Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
7
Bifreiðaskoðun:
Ekkihægtað
taka trassana
framfyrir
„Ég kannast viö kvartanir
þeirra sem verða fyrir því aö
númerin eru klippt af bifreiðum
þeirra. Þeir vilja komast aö meö
bílana í skoðun strax. Þaö er ekki
hægt. újá okkur er pöntunar-
kerfi. Staöan hjá okkur getur ver-
ið frá þvi að menn komast aö
samdægurs og upp í þaö aö þeir
þurfa aö bíða í viku á mestu
álagstímunum. Menn mega ekki
gleyma því aö þeir sem lenda í
þvi aö númerin eru klippt af bíl-
um þeirra, Itafa trassað að koma
með bifreið sína til skoðunar á
réttum tíma. Það er því ekkert
réttlæti í þvi að þeír séu teknir
fram fyrir þá sem panta tíma og
koma með bíla til skoöunar á rétt-
um tíma,“ sagði Óskar Eyjólfs-
son, íjármálastjóri Bifreiðaskoð-
unar íslands.
Nokkurrar óánægju hefur gætt
hjá þeim bifreiðaeigendum sem
ekki hafa mætt með bifreiöar sin-
ar til skoöunar og misst númerin
af þeim vegna þess. Þeir hafa
þurft að bíða í eina viku eftir því
að komast að í skoðun.
Einn afþeim sem missti númer-
in af bíl sínum sagöi í samtali við
DV að hann hefði þurft að bíða í
viku eftir að komast að. Hann
sagði ástæðuna þá að svo margir
starfsmenn Bifreiöaskoðunar
heföu verið á námskeíði.
Óskar Eyjólfsson sagði það rétt
að námskeið fyrir starfsmenn
Biffeiðaskoðunar íslands væru
oft í gangi. En því fari Qarri aö
meirihluti starfsmanna fari á
námskeið hverju sinni. Á dögun-
um voru 8 starfsmenn á nám-
skeiði og það taki örlítið lengri
tima fyrir þá sem panta að kom-
ast að þegar álagið er mest.
„Það er bara þannig að þeir sem
missa númerin á bifreiðum sín-
um undir kiippurnar vilja kom-
ast að strax. Þeir verða að panta
sér tíma,' ‘ sagði Óskar. -S.dór
______________________________Fréttir
Lækkandi fiskverð vegna
offramboðs á mörkuðunum
Ögri seldi 218 lestir i Bremerhaven síðastliðinn mánudag.
Þýskaland
Eftirtalin skip hafa selt undanfarna
viku: Bv. Haukur seldi afla sinn í
Bremerhaven 13. febrúar, alls 133,9
lestir, fyrir 12 millj. kr. Meðaiverð
var 92,28 kr. kg.
Bv. Þorlákur seldi í Bremerhaven
13. febrúar alls 152 lestir fyrir 11,5
millj. kr. Meðalverð 75,75 kr. kg.
Ekkert skip seldi afla í Bretlandi í
síðustu viku en seldur fiskur úr gám-
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
um var 109 tonn sem seldust fyrir
17,5 millj. kr. Meðalverð 160,56 kr. kg.
í þessari viku seldi bv. Ásbjörn í
Bremerhaven, lélegt verð fékkst eða
innan við 60 kr. kg.
Bv. Ögri seldi á mánud., 19. febrú-
ar, í Bremerhaven alls 218 lestir fyrir
18,99 millj. kr. Meðalverð 83,16 kr. kg.
Helstu orsakir fyrir lækkandi fisk-
verði eru að borist hefur mikið af
fiski á markaðinn og snjór hefur
hamlað umferð að nokkru.
London
Enn er verðstríð mfili Norðmanna
og Skota. Um miðjan mánuðinn buðu
Skotar 4-5 kg lax á 1,6£ lb. eða um
375 kr. kg. Kaupmenn segja aö norski
laxinn sé allt of dýr og alls ekki sam-
keppnisfær. Smálax hefur verið seld-
ur á 60/80 p lb. eða frá 140 til 175 kr.
kg.
Kaupmenn, sem selja háf, eru
óhressir með háflnn sem kom frá
Kanada. Er það aðallega vegna þess
aö sterkjubragð er af honum og fólk-
ið vifi hann ekki og hefir hann dottið
út af markaðnum aftur.
Sumir fiskkaupmenn halda því
fram að fisksala hafi minnkað um
allt að 50% nú síðasta hálfan mánuð.
Lítið hefur verið af þorskfiski á
markaðnum aö undanfórnu. Um-
setning á þorskfiskmarkaðnum hef-
ur verið allnokkur. Landað var 49.276
tonnum árið 1989 en aðeins 44.551
tonni 1990. Frosni fiskurinn hefur
haldið velli og hefur sala á honum
verið svipuð og undanfarið. Heldur
hefur aukist eftirspurn á kaldsjávar-
rækju og hafa birgðir minnkað veru-
lega. Vonast menn til að birgðir verði
að mestu búnar í vor þegar rækju-
veiðin hefst.
Spánn:
Lágt fiskverð
Lágt fiskverð hefur verið á Merc-
antmadrid frá áramótum.0 Menn
kenna stríðinu við Persaflóa um.
Fólkið fer lítið út að borða vegna
hræðslu við hermdarverk, það situr
heima og kaupir ekki eins mikið af
fiski gerist þegar menn fara á veit-
ingahús. Erlendum ferðamönnum
hefur fækkað svo allt ber að sama
brunni í fisksölumálum.
Mercantmadrid
Árið 1990 voru seld á Merc-
antmadrid 16.134 tonn af fiski og
hafði salan aukist um 659 tonn yfir
árið frá því 1989. Mest var selt af
ferskum fiski eða alls 7.545 tonn en
það eru 48,5% af heildarsölunni. Af
frosnum vörum voru seld 5.039 tonn
og 3.500 af skelfiski. Þær tegundir
sem mest seldust voru glassver og
lýsingur, síðan kom laxinn í þriðja
sæti. Nokkur aukning varð á sölu
þessara tegunda í desember en hefur
nú dregist saman. Skelfiskur hefur
lækkað frá 3,5-10,7%.
Stytt og endursagt
París
Síöasta hálfa mánuðinn hefur fisk-
verð verið slappt á Rungismarkaðn-
um. Fiskkaupmenn kenna Persaflóa-
stríðinu um. Fólkið er hrætt við
hermdarverk og fer því lítið út að
borða og ferðamannastraumurinn
hefur dregist mikið saman. Þetta eru
helstu ástæður fyrir því hvað fisk-
verðið hefur lækkað.
Nýjar reglur um afgreiðslu
vöruflutningabíla
í Brussel hafa verið gefnar út nýjar
reglur um afgreiðslu fiskflutninga-
bíla. Minnstu bílarnir fá afgreiðslu
afian sólarhringinn en stærri bílarn-
ir verða að sæta sérstökum tíma-
mörkum.
í reglum þeim, sem gefnar hafa
verið út í Brussel, er áætlað að
minnka fiskveiðamar hjá skipum
Efnahagsbandalagsins um 40%. Ýsu-
veiðin var árið 1982 270.000 tonn en
var 1989 100.000 tonn.
Stjórnin í Brussel segir að ekki
dugi annað en taka á málinu af fullri
hörku ef bjarga eigi stofninum. Fari
svo sem horfir ætti að vera bjartara
yfir hjá fiskeldisfyrirtækjum.
Stytt og endursagt úr Fisk
Bullandi loðna í Barentshafi
Það sýður á loðnunni í Barents-
hafi. Er nú mikiö af loðnu þar og
hefur hún ekki verið eins mikil síðan
mest var af henni fyrir mörgum
árum. Loðnan, sem veiðist nú, er af
árganginum 1988 og er hún stór og
góð en næsti árgangur verður ijórum
sinnum stærri, segir John Hamre.
Við áætlum að árgangurinn 1988 sé
3,6 millj. tonna og úr þeim árgangi
fá Norðmenn aö veiða 530.000 tonn.
Þó að mælingamar eftir áramótin
séu ekki eins áreiðanlegar og haust-
mælingar eru má fullyrða að hrygn-
ingarstofninn sé 2,5 millj. tonna.
Sumarveiðar má telja að séu ófram-
kvæmanlegar nema ungloðnan sé
veidd.
Úr viðtali við John Hamre fiskifr.
í Fiskaren
>g
FYLLIÐ ÚT OG SENDIÐ OKKUR EDA HRINGIÐ NÚNA!
KOSTUR A:
□ Já , ég vil fá kynningaráskrift í Vz mánuö mér aö kostnaðarlausu.
, KOSTUR B:
Ll Já, ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV og taka þar með sjálf-
krafa þátt í áskriftar-ferðagetraun DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis, og
verður það annar áskriftarmánuðurinn.
Vinsamlegast notið prentstafi:
Nafn
Heimilisfang/hæð
Póststöð
Kennitala.
Sími
Áskriftargjald DV fyrir KOST B er aðeins kr. 1.100,- samtals fyrir fyrstu tvo mánuðina.
□ Já takk, ég vil greiða áskriftargjaldið með:
□ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT
Kortnúmer
Gildistími korts
Undirskrift korthafa
Stingið í umslag og sendið okkur.
Utanáskriftin er:
DV - DagblaðiðA/ísir
Pósthólf 5380,
125 Reykjavík
/\ R /\
iSTÓRKOSTLEG
ASKRIFTAR
SÍMINN E R 27 0 2 2
OPIÐ MÁN-FÖS ......KL. 9.00-22.00
LAUGARDAGA ........KL. 9.00-14.00
SUNNUDAGA .........KL. 18.00-22.00
ATH! Núverandi áskrifendur DV eru sjálfkrafa þátttakendur í getrauninni og þurfa því ekki að fylla út seðilinn.