Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1991. 17 Fréttir Heimsmeistaramótin í hestaíþróttum laða að þúsundir áhugamanna um íslenska hestinn. Hér sést Bernd Vith á Röði í Danmörku 1989. DV-mynd EJ Heimsmeistarakeppnin í hestaíþróttum: Himmelsdalslund- svæðið brátt tilbúið Heimsmeistaramótið í hestaíþrótt- um verður haldið í Himmelsdalslund við Norrköbing í Svíþjóð dagana 12. til 18. ágúst næstkomandi. Mikill áhugi hefur verið á heimsmeistara- mótunum í hestaíþróttum sem hald- in eru annað hvert ár. Mörg þúsund manns koma frá rúmlega tuttugu löndum til að bera saman bækur sín- ar um íslenska hestinn. Grjót í móa olli vandræðum Að sögn Hafliða Gíslasonar, hesta- manns í Svíþjóð, sem er í nánu sam- starfi við sænsku mótsstjómina, gengur undirbúningurinn mjög vel. „Skeiðbrautin er svo til tilbúin og hringvöllurinn hefur verið form- aður,“ segir Hafliði. „Útlitið var reyndar ekki mjög gott á tímabili því náttúruverndarráð staðarins bann- aði að nokkrir steinar, sem við myndum kalla á íslandi „grjót í móa“ væru færðir því það á eftir að kanna hvað er undir þeim. En skeiðbrautin var færð til og þá gekk þetta allt upp. Mótssvæðið er hluti af geysistóru íþróttasvæði í útjaðri Norrköbing. Þar eru stórir útivistargarðar, ís- hokkísvæði, skautabraut auk ann- arra mannvirkja. 400 íslenskar lopapeysur Mótsstjórnin er búin að panta upp allt pláss á þvi hóteli sem er næst staðnum en mörg hótel eru á þessu svæði. Ég pantaði tæplega 400 lopa- peysur frá íslandi sem eru merktar WM 91, Sverige, og búið er að hanna forsíðu mótsskrárinnar, með mynd af Unn Kroghen á Kraka. Skipulagsnefndin vinnur mjög öt- ullega að undirbúningi mótsins, enda hefur orðið vart við mikinn áhuga hestaíþróttasambanda aðildarlanda FEIF,“ segir Hafliði Gíslason að lok- um. -EJ Fyrir öskudaginn Hár-litaspray hár-litaspray Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725. ODYRT LEIGUFLUG LONDON KR. 14.700 ÍVKAKR. 14.700 2V1KURKR. 15.800 3VIKURKR. 16.900 KAUPMANNAHOFN KR. 15.800 ÍVIKAKR. 15.800 2V1KURKR. 16.900 3VIKURKR. 17.700 AÐEINS 370 SÆTI Á AFMÆLISVERÐI BROTTFARARDAGAR maí 1. 8. 15. 22. 29. júní 5. 12.19. 26. júlí 3. 10.17.24.31. ágúst 7. 14. 21. 28. sept. 4. 11. 18. 25. LON KL. 160# CPH KL. 800 Ofangreind verö eru afmælisveröin á flugkostnaði, fram og til baka. Síðan bætast við fjölbreyttir gistimöguleikar að eigin vaii, bflaleiga og margt fleira. ísienskt starfsfólk okkar í Kaupmannahöfn og London annast fyrirgreiðslu farþega á flugvöllum. Þeir sem missa af afmælissætunum geta bókaö sig í leiguflug á 12-16 % hærra gjaldi og samt komist miklu ödýrara yfír Atlandshafíð en almennt gerist. Leiguflug okkar, sem opið er öllum íslendingum, er sannkölluð kjarabót i anda þjóðarsáttar. Sætaframboð er takmarkað, svo nú gildir að nota þetta einstaka tækifæri strax, því afmælissætin okkar til útlanda eru ódýrari en flugfar til Egilsstaða. — fii inFPama =SULRRFLUG Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331 Hryssur sigur- sælar á Hellu Hestamenn í hestamannafélag- inu Geysi í Rangárvallasýslu munu halda vetrarmót einu sinni í mánuði fram á vor og er einu mótinu reyndar lokið. Keppt verður i tveimur flokkum í tölti fullorðinna knapa og harna svo og skeiði. Töltkeppnin er stiga- keppni, þar sem hrossin safiia stigum á þessum mótum. Tvö fol- öld eru í verðlaun og fá eigendur stigahæstu hrossanna folöldin þegar öllum mótunum er lokið. Það er greinilegt að hrossaeig- endur í RangárvaUasýslu ætla sér stóra hluti á kynbótakeppn- inni á fjórðungsmótinu á Hellu næsta sumar, því hryssur voru í fimm efstu sætunum. Efst var hryssan Kleópatra frá Árbakka, í eigu þeirra bræðra Anders og Lars Hansen, en knapi var Magnús Hreinsson. Diijá frá Skarði, Fjólu Runóli'sdóttur var önnur. Knapi var Kristinn Guönason. Sverta frá Stokk- hólma var þríðja. Hún er einnig í eigu bræðranna Anders og Lars Hansen. Knapi var Gylfi Gunn- arsson í barnaflokki varð Sigríður Th. Kristinsdóttir efst á Riddara, Rafn Bergsson var annar á Funa og Magnús Ágústsson þriðji á Káinn. Ekki var keppt i skeiði að þessu sinni. Næsta mót er fyrirhugað 2. mars. -EJ. Ráðstefna fjármálaráðuneytisins þriðjudaginn 12. febrúar 1991 Opinber útgjöld: ísland í norrænu ljósi í tilefni af þýðingu og útkomu skýrslunnar Norræna velferöarríkiö á aöhaldstímum , sem fjármálaráðherrar Noröurlanda létu semja, efnir fjármálaráðuneytið til ráöstefnu að Borgartúni 6, þriöjudaginn 12. apríl. Ráöstefnan hefst kl. 13: 00 meö ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráöhera. Tvö erindi veröa flutt á ráöstefnunni. Henning Gorholt, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu norska fjármálaráöuneytisins, fjallar um norrænu skýrsluna og Magnús Pétursson, ráöuneytisstjóri í fjármálaráöuneytinu, reifar þróun og horfur á Islandi. Eftirtaldir lýsa skoöunum sínum varöandi útgjaldaþróun hins oþinbera á íslandi: Friðrik Sophusson alþingismaöur, Höröur Bergmann upplýsingafulltrúi, Markús Möller hagfræöngur, Már Guðmundsson efnahagsráögjafi fjármálaráöherra, Ólafur Davíösson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iönrekenda, Páll Skúlason prófessor, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands og Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Eftir fyrirspurnir og almennar umræður veröa niöurstööur dregnar saman af Davíð Scheving Thorsteinssyni forstjóra, og Kristínu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Fundarstjóri á ráðstefnunni er Sigmundur Guöbjarnason háskólarektor. Uppstokkun, nýjar aöferöir og endurmat á verkefnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.