Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Page 9
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991. Fríða Á. Sigurðardóttir tekur við Menningarverðlaunum DV fyrir bókmennt- ir úr hendi Þórðar Helgasonar. Bókmenntir - Fríða Á. Sigurðardóttir: Mikilsverður boðskapur „Skáldsagan Meðan nóttín líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, sem dómnefnd tíl Menningarverðlauna DV fyrir árið 1990 hefur valið, vakti einna mesta athygli á síðasta ári og var það að miklum verðleikum. Með- an nóttin líður er í senn óvenjulega vel skrifuð saga og hefur mikilsverð- an boðskap að flytja,“ sagði Þórður Helgason sem hafði orð fyrir nefnd- inni. „f bókinni tekur Fríða til umfjöll- unar vandamál sem hver nútíma- maður, sem vill taka ábyrgð á eigin lífi og tilveru, hlýtur að velta fyrir sér og taka afstöðu til. Lesandinn er brýndur til að horfast í augu við helstu vandamál samtímans og svara * spurningum á borð við: Hverra manna ert þú? Á hvaða leið ert þú? Hver er ábyrgð þín? Svörin sem lesa má út úr verkinu eru ótvíræð. Enginn maður getur leyft sér að líta á sig sem eyland. Við erum öll ábyrg hvert fyrir öðru og höfum mikilsverðum skyldum að gegna við fortíð okkar og framtíð. Nútímamanninum er tamt að líta á sig sem eins konar endastöð tilver- unnar þar sem markmiðiö er að hver maður gæði sér á þeim gjöfum sem við blasa. Slíkt fólk lifir gjarna draum- og hugsjónarlausu lífl og læt- ur hlutadýrkun og þæginda koma í stað gamalla gilda sem ekki eiga lengur upp á pallborðið. Fortíð mannsins og framtíð hans á jörðinni verða því lítils virði miðað við stund- leg gæði. I skáldsögu Fríðu Á. Sigurðardótt- ur eru slík viðhorf fordæmd en jafn- framt bent á leiðir út úr ógöngunum. Því er Meðan nóttin líður mikilsverð bók fyrir okkar tíma. Hún er til marks um það að mikils sé að vænta fráFríðuíframtíðinni.“ -hlh Torfi Jónsson afhendir Guðrúnu Gunnarsdóttur Menningarverðlaun DV fyr- ir listhönnun. Listhönnun - Guðrún Gunnarsdóttir: Vekur athygli fyrir ferskleika og gott f orm „Listiðnaðarnefnd sú sem DV skip- aði, og ætlað var það hlutverk að finna góða hönnun innan íslenska hstiðnaðarins og hjá einstaka hst- iðnaðarmönnum, hefur komist aö þeirri niðurstöðu að veita beri Guð- rúnu Gunnarsdóttur hstiðnaðar- verðlaunin. Hún hefur áður verið til- nefnd til þessara verðlauna og er hún mjög verðug þeirra," sgði Torfi Jóns- son þegar hann afhenti Guðrúnu Menningarverðlaun DV fyrir listiðn. „Guðrún er fædd 1948. Hún stund- aði listiðnaðarnám í Kaupmanna- höfn 1972-1975, á verkstæði Kim Na- ver. Hún hefur tekið þátt í íjölmörg- um samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar allt frá árinu 1975, þegar hún tók fyrst þátt í samsýning- unni „Islands kvindelige kunstnere" í Kaupmannahöfn. Árið 1987-1988 tók hún þátt í „Scandinavia Today“, formhönnunar- og listiðnaðarsýn- ingunni í Tokyo. Verk hennar hafa verið keypt af opinberum stofnun- um, bæði hér á landi og í Japan. Guðrún hefur unnið við textíl- hönnun síðan 1976 og hannað skart- gripi, sem einkum hafa vakið athygh á Norðurlöndum. Guðrún er nú hönnuður hjá Álafossi þar sem störf hennar eru þegar farin að skila veru- legum árangri. Værðarvoðimar sem hún hefur hannað eru framleiddar úr þremur mismunandi efnisþáttum: Bómull, lambsull og venjulegri ull. Einkenn- andi fyrir þessa hönnun eru litirnir sem í senn eru djarfir og ferskir og höfða til lita í íslenskri náttúru. Framleiðslulínan er þrátt fyrir fjöl- breytileika í htum mjög samstæð og vekur athygli fyrir ferskleikann og gott form.“ -hlh Merming Leiklist - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir: Óvenjulega glæsilegt verk Auður Eydal afhendir Sigriði Hagalín Menningarverðlaun DV fyrir leiklist sem hún tók við fyrir hönd dóttur sinnar, Hrafnhildar Hagalin Guðmunds- dóttur. „Leiklistarverðlaun DV fyrir árið 1990 hlýtur Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir fyrir leikrit sitt, Ég er meistarinn, sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu í vetur. í leiklistarnefnd sátu, auk mín, þau Viðar Eggertsson og Þórunn Sigurð- ardóttir, bæði nákunnug íslensku leikhúsi. Verkefni okkar var einkar ánægjulegt, ekki hvað síst þar sem fljótlega varð ljóst hverjar tilnefning- ar til leikhstarverðlauna yrðu og síð- an að augu okkar allra beindust í eina átt þegar hugað var að sjálfum verðlaunahafanum,“ sagði Auður Eydal sem hafði orð fyrir dómnefnd um leiklist. „Því miður átti Hrafnhildur þess ekki kost að vera hérna með okkur í dag þar sem hún dvelur nú við nám í París. Við sendum henni ham- ingjuóskir af heilum hug. Sá boðskapur, sem við meðtökum í leikhúsinu, er samansettur af margs konar áreiti og dramatískri spennu og þegar best lætur opnar þessi reynsla okkur nýja sýn - og færir okkur pínulítið nær himnin- um. Og hver er verður verðlauna ef ekki sá sem miðlar slíkri stund? Eg er meistarinn íjallar um lífið og listina. Persónur eru þrir listamenn, kröfuharðir við sjálfa sig og óvægnir við aöra. Hin dýpstu mannlegu rök eru skoðuð í ljósi þess að öll þrjú standa þau á vegamótum og þurfa að taka líf sitt og list til endurmats. í verkinu er gítartónlist, sem Hrafnhildur þekkir svo vel, notuð á einstakan hátt þannig að á stundum veröur tónhstin hluti af atburðarás- inni. Enn eitt dæmi um samruna list- greinanna í leikhúsinu. Hér er alls ekki verið að verðlauna athyglisverða frumraun heldur verk sem veröur að teljast merkilegt fram- lag th íslenskrar nútímaleikritunar. Verk sem á eftir að lifá. Sýningin sætti tíðindum í íslensku leikhúslífi og er varla ofmælt þó að sagt sé að þetta leikrit verði ánægju- leg viðmiðun og lyfti þeim óskrifuðu verkum sem á eftir koma. Ég er meistarinn er óvenjulega glæsilegt verk.“ -hlh Byggingarlist - Guðmundur Jónsson Athyglisverð rýmisuppbygging Guðrún Jónsdóttir afhendir Þórdísi Öldu Sigurðardóttur Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist, en hún tók við þeim fyrir hönd Guðmundar Jónsson- ar sem búsettur er í Noregi og gat ekki vegna anna verið viðstaddur. „Þau þrjú verk, sem dómnefnd hef- ur sérstaklega staðnæmst við að þessu sinni eru raðhúsið á Nord- Form sýningunni í Malmö 1990, við- byggingin við Háskólabíó og innrétt- ing á húsnæði Féfangs hf. Öll eiga þessi verk það sammerkt, að þar fer saman sterk heildarhugmynd, góð rýmisuppbygging og fágun í útfærslu og efnisvali. Niðurstaða dómnefndar var sú að veita bæri Guðmundi Jónssyni arki- tekt verðlaunin að þessu sinni fyrir íslenska raðhúsið á NordForm sýn- ingunni í Malmö 1990. Guðmundur Jónsson arkitekt, sem búsettur er í Osló hefur áður getið sér gott orð í samkeppnum hérlendis t.d. hlaut hann fyrir nokkrum árum 1. verðlaun fyrir tihögur sínar að tónlistarhúsi í Reykjavík og við- byggingu við Amtsbókasafnið á Ak- ureyri. Tihaga Guðmundar byggist á ein- faldri en sterkri grunnmynd, þar sem hugmyndir úr fornri íslenskri húsa- gerð eru endurskapaöar í anda nú- tíma byggingarlistar á einkar sann- færandi hátt. Af raðhúsunum 5 á sýningunni í Malmö vakti íslenska raðhúsið hvað mesta athygli sýningargesta. Um húsið var fjallað í erlendum fagtíma- ritum m.a. í danska ritinu „Arkitekt- en“ þar sem talað er um að íslending- ar hafi komið á óvart með framlagi sínu. Að mati blaðsins er íslenska húsið talið einna athyghsverðast og lof borið á höfund þess fyrir Ijóðræn- ar útfærslur og áhugaverða rýmis- uppbyggingu. Kunnur bandarískur hönnuður, sem skoðað haföi sýninguna, lét svo ummælt aö ef rétt væri á málum haldið ætti ísland að geta orðið næsta „hönnunarlandið" á Norðurlönd- um.“ Kvikmyndalist - Lárus Ýmir Óskarsson: Menningarverðlaun DV fyrir kvik- myndahst í ár hlýtur Lárus Ýmir Óskarsson fyrir leikstjórn sína á Ryði. Kvikmyndanefndin, sem auk mín sátu í Baldur Hjaltason og Hhm- ar Oddsson, fór í gegnum þær kvik- myndir sem gerðar voru á árinu og eins leiknar sjónvarpsmyndir. Vor- um við sammála um að leikstjórn Lárusar Ýmis á kvikmyndinni Ryö væri það sem stæði upp úr,“ sagði Hilmar Karlsson sem hafði orö fyrir dómnefnd um kvikmyndagerð. „Ryð er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Lárus Ýmir leikstýrir hér heima, en þó er hann meðal okkar reyndustu og þekktustu kvikmynda- gerðarmanna. Þekktust kvikmynda hans er Andra Dansen sem hann gerði í Svíþjóð 1982. Var sú mynd talin í hópi bestu kvikmynda í Evr- ópu það árið. Lárus hefur starfað jöfnum hönd- um á íslandi og í Svíþjóð. Var hann meðal annars tvö ár við nám í sænska kvikmyndaskólanum. Skóla- mynd hans, Fugl í búri, hlaut gull- verðlaun á kvikmyndahátiðinni i Oberhausen 1979. í Svíþjóð leikstýrði hann síðar ann- arri kvikmynd sinni, Den Frusna Leoparden, og sjónvarpsseríunni Hastens Öge, sem kosin var besta sjónvarpssería á stórri sjónvarps- myndahátíð í Kanada. 1988 gerði Lár- us Ýmir stuttmyndina Kona ein sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni Lista- hátíðar um bestu stuttmyndina. Þá hefur Lárus starfað við gerð sjón- varpsmynda og er flestum minnis- stæð uppfærsla hans á Degi vonar fyrir sjónvarpið. Það dylst engum sem séð hafa Ryð að sá sem þar stýrir er skapandi lista- maður sem hefur fuht vald á hst sinni. Lárus Ýmir hefur gott auga fyrir möguleikum kvikmyndavélar- innar um leið og hið talaöa mál er honum kært. Það er því okkur í kvik- myndanefndinni nhkh ánægja að veita Lárusi Ými Óskarssyni menn- ingarverðlaunin 1991 fyrir kvik- myndagerð." -hlh Hilmar Karlsson afhendir Lárusi Ymi fyrir kvikmyndalist. Oskarssyni Menningarverðlaun DV Hef ur fullt vald á list sinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.