Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Blaðsíða 29
i<>er riA’jri'i?^ ,:r nuDAGUMAK MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. dv________________________Lífcstm DV kannar verð á bollum: Allt að 67% munur Ein bolla með kremi, sultu og rjóma kostar frá 99 og upp i 135 krónur, eftir þvi hvar hún er keypt. DV-mynd BG Það er varla til sú manneskja sem fær sér ekki bollu á bolludaginn og flestir innbyrða fleirl en eina. Þær eru til í mörgum gerðum. Gerdeigs- bollur og vatnsdeigsbollur, krem- lausar eða með kremi, með eða án rjóma. Oftast er sett súkkulaðikrem á bollurnar, en stundum glassúr eða flórsykur. Bollur með rjóma sem bragðbættar eru með púnsbragði eru einnig vinsælar. Það er ódýrara að kaupa bollurnar sjálfur og þeyta rjómann á. Sumir nenna þó ekki að standa í því og kaupa bollurnar tilbúnar. Enda er það svo að nánast allir staöir sem selja bollur, eru með tilbúnar rjóma- bollur á boðstólum. Nú á dögum virð- ist engum detta í hug að selja bollur með gervirjóma. Verðið er ansi misjafnt milli staða. í verðkönnun DV var allt að 67% verðmunur á sömu tegundum. Nið- urstöðuna af verðkönnuninni má sjá á töflunni hér til hliðar. Þar sem tvær tölur eru í hverjum dálki, er verðið á gerdeigs- og vatnsdeigsbollunum gefið upp í sitthvoru lagi. Verð á bollum með kremi og rjóma var aht frá 99 krónum upp í 135 krón- ur. Sumir staðir buðu upp á tvær gerðir, gerdeigs- og vatnsdeigsbollur. Vatnsdeigsbollurnar voru yfirleitt dýrari en sumir seldu þó báðar teg- undir á sama verði. Bakaríið Austurveri og Bernhöfts- bakarí seldu báðar tegundir á sama verðinu. Hagkaup og Mikhgarður voru með hagstæðasta verðið, 99 krónur, en vatnsdeigsbollur hjá Hag- kaupi voru á 125 með rjóma. Dýrustu bollurnar með rjóma í könnuninni voru vatnsdeigsbollur frá bakaríinu Kornið, en þar kostuðu þær 135 krón- ur. Þaö munar 36% á hæsta og lægsta verði á bollum með rjóma. Bollur með kremi voru ódýrastar í verslunum Miklagarðs, en dýrastar í Bernhöftsbakaríi. Þær kostuðu 47 krónur í Miklagarði en 70 krónur í Bernhöfsbakaríi og er verðmunur- inn 49%. Hinir samanburðarstaðirn- ir eru með verð allt þar á milli. Bollur án alls kostuðu allt frá 39 krónum (Mikligarður) og upp í 65 krónur, en þar er munurinn mestur á milli verða. Hann nemur 67%. Hag- kaup og Álfheimabakarí eru með næst lægsta verðið, 44 krónur fyrir gerdeigs- og 54 fyrir vatnsdeigsboll- ur. Álfheimabakarí er með hagstæð- asta verðið af bakaríunum. Þeir sem eru stórtækir í bolluátinu, og innbyrða til dæmis 5 bollur yfir daginn, þurfa að borga frá 495 krón- um upp í 675 krónur ef þeir kaupa þær með öllu. -ÍS Verslun Bollurm. rjóma Bollurm. kremi Bollurán alls Hagkaup 99/125 49/62 44/54 Mikligarður 99 47 39 Bakaríið Austurveri 130 63 53 Bakaríið Kornið 125/135 65 60 Bernhöftsbakarí 125 70 65 Álfheimabakarí 115/125 49/62 44/54 Bolludagur: Fyrsti dagur í lönguföstu Bolludagur er fyrsti dagur í löngu- fóstu. Samkvæmt fornri reglu er bannað að neyta kjöts þennan dag, en eta mátti annan mat hömlulítið. Það átti aðallega við um hvers kyns kökur og brauð. Þessi fyrirmæli fyr- irfmnast í Grágás sem rituð var fyrir meir en 1000 árum. Sá siöur að eta bollur með rjóma er hins vegar mun yngri. Talið er að hann hafi borist hingað til lands á síðari hluta 19. aldar með dönskum kaupmönnum og iðnaðar- mönnum, einkum bökurum. Siður þessi er sennilega upprunalega frá Norður-Þýskalandi, einkum Slé- svík-Holtsetalandi. Einnig er talið að sú venja að flengja á bolludag, hafi komið þaðan. Óvíst er um elstu merkingar fleng- inganna. Sumir telja að þær hafl upprunalega verið liður í frjósemis- galdri. Með þeim hafi átt að vekja alla náttúruna til lífs og starfa, þegar vorið er í nánd. Aðrir álíta að rekja megi þær til hirtinga og písla sem menn lögðu á sig tið iðrunarmerkis á fostunni til að minnast pínu frelsarans. Eftir sið- breytingu er tahð að þessum sið hafl verið slegið upp í gamansemi meðal mótmælendatrúarmanna, svo aö menn tóku að flengja hver annan en ekki sjálfan sig. Siðurinn barst til íslands fyrir rúmum hundrað árum. íslendingar virðast ekki hafa lagt dýpri merk- ingu í hann en svo að börn fengu útrás fyrir galsa sinn og gátu orðið sér úti um ókeypis góðgæti. Á bolludag hefur oft verið iðkaður sá siður að slá köttinn úr tunnunni. Hann er einnig talin vera kominn frá Danmörku, en þaðan er talið að hann hafi borist frá Hollandi. Köttur var oft talinn tákn vetrarins og myrkurs- ins og því táknrænn siður að reka hann burt með hækkandi sól. Sá sið- ur að hafa lifandi kött í tunnunni lagðist þó fljótlega af enda grimmur siður. Nafnið bolludagur á sér ekki nema um 45 ára sögu hér á landi. Hýðingar- dagur og flengidagur voru orð sem notuð voru um þennan dag en nafnið Bolludagur virðist hafa náð lýðhyfli fram yfir hin heitin fyrir um 45 árum. Segja má að nafnið bolludagur hafi þó ekki hlotið opinbera staðfestingu fyrr en áriö 1967, en þá var það tekið upp í Almanaki Þjóðvinafélagsins. -ÍS omRon SJÓÐSVÉLAR Gera meira en að uppfylla kröfur fj ármálar áðuney tisins. Yfir 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 29.800.- SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI 16 - SlMI 641222 -tækni og þjónusta á traustuni grunni TRAKTORSKNUNAR RAFSTÖÐVAR I tilefni þess aö Búnaöarsamband Suöurlands hefur tekiö tilboöi frá okkur í traktorsknúnar rafstöövar, bjóöum viö öllum sem vilja njóta þessara sérkjara aö ganga inn í þessi samkauþ. Rafstöövarnar eru tengdar meö drifskafti viö dráttarvélar. Teg. 3 fas 380 V/ 1 fasa. 220 v Tilboðsverð án VSK 7 TA 5,4 kw/4,5 kw 94.000.- 12,5 TA 10 kw/7 kw 118.000.- 17 TA 14,5 kw/8,4 kw 140.000.- Traustar og vandaðar rafstöðvar. G.A.Pétursson hf Nútlöinni Faxafeni 14, simi 68 55 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.