Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Síða 7
r?>'.r r. i 'ivrr rj'TcO'i FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991. Fréttir Fiskmarkaðirnir að komast í jaf nvægi Bretland Bv. Otto Wathne seldi afla sinn í Hull 22. febrúar alls 101 tonn fyrir 12,7 miilj. kr., meöalverö 125,81 kr„ sem verður aö teljast sæmilegt verö. Aðalaflinn var þorskur og var verðið á honum 132,08 kr. kg. Smávegis af ýsu seldist á 127,96, ufsi seldist á 51,19, karfl 52,85, grálúöa 106,64 og blandaður flatfiskur á 103,63 kr. kg. Bv. Þórhallur Daníelsson seldi í Hull 25. febrúar ails 126,7 tonn fyrir 16,6 millj. kr„ meðalverö 131,16 kr. kg. Þorskur seldist á 132,41 kr. kg, ýsa á 164,17, ufsi 72,40, karfi 90,69, grálúða 122,00 og blandaður flatflsk- ur á 109,09 kr. kg. Gámasölur Alls voru seid 666 tonn af fiski frá 18.-22. febrúar fyrir 92,2 millj. kr. Þorskur seldist á 130,44 kr. kg, ýsa á 172,74, ufsi á 53,02, karfl á 80,89, koli á 173,45, grálúða 123,55 og blandaður flatfiskur á 124,61 kr. kg. Þýskaland Bv. Víðir seldi í Bremerhaven 22. febrúar alls 205 lestir fyrir 17,8 millj. kr. Þorskur seldist á 99,38 kr. kg, ufsi á 69,85, karfl 89,41 og blandaður flatfiskur 38,23 kr. kg. Bv. Engey seldi í Bremerhaven 25. febrúar alls 223,5 lestir fyrir 21,9 millj. kr„ meðalverö 94,56 kr. kg. Fyrir þorskinn fékkst 113 kr. kg, ýsa á 155,23, ufsi 6446, karfi 96,53 kr. kg, alls voru af kaífa í aflanum yfir 201 tonn, og blandaður flatfiskur á 72,65 kr. kg. Bv. Skagfirðingur seldi í Bremer- haven 27. febrúar alls 132 tonn af fiski, meðalverð var 98,46 kr. kg. Verð á þorski var 119,07 kr. kg, ýsa 194, af henni voru aðeins rúm 700 kg, ufsi 64,16, karfi 96,52 og blandaður flatfiskur á 83,82 kr. kg. í síðasta pistli var sagt að bv. Ás- björn hefði aðeins fengið innan við 60 kr. meðalverð á kg. Það rétta er að meðalverð var 67,30 kr. kg og leið- réttist það hér með. Þorskur seldist á 101,83 kr. kg, ufsi 42,55, karfi 69,87 og blandaður flatfiskur 40,24 kr. kg. Að undanfornu hefur fiskmarkað- urinn í viðskiptalöndum okkar verið að komast í jafnvægi. Annars er markaðurinn duttlungafullur og ekki gott að spá um hann. Hann get- ur breyst á einum degi svo með ólík- indum er. Álasund: Þorskveiðar í miðbænum Sunnanpósturinn segir frá þeirri einstöku veiði sem nú fer fram í höfninni í Álasundi. Þorskurinn, sem þarna veiðist, er stór og feitur. Veiðimennirnir segjast vera ánægðir með þá góðu veiði sem þarna hefur verið og hafa menn dregið allt að þrjátíu þorska og telja sig hafa haft góð laun á meðan á því stóð. Þetta er erfið veiöi því allur fiskurinn er veiddur á stöng. Grænland: Minnkandi útflutningur á rækju til Japans Útflutningur til Japans á rækju árið 1990 var 12.053 tonn og er það 20% minna en árið áður. Hér er um að ræða minnkandi útflutning sem svarar 1100 þúsund krónum. Gröndlands Fiskeritidende segir frá því að Norðmenn séu með undir- boð á mörkuðunum í Japan. Norska verðið er 490/685 en verðið hjá Græn- lendingum var 980 kr. kg. Hér er miðað við rækju þar sem aðeins fara 78/82 stk. í kílóið. Grönlands Statestik Kontor hefur gefið upp hvar veiðin hefur minnkað mest að undanfórnu og er það á svæðunum við Austur-Grænland og Norðvestur-Grænland. Þrátt fyrir minnkandi veiði Græn- lendinga voru þeir stærstir í útflutn- ingi á kaldsjávarrækju úr norður- höfum á Japansmarkaði. Útflutning- ur Grænlendinga var frá janúar til nóvember árið 1990 12.053 tonn en var allt árið 198915.105 tonn. Noregur var í öðru sæti með 2.716 tonn en með 2.234 tonn árið 1989 og er það um 22% aukning. Kanada var í þriðja sæti með 2.700 tonn árið 1989 en árið 1990 var útlfutningurinn til Japans 1.659 tonn og er það um 39% sam- dráttur. Japanir telja að verðið á græn- lensku rækjunni hafi verið of hátt árið 1989. Indónesía sem flskveiðlþjóð Fiskveiðilögsaga Indónesíu er 5,8 millj. ferkílómetra og allt þetta svæði hefur mikinn flsk að geyma. Mörg bestu veiðisvæðin eru mjög nálægt landi og það gerir mögulegt aö veiðin Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson fer fram á litlum bátum sem eru ódýrir í framleiðslu. Nú eru 65% bátanna án vélar. Af 342.110 bátum, sem voru við veiðar árið 1988, voru aðeins 43 bátar stærri en 200 tonn og aðeins 4165 50 tonn. Árið 1987 var veiöin 2.670.413 tonn og af því eru 375.700 tonn eldisfiskur. Áætlað er að veiðin 1990 hafi orðið 3.652.000 tonn. Árið 1988 var innflutningur 38.000 tonn en búist við að hann verði árið 1993 alls 237.000 tonn. Útflutn- ingur er talinn 307 þúsund tonn á móti 181.000 tonnum 1988 Neysla er nú 15,8 kg á hvert mannsbarn og reiknað með að hún verði 16,9 kg á mann árið 1993. íbúafjöldi þá er tal- inn verða 180 milljónir og neyslan talin aukast um 288.000 tonn. Fiskerisstipendant Terje Kolsöy Fiskeldi Eldið er í miklum vexti. Nú er land- svæðið 400.000 hektarar og hægt að auka það í 4 millj. hektara. Kostnað- ur við eldið hefur lækkað verulega, áður kostaði það 8,50 $ á hvert kíló af rækju en nú hefur kostnaðurinn komist í 4 $ í einstökum tilfellum. Árið 1988 voru framleidd 229.557 tonn af rækju sem skiptist þannig að 69.557 tonn voru framleidd í fersk- vatni á móti 145.555 í sjókvíum. Aðal- markaðssvæðin eru Japan og Banda- ríkin en nú hafa þeir snúið sér að Evrópumarkaði og er búist við mik- illi aukningu þar á næstu árum. Túnfiskráðstefna verður í Bali í maí og fiskveiðisýning veröur í Ja- karta, þetta er sölusýning og verður dagana 16.-19. október í haust. (Uppl. Exportutvalged for ferksfísk) Spánn Marca Bilbao er miðpunktur í fisk- sölu í Baskalandi. Eins og víðar hefur markaðurinn verið lélegur að und- anfórnu og má segja að hann hafi verið slappur frá áramótum. Lítil sala er á laxi á þessum slóðum. Bask- arnir vilja fá fisk af sínum miðum og illa gengur að kenna þeim að borða lax. Heimamenn þarna hafa annan fisksmekk en íbúar á Suður- Spáni þar sem laxinn selst grimmt. Menn vilja ferskan fisk og saltfisk. Helstu tegundirnar þarna eru lýsing- ur, makríll og margar fleiri tegundir og sumar þeirra eru fokdýrar. Á matvælasýningu, sem haldin verður bráðlega í Bilbao, verður meira um kjötmeti en fisk, þó má sjá einstaka fyrirtæki með frosinn fisk. Otto Wathne seldi fyrir sæmilegt verð í Huil. Tréver kaupir steypustöð Helgi Jónsson, DV, Ólaísfirðj; Tréver hf„ stærsta byggingar- fyrirtækið hér í Ólafsfirði, hefur fest kaup á steypustöö Krafttaks hf. sem staðið hefur við Múlaveg undanfarin ár. Krafttak notaði stööina við gerð Múlaganga. Byggingarnefnd hefur gefið leyfi sitt fyrir stöðinni næstu 15 árin, að sögn Vigfúsar S. Gunn- laugssonar, framkvæmdastjóra Trévers hf. Þó hefur enn ekki verið skrifað undir kaupsamníng þvi að nokkur smáatriði eru ófrá- gengin. Steypustöð þessi er, að sögn Vigfúsar, geysilega afkasta- mikil. HagnaðurKEA 250 mil|jóitir Gytfi Kiistjánsson, DV, Akuieyri: Hagnaður af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga nam um 250 milljón- um króna á síðasta ári eftir skatta, samkvæmt hráðabirgð- auppgjöri sem lagt hefur verið fram. Dagblaðiö Dagur birti frétt um þetta þar sem sagði m.a. að forsvarsmenn KEA hefðu ekki viljað tjá sig um máhð að svo stöddu og þeir sem DV ræddi við voru sama sinnis. Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga hefur verið mjög erfiður undan- farin ár og félagið tapaði t.d. um 200 milljónum króna árið 1988 og tæplega 150 milljónum á áriö 1989, þannig að hér er um mikil umskipti að ræða. Félagið greip til aðhaldsaðgerða og rekstur þess var endurskipulagður. IBV VESTMANNAEYINGAR A FASTALANDINU mætum öll í Laugardalshöllina á bikarúrslita- leikÍBVog Víkings kl. 16.30. Höllin opnuð kl. 15.45þar uerður sýnt sprang að hætti Egjamanna o.m.fl. verður tilskemmtunar. Leik- urinn byrjarsíðan kl. 16.30. Kringlukráin er opin öllum Eyjamönnum og öðrum frá kl. 14.00 og munu Papar sjá um að koma öllum í bikarstuð. Eyjamenn á fastaiandinu, Qölmennið í Höiiina kl. 16.30 og hvetjið ÍBV til sigurs. TbV;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.