Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Qupperneq 28
36 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991. Bruðl og óskipulag á Landspítalanum í maí ’89 kom fréttabréf spítal- anna, Púlsinn, út. Tvær síður af blaði þessu íjalla um „sparnaðar- aðgerðir". Blaðið Púlsinn er nú kapítuli út af fyrir sig í bruöli við Ríkisspítala. Það er prentaö á fínan pappír í mörgum litum og sent með nafni á hvern starfsmann. Innihald hvers blaös mætti ljósrita á endurunninn pappír og senda út eitt eintak á hverja deild og yrði það jafnmikiö lesið og fína blaðið sem fólk flettir og hendir svo. 60 ára afmælið Það fór víst ekki fram hjá neinum að haldið var upp á 60 ára afmæli Landspítalans sl. ár. Mikil vinna var lögð í að mála, bóna og skreyta. Ljósmypdir hengdar upp, gamlir munir og tæki tekin fram til sýnis. Þá var eytt ómældum fúlgum í trjáplöntur, m.a. í glerskála svo- kallaðan. Fínt skyldi það vera. - Síðan var borgurum boðið að skoða dýrðina og þiggja veitingar, 25/11 ’90. Bamavakt var á spítalanum dag- inn sem valinn var til þess arna þannig að gestir streymdu um bráðamóttöku þar sem aðstand- endur sátu með sjúk börn og biðu læknishjálpar. Næsta uppákoma var svo 7/12 kl. 15.00 þar sem starfs- fólki var boðið í K-byggingu til þess að skoða listaverk og borða sæl- gæti. Þann dag var vakt á spítalan- um sem þýðir aukið álag á fíestum deildum. Onnur dagskrá var fyrir starfsfólk 14/12 og var þá reyndar ekki vakt á spítalanum. Veisla fyrir hverja? Aðalhátíðin „fyrir allt starfsólk", samkvæmt auglýsingu, var svo haldin sjálfan afmælisdaginn, -js. 20/12, en þá var bráðavakt á spítal- anum. Stórar, fínar auglýsingar um allan spítala, það vantaði ekki. Dagskrá: ávarp forstjórans, hug- vekja, upplestur, tónlist og veiting- ar. Það hljómaði afskaplega vel ef ekki hefði verið valinn vaktadagur spítalans, þó það væri sjálfur af- mælisdagurinn hefði varla skipt sköpum þó hnikaö væri veisludegi til eða frá. Tímasetningin var einnig sú versta sem hægt var að velja, ef meiningin var að „allir ættu að korna", eða kl. 15.30, á vaktaskipt- KjaHarinn Kolbrún Sæmundsdóttir sjúkraliði á Landspítalanum um sem er annatími á flestum deildum, alla vega fyrir hjúkrunar- fólk. Fyrir hverja var þá þessi veisla? Ekki fyrir sjúklingana, ekki hjúkr- unarfólkið, heldur fyrst og fremst yfirmenn, skrifstofufólk og utanað- komandi gesti. Að lokum en e.t.v. það alvarleg- asta. í allt þetta afmælisfár var eytt miklum tjármunum og skammarlegt á tímum þar sem sí- fellt er tönglast á „fíárþröng" og „sparnaði". Og ekki síst að samtím- is fínum stórum auglýsingum um bruðlið voru hengdar upp tilkynn- ingar um „lokanir deilda“ spítal- ans um jólin og jafnvel lengur. Lokaglaðningurinn Þar sem árið 1991 er gengið í garð og hin stórfenglegu áform manna á Landspítala um að allir hætti að reykja ætla ég að bæta við III. kafla. Það er auðvelt aö setja reglur og láta prenta auglýsingar og bækl- inga en þeir sem þaö gerðu þurfa ekki að standa á sinni vakt meðan stór hluti samstarfsfólks hleypur út úr húsi til þess að reykja eða þrasa við ergilega og misjafnlega á sig komna sjúklinga sem vilja sínar sígarettur hvað sem tautar. Við sem ekki reykjum ættum kannski að fara fram á bónus fyrir aukiö álag vegna alls þessa. Boð og bönn kenna fólki ekki að hætta að reykja. Stöðug fræðsla og afmörkuð svæði fyrir þá sem ekki vilja láta sér segjast er að mínu mati heppilegri lausn. Nú hafa reykingar á klósettum við búnings- klefa stóraukist og miður huggu- legt að gana inn í kófið strax kl. 8.00 á morgnana og geyma svo fótin sín þar. Lokaglaðningurinn kom svo fyrir nokkru þegar stórar bleikar aug- lýsingar byrjuðu að prýða veggi sjúkrahússins. Þarna var komin 1. auglýsing um árshátíð. Og hvaða dagur var svo valinn? Jú, vakta- dagur spítalans, virkilega frumlegt. Fyrir hverja er þá árshátíðin? Sennilega sama fólkið og afmæli- sveislan. Einhverjir hugsa eflaust: Varla er hægt að loka sjúkrahúsi svo að allir geti farið. Nei, auövitað ekki. En ef ekki er vakt þá er t.d. bráðamóttaka lokuð, minna álag á röntgen, hjá meinatæknum, vakt- mönnum og svo á legudeildum, svo að eitthvað sé nefnt. Þegar þetta loks er sett á blað er verið aö athuga með breytingu á árshátíðardegi starfsfólks en það breytir ekki því að þeir sem staðið hafa að undirbúningi allra þessa veisludaga hafa lítið hugsað um hvað þeir voru að gera á sínum tíma. Þaö væri svo fróðlegt ef næsti „Púls“ birti auglýsingar um hvað hvert blaö kostar útkomið með „öllu“. Og jafnvel verð á afmælis- veislu og fleiru sem nefnt er hér að framan. Kolbrún I. Sæmundsdóttir „Boð og bönn kenna fólki ekki að hætta að reykja. Stöðug fræðsla og afmörkuð svæði fyrir þá sem ekki vilja láta sér segjast er að mínu mati heppilegri lausn.“ Andlát Sigríður Faaberg, Laufásvegi 66, lést á hjartadeild Landspítalans fímmtu- daginn 28. febrúar. Jarðarfarir Bjarni Ólafsson, Hringbraut 51, Keflavík, sem lést aöfaranótt 23. fe- brúar, verður jarðsettur laugardag- inn 2. mars kl. 14 frá Keflavikur- kirkju. Guðrún Salómonsdóttir frá Ytri- Skeljabrekku, síðast til heimilis að Ytri-Skeljabrekku, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést 25. febrúar sl. Hún veröur jarðsett frá Hvanneyri í Borgarfírði laugardaginn 2. mars kl. 14. Einar V. Kristjánsson frá Vatnsholti, er andaðist á sjúkrahúsi Suðurlands 21. febrúar, verður jarðsunginn frá yillingaholtskirkju 2. mars kl. 14. Utfór Guðmundar Betúelssonar, verður gerð frá Flateyrarkirkju laug- ardaginn 2. mars kl. 14. Leifur Þorleifsson, Hólkoti, Staðar- sveit, verður jarðsunginn frá Brim- ilsvallakirkju, Fróðárhreppi, laugar- daginn 2. mars kl. 14. Eysteinn Einarsson frá Brú veröur jarðsunginn frá Stóradalskirkju, Vestur-Eyjafjöllum, laugardaginn 2. mars kl. 14. Sigríður Helgadóttir lést 24. febrúar. Hún fæddist 21. júlí árið 1909. For- eldrar hennar voru þau Helgi Helga- son og Kristín Sigurðardóttir. Sigríö- ur giftist Kristjáni Jónssyni en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Þau hjónin eignuðust eina dóttur. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogs- kapellu í dag kl. 13.30. Tilkyrmingar Síðasta sýning í Djúpinu Um helgina lýkur Effel í Djúpinu (Hom- inu). Á sýningunni eru átta verk unnin í Ámsterdam, Köln, Lúxemborg, Ma- astricht, Reykjavík, Stokkhólmi, Ensc- hede og Kanarí. Verkin eru ferðasaga og tileinkuð Leonardo da Vinci. Djúpið er opið á sama tíma og veitingastaðurinn Homið. Þetta mun vera síðasta sýning sem haldin verður í Djúpinu um ein- hvern tima. Basar sunnudaginn 3. mars kl. 15 verður hald- inn basar í sjómannaheimilinu, Brautar- holti 29. Á boðstólum verður mikið úrval fallegra muna, skyndihappdrætti, heima- bakaðar kökur og fleira. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Árlegur æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er fyrsti sunnudagur í mars en hann ber að þessu sinni upp á 3. dag mánaðarins og 3. sunnudag í föstu. Hann veröur hald- inn hátíðlegur í kirkjum og söfnuðum landsins eftir því sem aöstæöur leyfa. Æskulýðsdagurinn er nú í þriðja sinn helgaður ábyrgð mannkyns í sköpunar- verkinu og umhverfisvernd og ber yfir- skriftina: Sköpun drottins - draslið okk- ar. Kabarett í Norræna húsinu Sunnudaginn 3. mars kl. 16 verður sýning í fundarsai Norræna hússins á kabarett- inum „Þeir héldu dálitla heimsstyijöld lög og ljóö í stríði“. Það em leikararnir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Jóhann Sig- urðsson og tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson sem ílytja. Kabarettinn var fyrst fluttur í maí sl. í Norræna hús- inu og fékk mjög góðar viðtökur. Að- göngumiöar verða seldir við innganginn. Húsdýragarðurinn Bréfdúfusýning Áfram verður haldið með kynningar á dýrategundum í Húsdýragarðinum. Sunnudaginn 3. mars kl. 13-18 munu fé- lagar í Bréfdúfufélagi Reykjavíkur halda sýningu á kappflugs bréfdúfum. Helstu afreksfuglar síðustu ára verða sýndir á staðnum. Félagsmenn verða til staðar og svara fyrirspurnum gesta um bréfdúfna- rækt. Einnig verður sýnt myndband frá Menning dv Þessir flugmenn eru ekki að reyna slá metið hve margir geta komist í einn G.P. GN gæti haldið athyglinni, þvílíkur skortur er á sögu. Bíóborgin - Memphis Belle ★ Fjögurra hreyf la fjörtjón Þrátt fyrir eflaust mikinn velvilja í garð flugmanna seinni heimsstyrjald- arinnar, enda er myndin tileinkuð þeim, þá tekst kvikmyndagerðarmönn- unum ekki að koma gera þeim þann minnisvarða sem þeir eiga skilið. Reyndar er engum greiði gerður með því að tileinka þeim svona ítarlega misheppnað verk. Hér skal ekki otað fingri en aö mér læðist sá grunur að ekki hafl verið farið rétt að verkefninu, heldur hefur ein röng ákvörð- un á fætur annarri verið tekin og á endanum hefur engu veriö hægt að bjarga. Handritið var unnið upp úr heimildarmynd sem Howard Hawks tók í nokkrum flugferðum með hinni sögufrægu sprengjuflugvél Memphis Bell sem Ameríkanar flugu frá breskum flugvöllum í sprengiferðir yfir Þýskaland. Ungur og óreyndur höfundur var fenginn til að smíða utan um þetta sögu og persónur áhafnarmeðlima og eru þar fyrstu stóru mis- tökin því hvorugt hefur tekist hjá honum. Sagan hefur ekkert til að bera sem gæti haldið athyglinni, þvílíkur skortur er á sögutækni hjá höfundin- um. Þetta byggist allt á einni flugferð sem verður hættulegri eftir því sem Kvikmyndir Gísla Einarsson lengra er haldiö. Persónur áhafnarmeðlima eru með eindæmum flatar og líflausar, dregnar upp í eins fáum dráttum og mögulegt. Ekki bætir það að þessir fáu drættir eru öldungis óspennandi og sumir hreint ómerki- legir. Næstur í rööinni er leikstjórinn, Michael Caton-Jones, ungur Breti á uppleið með litla praktíska reynslu í bíómyndum. Hann hefur leikstýrt einni mynd, Scandal að nafni, þar sem honum tókst ekki að útskýra hið margslungna Profumo-mál neinum sem ekki til þekkti. Umfang Memphis Belle hefur reynst honum ofviöa, hann getur hvorki haldið uppi einfold- um samræðum né skipulagt spennandi áhættuatriði. Þá kemur leikhópurinn. Þetta e'ru allt ungir og í sumum tilfellum mjög efnilegir leikarar en þeir hafa ekkert svigrúm, líkt og í vélinni sem þeim er pakkað inn í. Sá eini sem rétt getur klórað sig upp fyrir hina er Eric Stoltz sem leikur ljóðelskan íra. Með einni hreyfingu tókst honum að koma sinni persónu til skila mun betur en aörir. Flugatriðin eru langt fyrir neöan þær kröfur sem ég geri til slíkra atriða. Það að hafa fjórar alvöru vélar hefur lítt stoðað og það eru tæknibrellumennirnir með módel- in sín sem eiga bestu atriöin. Hitt eru bara óskipulögð skot út í loftið með tilheyrandi hávaða, krísum hjá áhöfninni, og æ ótrúlegri óhöppum sem sífellt komast nær því að granda vélinni. Þar er komið að einum ljósum punkti í myndinni því hún sýnir á ansi kaldhæðin hátt hvernig hver svona ferð var rússnesk rúlletta og hvernig áhafnarmeðlimir bregðast við auknum líkum á því að mæta dauða sínum. Breski súperframleiðandinn David Puttnam verður að gera betur en þetta ef hann á að halda í virðingu sína í Evrópu. P.S. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að það sé mikið um sæta stráka í myndinni, jafnvel heillar bíóferðar virði, sem sagt hvalreki. Memphis Belle (bresk - 1990) Framleiöendur: David Puttnam & Catherine Wyler. Handrit: Monte Merrick. Leikstjórn: Michael Caton-Jones. Leikarar: Matthew Mod- ine (Birdy, Gross Anatomy), Eric Stoltz (Fly II, Mask), Tate Donovan, D.B. Sweeney (No Man's Land), Billy Zane (Dead Calm), Sean Astin (Goonies), Harry Connick, Jr. (Jassari), John Lithgow (Harry and the Hendersons). i frægum kappflugskeppnum erlendis. Kynningin verður i kennslusal Hús- dýragarðsins í Laugardal og er hún opin gestum garðsins á meðan húsrúm leyflr. Heilsuhelgi Náttúrulækninga- félags Akureyrar Náttúrulækningaielag Akureyrar heldur heilsuhelgi dagana 2. og 3. mars. Á laug- ardeginum verður á Hótel KEA dagskrá frá kl. 13-17, þar sem flutt verða erindi um hollustu ýmiss konar, ráð gegn offitu og streitu, auk þess sem Náttúrulækn- ingafélagið verður kynnt og staða mála í Kjarnalundi. Að hverju erindi loknu geta fundarmenn komið með fyrirspurn- ir auk almennta umræðna í lokin. Að- gangur að Hótel KE A er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Á laugar- dag kl. 15 og sunnudag kl. 10 gengst Nátt- úrulækningafélagið svo fyrir matreiðslu- námskeiðum í makróbíótík. Þuríður Her- mannsdóttir leiðbeinir. • Námskeiðin veröa í Hússtjórnarskólanum. Þátttöku- gjald er kr. 4000. Þátttaka tilkynnist í Heilsuhorninu í síma 21889. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyf- ing. Komið með í skemmtilegan félags- skap og nýlagað molakaffi. Baróstrendingafélagið í Reykjavík heldur félagsvist og dans í Hreyfílshús- inu laugardaginn 2. mars kl. 20.30 stund- víslega. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Paravist. Allir velkomnir. Sænsk bókakynning í Norræna húsinu Laugardaginn 2. mars kl. 16 verður kynn- ing á sænskum bókum í Norræna hús- inu. Gunnel Persson, sendikennari í sænsku við Háskóla íslands, kynnir bókaútgáfuna í Svíþjóð 1990 og gestur á bókakynningunni veröur sænska ljóöa- skáldið Bodil Malmsten.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.