Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991.
47
Merming
Reykjavikurkvartettinn kom fram opinberlega i fyrsta sinn á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga.
DV-mynd Hanna
Myrkir músíkdagar
Nú er hafln tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands
undir nafninu Myrkir músíkdagar og voru fyrstu tón-
leikar hátíðarinnar haldnir síðastíiðinn laugardag.
Nýstofnaður strengjakvartett, Reykjavíkurkvartett-
inn, annaðist hljóðfæraslátt. Á efnisskránni voru ein-
ungis verk eftir íslensk tónskáld en þau voru Sjö smá-
munir eftír Atla Heimi Sveinsson, Sex lög eftir Karól-
ínu Eiríksdóttur, Hasselby kvartettinn eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og Vita et mors eftir Jón Leifs.
Atli Heimir segir í efnisskrá Sjö smámuni vera
samda í anda WeberrtS og er það rétt hvað varðar
knappt form og sparsemi í efnisvali. Tónamáliö er það
öðru leytí ekki Webern heldur Atii Heimir. Þetta eru
gullfallegar litlar perlur sem nutu sín mjög vel í flutn-
ingi Reykjavíkurkvartettsins. í Sex lögum Karólínu
ræður einnig einfaldleiki og skýrleiki ríkjum. En hér
eru drættír dregnir breiðari penslum og andrúmsloft
allt annaö. Flutningurinn var ágætur og verkið einkar
áheyrilegt. Hasselby kvartett Þorkels er gamalkunnur
og af enn öörum toga. Hér reynir meira á byggingu en
í fyrri verkunum og kennir þar ýmissa grasa. Að-
ferðirnar eru að mörgu leyti hefðbundnar en með
sterkum persónlegum tón sem gefur verkinu mikiö
gildi.
Vita et mors Jóns Leifs var síðast á tónleikunum.
Áhugi á verkum þessa merka íslenska tónskálds hefur
farið mjög vaxandi á undanfórnum árum og er þaö
meðal annars að þakka kynningarstarfi Hjálmars H.
Ragnarssonar. Nú eru Svíar og aðrar erlendar þjóðir
farnar að sýna áhuga og við það vottar fyrir því að
opinberum aðilum á íslandi renni blóðið til skyldunn-
ar sem annars og yflrleitt forðast íslenska tónhst og
tónskáld tíl annars en að skattíeggja þau, ef unnt er.
Þetta verk Jóns er sprottið af miklum harmleik í lifi
hans er hann misstí dóttur sína, Líf, unga. í verkinu
kemur skýrt fram hinn sterki og frumiegi stíll Jóns.
Þetta er maður sem ekki þarf að fá að láni hjá öðrum
því hann hefur skapað sinn eigin heim í tónum, sem
er í senn heilsteyptur og fagur. Verkið hefur enga
veika punkta, samskeyti eða hik, heldur líður það fram
af afslappaðri sannfæringu, hver hending er rökrétt
framhald þess sem á undan kom. Það er hinn hljóm-
ræni vefur sem athyglin beinist að, „Texture“-tónlist
samin löngu áður en slíkt uppgötvaðist útí í hinum
stóra heimi. Síðasti kafli verksins er átakanlega fagur
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
þótt Reykjavíkurkvartettínum tækist því miður ekki
að koma þar öllu til skha að þessu sinni.
Kvartettinn að öðru leyti fór vel af staö á þessum
tónleikum. Að ýmsu mátti auðvitað finna um ná-
kvæmni, intonation og túlkun en í heild var frammi-
staöan ágæt og gott til þess að vita að nú er starfandi
í borginni varanlegur strengjakvartettsem getur keppt
við að ná forskoti blásarakvintettsins okkar góða.
Svo ágæt sem verkin voru á þessum tónleikum þá
þarf töluverða hártogun tíl að kalla þau nýja tónlist
en það er það sem Myrkir músíkdagar hafa aö yfir-
lýstu markmiði að leggja áherslu á. Þetta eru verk af
aldri og tegund sem ættu að vera vikulega á efnisskrá
tónleika hér sem hluti af venjubundnu tónlistarfæði.
Vonandi kemur að nýju tónhstinni seinna á hátíðinni.
Fjölmiðlar
Sluppu með skrekkinn
Það er ekki ofsögum sagt aö
söngvakeppni sjónvarpsstöðva eða
Eurovision, eins ogflestir nefna
keppnina, sé sá dagskrárhður sem
smjattað er á í tíma og ótíma. Fáir
og að öll framkvæmd keppninnar
sé hin mesta hneisa en alhr horfa
þóákeppnina.
Úrshtakeppnin hér heimafór
fram á laugardagskvöld í beinni út-
sendingu og enn eina feröina gerði
Sjónvarpið þau mistök aö láta úrsli-
takeppnina fara fram í sjónvarpssal
í stað þess að gera hana veglegri og
láta hana fara fram á einhverju
hinna glæsilegu samkomuhúsa
borgarinnar sem gefa mundi meira
tílefni til fjölbreytni í dagskrárgerð
en hinn þröngi sjónvarpssalur. Það
er með ólíkindum sú sparsemi eða
þröngsýni sem kemur fram hjá
ráðamönnum sjónvarpsins í stað-
arvah. Þeir vita að „öllþjóðin" fylg-
ist með og tekur eftir öllum raistök-
um sem svo sannarlega voru ahtof
mörg á laugardagskvöldiö.
Lögin tíu, sem kepptu um farseðil-
inn til Rómar, voru eins og við mátti
gera engar kröfur th hlustandans.
Þegar talning hófst kom fljótlega í
Ijós að kosið skyldi um „Skagafjarö-
arsveifluna“ og fulltrúi þeirrar tón-
listarstefnu varð að játa sig sigraðan
fyrir rómantísku lagi sem sigraði í
þettaskiptið.
Það má kannski segja að Sjón-
varpið hafi sloppiö með skrekkimi.
Má helst þakka Spaugstofunni þaö
eíns og í fyrra. Þeirra þáttur, sem
ekki var í beinni útsendingu, var
fyndinn og skemmthegur en enda-
sleppur.
Tvennt er það sem ekki verður
komist hjá að minnast á. Það er fyrst
hversu stirðlega gekk að hafa síma-
samband við dómnefndir útí á landi.
Valgeir Guðjónsson er reyndur
sjónvarpsmaður oggat komisthjá
stirnuðu brosi með misvitrum at-
hugasemdum en sjálfsagt hefðu
óreyndari menn verið famir að
svitna. Það sem enn verra var að
þegar talning hófst vissu fáir hvaöa
lög var verið að kjósa um. Nöfnin
ein og sér segja áhorfandanum lítið,
nöfn flytjenda verða einnig að vera
th staðar og af hverju var ekki hægt
að bæta við stigum þegar upplýsing-
ar bárust í stað þess að byija ahtaf
á núhi og birta svo summu hvers
lags eftir á. Meö nútímatölvutækni
á það ekki að vera neitt mál.
Hilmar Karlsson
eru þeir sem ekki hafa skoðun a
keppninni. Flestir eru sammála um
aö öh lögin séu hvert ööru lélagra
búast einfóld en melódísk lög sem
BINGÖ!
Hefst kl. 19.30 í kvöld________
Aðalvinninqur að verðmæti________ sj
__________100 bús. kr._____________
Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHÖLUN
300 þús. kr. Eiriksgötu 5 — S. 20010
FACO
LISTINN - 7. VIKA
JVC FRETT:
NY JVC
SJÓNVÖRP
AV-28F1 & AV-25F1
Við vorum að fá nýju JVC
sjónvörpin inn úr dyrun-
um. Komið og skoðið þessi
frábæru tæki og sjáið
mynd framtíðarinnar.
Eiginleikar:
600 lína upplausnargeta, venjuleg
sjónvörp hafa 350 línur.
„Black line“ myndlampi, óviðjafn-
anleg dýpt og birtumunur (contrast).
16:9 breiðtjaldsmóttaka, sömu hlut-
föll og í bíói.
Super VHS tenglar að framan og
aftan auk 2 Scart og RGB.
CTI (Color Transient Improvement)
rás sem bætir litaskil.
VNR (Video Noise Reduction) rás
sem minnkar myndsuð.
Hljóðgervill (Acoustic Surround
Processor) til að framkalla 3-víddar
hljómburð.
2-eininga stereo hátalarar með 40
vatta heildarstyrk.
TOP fjartexti (Teletext) fyrir rit-
málsfréttir með 64 síðna minni.
Nýr LSI kubbur frá JVC sem býður
upp á valmynd (Menu Control) fyrir
alls kyns gagnvirka stjórnun:
Heimavakt (Home Sitter). Dag-
skrárlæsing (Channel Guard).
Myndstillingaminni (Video Status
Memory). Valmyndakennsla (Menu
Demonstration).
Annað:
Innbyggð klukka. Sjálfvirk slokkn-
un ef ékkert sjónvarpsmerki kemur
í vissan tíma.
Tímastillir sem setur tækið í gang á
vissri rás að vild.
Tónstillir (Soft/Clear/Heavy/Vocal)
o.fl. o.fl.
STÓRFRÉTT:
S-VHS myndbandstækjaeigendur
Fyrsta super VHS bíómyndin er komin
út a íslandi. íslenska spennumyndin
Foxtrott er á frábærum S-VHS mynd-
gæðum. Til leigu í Snævars videoi,
Höfðatúni 2.
Hlustið á Polk
Tilboð á
Polk Audio
fpsShswíSs)
W Tke Speaker Specialist®
Nýr afgreiðslutimi
Facoaverslunar:
Mánudagur til fimmtudags:
............. 11.00-18.00
Föstudagur... 11.00-19.00
Laugardagur.. 10.00-16.00
Veður
Sunnanlands og vestan er vindur að byrja að snúast
i suðvestankalda með skúrum og siðar éljum en víða
rignir þó fram eftir morgni. Norðanlands og austan
þykknar smám saman upp og þar má búast við slyddu
á stöku stað síðdegis. i kvöld og nótt léttir til viða
um land. Norðan- og austanlands er að hlýna en
kólnar vestanlands þegar líða tekur á daginn.
Akureyri léttskýjaö -5
Egilsstaðir heiðskírt -9
Hjarðarnes alskýjað 0
Galtarviti alskýjað 6
Kefla vikurflug völlur rigning 4
Kirkjubæjarklaustur slydduél 1
Raufarhöfn léttskýjað -3
Reykjavik rigning 4
Vestmannaeyjar rign/súld 4
Bergen skýjað -7
Helsinki léttskýjað -15
Kaupmannahöfn rigning 0
Osló skýjað -7
Stokkhólmur snjókoma -5
Þórshöfn skýjað 0
Amsterdam þoka -5
Chicagó léttskýjað -4
Feneyjar þoka 2
Frankfurt snjókoma -5
Glasgow lágþokubl. -7
Hamborg snjókoma -5
London skýjaö -1
LosAngeles heiöskírt 15
Lúxemborg snjókoma -6
Madrid heiðskírt 3
Malaga heiðsl^irt 8
Mallorca alskýjað 7
Montreal skýjað -7
New York alskýjað 3
Nuuk skafr. -3
Paris snjókoma -1
Róm skýjað 12
Valencia hálfskýjað 6
Vín alskýjað -1
Winnipeg heiðskírt -19
Gengið
Gengisskráning nr. 28. -11. febrúar 1991 kl. 9.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 53,630 53,790 54,690
Pund 106,777 107,096 107.354
Kan. dollar 46,339 46,477 47,027
Dönsk kr. 9,5674 9,5959 9,5553
Norsk kr. 9,4079 9,4360 9,4034
Sænskkr. 9,8080 9,8372 9,8416
Fi. mark 15,1348 15,1799 15,1896
Fra. franki 10,8180 10,8502 10,8260
Belg. franki 1,7898 1,7951 1,7858
Sviss. franki 43,1578 43,2866 43,4134
Holl. gyllini 32,7062 32,8038 32,6361
Þýskt mark 36,8464 36,9564 36,8023
It. líra 0,04897 0,04911 0,04896
Aust. sch. 5,2381 5,2537 5,2287
Port. escudo 0,4170 0,4183 0,4153
Spá. peseti 0,5862 0,5879 0,5855
Jap. yen 0,42015 0,42140 0,41355
Irskt pund 97,969 98,261 98,073
SDR 78,0531 78.2860 78,4823
ECU 75,6907 75,9165 75,7921
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
«**
Heita línan í FACO
91-613008
Sendum í póstkröfu
Sama verð um allt land
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900