Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Side 4
FIJvfMTyD^GUR 17. JANUÁRj 1991; Utlönd Kvótinn fyrstu 8 mánuðina Þorskígildin flest á Norðurlandi eystra HO 1“ VESTFIRÐIR I Þorskígildi í lestum fyrstu átta mánuði ársins t 49.344 26 104 norðurland horðurland VESTRA EYSTRA 34^ | VESTURLAND 43.971 ■ jm 22.060 N REVKJAVÍK | REYKJANES AUSTURLAND 41.1 SUÐURLAND Þegar kvótatúthlutun til fiskiskipa yfir 10 brúttólestir er borin saman á milli kjördæma kemur í ljós aö Norð- urland eystra fær flest þorskígildin í lestum talið. Það er eina kjördæmið sem eykur hlutdeild sína sem ein- hverju nemur af kvótaskyldum botn- fiski en í Suðurlandskjördæmi snýst dæmið við því að kjördæmið tapar verulegum botnfiskkvóta frá síðasta ári. Kvótanum er nú samkvæmt nýjum reglum úthlutað fyrstu átta mánuði ársins en tölurnar í textanum fyrir árið 1990'gilda fyrir allt árið. Norðurland eystra fær afiaheim- ildir upp á 17,73 prósent af heildar botnfiskaflanum eða því sem svarar til 49.344 lesta af þorski. í fyrra fengu útgerðarmenn í kjördæminu úthlut- að leyfum til að veiða kvótaskyldar botnfisktegundir sem svöruðu til 62.656 tonna af þorski eða því sem nam 17,08 af heildar botnfiskaflanum það árið. Kjördæmið státar af því að eiga 85 fiskiskip. I öðru sæti er Reykjanes sem fær í sinn hlut 15,80 prósent af heildar botnfiskaflanum eða heimildir sem svara til um 43.971 lesta af þorski. Á síðasta ári voru sambærilegar tölur 58.310 lestir eða 15,90 prósent af kvótaskyldum botnflskafla. Alls voru 122 fiskiskip skráð í kjördæm- inu árið 1990. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Svo virðist sem verksmiðja Viking Brugg á Akureyri, sem enn er lokuð vegna innheimtuaðgerða bæjarfó- geta, verði ekki opnuð nú í vikunni a.m.k. og í verslunum ÁTVR eru I þriðja sæti er Suðurland en kjör- dæmið fær í sinn hlut veiðiheimildir sem svara til um 41.134 lesta af þorski sem er 14,78 prósent af heildar botn- fiskaflanum. Samsvarandi tölur fyrir allt árið í fyrra voru 55.820 lestir eða það sem nam 15,22 prósent af kvóta- skyldum botnfiskafla. Skráö skip í kjördæminu voru á því ári 100. í fjórða sæti eru Vestfirðir með framleiðsluvörur fyrirtækisins upp- urnar að öðru leyti en því að eitthvað mun vera til af bjór á kútum fyrir veitingahús. Viking Brugg framleiðir m.a. Löw- enbráu bjór sem hefur haft verulega markaðshlutdeild og ’einnig Viking 38.992 lestir í þorskígildum talið sem eru 14,01 af heildaraflanum. Á síö- asta ári máttu sjómenn veiða sem nam 51.471 lestum af kvótaskyldum botnfisktegundum sem var 14,03 pró- sent af heildaraflanum. Fiskiskip á Vestfjörðum voru á síðasta ári 106. Fimmta sætið skipar svo Austur- land sem fær úthlutað leyfum til að veiða 34.683 lestir í þorskígildum tal- bjór. Talið er að ýmis opinber gjöld, sem verksmiöjan skuldar og ollu því að henni var lokað, nemi um 30 millj- ónum króna. Þá hafa Iðja, félag verk- smiðjufólks og Lífeyrissjóður Iðju krafist lögtaks í fyrirtækinu vegna vangoldinna lífeyris- og félagsgjalda ið sem er 12,46 prósent af botnfiskafl- anum. 1990 voru samsvarandi tölur 47.413 lestir eða 12,93 prósent af heildaraflanum en útgerðarmenn í fjórðungnum áttu 65 fiskiskip það árið. Vesturlandskjördæmi skipar sjötta sætið með 26.104 lestir talið í þorskí- gildum eða 9,38 prósent af heildar- aflanum. Samsvarandi tölur fyrir síðasta ár voru 33.143 lestir af botn- fiski sem voru 9,04 prósent af kvóta- skyldum veiðiheimildum lands- manna. Það ár voru skráð 72 fiski- skip í kjördæminu. Næstneðsta sætið það sjöunda skipar Reykjavík. Borgin fær í sinn hlut 22.060 lestir talið í þorskígildum eða 7,93 prósent af kökunni. 1990 fékk borgin leyfi til að fiska sem svarar til 29.900 af þorski sem var 8,15 pró- sent af heildaraflanum. Reykvíking- ar áttu það ár 37 fiskiskip. Neðsta sætið, það áttunda, skipar Norðurland vestra. Ekki munar ýkja miklu á því kjördæmi og borginni því að Norðurland vestra fær í sinn hlut 22.001 lest í þorskígildum talið sem er 7,91 prósent af kvótaskyldum botnfiskafla. í fyrra voru samsvar- andi leyfi 28.025 lestir sem svaraði til 7,64 prósent aflahlutdeildar af botn- fiski. Alls áttu útgerðarmenn kjör- dæmisins 45 fiskiskip árið 1990. og nemur sú upphæð um 1,3 milljón- um króna. Verið er að vinna að mati á því hvort fullnægjandi veð eru fyr- ir þessum kröfum Iðju en annars kemur til greina að krafist verði gjaldþrots fyrirtækisins vegna þess- ara skulda. Heimastjómarsamtökin: Unniðaðfram- boðiíöllum kjördæmum Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyrí: „Þaö er stefnt að ffamboði Heimastjórnarsamtakanna I öll- um kjördæmum og vonandi tekst það,“ segir Jóhann Ólafsson, bóndi í Svarfaðardal, en Jóhann á sæti i undirbúningsnefnd að stofnfundi samtakanna og skipan kjördæmisráðs í Norðurlands- kjördæmi eystra sem haldinn verður um helgina. Á þessum fundi verður tekin ákvörðun um framboö, kosin uppstillingarnefhd og ákveðiö meö hvaða hætti verður staöiö aö vali á framboðslista. „Það er fólk úr ýmsum áttum sem stend- ur að stofnun þessara samtaka, fólk sem finnst að fjórflokkarnir hafi brugðist landsbyggöinni,“ sagði Jóhann. Hann sagði að Samtök jafnréttis og félags- hyggju, sem stóðu aö framboði Stefáns Valgeirssonar í síðustu kosningum til Alþingis, yrðu að- ili að nýju samtökunum en einnig væri um að ræða fólk sem heföi stutt Þjóðarflokk og Borgara- flokk. Jóhann sagði að unnið væri að framboði í öðrum kjördæmum á vegum Heimasfjómarsamtak- anna og nokkuð ljóst væri að boðið yrði fram á Suðurlandi, á Vestfjörðum og í Reykjavík a.m.k. en stefnan væri að bjóða fram í öllum kjördæmum. Alþýðubandalagið: Sex í framboði á Vestfjörðum Síðarí umferð forvals Alþýðu- bandalagsins á Vesttjöröum er hafln. Það eru sex nöfn sem þátt- takendur í forvalinu geta valiö um. Þau eru Bryndís Friðgeirs- dóttir ísafirði, Jón Ólafsson Hólmavík, Kristinn H. Gunnars- son Bolungarvík, Lilja Rafney Magnúsdóttír Suðureyri, Magnús Ingólfsson Önundarfirði og Unn- ar Þór Böðvarsson Biskupstung- um. -hlh -J.Mar Enn lokað hjá Viking Brugg - framleiðsla fyrirtækisins uppseld hjá ÁTVR í dag mælir Dagfari Fulltrúi réttlætisins í írak munu búa um fimmtán milljónir manna. Það kemur þó ekki að sök. Saddam Hussein talar fyrir hönd þessara flmmtán milljón manna. Hans rödd er rödd allra hinna. Þegar Saddam Hussein segir stríð þá segja allir hinir stríð. Þegar Saddam Hussein segir að írakar muni berjast til síðasta manns þá munu fimmtán milljónir manna grípa til vopna sem einn maöur og deyja fyrir málstaðinn. Enda er sá málstaður bæði heilagur, trúaður og réttlátur. Málstaðurinn er fólg- inn í því að írak leggur undir sig næstu nágrannaríki og innlimar þau. Málstaðurinn er fólginn í því að ráðast á Kúrdana í Irak með eiturgasi og koma þeim fyrir katt- arnef. Málstaðurinn er fólginn í því að Saddam Hussein bjóði heims- byggðinni birginn og hrópi slagorð um morðingjana i Bandaríkjunum. • Þegar svo heilagur málstaður er annars vegar þarf ekki nema eina rödd, einn mann tíl að taka afstöðu og ákvarðanir fyrir fimmtán millj- ón þegna. Slíkt fyrirkomulag er auðvitað mun hentugra heldur en flókið lýðræði og málfrelsi, enda hefur Saddam Hussein ekki önnur ráð gagnvart þeim sem andmæla heldur en að slátra þeim fyrir opn- um tjöldum, öðrum til viðvörunar. Sú aðferð kallar á böðla og al- þýðudómstóla en er einfaldari í sniðum og hagkvæmari í praksís, í stað þess að búa við þá óvissu að einhverjir efist um að foringinn hafl rétt fyrir sér. Þar að auki hefur Saddam Hus- sein trúna á sínu bandi. Því hefur verið fjálglega lýst fyrir íslending- um og öðrum Vesturlandabúum að trúarbrögð hjá islömum séu ólík kristnum trúarbrögðum. Bush Bandaríkjaforseti áttar sig ekki á þessum mun og hefur fyrir mikinn misskilning heimtað að Saddam Hussein skili aftur landi og fólki sem hann tók herskildi í nafni trú- arinnar. Og íslendingar hafa gerst sekir um að bera ábyrgð á stríðsá- tökum við Persaílóa af því að þeir eru ókunnir þeim hugsunarhætti sem ríkir í írak. Vesturlandabúar eiga ekki að vera að abbast upp á íraka og Araba sem þeir skilja ekki. Þá mega menn heldur ekki gleyma því að Saddam Hussein er réttborinn leiðtogi arabaríkisins og kominn í beinan karllegg af Mu- hammed. Slíka menn má ekki styggja og slíka menn á. að láta í friði þegar þeir hafa eitthvað til málanna að leggja. Slíkir menn heyja heilög stríð og láta sig engu varða vestrænt siðgæði, sjálfsá- kvörðunarrétt annarra þjóða, hvað þá tilveru gyðinga sem ofsækja hina útvöldu þjóð. Þaö er á þessum forsendum sem friðarsinnar á íslandi og annars staðar krefjast þess að Saddam Hussein verði látinn í friði. Það er á þessum forsendum sem friðar- sinnar mótmæla stríðsátökum við Persaflóa og vara íslendinga við þeirri ábyrgð sem fylgir því að ráö- ast með vopnum gegn heilögum mönnum í Austurlöndum nær. Þeir munu hafa verra af. Og afleiöingarnar eru að koma í ljós. Fimmtán milljónir manna munu ganga fram fyrir skjöldu og berjast til síðasta manns. Allt fyrir Saddam Hussein sem er hinn eini og sanni fulltrúi trúarinnar í heim- inum og lagði undir sig Kuwait. Enginn er heldur kominn til með að vita hvort Saddam Hussein hafði hugsaö sér að halda Kuwait til lengdar. Hann háði níu ára stríð við hina nágranna sína í íran og milljón mannslífum síðar skilaði hann aflur þeim landskikum sem hann hafði náð á sitt vald. Sama kynni hann að gera með Kuwait. Fulltrúar trúarinnar hafa leyfi til að heyja stríð í nafni þjóðar sinnar og berjast til siðasta manns og ákveða síöan á seinni stigum hvort þeir nenni að halda til streitu þeim landvinningum sem fást í slíkum styrjöldum. Aðalatriðið er aö Vesturlandabú- ar eða Sameinuðu þjóðirnar séu ekki að skipta sér af Saddam Hus- sein frekar en að hans eigin þjóð þurfi að skipta sér af þeim stríöum sem hann heyr nema þá tíl að deyja í þeim. Hann hefur trúna sín meg- in, hann hefur Muhammed sín megin og hann hefur skilning friö- arsinna á sínu valdi; þeirra friðar- sinna á Vesturlöndum sem bera virðingu fyrir trúnni og þeim mál- stað sem réttlætir stríð og land- vinninga Saddams Hussein án þess að aðrir séu að skipta sér af því. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.