugt gagn- rýndir fyrir að sinna þróunaraðstoð ekki sem skyldi, væri ekki nær að við gerðum Feng út sjálf? „Það heföi verið betra ef íslending- ar hefðu sjálfir getað rekið Feng. Það er hins vegar alltaf spurning um hvernig eigi að verja því fjármagni sem ríkiö veitir í þróunaraðstoð," segirBjörn. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.