Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991. Útlönd Bandamenn tóku 175 þúsund íraka höndum Bandamenn áttu alls kostar við íraska herinn og veiddu her- mennina einn af öðrum upp úr jarðhýsum sínum. Simamynd Reuter í breska varnarmálaráöuneyt- inu er fullyrt að bandamenn hafi tekið 175 þúsund íraska stríðs- fanga frá upphafl Persaflóastríðs- ins. Áður en bardagar hófust á landi voru um þrjú þúsund írak- ar komnir í hendur bandamanna. Síðustu fjóra sólarhringana lentu bandamenn í stökustu vandræðum með aö koma stríðs- föngum af bardagasvæðinu en í Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga eru skýr fyrirmæli um að alla stríðsfanga skuli flytja af vígvellinum svo íljótt sem verða má. Bandamenn lögðu mikla áherslu á að fara í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum, enda höföu þeir gagnrýnt íraka harð- lega fyrir að brjóta hann. Neitaað haf a lagt írök- um tilvopn Jórdanir neita því harðlega að hafa lagt írökum til vopn eftir að viðskiptabann var sett á írak í kjölfar innrásarinnar í Kúvæt. Bandamenn segjast þó hafa séð ýmis merki þess að Jórdanir hafi brotið bannið og flutt vopn til ír- aks allt til þess að bandamenn stöðvuðu flutningana með loft- árásum. írakarmisstu 3.500 skriðdreka Skriðdrekar íraka urðu illa úti i bardögunum. írakar misstu nær allan skriðdrekaflota sinn. Simamynd Reuter Talið er að írakar hafi misst um 3.500 skriðdreka í bardögunum um Kúvæt og síðar í herkví bandamanna fyrir norðan landa- mærin. Hernámslið íraka í og við Kúvæt hafði yfir að ráða 4.200 skriðdrekum þegar átökin hófust þannig að nú eru aðeins eftir um 700. írakar notuðu aðallega sov- éska skriðdreka. Tjón á öðrum hergögnum varð einnig gífurlegt. Um 2.000 fall- byssur voru eyðilagðar og 2.000 brynvaröir bílar. Búist var við að til mikillar skriðdrekaorrustu kægú áður en írakar gæfust upp. Sú stórorrusta fór þó aldrei fram. Reuter Herstjórarnir ætla að hittast - endanlega verður gengið frá vopnahlésskilmálum Yfirmenn íraska hersins ætla að halda fund með yfirmönnum herliðs bandamanna viö fyrsta tækifæri og semja endanlega um vopnahlésskil- mála í Persaflóastríðinu. Þessi ákvörðun bendir til að írakar hafi endanlega gefist upp og ætli ekki að reyna að halda baráttunni áfram þrátt fyrir yfirlýsingar í útvarpinu í Bagdad um annað. Opinberlega hafa írakar fallist á að fara að öllum ályktunum Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um Kúvæt og Saddam Hussein hefur sagt mönn- um sínum ð leggja niður vopn þótt hann hafi ekki viðurkennt að írakar hafi tapað stríðinu og her þeirra sé sigraður. Bandaríkjamenn hafa enn ekki ákveðið hvenær herlið þeirra verður kallað heim fá Persaflóanum. í bandaríska varnarmálaráöuneytinu er sagt að það veröi áður en langt um líður. Þó er vitað að það getur tekið allt að eitt ár að koma öllu her- liðinu heim. Bretar reikna með að Norman Schwartzkopf á enn eftir að Ijúka verki sínu í Persaflóastríðinu. Einhvern næstu daga ræðir hann við yfirmenn írakshers um vopna- hlésskilmála. Teikning Lurie þeir verði nokkra mánuði að flytja sína menn heim. Norman Schwarzkopf, yfirmaður herafla bandamanna, á að ræða við yfirmenn íraska hersins um vopna- hlésskilmálana. Hann hefur haft að mestu sjálfdæmi um hvaða aðferðum var beitt í hernaðinum gegn írökum og hlutverki hans lýkur ekki fyrr en hann hefur gengið frá vopnahlésskil- málunum. Bandamenn leggja höfuðáherslu á að írakar heiti að reyna ekki frekari hernað og að þeir skili öllum stríðs- föngum. Mikið verk verður að koma ölum stríðsfóngum bandamanna aftur til síns heima. Talið er að þeir séu um 175 þúsund og eru nú í fangabúðum sem Saudi-Arabar reka. Fangarnir eru á þeirra ábyrgð. Enn er eftir að yfirheyra þá í leit að mönnnum sem framið hafa stríðsglæpi. Bandamenn óttast að þeir sem frömdu voðaverk- in í Kúvætborg náist aldrei. Reuter Kúvæt: Reynt að myrða þekktan stjðrnarandstöðuleiðtoga Tilraun var gerð í gær til að myrða þekktan stjórnarandstöðuleiðtoga í Kúvætborg. Bandaríska dagblaðið The Washington Post greinir frá þessu í morgun. Blaðiö segir frá því að Hamid Yoaan, fyrrum þingmaður í Kúvæt, hafi orðið fyrir árás við dyrnar að heimili sínu í gær. Yoaan kvaðst hafa opnað dyrnar eftir að einhver bankaði og kallaði nafn hans. Hann varð þá fyrir skoti byssumanns. Yoaan sagðist ekki hafa neina hug- mynd um hver væri ábyrgur en gisk- aði á ýmsar ástæður. í fyrsta lagi væri hann stjórnarandstæðingur, í öðru lagi væri hann lögmaður og ein- hver kynni að vera reiður honum. Hann útilokaði ekki þann möguleika að írakar vildu skapa vandamál. Yoaan hefur verið virkur í lýðræð- isbaráttunni í Kúvæt. Við lögmanns- störf sín hefur hann rannsakað meinta ijármálamisnotkun meðlima í Sabah úölskyldunni. Reuter Breiðþota eyðilagðist Breiðþota frá breska flugfélaginu British Airways var eyðilögð á ílug- velhnum við Kúvætborg í lokabar- dögunum við hernámslið íraka. Þot- an varð innlyksa í landinu þegar ír- akar hemámu það og aldrei fékkst heimild til að fljúga henni úr landi. Að sögn forráðamanna flugfélags- ins virðist sem þotan hafi eyöilagst í orrustunni um flugvöllinn á öðrum degi innrásar bandamanna í Kúvæt. Þá stóðu haröir bardagar um flug- völlinn í tvo daga áður en lið íraka var yfirbugaö. Bretar segja að ekki sé ástæða til að ætla að þotan hafi verið eyðilögð af yfirlögðu ráði heldur hafi hún lent í skotlínunni þegar hersveitir banda- manna og íraka áttust við. Þotan lenti á flugvellinum í Kúvæt- borg 2. ágúst í sumar, örfáum klukkustundum áöur en írakar hernámu landið. Þeir tóku farþega og áhöfn í gíslingu eins og aöra út- lendinga í landinu. Fólkið fékk þó að fara heim skömmu fyrir síðustu jól. Ekkert er eftir af þotunni annað en stélið. Þotan lenti í skothriðinni þegar írakar reyndu að verjast sókn bandamanna á flugvellinum í Kúvætborg. Símamynd Reuter Bretar segja að þotan sé gjörónýt lagið verður ekki fyrir tjóni. en hún var tryggð þannig að flugfé- Reuter írakar f óru heim með vopnin Herstjórn Bandaríkjamanna ákvaö þegar vopnahléinu var komið á í Persaflóastríðinu að skipta sér ekki af þótt hermenn íraka færu heim með þau hergögn sem eftir voru. Þeim var hleypt yfir víglínu bandamanna án athugasemda ef þeir gerðu enga tilraun til að ráðast gegn sigurvegurunum. Bandaríkjamenn sættu ámæli frá bandamönnum sínum í gær fyrir þessa ákvörðun og vildu t.d. Bretar að skriðdrekar og önnur þungavopn yröu kyrrsett. Yfirmenn i her Banda- ríkjanna sögðu að engu skipti þótt írakar færu heim. með það sem eftir væri af hernum því þeir væru sigr- aöir. Her íraka yrði ekki til stórræða í bráð. Ekki er vitað með vissu hve margir írakar voru vopnfærir eftir bardag- ana í herkvínni norður af Kúvæt. Bandaríkjamenn fullyrða að þeir hafi verið 10 til 20 þúsund. Reuter Persaflóastríðið: Atburðarásin 28. febmar 5.00 - írakar sagðir hafa sam- þykkt skilyrðislaust aUar tóll' ályktanir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Bandamenn stöðva hernaðaraðgerðir. 5.30 - Heimildarmenn innan Bandaríkjahers segja aðeins tíu þúsund til tuttugu þúsund íraska hermenn hafa verið í Kúvæt og suðurhluta íraks þegar vopna- hléð tók gildi. 8.00 - ísraelar krefjast eyðilegg- ingar íraskra eldflauga sem beint er gegn ísrael. Almenningi tjáð að ekki sé lengur þörf á að bera gasgrímur. 8.15 - Útvarpið í Bagdad greinir frá skipun um að íröskum her- mönnum hafi verið fyrirskipað að berjast ekki lengur. 10.40 - Frakkar opna sendiráð sitt í Kúvætborg. 11.40 - Alexander Bessmert- nykh, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, lýsir yfir ánægju sinni með vopnahléð. 13.00 - Stjórn Kúvæts hvetur Kúvæta í útlegð til að bíða með heimferö þar til ástandíð hafi batnað. 13.20 - Hizbollah-samtökin í Lí- banon segja að „raunveruleg móðír allra orrusta“ hafi rétt haf- ist, orrusta milli Bandaríkjanna og þeirra sem játa íslamstrú. 13.49 - Sænskur sérfræðingur segir ósigur íraka geta flýtt fyrir tilraunum þeírra og þróunar- landa til að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. 14.00 - Bandaríkjamenn segjast hafa fundið sannanir fyrir því að Jórdanir hafi sent írökum vopn löngu eftir að viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna var sett á. 14.50 - Bandaríkjamenn og Bret- ar sagðir hafa opnað sendiráð sin í Kúvætborg. 15.20 - James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fer til Kúvæts í næstu viku, að því er segir i tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 16.00 - Bretar segja bandamenn krefjast að írakar eyðileggi skammdrægar eldflaugar sínar og gereyðingarvopn. 17.25 - Sovétmenn, sem hafa selt írökum mikið afvöpnum, segjast vera að endurskoða loftvarnir sínar með hliðsjón af ósigri íraka. 18.20 íranir lýsa yfir ánægju með vopnahléö en segja fjölþjóða- herinn verða að snúa fljótlega heim aftur til að tryggja frið á Persaflóasvæðinu. 18.30 - Emírinn af Kúvæt skipar nefnd sem sjá á um öryggi kúv- æska ríkisins bæði heima fyrir og erlendis. 18.40 - Heimildarmaður breska hersíns segir bandamenn hafa tekið 175 þúsund íraska stríðs- fanga. 18.45 - Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Bandaríkin ætla að leggja fram hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna á fóstudag tillögu að álykt- un skilyrði fyrir friði. 19.30 - Níu egypskir hermenn sagðir hafa beðið bana og sjötíu og fjórir særst í Persaflóastriðinu. 20.30 - Búsh Bandaríkjáforseti segir íraka hafa samþykkt sam- eiginleganfund herforingja íraka og bandamanna til að ræða enda- lok stríðsins. 21.00 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur einkafund eftir loforð frá írökum um að hlíta öll- um ályktunum þess. 1. mars 7.36 - Bandariska dagblaðið Washington Post greinir í morg- un frá tilraun til að myrða leið- toga kúvæsku stjórnarandstöð- unnar í Kúvætborg í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.