Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1, MARS 1991. 15 Landsf undur á leiti Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. - „Fundurinn nú þarf einnig að hafna með öllu hugmyndum krata um að rikið selji veiðileyfi á fiski- miðin.“ Þeir 1400 fulltrúar, sem koma saman á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, þurfa að taka afstöðu í næstu viku til margra mikilvægra mála sem ekki hefur fengist endan- leg niðurstaða í á undanfórnum fundum. Eitt það mikilvægasta er að landsfundarfulltúar viðurkenni án allra undanbragða að virða beri lýðræðið með því að allir lands- menn fái jafnan kosningarétt. Fundarmenn hljóta að gera sér grein fyrir því að lýðræði snýst um fólk en ekki landsvæði. Það er ekki hægt að fórna grundvallarmann- réttindum fyrir einhvern ímyndað- an málstað eins og „byggðastefnu", „byggðajafnvægi" eða „byggðaþró- un“. Það hefur verið reynt nógu lengi og mistekist of hrapallega til að menn geti hengt sig á slíkt. Þing- menn eru hvorki fulltrúar stokka né steina heldur fólksins í landinu. Það er auðvitað ekkert réttlæti í því að hluti þessa fólks skuli hafa helmingi færri fulltrúa á Alþingi en einhver annar hópur, eingöngu af því að símanúmerið hefst á 91 en ekki 94 eða 95. - Þeir sem for- dæma þau ríki, þar sem einungis sumir fá að bjóða fram, hljóta jafn- framt að fordæma það aö sumir „hafi“ tvöfalt fleiri þingmenn en aðrir. Landsfundarfulltrúar verða einnig að gera sér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur áberandi mests fylgis á þeim svæð- um þar sem vægi atkvæða er minnst. Það væri því beinlínis kjafsthögg á þetta dygga sjálfstæð- Kjallariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi isfólk ef landsfundurinn, æðsta vald flokksins, viðurkenndi ekki rétt þess til að vera fullgildir þegn- ar í kjörklefanum. Það væru einnig svívirðileg svik við framgang sjálf- stæðisstefnunnar að reyna ekki að fjölga f'ulltrúum hennar á Alþingi með því að jafna vægi atkvæða. Það væri hins vegar greiði við henti- stefnu Framsóknarflokksins sem hagnast mest á núverandi órétt- læti. Gegn veiðileyfasósíalisma Fundurinn nú þarf einnig að hafna með öllu hugmyndum krata um að ríkiö selji veiðileyfi á fiski- miðin. Spillingin, sem slík veiði- leyfasjoppa gæti alið af sér, er sú sama og fór með efnahag Austur- Evrópu til fjandans. Veiðileyfasal- an myndi auk þess auka tekjur rík- isins en minnka tekjur einstakling- anna og það gengur þvert á grund- völl sjálfstæðisstefnunnar. Ein- hverjir telja ef til viU að þarna væri lausn á halla ríkissjóðs en eins og Ólafur Grímsson fjármálaráö- herra hefur sýnt okkur að undan- förnu er vísasta leiðin til að auka ríkissjóðshallann einmitt að auka tekjur ríkisins. Fundarmenn ættu hins vegar að íhuga þann möguleika vel aö stofn- að yrði hlutafélag allra lands- manna um veiðiréttindi á miðun- um í kringum landið. Stjórn hluta- félagsins, sem kosin væri af hlut- höfum, ákvæði hversu mikið mætti veiða á hverju tímabili og gæfi út ávísanir til hiuthafa á hlut þeirra í þessum veiðiheimildum. Hluthaf- arnir gætu síðan selt útgerðar- mönnum veiðiheimildirnar sjálfir. Einhverjir hafa áhyggjur af því að útgerðarmenn þyldu ekki aö þurfa allt í einu að borga fyrir veiðiheimildir og það sé ósann- gjarnt þar sem þeir hafi aldrei þurft þess. Mér þykir hins vegar ósann- gjarnt að þeir skuli aldrei hafa þurft að borga neitt og auðvitað heltust einhverjir úr lestinni. Það væri merki um að veiðarnar væru loksins að verða hagkvæmari. - Og þegar færri verða farnir að veiða meira er engin ástæða til að ætla annað en að þeir geti borgað eitthvað fyrir veiðiheimildirnar. Seljum rás2 Annað er það svo í viðbót sem virkilega þörf er á að samþykkja, og það er aö brýna fyrir forystu flokksins að losa um kverkatak rík- isins á atvinnulífmu með sölu, gjöf eða niðurlagningu ríkisfyrirtækja. - Eitt af þeim er rás 2 Ríkisútvarps- ins og svæðisútvörp þess. Rás 2 hefur ekkert fram að færa sem einkareknar útvarpsstöðvar hafa ekki og svæðisútvörpin þvæl- ast fyrir einstaklingum og félaga- samtökum úti á landi sem vilja stunda útvarpsrekstur. Enga frekju Að lokum er það svo eitt sem á ekki að samþykkja en það eru þær fjölmörgu kröfur sem koma munu fram um að ríkið leggi fé í hitt og þetta og hér og þar. Eflaust eru þetta oft á tíðum „mjúk“ og ,,góð“ mál en það virkar ekki sannfær- andi að leggja af stað í kosninga- baráttu með loforð í öðru munn- vikinu um að hækka ekki skatta, en endalausar kröfur um aukin ríkisútgjöld í hinu. Auk þess þarf alls ekki að brýna fyrir stjórnmálamönnum að þeir eigi að eyða því sem þeir innheimta - þeir hafa staöið sig of „vel“ í þeim efnum að undanfórnu. Glúmur Jón Björnsson „Landsfundarfulltrúar verða einnig að gera sér grein fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur áberandi mests fylgis á þeim svæðum þar sem vægi atkvæða er minnst.“ Ekki eru þetta vondir menn? „Skiptir það þessa menn nokkru máli hvaða álit þjóðin hefur á þeim?" Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna stjórnmálamennirnir okkar njóta ekki meiri virðingar hjá eú- menningi en raun er á. Og vegna umræðu er ég heyrði í útvarpinu um daginn og skemmtunar, þar sem ég var gestur og hló mig mátt- lausa með hinum er grínistinn fór á kostum í gríni sínu um ráðamenn okkar, langar mig til að velta fyrir mér meö ykkur spurningunni um það hvað það er sem veldur að ráðamennirnir okkar og hið háa Alþingi halda ekki virðingu sinni í hjá fólkinu í landinu. Getur verið að virðingarleysið stafi af því að almenningi þyki þeir ekki vinna nógu vel? Eöa getur verið að þegar þeir eru uppvísir að því að fara illa með fjármuni þjóð- arinnar þá verði visst virðingartap á þeim meðal þjóðarinnar? Hulin afrek Nú veit ég að það eru ekki allir sammála um það hvað vel er gert og heldur er fólk ekki sammála um til hverra þátta peningunum sé best varið. Ef svo væri þyrfti aðeins einn stjórnmálaflokk. En eitt er ég alveg viss um og það er - að þegar þeir hafa bruðlað með féð í ferðir erlendis á kostnað ríkisins þá eru allir sammála um að þeir séu ekki starfi sínu vaxnir. Ég get vel ímyndað mér að þeim finnist þeir hafa átt það skilið að hafa það gott erlendis á kostnað þjóðarinnar sökum afreka sinna í störfum sínum fyrir þjóöina. En ef svo er þá eru þessi afrek mér hul- in, að minnsta kosti reyndi ég að finna eitthvert afrek á árinu sem var að líða, eitthvert afrek sem af- séikað gat slíkt bruðl ráðherranna og þeirra ráðuneyta á almannafé, Kjallariim Margrét Sigríður Sölvadóttir rithöfundur sem nýbúið er að gefa upp, en fann ekkert. Það er ekki svo að þessir menn séu að vinna fyrir þjóðina kaup- laust og ættu þess vegna skilda umbun fyrir verk sín því að þeir sem þessa menn kusu á þing kusu þá til vinnu og fyrir það fá þeir greidd laun. Tímasóun Við erum fátæk þjóð og ættum ekki að reyna að sýnast annað en við erum. Það að slá um sig með ríkidæmi á erlendri grund, ef til vill til að ganga í augun á þeim þjóðum sem ríkari eru, álít ég að skili ekki öðru en háði þeirra sem vit hafa á að gægjast undir glæsta skikkju og sjá í heimaprjónað fóð- urlandið sem síst er óvirðulegri flík ef mikilmenni bera. Þær þjóðir sem við erum að bera okkur saman við sí og æ eru ekki jafnumburðarlyndar við sína menn og við virðumst vera við okk- ar. Þeir eru látnir víkja fyrir minni yfirsjónir en það að eyða milljónum í kostnað við smáferðalög á er- lendri grund og menn sem kosnir eru pólitískri kosningu fá jafnvel stöðuhækkun þegar þeir hafa klúðrað einni stöðunni. - Aðeins á íslandi gefast mönnum slík tæk- ifæri og kannski er þaö þess vegna sem menn vanda sig ekki nóg og aga sjálfa sig ekki neitt enda virðist það tímasóun í slíku þjóðfélagi sem fyrirgefur allt og gerir engan ábyrgan, að minnsta kosti ekki ef hann hefur titil (þó kaupið inni- haldi að sjálfsögðu titilinn og ábyrgðina). Hvað er það sem gerir það að verkum að margur góður maður- inn, sem með hugsjónum fer af stað til að gera landi sínu gagn, endar í því að gleyma upphaflegum til- gangi sínum? Hve margir hafa ekki lagt af staö með góðan tilgang, það ljómar af þeim á Alþingi, en aðeins um stundarsakir, því það virðist fljótt gleymast til hvers var komið. Af hverju stafar óvirðingln? „Ég vil byrja á því að lækka laun alþingismanna, ráðherra og allan risnukostnað og bruðl á kostnað ríkisins við ferðalög ráðamanna erlendis og heima.“ Hver hefur ekki heyrt eitthvað þessu líkt þegar nýir menn halda í sína kosningabaráttu til Alþingis. En hvað gerist? Hvað verður um þessa björtu sveina og meyjar sem ljóminn hverfur svo fljótt af? Eða er það rétt sem stundum hefur sko- tið upp í kollinum á mér að þeir reki sig á það að þeir fái svo litlu breytt því það séu aðrir aðflar sem í raun stjóma íslandi en Alþingi, ráðamenn peningavaldsins en ekki ráðamennirnir sem við erum að kasta á óvirðingu? En ef svo er er þá ekki rétt að bera virðingu fyrir þeim, eru þeir þá ekki að berjast við spillinguna í landinu okkar? Eða er óvirðing okkar tilkomin af því að þeir gefast of snemma upp og láta sig fljóta með straumi spillingarinnar? Getur verið að þjóðin, almúginnn sem landið byggir og hefur alltaf raunveruleikann við höndina, en ekki það fé sem þarf fyrir nauð- synjum, skilji bara alls ekki hvað auðvelt það er að gleyma sér við glampann frá þjóðargullinu og finnast um stund að þeir eigi það sjálfir? Þaö skyldi þó aldrei vera að óvirðingin stafaði af því. En ein góð spurning að lokum. Skiptir það þessa menn nokkru máli hvaða álit þjóðin hefur á þeim, það er að segja fram að næstu kosn- ingum? Margrét Sigríður Sölvadóttir „Eg get vel ímyndað mér að þeim fmn- ist þeir hafi átt það skilið að hafa það gott erlendis á kostnað þj óðarinnar sökum afreka sinna í störfum sínum fyrir þjóðina.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.