Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Síða 16
16
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991.
íþróttir
• Guðjón Ólafsson þjálfar Reyni. .
Guðjón þjálfar
lið Reynis
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Guðjón Ólafsson hefur verið ráð-
inn þjálfari hjá 4. deildar liði Reynis
frá Sandgerði í knattspyrnu fyrir
næsta keppnistímabil.
Til stóð að Guðjón yrði aðstoðar-
maður Kjartans Mássonar hjá ÍBK
en af því varð ekki og vænta Reynis-
menn mikils af starfi Guðjóns. Reyn-
ismenn ætla sér stóra hluti í 4. deild-
inni næsta sumar og er mikill hugur
í mönnum. Leikmenn eru mjög efn-
ilegir og til alls líklegir í sumar und-
ir stjórn Guðjóns, sem kom Grind-
víkingum meðal annars upp í 2. deild
í hittiðfyrra.
Tværfaratil
Kristineberg
Tvær íslenskar knattspyrnukonur
munu leika með sænska félaginu
Kristineberg FF á þessu ári. Það eru
Ragnhildur Sigurðardóttir, sem
einnig lék meö liðinu í fyrra, og Ingi-
björg Jónsdóttir sem hefur gengið frá
félagaskiptum úr Val yfir í sænska
félagiö. Ragnhildur lék einnig með
Val áður en hún fór til Svíþjóðar.
Það má með sanni kalla Kristine-
berg FF íslendingafélag því auk
Ragnhildar og Ingibjargar eru hjá
félaginu nokkrar íslenskar stúlkur í
yngri flokkunum.
-VS
Leiðrétting
í viðtali við Jón Hjaltalín Magnús-
son, formann HSÍ, í DV í gær var
sagt að hann hefði sjálfur greitt 1,5
milljónir úr eigin vasa vegna ferðar
handboltalandsliösins á síðustu
ólympíuleika. Hér átti að standa B-
keppni í stað ólympíuleika. Um var
að ræða mistök blaðamanns og er
beðist velvirðingar á þeim.
-SK
íþróttaferðir:
Ferðaskrífstofur
með kynningar
íslenskum íþróttahópum standa nú
til boða afnot af frábærri æfmgaað-
stöðu og þeim möguleikum sem bjóð-
ast til æflnga- og keppnisferða í
Hannover í Þýskalandi. Þessi að-
staða er fyrir flestar greinar íþrótta
svo sem, sundhópa, handknattleiks-
lið, körfuknattleikslið, knattspyrnu-
lið, frjálsíþróttahópa, blaklið, júdó-
hópa, fimleikahópa og fleiri.
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn mun
á þriðjudaginn verða meö kynningu
á umræddri aðstöðu í húsakynnum
sínum að Álfabakka 16 í Reykjavík
og hefst hún kl. 18 en íþróttadeild
innan ferðaskrifstofunnar var stofn-
uð 1. desember síðastliðinn.
Þá mun ferðaskrifstofan Sam-
vinnuferðir-Landsýn verða með
kynningu á Hannover á Hótel Loft-
leiðum á mánudaginn og stendur
hún yfir frá kl. 17-20.
-GH/SK
Júlíus með
tvö tilboð
- frá spænsku liði og Sporting Lissabon
Júlíus Jónasson landsliðsmaður
í handknattleik fékk tvö tilboð
meðan á Spánarmótinu stóð en því
lauk um síðustu helgi. Annað til-
boðið kom frá portúgalska liðinu
'Sporting Lissabon en hitt frá
spænsku liði sem stendur í miklum
fallslag um þessar mundir.
„Jú, það er rétt að þjálfari Sport-
ing Lissabon kom að máli við mig
á Spánarmótinu og vildi ólmur að
ég gerðist leikmaður félagsins. Ég
gaf ekkert út á þetta og satt best
að segja er áhugi lítill frá minni
hendi. Áhuginn er sá sami hvað
spænska liðið snertir," sagði Júhus
Jónasson, í samtali við DV í gær.
Júlíus Jónasson leikur sem
kunnugt er með franska liðinu Par-
is Asnieres og rennur samningur
hans við félagið út í vor. Júlíus er
einn af lykilmönnum liðsins og
hafa forráðamenn liðsins rætt líti-
lega við Júlíus um áframhald hans
hjá liðinu. Alvarlegar samninga-
viðræður fara af stað á næstunni.
Þýska liðið Grosswaldstadt hefur
einnig sýnt áhuga aö fá Júlíus í
sínar raðir og mun hann eiga við-
ræður við liðið í febrúar.
„Mér líkar mjög vel hér í Frakk-
landi og forráðamenn Paris Asnier-
es eru stórhuga og stefna að því að
gera góða hluti með með liðið á
næstu árum. í því sambandi er
verið að byggja nýja íþróttahöll,
stór stuðningsaðili kemur inn fyrir
næsta tímabil og ennfremur er
ákveðið að kaupa sterka leikmenn
til liðsins. Af þessum sökum er
freistandi að leika áfram í Frakkl-
andi. Þessi mál munu samt sem
áður skýrast þegar líður fram á
vorið,“ sagði Júlíus Jónasson við
DV.
Þjálfari Paris Asnieres var lítið
hrifmn að því að Júlíus léki með
landsliðinu á Spánarmótinu en á
sama tíma lék liðiö leik í bikar-
keppninni. Júhus sagði að allt væri
í góðu á milli hans og þjálfarans
en Paris Asnieres hefði sigrað ör-
ugglega í umræddum bikarleik.
Júlíus og félagar leika á sunnu-
dagskvöldið í 1. deildar keppninni
gegn Creitel en bæði liðin eru jöfn
í 6.-7. sæti.
-JKS
• Gordon Strachan hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með li
Leeds t vetur og í gær lék hann sama leikinn.
Stórsigur Leeds
Leeds United er komið í undanúrslit
í ensku deildarbikarkeppninni í knatt-
spyrnu eftir stórsigur á Aston Villa,
4-1, á heimavelli sinum í gærkvöldi.
Leeds náði fjögurra marka forsytu
með mörkum frá Lee Chapman 2,
Gary McAllister og Gary Speed en
sláninn Ormondreoyd náði að svara
fyrir Villa á lokamínútnum. Leeds er
eina liðið sem er komið í 4-liða úrslitin
því tveimur leikjum lauk með jafntefli
og verða að spilast aftur næsta mið-
vikudag. Leik Cóventry og Sheffleld
Wednesday var frestað.
Manchester United sótti Southamp-
ton heim og skildu liðin jöfn, 1-1. Alan
Shearer náði forystu fyrir heimaliðið
á 71. mínútu en aðeins 7 mínútum síð-
ar jafnaði Mark Hughes metin fyrir
United með glæsilegu marki.
Þá skildu Chelsea og Tottenham
jöfn, hvorugu liðinu tókst að skora.
• West Ham er komið í 4. umferð
ensku bikarkeppninnar eftir stórsigur
á Aldershot, 6-1.
• í 2. deild sigarði Brighton lið New-
castle, 4-2.
-GH
Eyjamen
afdýrm
- þegar liðið gerði jafntefli við ÍI
Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum:
*
Eyjamenn misstu af dýr-
mætum stigum í gær þegar
liðið gerði jafntefli, 24-24,
gegn ÍR í 1. deild karla á ís-
• Hallgrímur Jónasson átti stórleik
i marki ÍR-inga.
landsmótinu í handknattleik í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi. Lið ÍBV er í
7. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur
stigum- á eftir KR-ingum sem eru í 6.
sæti en eins og kunnugt er þá leika sex
efstu liðin til úrslita um íslandsmeist-
aratitilinn.
Leikurinn í gærkvöldi var æsispenn-
andi og úrslitin réðust ekki fyrr en á
lokasekúndunum. Greinilegt var á leik
Eyjamanna að þreyta sat í leikmönnum
KA greiddi 250 þúsund
KA-fólk tók sér ferð á hendur
um helgina og sótti heim and-
stæðinga sína í Reykjavík. KA-
stúlkur mættu liðum Breiðabhks
og Víkings en KA-menn öttu
kappi við Þrótt og ÍS.
Þjálfari KA, hinn kínverski Hó
Fei, lékmeð liði sínu um helgina.
Vera hans í hðinu hefur örugg-
lega gert gæfumuninn því hann
getur verið feikilega öflugur.
Til þess að Fei megi leika meö
í fyrstu deild þurfti KA aö reiða
af hendi um 250 þúsund krónur,
að sögn Hauks Valtýssonar, leik-
manns KA. Þessi upphæð er
borguö til Alþjóöablaksambands-
ins og kínverska blaksambands-
ins.
A dögunum léku lið Þróttar R.
og KA i karlaflokki. Reykvíking-
ar hófu leikinn mjög vel og unnu
í fyrstu hrinu, 15-11. Mikil bar-
átta var í annarri hrinu en eftir
mikiö streð í 34 mínútur gátu
Þróttarar fagnaö naumum 17-
15-sigri. KA-menn unnu 1 tveim-
ur næstu hrinum, 15-12 og 15-10,
og úrshtahrinuna, 15-13. • ÍS-
ingar fengu einnig að finna fyrir
styrk KA, í byrjun léku stúdentar
mjög vel og unnu mjög góðan sig-
ur í fyrstu hrinu (15-12). En fljót-
lega í annarrí hrinu tók að halla
undan fæti fyrir ÍS og KA, meö
Fei innanborðs, sigldi fram úr og
vann, 15-10. Sigur KA var síðan
aldrei í hættu i næstu tveimur
hrinum, 15-7 og 15-9, og þar meö
voru stigin þeirra.
• KA hefur núforystu í 1. deild
og verður erfitt aö stöðva liðið
úr þessu.
Liö HK mátti þola enn einn ósig-
urinn þegar ÍS-stúlkur gengu
með sigur af hólmi, 3-1.
• Breiðabliksstúlkur unnu
stöllur sínar í KA í íjögurra hrina
leik, 15-7,10-15,15-9 og 15-3.
• KA-stúlkur máttu aftur þola
tap á sunnudeginum en þá voru
þaö Víkingar sem voru hinum
megin netsins. Víkingur vann,
15-4, 9-15, 15-9 Og 15-6.
-gje
Freyr Gauti Sigmundsson, júdó
ur i KA, var kjörinn íþróttamaður KA árið
Hér sést hann með verðlaun sín. Annar
Valdemar Valdemarsson skiðamaður og
Ormarr Örlygsson knattspyrnumaður.
-GK/Akureyri