Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991. Fréttir Tvö ár síðan bjórinn var leyfður: Drykkja hef ur aukist - drykkjumenning hefur batnað, segja veitingahúsaeigendur Þeir verða sjálfsagt nokkrir sem halda upp á það í kvöld að nú eru tvö ár síðan bjórbanninu var aflétt. 1 mars 1989 voru liðin 76 ár frá því að sið- ast var löglegt að neyta bjórs hér á landi. „Mér flnnst bjór vondur, sama hvort hann er óáfengur eöa áfengur. Ég er lítiö fyrir aö drekka þaö sem mér finnst vont og því drekk ég bjór- inn alls ekki, þar aö auki er ég bind- indismaöur," sagði Jón Helgason al- þingismaður en fyrir tveimur árum var hann einn þeirra sem voru á móti þvi að bjórinn yrði leyfður. „Það hefur farið eins og ég og fleiri óttuðumst að áfengisneysla myndi aukast við tilkomu bjórsins. Ungling- arnir drekka meira og þeir líta ekki á bjórinn sem áfengi. Ég hef engar áætlanir um að leggja fram frumvarp á þingi um að banna bjórinn á nýjan leik því ég hef enga oftrú á boði og bönnum. Það er nær að auka fræðslu um áhrif áfengis," segir Jón. Bjórinn hefur vissulega aukið áfengisneyslu íslendinga. Þegar töl- ur um áfengisneyslu á árunum 1985 til 1989 eru skoðaðar kemur i ljós að áfengisneysla nam þá að meðaltali 4 lítrum af hreinum vínanda á hvert mannsbarn, 15 ára og eldri, í landinu. ALKÓHÓLLÍTRAR Á MANN Hluti bjórs í neyslu á hreinum vín- anda. Eftir að bjórinn kom til sögunnar fór drykkjan upp í 5,5 lítra á mann af hreinu alkóhóli á árinu 1989 en var heldur minni árið 1990 eða 5,2 lítrar. Svartamarkaðsbrask „Ég hef drukkið meira af sterkum bjór eftir að hann var leyfður. Það er gott aö geta farið í ÁTVR og keypt sér bjór. Áður var verið að bjóða manni hann til kaups á svörtum markaöi. Ég var hins vegar aldrei mjög duglegur við að verða mér úti um mjöðinn með þeim hætti,“ segir Halldór Blöndal en hann var einn þeirra sem greiddu atkvæöi með því að bjórinn yrði leyfður. „Ég vona að drykkjumenning land- ans hafi batnað við tilkomu bjórsins án þess aö ég telji mig dómbæran á það. Það dytti sjálfsagt engum í hug aö láta banna bjórinn nýjan leik,“ segir Halldór. „Mér flnnst bjórinn af hinu góða og drykkjumenningin hefur batnað við tilkomu hans. Fólk drekkur meira af bjór í miðri viku en það er minna drukkið af honum um helgar. En eftir tilkomu bjórsins hefur ihér fundist drykkjan verða hófsamari og ég myndi alls ekki vilja að hann yrði bannaður aftur,“ segir Heimir Heim- isson, einn af eigendum elstu kráar Reykjavíkur, Gauks á Stöng. í sama streng tekur Árni Björnsson eigandi Rauða ljónsins: „Þetta er allt að komast í jafnvægi og fólk drekkur betur en áður. Það eru þó auðvitað alltaf til undantekningar frá þessari reglu.“ Mikil hækkun á verði DV gerði verðkönnun á bjór í apríl 1989 og í gær var gerð önnur óform- leg könnun á því á þremur stöðum hvað bjórinn hefur hækkaö mikið á þessum tveimur árum. Á Gauki á Stöng kostuðu 0,33 sentílítrar úr krana 225 krónur árið 1989. Nú orðið kostar sama magn 350 krónur sem er 55,5 prósent hækkun. 0,51 kostuðu 350 krónur en kosta nú 500 krónur sem er 42,9 prósent hækkun. Á Rauða ljóninu kostuðu 0,33 sentí- lítrar 280 krónur en kosta nú 420 krónur. Bjórglasið þar hefur því hækkað um 25 prósent. 0,51 kostuðu 400 krónur en kosta nú 530 krónur sem er 32,5 prósenta hækkun. Þriðji staðurinn, sem hringt var til, var Fógetinn. Þar kostaði minni skammturinn af kranabjór 230 krón- ur en kostar nú 350 krónur; þetta er 52 prósent hækkun. Stærri skammt- urinn kostaði 350 krónur en kostar nú 450 krónur sem er 28,5 prósenta hækkun. Haldið uppádaginn Margar krárnar ætla að halda upp á það í kvöld að tvö ár eru liöin síðan bjórbanninu var aflétt. Á einum staðnum veröa íslensk bjórlög kyrj- uð af miklum móð, annar staður ætlar að bjóða upp á sérstakan mat- seðil í tilefni dagsins, enn annar ætl- ar svo að vera með „happy hour“ að erlendri fyrirmynd á milli klukkan 8 og 10 í kvöld. Þá kaupa menn einn bjór en fá annan frítt. -J.Mar , Hrossadauðinn á vegum landsins: Öllum ráðum verði beitt til að halda búfé frá þjóðvegum Jóhannes iefstasæti Verkamanna- flokksins? „Við vonumst til aö Jóhannes Guðnason verði í efsta sæti fram- boðslistans. Jóhannes gefur okk- ur endanlegt svar á sunnudaginn. Verið er að vinna að framboðs- listanum þessa dagana og þvi ekki fullkomlega á hreinu hverjir verða í næstu sætum á eftir því fyrsta. Eftir viðbrögðum viö stofnun flokksins að dæma erum við bjartsýnir og ef þessi viðbrögð skila sér í fylgi erum við ánægð- ir,“ sagði Hreiðar Jónsson, eínn af stofnendum Verkamanna- flokks íslands, í samtali við DV. Verkamannaflokkur islands var stofnaöur um síöustu helgi. Gerðist það eftir árpngurslausar viðræður við Alþýðuflokkinn um stofnun verkalýðsmálaráðs inn- an þess flokks sem sniðíð væri að hugmyndum Hreiöars og fé- laga. Meöal stefnuskrármála Verka- mamtaflokksins er hækkun skattleysismarka í 100 þúsund krónur og hækkun lægstu launa án þess að það hafi áhrif á verð- bólguna, að bændur endurheimti sjálfstæði sitt og ríkisstyrkur til landbúnaðar verði lagður niður, hagræðing í sjávarútvegi meö breytingum á kvótakerfi er hindra brask með kvóta, bygging álvers og stórefling smáiðnaðar, lækkun vöruverðs og bætt kjör elli- og örorkulífeyrisþega og annarra sem minna mega sín. Þá styður Verkamannaflokkurinn núverandi stefnu í utanríkismál- umímeginatriðum. -hlh Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: í vetur sem undanfarna vetur hafa fjölmörg umferðaróhöpp orðið vegna lausagöngu hrossa. Langalgengust eru þessi óhöpp í hrossahéruðunum Skagafirði og Húnavatnssýslum. Til að mynda hafa níu hross fallið í Skagaiirðinum í vetur, en hrossa- dauði af þessum völdum er talsvert algengur í Seyluhreppi og Staðar- hreppi. í fyrradag var haldinn á Sauðár- króki fundur meö þeim aðilum er tengjast þessum málum; mönnum frá vegagerð, hreppstjórum tveggja hreppa, fulltrúum hestamannafélag- anna í firðinum, og tveimur bændum sem eiga það sammerkt að hafa báð- ir oröið fyrir bíl á hestbaki. 29 manns Þórhallur Ásmundsson, DV, Nordurl. vestra: „Viö höfum það mjög gott hérna uppi og hlutirnir ganga vel í góðu tíðinni sem kemur sér vel fyrir okkur eins og aðra bændur. Það eru þrír verktakar héma að störfum og lík- lega um 140 manns á svæðinu," sagði Sveinn Þorgrímsson, staðarverk- fræðingur við Blöndu, í samtali við DV nýlega. sátu fundinn sem haldinn var að frumkvæði lögreglu. Fundurinn lagði áherslu á að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að halda búfé frá þjóðvegum i héraðinu. Til að ná þeim markmiðum sam- þykkti hann eftirfarandi: Sveitarstjórnarmenn beiti sér fyrir því hver á sínu svæði að bændur og aðrir þeir sem þurfa að reka skepnur eftir vegum landsins, geri það ekki eftir að rökkva tekur eða þegar skyggni er slæmt, en ef þess gerist þörfSé þaö gert í samráði við lög- reglu. Bændur og landeigendur eru hvatt- ir til að viðhalda girðingum og hliö- um þannig að treysta megi að þær haldi skepnum. Vegagerðin sjái til þess að girt sé Stærsta verkið er gerð frárennslis- skurðar frá stöðvarhúsinu, 1200 metra niður í árfarveginn. Krafttaks- menn hafa lokið þriðjungi verksins. Japanska fyrirtækið Fuji vinnur að uppsetningu véla og raíbúnaðar og Fossvirki lýkur meginhluta steypu- framkvæmda í stöðvarhúsi nú um mánaðamótin. Ofar í tjallinu, rétt sunnan stjórnhúss, er unnið að bygg- ingu húss, sem rúma mun velflesta meðfram öllum umferðarmeiri veg- um. Sé afrétt ekki girt verði sett rista- hlið þannig að búpeningur renni ekki hindrunarlaust til byggða eftir veg- unum. Unnið verði markvisst að því að auðvelda umferð ríðandi manna meðfram umferðarmeiri vegum. Þá er þeim tilmælum beint til lög- reglu að hún láti sjá sig meira á aðal- vegum til þess að halda niðri um- ferðarhraöa. Tryggingafélög eru hvött til að halda uppi áróðri og vara menn við þegar snjór er yfir öllu og girðingar á kafi. Þá er sérstakrar aðgæslu þörf. Einnig reyni tryggingafélög að fá úr því skorið hver sé bótaréttur bif- reiða- og skepnueigenda, þar sem einstaka sveitarfélög hafa auglýst bann við. lausagöngu búpenings. starfsmenn Blönduvirkjunar, og verður þaö væntanlega tekið í notk- un í september. Eins og menn rekur minni til var bóndinn á Guðlaugsstöðum ekki sáttur við háttarlag Krafttaksmanna þegar þeir byijuðu framkvæmdir við frárennsliskurðinn í árfarveginum. Mál það er nú statt hjá matsnefnd. Blönduvirkjun: 140 manns vinna á svæðinu Óbreytt verð á rækju Yfirnethd sjávarútvegsins ákvað lágmarksverö á rækju frá 1. mars til 31. maí óbreytt frá því sem það var til 28. febrúar. Ennfremur varð samkomulag um svofellda bókun i nefndinni: „Seljendur og kaupendur í yfir- nefnd eru sammála um að mæla með því að verðlagning rækju eftir stærðarflokkum skuli end- urskoðuð fyrir næstu verðlagn- ingu með það í huga að stuðla að hagkvæmari verðhlutföllum.“ í yfimefnd em: Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, oddamaður, Guðjón A. Kristjánsson og Sveinn H. Hjart- arson af hálfu seljenda og Lárus Jónsson og Árni Benediktsson af hálfu kaupenda. -J.Mar Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3jamán.uppsögn 4,5 7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1.5 Sp Sértékkareiknmgar 4.5-5 Lb Innlan verðtryggð Sparireikningar 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allirnema Íb 15-25mán. 6-6.5 Ib.Sp Innlánmeð sérkjörum 5.25-5,75 Bb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,7-6 Lb.ib Sterlingspund 12.5 Allir Vestur-þýsk mörk 7,75 8 Íb Danskar krónur 8,59 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 15,25 15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 18,75 19 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,25 Lb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir ,8,8-9 Sp Sterlingspund ®15,5-15,7 Lb.lb Vestur-þýsk mörk 10,75-10.9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Överðtr. jan. 91 14 Verðtr. jan. 91 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala mars 3009 stig Lánskjaravísitala feb, 3003 stig Byggingavísitala mars. 566 stig Byggingavisitala mars 177,1 stig Framfærsluvisitala feb. 149,5 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun ' . jan. VERÐBRÉFASJODIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,387 Einingabréf 2 2.911 Einingabréf 3 3,533 Skammtímabréf 1,805 Kjarabréf 5,301 Markbréf 2,823 Tekjubréf 2,063 Skyndibréf 1,577 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,583 Sjóðsbréf 2 1,809 Sjóðsbréf 3 1,791 Sjóðsbréf 4 1,550 Sjóðsbréf 5 1,079 Vaxtarbréf 1.8336 Valbréf 1,7059 islandsbréf 1.119 Fjórðungsbréf 1,072 Þingbréf 1,118 Öndvegisbréf 1.108 Sýslubréf 1,127 Reiðubréf 1,097 Heimsbréf 1.035 HLUTABRÉF Solu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7.14 Eimskip 5.72 6.00 Flugleiðir 2.47 2,57 Hampiðjan 1,76 1,84 Hlutabréfasjóðurinn 0,97 1.02 Eignfél. Iðnaðarb. 2,00 2,10 Eignfél. Alþýðub. 1,47 1,54 Skagstrendingur hf. 4.20 4,41 islandsbanki hf. 1.47 1.54 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,30 2,40 Tollvorugeymslan hf. 1.10 1.15 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2.45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1.35 Útgerðarfélag Ak. 3,70 3.88 Olis 2,19 2,30 Hlutabréfasjóður ViB 0,97 1,02 Almenni hlutabréfasj. ' 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,975 1,026 islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.