Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
Fréttir
Frumvarp sjávarútvegsráðherra til aðstoðar loðnuskipunum:
Þverpólitískt deilu-
mál í uppsiglingu
- tel að ýmsar aðrar leiðir komi til greina, segir Skúli Alexandersson ,
Halldór Asgrímsson sjávarútvegs-
ráöherra hefur lagt fram frumvarp í
eigin nafni á Alþingi, um ráöstafanir
til aðstoðar loðnuveiðiskipunum
vegna loðnubrests. Þar gerir hann
ráð fyrir því að úthluta kvóta sem
hagræðingasjóður á til og er rætt um
9 til 12 þúsund lestir af þorski. Mik-
ill ágreiningur er um frumvarpiö á
Alþingi og ekki síður úti á lands-
byggðinni.
„Það er alveg ljóst aö það er ekki
samstaða um þetta frumvarp sjávar-
útvegsráðherra á Alþingi og þetta er
þverpólitískt deilumál. Frumvarpið
hefur of lítið verið kynnt úti í þjóð-
félaginu. Þeir sem hafa kynnt sér það
eru því andvígir. Ég er einnig viss
um að ef svo fer, sem líklegt má telja,
að frumvarpið verði samþykkt í efri
deild, verði það annaðhvort fellt eða
gerðar á því stórbreytingar í neðri
deild. Enda er það svo að hægt er að
fara ýmsar aðrar betri leiðir til að-
stoðar loðnuveiðiskipunum og sjó-
mönnum þeirra," sagði Skúli Alex-
andersson alþingismaður í samtali
við DV.
í efri deild hafa þau Skúli, Karvel
Pálmason og Margrét Frímannsdótt-
ir lagst gegn frumvarpinu. Fleiri hafa
efasemdir um ágæti þess. Þó virðist
ljóst að einhverjir af stjórnarand-
stæðingum í efri deild munu sam-
þykkja frumvarpið, aðrir sitja hjá og
ef til vill einhverjir greiða atkvæöi
gegn því. Skúli sagðist ekki þora að
segja til um, eftir fyrstu umræðu um
frumvarpið, hvernig því vegnaði í
efri deild. Hann taldi enn erfiðara að
gera sér grein fyrir stööunni í neðri
deild.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
sá kvóti, sem útgerðarmenn loðnu-
skipa fá í þessu tilfelli, sé framseljan-
legur. Og það er einmitt þetta atriði
sem mest er deilt um. Andstæðingar
frumvarpsins benda á aö með þessu
sé fyrst og fremst gert ráö fyrir að
aðstoða útgerðarmenn en skilja sjó-
mennina eftir. Eins vilja margir að
loðnuskipin landi öllum þessum afla
hér heima.
Á hvorugt þessara atriða sagðist
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra geta fallist við fyrstu um-
ræðu málsins í neðri deild.
Frumvarpið hefur nú verið afgreitt
til sjávarútvegsnefndar neðri deildar
ogtilannarrarumræðu. -S.dór
Islensk stjórnvöld hafa boðist til að taka að sér sáttahlutverk í samskiptum Sovétríkjanna og Eystrasaltsrikjanna. Eistlensk stjórnvöld munu á næstu
dögum kanna vilja Lettlands og Litháens til þessa. Ef af verður er hugsanlegt að efnt verði til fundar i Reykjavík með fulltrúum Eystrasaltsríkjanna til að
ræða fyrsta skrefið í slikri sáttagjörð. Þetta var meðal þess sem samkomulag varð um í viðræðum forsætisráðherra og utanrikisráðherra við eistnesku
ráðherrana Edgar Savisaar og Lennart Meris. Á blaðamannafundi í gær, þar sem skýrt var frá viðræðum ráðherranna, kom fram að islensk stjórnvöld
stefna að því að hafa íslenskan fulltrúa í Tallin í því skyni að koma á sem nánustum samskiptum við Eystrasaltsríkin.
DV-mynd BG/kaa
Launahækkun hjá ríkinu upp á 0,3 prósent:
Farmenn óánægðir:
Matar-
skammtur
aðurum
7 kíló
í nýrri reglugerð um hve ís-
lenskir farmenn og feröamenn
mega taka með sér mikið magn
af matvælum inn í l'andið er gert
ráð fyrir að magnið minnki úr 10
kílóum í 3 kíló. Þetta hefur valdið
mikilli reiði meðal farmanna.
Ekki síst vegna þess að í kjara-
baráttu þeirra hefur alltaf verið
bent á þetta atriöi sem hlunnindi.
„Þessi nýja reglugerð var gefin
út 20. desember og það er ekki
sterkt til orða tekið að farmenn
séu óánægðir með hana. Ég veit
að þeir eru að bræða með sér
aðgerðir. Við hér hjá Sjómanna-
félagi Reykjavíkur getum svo
sem ekki annað gert en aðstoöa
þá eftir því sem þeir óska,“ sagði
Guömundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykja-
vikur.
Hann sagði að farmenn hefðu
mátt taka með sér 10 kíló af þeím
matvælum sem á annaö borð er
leyft aö flytja inn til landsins. Þar
í er öll niðursuðuvara og skinka
svo dæmi sé tekið. Nú mega þeir
aðeins taka 3 kíló. I reglugerðinni
hefur smjör verið fellt niður af
bannvörulistanum.
„En síðan gerðist það að einn
farmaður lét á þetta reyna og
sagðist myndu greiða toll af mis-
mun á 3 og 10 kilóum af skinku
og osti. Hann fékk það ekki og
var honum rétt bréf, undirritað
af landbúnaðarráöuneytinu. Þar
sagði að vegna þess að nægar
birgðir væru öl í landinu af
skinku og osti og hægt að anna
eftirspum væri innflutningur
óheimill. Þá eru tollveröir farnir
að mæla inn í þennan leyfilega
matarskammt farmanha gos-
drykki,“ sagði Guðmundur.
Hann sagðist líta á þessa
minnkun matarskammtsins sem
beina kjaraskerðingu hjá far-
mönnum og þannig litu allir far-
menn á málið og mundu taka á
samkvæmt því. -S.dór
Aðilar sammála um að þetta bæri að greiða
- sagði Ólafur Ragnar Grímsson ármálaráðherra
„Þaö má vera að þeim sem hugsa
enn í gömlu verðbólgutölunum þyki
þetta ekki launahækkun til að minn-
ast á. En þegar sú staðreynd blasir
viö, að verðbólgan nú er aðeins 2,3
prósent, munar um 0,3 prósent kaup-
hækkun, sem er tilkomin vegna
batnandi viðskiptakjara. Þessi
hækkun svarar til íjögurra prósenta
kauphækkunar í þrjátíu prósent
verðbólgu eins og fólk þekkti fyrir
nokkrum misserum síðan," sagöi
Ólafur Ragnar Grímsson, í samtali
við DV eftir fréttamannafund í gær.
Á fundinum skýrði hann frá því
að fjármálaráðuneytið, BSRB og
Kennarasamband íslands hefðu orð-
ið sammála um að greiöa þessa
hækkun út um næstu mánaðamót.
Þá áttu laun opinberra starfsmanna
að hækka um 2,5 prósent samkvæmt
kjarasamningum en hækkunin verð-
ur 2,8 prósent.
Jafnframt var ákveðið að þessir
sömu aðUar tækju viðskiptakjörin til
sérstakrar skoðunar í maí næstkom-
andi, eins og kveðið er á um í kjara-
sammngum.
Ólafur tilkynnti í gær þessa
ákvöröun ráðuneytisins, bæöi Al-
þýðusambandinu, Vinnuveitenda-
sambandinu og formönnum hinna
stjórnarflokkanna. Alþýðusamband-
ið og Vinnuveitendasambandið
höföu samkvæmt heimildum DV
ákveðið að hreyfa ekki laun vegna
þessa. Töldu hækkunin of litla til
þess. Eftir að fjármálaráðuneytið
hefur ákveðið að greiöa þessa hækk-
un út er taliö víst aö aöilar vinnu-
markaðarins endurskoði fyrri
ákvörðun í málinu.
-S.dór
Vatn í jarðsímastreng ruglar íbúa Kópavogs:
Eiginmenn hringja rétt
í vitlausar eiginkonur
Honum brá í brún, Kópavogs-
búanum sem hugðist hringja heim
til eiginkonu sinnar í gær því í sí-
manum var „snarvitlaus“ kona sem
hann kunm engin deili á, eins og
hann orðaði það. Og þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir kom alltaf röng kona
í símann. Svipaða sögu sögðu margir
sem samband höfðu við DV í gær og
lent höfðu í ógöngum er þeir reyndu
að ná símasambandi við fólk í Kópa-
vogi.
Aö sögn Gunnars Júlíussonar,
deildarstjóra jarðsímadeildar Pósts
og síma, ér ástæða þessa vandræða-
ástands bilun sem kom upp í jarð-
streng við Engihjalla í Kópavogi.
Vatn hafði komist í strenginn og
valdið truflunum og þurfti því að
taka hann í sundur og tengja upp á
nýtt. Alls eru um þúsund símanúmer
í austurhluta Kópavogs í þessum
streng.
„Það má búast við einhverjum
truflunum fram yfir helgi meðan
verið er að tengja allar línurnar. Það
tekur yfirleitt mjög stutta stund að
tengja hverja línu, í mesta lagi hálfa
klukkustund, þannig að fólk ætti
ekki að verða fyrir verulegum töfum
við að ná símasambandi. Og mér er
ekki kunnugt um að þetta hafi valdið
notendum miklum óþægindum né að
réttir eiginmenn lendi á vitlausum
konum.“
-kaa
Það gengur ekki átakalaust fyrir sig að ákveða hvernig verja skuli 12 millj-
örðum þannig aö þeir gagnist sem best. Það varð hlutskipti borgarfulltrúa
Reykvikinga að karpa og deila um fjárhagsáætlun borgarinnar fram til klukk-
an 6.30 í morgun. Þá var fundi frestað til þriðjudags. Þá verða greidd at-
kvæði um tillögur minnihlutans. DV-mynd Brynjar Gauti