Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
Menning
Menningarverðlaun DV aíhent í þrettánda sinn:
Sómi að láta bendla
sig við verðlaunin
„Því hefur veriö haldið frara að
menningarlegar uppákomur á borð
við þessa afhendingu viðurkenninga
DV eigi sér eðlilega lífdaga, engu síð-
ur en mannfólkið - að þær verði til
fyrir ákveðna þörf og lognist út af
þegar sú þörf er ekki lengur fyrir
hendi. Samkvæmt þeirri kenningu
er óþarfi að sýta upplausn listhreyf-
inga, aflögð menningartímarit, end-
aðan bókaflokk - já, eða endalok
menningarverðlauna - því alltaf
komi eitthvað annað í staðinn. Sjálf-
sagt er eitthvað til í þessu. Einhvern
tíma sá ég meira að segja útreikninga
á lífslíkum ýmissa menningarfyrir-
bæra hér á íslandi. Þar stóð meðal
annars að íslensk gallerí yrðu sjaldn-
ast eldri en þriggja ára, og íslensk
menningartímarit næðu yfirleitt
ekki nema fjögurra ára aldri, svo tvö
dæmi séu nefnd.
Viðurkenningar á borð við Menn-
ingarverðlaun DV eiga sér ekki langa
sögu á íslandi, og hafa yfirleitt tekið
til tveggja listgreina, bókmennta og
leiklistar. Nú eru nokkrar viður-
kenningar veittar fyrir bókmenntir
í landinu, en hins vegar er DV eitt
um að verðlauna afreksfólk í leiklist,
myndlist, tónhst, byggingalist, kvik-
myndun og listhönnun, sem segir ef
til vill meira um landlægt áhugaleysi
á menningarmálum en brennandi
áhuga DV.
Allt um það er ekki komið að eifda-
lokum þessara Menningarverð-
launa, sem nú hafa tórt í jafnmörg
Séð yfir veislusalinn í Þingholti. Jónas Kristjánsson ritstjóri upplýsir gesti um leyndardóma matargerðarlistarinn-
ar sem viðhöfð var. DV-myndirGVA
Myndlist - Kristinn E. Hrafnsson:
Markvisst handbragð
og f rjó ímyndun
ár og langlífustu verðlaun af þessu
tagi sem við þekkjum, Silfurlampinn.
Ýmislegt bendir nú til þess að hsta-
fólki þyki sómi að því að láta bendla
sig við þessi verðlaun. Að minnsta
kosti er þeirra nú æ oftar getið á
bókarkápum verðlaunaðra höfunda,
í sýningarskrám myndlistarmanna,
í leikskrám, í umsóknum um styrki
og stöður. Ég held ég geti fullyrt að
blaðinu þyki sómi að því að láta
bendla sig við afreksfólk í listum.“
Þannig komst Aðalsteinn Ingólfs-
son, veislustjóri og myndlistargagn-
rýnandi DV, að orði í ræðu sinni við
upphaf afhendingar Menningarverð-
launa DV í Þingholti í gær.
Menningarverðlaunin voru þá af-
hent í þrettánda skiptið. Við afhend-
ingu verðlaunanna voru saman
komnir verölaunahafar, dómnefnd-
arfólk, fulltrúar DV og fleiri gestir.
Að verðlaunaafhendingu lokinni
útskýrði Jónas Kristjánsson hvað
gestir hefðu lagt sér til munns, en
eins og ávallt við afhendingu Menn-
ingarverðlauna DV er reynt að
brydda upp á nýjungum í sjávarrétt-
um og svo var einnig nú. Thor Vil-
hjálmsson tók síðan til máls og í líf-
legri ræðu lýsti hann meðal annars
yfir ánægju með Menningarverðlaun
DV, kvað þau marktæk á árangur
listamanna og vera um leið örvandi
og skapandi fyrir þá aðila sem verð-
launin hlytu.
Á matseðhnum, sem boðið var upp
á, voru sjávarréttir eins og fyrr seg-
ir. í forrétt var hörpuskelfiskur með
hvítlaukssmjöri. Það sem var sér-
stakt við réttinn var að hann var
borinn fram í skelinni. í aðalrétt var
svo fiskur sem kallast á flnu máli
geirnyt, en er einnig stundum kahað-
ur rottufiskur. Var hann borinn fram
með fennelsósu, grænmeti og sæ-
bjúgum að austurlenskum hætti.
Með þessu var svo drukkið hvítt
Chateau de Rijons. Þetta ágæta vín
höfðar kannski meir til okkar íslend-
inga heldur en önnur vín því það er
framleitt á búgarði sem er í eigu Jóns
Ármannssonar, fyrrverandi kaup-
sýslumanns sem nú hefur snúið sér
að vínrækt í Frakklandi. Áður en
gestum var vísað til sætis var boðið
upp á þurrt sérrí og eftir að gestir
höfðu matast var boðið upp á kaffi
og gamalt Novok púrtvín.
Þessi nýbreytni í matargerð, sem
ávaht hefur verið viðhöfð við af-
hendingu Menningarverðlauna DV,
hefur mælst mjög vel fyrir og hafa
nokkrir réttir, sem þar hafa verið
snæddir, ratað inn á matseðil í veit-
ingasal Hótel Holts. -HK
Aðalsteinn Ingólfsson afhendir Kristni E. Hrafnssyni Menningarverðlaun
DV fyrir myndlist.
Tónlist - Guðný Guðmundsdóttir:
Framlag til tónlistar-
Ififs mikið og víðfeðmt
„í fljótu bragði virðist myndlistar-
nefnd vegna menningarverðlauna
DV standa andspænis fíeiri valkost-
um en nokkur önnur nefnd. Þar fær
hún iðulega að taka afstöðu til meira
en tvö hundruð listsýninga. í ár voru
þær 268.
Endanleg niöurstaða nefndarinnar
varð sú að menningarverðlaun DV
1991 fyrir myndhst skyldi hljóta ung-
ur myndhöggvari ættaður frá ólafs-
firði, Kristinn E. Hrafnsson. Verð-
launin hlýtur hann fyrir sýningu
sem hann hélt að Kjarvalsstöðum í
fyrra. Áður hafði Kristinn unnið
samkeppni fyrir vatnslistaverk við
Borgarleikhúsið sem enn hefur ekki
séð dagsins ljós,“ sagði Aðalsteinn
Ingólfsson sem mælti fyrir dómnefnd
um myndlist.
í myndlistamefnd voru auk Aðal-
steins þau Elísabet Gunnarsdóttir
kennari og Valgerður Bergsdóttir
myndlistarmaður.
„í þrívíðum verkum Kristins leggst
á eitt, markvisst handbragð, traustur
hugmyndaheimur og frjó ímyndun.
Sérstaklega þótti nefndinni Kristinn
vinna glæsilega úr hugmyndum sem
tengjast „orku“, tengdar eru saman
ýmsar merkingar hugtaksins, allt frá
„hugarorku" til „fallorku“, ekki meö
frásögn eða formrænu stagli. „Orku-
væöir“ Kristinn beinlínis járnmynd-
ir sínar. Að þessu leyti er Kristinn
einstæður í nútímamyndlist okkar
en á sér þó listrænan forvera, virkj-
unarmeistarann sjálfann, Ásmund
Sveinsson. Þannig bítur listasagan í
skottið á sjálfri sér.“
-hlh
„í störfum tónlistamefndarinnar
var stuðst við eftirfarandi forsendur.
Skoðað var framlag til íslensks tón-
listarlífs. Allur ferill viðkomandi að-
ha var skoðaður en með áherslu á
síðastliðið ár. Ekki þurfti að vera um
einstakling aö ræöa. Hópar og stofn-
anir komu einnig til greina. Miöað
var við að viðkomandi hefði ekki
fengið verðlaunin áður. Matsefnið
var listrænt ágæti, sjálfstætt skoðaö.
Nefndin var sammála um að velja
Guðnýju Guðmundsdóttur konsert-
meistara til verðlaunanna. Framlag
Guönýjar til íslensks tónlistarlífs er
óvenju víðfeðmt. Starf konsertmeist-
ara Sinfóníuhljómsveitarinnar er
eitt það mikilvægasta í tónlistarlíf-
inu. í því starfi hefur Guðný haft
mikil áhrif á vöxt og viðgang hljóm-
sveitarinnar og á mikinn þátt í þeim
ágætu framförum sem þar hafa orð-
ið. Það er einnig í verkahring
Guðnýjar að leika einleik með hljóm-
sveitinni hvenær sem þess er krafist
í verkum almennt, auk þess að flytja
reglulega einleikskonserta. Þetta
hefur Guðný gert með mikilli prýði.
Guðný hefur um árabil verið aðal-
kennari Tónlistarskólans í Reykja-
vík í fiðluleik. Margir þeirra ágætu
strengjaleikara sem komið hafa fram
Guðný Guðmundsdóttir tekur við Menningarverðlaunum DV úr hendi Finns
Torfa Stefánssonar. DV-myndGVA
á sjónarsviðið undanfarin ár eru
nemendur hennar, þar á meðal Sigr-
ún Eðvaldsdóttir sem nefnd var hér
að ofan. Síðast en ekki síst hefur
Guðný tekið ríkulegan þátt í flutn-
ingi kammertónlistar af ýmsu tagi.
M.a. hefur hún flutt mörg íslensk
verk sem stundum hafa verið samin
beinlínis fyrir hana. Það var því með
góðri samvisku og mikilli ánægju
sem nefndarmenn urðu einhuga um
að veita Guðnýju Guðmundsdóttur
menningarverðlaun DV.“