Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Síða 11
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
11
Utlönd
Þúsundir Albana
krefjast lýðræðis
- skriðdrekarágötumTirana
Kommúnistaleiðtogar Albaníu og
leiðtogar stjórnarandstöðunnar
hvöttu menn í gærkvöldi til að sýna
stillingu eftir að þúsundir mótmæl-
enda höfðu brennt myndir af fyrrum
leiðtoga landsins, Enver Hoxha, og
bækur eftir hann.
í gær söfnuðust tíu þúsund Albanir
saman í Tirana, höfuðborg Albaníu,
og kröfðust frelsis og lýðræðis. Dag-
inn áður höfðu hundrað þúsund Al-
banir gengið um götur höfuðborgar-
innar og fellt af stalli risastóra styttu
af Hoxha.
Að sögn sjónarvotta skaut óeirða-
lögregla viðvörunarskotum upp í
loftið í gær til að reyna að dreifa
mannijöldanum. Skriðdrekar voru
víða um höfuðborgina en fregn ung-
verska útvarpsins um að skotið hefði
verið úr skriðdrekum á almenning
var vísað á bug.
Ekki er ljóst hvort einhverjir særð-
ust í mótmælaaðgerðunum í gær en
albanski rithöfundurinn Ardian
Klosi, sem er í útlegð, sagði í viðtali
við austurríska sjónvarpið að hann
hefði heyrt að einn hefði látið lífiö.
Arben Puto, formaður nýstofnaðra
mannréttindasamtaka í Albaníu,
sagöi embættismenn hafa tjáð sér að
yfirvöld hefðu í hyggju að breyta
safni, sem kennt er við Hoxha, í sam-
komustað fyrir unglinga. Puto, sem
er lagaprófessor, sagði ástandið til-
tölulega rólegt í gærkvöldi en fyrr
Stytta af stalínistaleiðtoganum Enver Hoxha felld af stalli í Tirana i Alban-
íu. Þúsundir Albana söfnuðust saman í gær, annan daginn i röð, og kröfð-
ust lýðræðis og frelsis. Símamynd Reuter
um daginn hafði ríkt mikil spenna í
Tirana. Sagði Puto flesta hermenn
vera horfna af götunum og kvaðst
hann búast við rólegri helgi.
Aha forseti, sem í desember varð
við kröfum námsmanna og heimilaöi
starfsemi stjórnarandstöðuílokka,
ætlar að mynda nýtt forsetaráð sem
fara á með stjóm landsins þar til fjöl-
flokkakosningar fara fram í landinu
31. mars næstkomandi. Reuter
JA* ^OLpXL
SKÍÐABOGAR FRÁ KR. 4.568,-
BURÐARBOGAR FRÁ KR. 2.562,-
Bílavörubúóin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 simi 82944
Opió laugardaga 10-13
Undirbúa van-
traust á Jeltsin
Staða Boris Jeltsin sem æðsta leið-
toga rússneska lýðveldisins virtist
ótraust í gær. Rússneska þingið varð
við kröfu harðlínukommúnista og
ákvað að efna til skyndifundar full-
trúaþingsins þar sem Jeltsin á að
gera grein fyrir stjórnmálastefnu
sinni. Þingmönnum tókst hins vegar
ekki að koma sér saman um hvenær
halda ætti skyndifundinn.
Vel getur svo farið að fulltrúaþing-
iö, sem í maí í fyrra valdi Jeltsin í
embætti forseta með naumum meiri-
hluta, láti hann víkja. Harðlínumenn
á rússneska þinginu hafa lengi und-
irbúiö kröfuna um skyndifund full-
trúaþingsins en hún var lögð skrif-
lega fram af sex þingmönnum tveim-
ur dögum eftir að Jeltsin krafðist
afsagnar Gorbatsjovs Sovétforseta,
sem hann sagði hafa komið á einræði
í Sovétríkjunum, í beinni sjónvarps-
útsendingu.
Þessi ummæli Jeltsins ollu hörðum
viðbrögðum meðal meirihluta
sovéskra þingmanna og sökuðu þeir
Jeltsin um að hafa brotið gegn stjórn-
arskránni og hvatt til borgarastyrj-
aldar.
í, kröfu rússnesku þingmannanna
sex um skyndifund var Jeltsin sakað-
ur um valdsmannslega tilburði,
óþarfa árekstra við Moskvuvaldið og
mistök í innanríkispólitíkinni. Var
vísað til þess er hann lýsti yfir stuðn-
þigi við leiðtoga Eystrasaltslandanna
eftir blóðbaðið í Vilnius og Riga í síð-
Harðlínumenn á rússneska þinginu
hafa gagnrýnt það hversu oft Jeltsin
fer eigin leiðir í stjórnmálunum.
Teikning Lurie
asthðnum mánuði.
Stuðningsmenn Jeltsins á rúss-
neska þinginu vörðu forsetann og
sögðu að stunginn heföi verið rýting-
ur í bak hans.
Búist er við að umræðurnar um
hvenær skyndifundur fuhtrúaþings-
ins eigi að fara fram haldi áfram í
dag. Reuter
Sprengja á fæðingarheimili
Sprengja sprakk á fæðingarheimili
Tallinn í Eistlandi snemma í gær-
orgun. Um fjörutíu rúður brotnuðu
ð sprenginguna en enginn slasaðist
i því er eistneska fréttastofan ETA
•eindi frá.
Sprengjan, sem var heimatilbúin,
var um 400 grömm að þyngd. Hún
hafði veriö falin í anddyri fæðingar-
heimihsins. Sjónarvottur kvaðst
hafa séð tvo rússneskumælandi
menn við fæðingarheimilið eftir mið-
nætti aðfaranótt fimmtudagsins.
FNB
I
I
1
I
I
I
NYTT FYRIR KRAKKA A OLLUM ALDRI I
mmix
Nú bióðum við upp á skemmtileg og litr k BARNABOX með ýmsum cHýramyndum
sem krakkar fletja sjálfút. Sjö spennandi tegundir afgrímum: Kanína, Tígrisdýr,
andarungi, Þvottabiörn, hvolpur, Pandafugl og þrjár tegundir af bíla-barnaboxum.
DYRABOX
Kjúklungabiti, franskar og Kók.
Sleik/ó,blaðra oa 25% afsláttui
barnaís hjá Ishöííinni í Kringlun
Aðeins KR 465
BÍÍABOX
Burrito, franskar og Kók.
Sleikjó, b!að(a og 25% afsláttur af
barnaís hjá Ishölfinni í Kringlunni.
Aðeins KR 465
ið
VEITINGASTAÐUMNN
ssstsss
sss Sá
ÍSHÖLLIN
AÐALSTRÆTI 7
PÓSTHÓI.F N90. 121 RLYKJAVIk
SÍMl: 21121
mmmm
KRINGLUNNI 8-12. S. 689835
I
I
I
I
I
I
I