Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Síða 11
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991.
11
Utlönd
Marlon Brando grét þegar Christian
sonur hans var dæmdur í 10 ára
fangelsi fyrir morð.
Simamynd Reuter
Brandofékk
10 ára f angelsi
Christian Brando, sonur stórleik-
arans Marlons Brando, hefur veriö
dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir aö
myrða ástmann hálfsystur sinnar.
Réttað var í máli mannsins í Los
Angeles og var fjölskylda hans viö-
stödd þegar dómurinn var kveðinn
upp.
Gamli Brando tók örlög sonar síns
mjög nærri sér og brast aftur og aftur
í grát meöan dómarinn flutti mál sitt.
Christian játaöi á sig verknaðinn og
sagði að hann hefði misst stjórn á
skapi sínu í rifrildi við hinn myrta.
Ástmaður hálfsystur Christians
hét Dag Drollet. Foreldrar hans voru
í réttarsalnum þegar dómurinn var
kveðinn upp en áður haföi faðir hans
líkt Christian við skemmt epli sem
yrði að fjarlægja. Christian baðst af-
sökunar á gjörðum sínum og sagðist
mundu vilja gefa mikið fyrir að geta
vakið Drollet til lífsins á ný.
Reuter
Bútaði ást-
mann sinn nið-
ur með hjólsög
Frönsk ekkja á sjötugsaldri var
dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að myrða
ástmann sinn og saga síðan líkið í
sundur með hjólsög. Ástmaðurinn
hafði verið konunni ótrúr.
Ekkjan heitir Simone Weber. Hún
var einnig ákærð fyrir að hafa eitrað
fyrir eiginmann sinn en dómurinn
féllst ekki á ákæruna og sýknaði
Weber. Hún féll hvað eftir annað í
yfirlið meðan dómarinn flutti tölu
sína og þegar dómurinn var kveðinn
upp var búið að flytja hana úr réttar-
salnum af heilsufarsástæðum.
Dómarinn sagði að Weber hefði
ekki framið morð að yfirlögðu ráði
heldur í afbrýðiskasti og tók tillit til
þeirra kringumstæðna þegar hann
ákvað refsinguna. Talið er að Weber
hati skotið ástmann sinn í höfuðið
eftir heiftarlegt rifrildi.
Ekki er þó vitað með vissu hvernig
dauða hans bar að höndum því að
lögreglan fann aldrei höfuðið. Aðrar
líkamsleifar mannsins fundust í
ferðatösku.
Reuter
Höfuðvitnið
fórst í bílslysi
Höfuðvitnið í málinu gegn Manuel
Noriega, fyrrum einvaldi í Panama,
fórst í bílslysi nú í vikunni. Lögmað-
ur hans segir að sér þyki slysið mjög
grunsamlegt og vill ekki útiloka að
maðurinn hafi verið myrtur.
Ramon Navarro var ekki aðeins
höfuðvitnið í málinu gegn Noriega
heldur var hann einnig reiðubúinn
að vitna gegn tveimur eiturlyfja-
smyglurum frá .Kólumbíu en þeir
höfðu starfað úndír verndarvæng
Noriegas.
Lögreglan segir að Navarro hafi
misst stjórn á bifreiö sinni skammt
fyrir sunnan Miami á Flórída og lát-
ist eftir að hafa ekið utan í vegrið.
Lögmaður hans segir að ekki geti
verið einleikið að maðurinn skyldi
farast í bílslysi rétt áður en hann
átti að bera vitni gegn harðsvíruðum
glæpamönnum.
MVARAKEPPM
... og það verður spennandi keppni.
í kvöld ráöast úrslitin í KARAOKE SÖNGVARAKEPPNI FM 957 OG ÖLVERS.
Aö lokinn spennandi undankeppni þar sem 24 söngvarar reyndu meö sér eru nú
aöeins 1 0 eftir sem keppa um titilinn: KARAOKE SÖNGVARINN 1991.
Úrslitakeppnin fer fram í Danshúsinu Glæsibæ í kvöld og i beinni útsendingu
á ú tva rpsstöð i n n i FM 957 (i stereo). Ú rsl itake ppn i n og útsendingin hefjast
kl. 22.00 stundvíslega en húsiö opnar kl. 21.00. Tekiö veröur á móti
gestum meö Gula Páfagauknum, hátíðarfordrykk í anda keppninnar.
Miöaverö er kr. 1.000, ath. takmarkað upplag.
Laddi og félagar veröa meö puttana i skipulagningu kvöldsins og því er
aldrei að vita hvað gerist.
Keppt veröur um glæsileg verölaun og um þátttöku í
KARAOKE SÖNGVARAKEPPNI í GLASGOW.
• ••••••••••••••
l.sæti Ferð fyrir 2 til Glasgow á Karaoke söngvarakeppni og PIONEER samstæða.
2.sæti 21" Elektratec sjónvarpstæki.
3.sæti Elektratec videótæki.
Einnig verða sérstök verðlaun veitt fyrir sviðsframkomu á úrslitakvöldinu.
KEPPEN D U R
1. Björn Þórisson
2. Heiðrún Anna Björnsdóttir
3. Ásgeir Már Helgason
4. Ingibjörg Jónsdóttir
5. Guðrún Oddsdóttir
6. Jóhanna Harðardóttir
7. Kristín Leifsdóttír
8. Inga Sæland
9. Sólborg Baldursdóttir
10. Árni Jón íggertsson
D O M N E F N D
1. Sverrir Hreiðarsson / FM 957
2. Anna Björk Birgisdóttir / FM 957
3. Magnús Páll Halldórsson / Ölver
4. Mark Brink / Ölver
5. Jónatan Garðarsson / Steinar hf.
6. Ragnar Bjarnason / söngvari
7. Ellen Kristjánsdóttir / söngkona
8. Gestir kvöldsins
Komdu á spennandi úrslitakeppni í Danshúsinu Glæsibæ í kvöld OG MÆTTU TIMANLEGA,
því vegna útsendingar á FM 957 hefst dagskráin kl. 22.00 stundvíslega. Þetta veröur
hörö og spennandi keppni milli 10 frábærra söngvara.
flöPIOMEER
OLVER
G L Æ S I B Æ
FM#957
...alltaf einu skrefi framar
FRIST/UND
fýitujbtL—.
0PIOMEER
i
Reuter