Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Page 5
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. Fréttir Rauði kross Islands: , ,Viö yröum mjög ánægö ef okkur tekst að senda fjóra til fimm hjúkr- unarfræðinga til hjálparstarfa vegna hugsanlegra stríðsátaka við Persaflóa. Alþjóða Rauði krossinn hefur farið þess á leit við okkur að viö athuguðum hvort við gætum sent eitthvað af hjúkrunarfólki þangað til að Iikna þeim sem kunna að falla eða særast á vígvellinum,“ segir Hannes Hauksson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands. Hannes segir að Alþjóða Rauði krossinn hafi gert áætlanir um að reisa 5 sjúkrahús í íran og Saudi- Arabíu. Til að manna þau þurfi hátt í fimm hundruð manns, þar af tæplega 400 hjúkrunarfræðinga. Hann segir Rauða kross íslands ásamt öðrum Rauða krossdeildum á Norðurlöndunum vera aö kanna með hvaða hætti þær geti lagt þessu verkefni lið. „Við erum í nokkrum vandræð- um vegna þessa máls þvx okkar reyndasta fólk er þegar komið til starfa annars staðar. Við álítum þó að starfsreynt fólk af sjúkrahúsun- um sé vel undir þetta hjálparstarf búið. Það ætti að skýrast á næstu dögum hverjir fara fyrir okkar hönd,“ segir Hannes. -kaa Rauöa krossfélögin á Norðurlöndum: Neyðarútbúnaður sendur til Litháen sjúkrahús 1 Sovét eins og minjasöfn, segir framkvæmdastjóri RKÍ .Rauða krossfélögin á Norðurlönd- unum hafa þegar sent um 3,5 tonn af lyfjum og hjúkrunarvörum til Lit- háen. Um er að ræða ýmsan neyðar- útbúnað sem grípa má til ef til frek- ari blóðsúthellinga kemur í Eystra- saltslöndunum og á að geta dugað til neyðarþjónustu fyrir minnst 500 marlns. Að sögn Hannesar Haukssonar, framkvæmdastjóra Rauða kross ís- lands, hafði Rauði kross Finnlands umsjón með að koma sendingunni áleiðis og var flogið með hana í tveimur flugvélum síðastliðinn mánudag. Hann segir að í undirbún- ingi séu frekari sendingar. Að sögn Hannesar er mjög mikill skortur á lyfjum og hjúkrunarvörum í öllum Sovétríkjunum og því séu sjúkrahús þar illa í stakk búin til að sinna hlutverki sínu. „Sjúkrahúsin og hjúkrunarstofn- anir í Sovétríkjunum eru eins og minjasöfn. Þar vantar nánast allt til alls. Algeng verkjalyf á borð við magnyl eru nánast ófáanleg. Alþjóða Rauði krossinn er að leitast við að létta á þessum vanda en bæði Persa- flóadeilan og ástandið í Eystrasalts- löndunum dregur óhjákvæmilega úr möguleikunum á aðstoð. Það er hins vegar unnið að þessu máli hjá öllum landsfélögum Rauða krossins, þar á meðal hjá okkur, og vonandi skilar þessi vinna einhverjum árangri.“ -kaa FJOLVI J VA// //> STÓRA BÓKAVEISLA FJÖLVA (ALCEB RVMINGARUTSALA) 1 VASA %%% opnar í dag kl. 12 á Grensásvegi 12. \%% Mesta og ódýrasta bókaútsala sem nokkur bókaútgáfa hefúr haldið. ALLTA AÐ SELJAST. Mörg hundruð titlar og pakkar á ótrúlegu hlunnindaverði tV* vwif ee. OTZÚUáTÍ I----------- | Nafn J Kennitala I Heimili I ~i Myndagetraun. Allir fá verðlaun! Taktu þátt í getratmlnni með því að krossa á myndina við: 1. Prins Valiant, sem alltaf er að leita I þokunni að Aletu sinni. 2. Þorsteln afa gamla, sem gaf út fyrir ykkur Lukku-Láka, Stðru flugvélabókina, Stóru skordýrabóklna, Stóru himdabókina, Stóru llstastfguna, Stóru byggingar- | Póstnumer | Uatastfguna. PHns Valiant, Grimmsævintýri, Gosa og A Toppnum. ’ 3. Léttfeta, sem er gáfaðri en húsbóndl hans, og reykir hvorki né drekkur. Merkið krossa á myndina og sendið til FJölva Njörvasundi 15 a, 104 Reykjavik. Setjið nafn ykkar og heimlllsfang og umfram allt aldur. Ollum sem merkja rétt, þó þelr yrðu 20 þúsund, sendum við glaðning, elnhverja FJölva-Vasa-bók, sumar ódýrar sumar mjög verðmætar, B m.a. Flugvélabók og Myndabók dýranna (báðar ófáanlegar) VASA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.