Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FOSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1991. Þórarinn V. Þórarinsson: Pólitískur við- skiptakjarabati „Við höfum farið yfir stöðuna og okkar niðurstaða er sú að hún sé svipuð og við var búist. Það verða því engin rök sótt í efnahagsleg við- skiptakjör fyrir kauphækkunum. Það hljóta því að vera einhver önnur viðskiptakjör sem fjármálaráðherra er að reikna út frá, sennilega pólitísk viðskiptakjör," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að hækka laun opinberra starfs- manna um næstu mánaðarmót um 0,3 prósent. Þórarinn benti hinsvegar á að 0,3 prósent launahækkun væri svo sem ekkert stórmál og að þjóðfélagið færi ekki á hliðina þess vegna. Aðalatrið- ið væri að forsendur kjarasamning- anna hefðu staðist, kaupmátturinn væri aðeins betri meira að segja og viðskiptakjörin hefðu gengið eftir. „Við höfum nú fengið ósk frá ASÍ um launahækkun til samræmis við þessa hækkun hjá ríkinu. Það mál verður tekið fyrir á framkvæmda- stjórnarfundi Vinnuveitendasam- bandsins," sagði Þórarinn V. Þórar- insson. -S.dór Nýrforstjóri hjá Kaupþingi Suðureyri: Stíftfundaðígær Ummæli Steingríms Hermanns- sonar á blaðamannafundi á þriðju- daginn hafa kallað fram hörð við- brögð á Suðureyri. Haft var eftir Steingrími að ekki væri vit í að bora ónauðsynleg göt í fjöll til þess eins að síðasti íbúinn gæti tlutt á brott. Stíft var fundað í gærkvöldi og yfir- lýsingar er að vænta. Hreppsnefnd- armenn vildu ekki ræða um málið við DV í morgun. -kaa LOKI Bláfjöll-og marin! Með brotin bein og rif ið skinn ur „Slys, sem tengjast íþróttum, eru mjög algeng en það er þó misjafnt eftir íþróttagreinum hversu alvar- leg þau eru. Þó að flest slysin verði í þeim greinum sem flestir stunda, fótbolta og handbolta, eru þau þó hvað alvarlegust í skíðaíþróttimú. Og það segir sig sjálft að hættan er mun meiri þegar færið er svona lélegt,“ segir Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir á slysadeild Borgarspit- alans. Þó að Bláfjallasvæðið hafl verið opnað telja margir að vart sé for- svaranlegt að hleypa skíöaáhuga- mönnum, hvaö þá reynslulitlum krökkum, í brekkumar sökum snjóleysis. Víða standa steinnibbur upp úr snjónum og því vart á færi annarra en sjónskarpra og leikinna svigskíðamanna að komast heilu og höldnu niður hlíðarnar. I gær var svæðið að mestu lokað vegna hvassviðris en í fyrradag var það opið allan daginn og voru alls um þúsund skíðamenn í brekk- unum, mest ungmenni úr skólum borgarinnar. Fjórir slösuðust og í einu tilfellí var um beinbrot aö ræða. „Þaö er ekkert óvenjulegt við það að einhver slys verði hjá þessum hraustu ungmennum sem eru að njóta útivistar hér á skíðum. Og þótt nokkrir krakkar hafi fengið skinnsprettur, sem hægt er að sauma, og einn hafi fótbrotnaö þá er það í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Það er auðvitað slæmt að þeir skuli vera að meiða sig en það er svona þegar þeir lenda í grjótinu, þá vill skinnið rifna," segir Þorsteinn Hjaltason, forstöðumaður skíða- svæðisins í Bláfjöllum. Aðspurður kvað hann miklum erfiðleikum háð að takamarka að- gang fólks að svæðinu. Hann segir slys í brekkunum einkum verða er skyggja tekur. Þá séu íþróttafélögin við æfmgar á bestu svæöunum og aðrir skíðamenn verði að láta sér duga snjóminni svæði. Hann segir að til greina komi að færa æfmga- tíma íþróttafélaganna þannig að almenningur geti betur notfært sér svæðið. „Þetta er fólkvangur og því óeðli- legt að takmarka aðgang almenn- ings að svæðinu. Auk þess greiðir almenníngur fullt verð fyrir að- gang að lyftunum meðan íþróttafé- lögin fá verulegan afslátt. Það er hins vegar rétt að hér er vart pláss fyrir fleiri en í mesta lagi fimm til sex hundruð manns í einu,“ segir Þorsteinn. -kaa Guðmundur Hauksson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka og fyrrum bankastjóri Útvegsbankans hf„ hefur verið ráðinn forstjóri hjá verðbréfafyrirtækinu Kaupþingi. Pétur Blöndal, forstjóri og fyrrum eigandi Kaupþings, lætur af störfum 1. maí næstkomandi. Guðmundur Hauksson var um tíma hjá Arnarflugi en réðst þaðan til Sparisjóðs Hafnarfjacðar sem sparisjóösstjóri. Þaðan var hann ráð- inn til Útvegsbankans eftir að sá banki var gerður að hlutafélaga- banka. Guðmundur fór síðan yfir til íslandsbanka þegar Útvegsbankinn var sameinaður þremur öðrum bönkum og íslandsbanki myndaður. -JGH - sjá einnig bls. 6 Veðrið á morgun: Slydduél við suður- ströndina Á morgun verður norðaustan- og austanátt, allhvöss viö suður- ströndina en hægari í öðrum landshlutum. Norðan- og austan- lands verða él og slydduél viö suðurströndina en annars staðar úrkomulaust. Loftárás A á Bagdad ^ í morgun Bandamenn gerðu í morgun kröft- uga loftárás á Bagdad. Árásin var gerð í björtu og nötruðu hús í borg- inni. Fréttamenn í Bagdad sögðu að fyrsta árásin hefði staðið í 45 mínút- ur. Klukkan var þá að verða átta að staðartíma. Svo virtist sem banda- menn beindu árásum sínum að skot- mörkum í úthverfum borgarinnar. Bandamenn hafa ekki gert árásir á Bagdad í björtu nú um nokkurn tíma. Árásin þykir undirstrika að banda- menn hafi ekki í hyggju að slaka á loftárásum þótt verið sé að ræða til- boðumfrið. Reuter i i i i Landsvirkjim: Virkjunarfram- kvæmdumfrestað Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi í gær að fresta þyí um tvo mánuði að opna tilboð í Fljótsdals- virkjun. Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar sagði að ef fjármögnun álversins lýkur ekki fyrr en í haust, eins og allt bendir nú til, verði ekki hægt að láta álverinu orku í té fyrr en í ársbyrjun 1995 og ekki að fullu fyrr en um haustið það sama ár. Til þess að hægt verði að standa við það þarf að verja 580 milljónum króna í undirbúningsvinnu á árinu til viðbótar þeim 220 milljónum sem þegar er búið að verja til verksins. Ljóst er að mikil óvissa ríkir í þessu máli öllu og þaö verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag. -S.dór i i i i i i Ami Sigfússon: a Davíð hæfasta p3 herraefnið Það er betra að binda kassana áður en maður fer með þann gula út í umferðina. Myndin var tekin í gær. Bílstjór- inn var að koma frá Faxamarkaði og beygði inn í Tryggvagötuna en þá fóru fiskkassarnir af stað og enduöu á götunni. DV-mynd S „Eg tel Davíð Oddsson vera hæf- asta forsætisráðherraefnið sem völ er á. Það er kjarni málsins," sagði Árni Sigfússon borgarfulltrúi í við- tali vid'DV í gær. DV bendlaði Árna í gær við undirskriftasöfnun þar sem Davíð var hvattur til að fara í for- | mannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Árni neitar þessu og þetta hefur ekki verið staðfest. „Ég lýsi yfir vanþókn- un á þessari frétt og tel þarna á ferð- inni lúalega aðferð heimildarmanna, sem ekki gefa sig upp, til að sverta stuðning minn viö Davíð Oddsson. Ég hef ekki staðið fyrir þessum und- Írskriftum. Það er rangt og það á að vera auðvelt að fá þaö staðfest," sagði Árni. -HH i i i i i C 7*177 % V * V*i77 > SMIÐJUKAFFI ^ SmOM FRÍTT HFM OPNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.