Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjalst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991.
Hekla sígur
„Það er marktæk breyting á halla
við fjallið. Ég á hins vegar eftir að
reikna út hversu mikið sig um er að
ræða í heild, miðju þess og fleira,“
Fsagði Eysteinn Tryggvason, jarð-
fræðingur á Norrænu eldljallastöð-
inni, við DV.
Hekla er að síga og það er nokkuð
sem Eysteinn vissi að mundi gerast.
Það gerðist alitaf þegar hraunþró
undir eldíjöllum tæmdist. Eysteinn
sagði þessar mælingar sambærilegar
við mæhngar norður við Kröflu síð-
ustu fímmtán árin en þar mældist
mesta sig um tveir og hálfur metri.
-hlh
Rotuðu húsbónd-
ann og nauðguðu
eiginkonunni
Kona nokkur kom inn á lögreglu-
stöð í gær og kærði tvo menn fyrir
nauðgun. Konan, sem var mikið ölv-
uð, hafði boðið mönnum þessum
heim til sín en nokkru síðar kom eig-
inmaður hennar heim. Gestirnir réð-
ust að húsbóndanum og rotuðu hann
og nauðguðu síðan eiginkonunni.
Hún lagði fram kæru í gær en menn-
irnir voru ekki fundnir. Málið er
komiðírannsóknhjáRLR. -ELA
Vaknaðivið
strokurókunn-
ugsmanns
Konu einni í Norðurmýrinni brá
illilega i brún er ókunnugur maður
stóð allt í einu við rúm hennar
snemma í gærmorgun og þuklaði á
henni lærin. Hún vakti eiginmann-
inn sem rauk upp og lét kauða fá það
óþvegið. Innbrotsmaðurinn, sem var
mjög ölvaður, hafði komið inn um
glugga íbúðarinnar. Maöurinn hafði
ekki verið yfirheyrður í gær en talið
að hann hafi farið húsavillt í ölæðinu
og haldið sig vera að strjúka sína
"ektakvinnu. -ELA
Ölvaður ökumaður:
Reyndiaðstinga
lögreglu af
Olvaður ökumaður ók á ljósastaur
við Austurbrún aðfaranótt sunnu-
dagsins. Maðurinn ók í burtu á
skemmdum bílnum en leigubílstjóri,
sem varð vitni að ákeyrslunni, lét
lögreglu vita, enda ökulag ekki eins
og það átti að vera. Þegar maðurinn
varð lögreglu var hljóp hann úr bíln-
um og hugðist stinga af en náðist
^skömmu síðar. Maðurinn slapp
ómeiddur, bíllinn skemmdist nokkuð
en ekkert sást á ljósastaurnum. -ELA
LOKI
Það er ekki nóg að veiða
loðnuna ef fiskifræðing-
arnirfinna hana ekki.
Enginn samnmgur
fvir en næsta haust
„Við áttum fund með þeim frá
Atlantsálhópnum á miðvikudaginn
en þar voru engar endanlegar
ákvarðanir teknar né ákveðíð hve-
nær næsti fundur verður haldinn.
Það hefur verið rætt um það lengi
að ganga frá þessum samningi í
mars næstkomandi en nú er það
Ijóst að stjórnir erlendu fyrirtækj-
anna treysta sér ekki til að ganga
frá honum fyrr en í haust,“ segir
Árni Finnur Grétarsson, stjómar-
maður í Landsvirkjun.
Árni Grétar var í samninga-
nefndinni sem fór til New York um
miðja síðustu viku tii að semja um
raforkusölu Landsvirkjunar við
Atlantsál. Auk hans fóru þeir Dav-
íð Oddsson og Páll Pétursson. Ætl-
unin var aö viðræðumar stæðu
yfir í minnst tvo daga en þar sem
erlendu viðsemjendurnir voru ekki
tilbúnir til að ganga til samninga
var viðræðunum slitið eftir nokkra
klukkutíma.
ar eins og til stóð. Einnig segir hann
ljóst að framkvæmdum við sjálft
álverið muni seinka um minnst eitt
ár og því muni þaö í fyrsta lagi taka
til starfa árið 1995.
Frestun framkvaemda
óhjákvæmileg
Að sögn Árna er ljóst að þar sem
samningur náist ekki fyrir vorið
muni Landsvirkjun ekki fara út í
virkjanaframkvæmdir næsta sum-
Mikil undirbúningsvinna
„Það er búið að vinna mikið und-
irbúningsstarf vegna þessa samn-
ings og því ætti samningsgerðin að
geta gengið fljótt fyrir síg þegar
viðsemjendur okkar eru tilbúnir til
þess. Á næstumú munum við halda
áfram efnislegri vinnu við og vera
í símsambandi við þá ytra. Það ligg-
ur hins vegar Ijóst fyrir að Lands-
virkjun getur ekki ráðist i neinar
framkvæmdir fyrr en endanlegur
samningur liggur fyrir. Við erum í
startholunum og munum bíða
átekta," segir Árai Grétar.
Aðspurður kvað Ámi ekkert hafa
verið rætt um sjálft raforkuveröið
á fundinum í New York né hafi
fulltrúar Landsvirkjunar farið
fram á hærra verð. Rætt hafi verið
um málin á almennum nótum. Til
dæmis hafi menn verið að skoða
ýmsa möguleika á mynttengingu
hugsanlegs raforkusamnings.
-kaa
Loðnan
loksins
fundin?
Bolludagurinn er í dag. Aætlað er að landsmenn borði um milljón bollur í dag, eða um fjórar bollur á mann að
meðaltali. Ása Axelsdóttir og Hildur Harðardóttir hjá Bakaríi Austurvers sýna hér hreyknar hluta af framleiðslunni.
DV-mynd Hanna
„Ég reikna með aö útreikningar á
þessum loðnumælingum liggi fyrir í
dag og niðurstaðan verði kynnt sjáv-
arútvegsráðherra,“ segir Jakob Jak-
obsson, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar.
Stofnunin hefur undanfarna daga
mælt loðnu út af Suðausturlandi.
Sjómenn eru bjartsýnir og lifa í von-
inni eftir að loðnuskipin Guðmundur
VE, Grindvíkingur GK og Bjarni Ól-
afsson AK, fylltu sig á svipstundu í
fyrrinótt.
„Skipin fengu þessa loðnu rétt út
af Hornafirði. Loðnan var mjög vel
veiðanleg,” segir Jakob.
Þær loðnumælingar, sem fram
hafa farið í vetur, sýna loðnustofn
upp á um 400 þúsund tonn. Stjórn-
völd telja það vera lágmarksstærð á
stofninum og hafa því ekki heimilað
veiðar.
Útreikningarnir í dag verða þess
vegna að sýna loðnustofn upp á mun
meira en 400 þúsund tonn til að veið-
ar verði leyfðar.
-JGH
Veðrið á morgun:
Snjó- eða
slydduél
vestanlands
Suðvestan- og vestangola eða
kaldi. Snjó- eða slydduél vestan-
lands og á annnesjum norðaust-
anlands en annars léttskýjað. Hiti
á bilinu 0-4 stig.
> C 7*177 'V
SMIÐJUKAFFI ^
SeHDUM FR/TT HF/M
OPNUM KL. 18VIRKA DAGA
0G KL. 12 UM HELGAR