Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Side 32
'■,
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblao
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991.
Þrír menn í
haldi vegna
amfetamín-
máls
Fíkniefnalögregla handtók 34 ára
Reykvíking við heimili sitt í Þing-
holtunum um hádegisbilið í gær með
eitt kíló af amfetamíni í fórum sínum.
Tveir aðrir menn voru handteknir
síðar í gær vegna málsins.
Maðurinn sem tekinn var með
fíkniefnin hefur áður komið við sögu
fíkniefnamála, meðal annars árið
1988 þegar hann varð uppvís að því
að dreifa amfetamíni hér á landi.
Þegar DV fór í prentun í morgun
var búist við aö dómari yrði búinn
að taka afstöðu til kröfu um. gæslu-
varðhald yfír manninum fyrir há-
degi. Ekki var ljóst hvort krafa yrði
lögð fram um varðhald yfir hinum
tveimur.
Það voru tollverðir í Reykjavík sem
fundu amfetamínið falið í plexigler-
strendingum í litlu stofuborði í vöru-
afgreiðslu Flugleiða. Sendingin kom
frá Lúxemborg og var stíluð á annan
aðila. Taliö er að efnið hafi verið
keypt í Hollandi. Grunur beindist
síðan að framangreindum manni og
hefur lögreglan fylgst méð honum
siðustu vikuna með mikilli vinnu.
Hann vitjaöi sendingarinnar hjá
Flugfrakt í gær en var handtekinn
þegar hann var kominn með pakk-
ann heim til sín. Manninum brá mjög
þegar lögreglan tók hann. Nokkru
síðar voru hinir tveir handteknir.
Yfirheyrslur hafa staðið yfir í nótt.
Maðurinn sem tekinn var með am-
fetamínið í fórum sínum hefur viður-
kennt að hafa staðið að innflutningi
efnisins. Styrkleiki amfetamínsins
hefur ekki verið mældur ennþá en
talið er aö söluandvirði hefði' orðið á
bilinu 5-10 milljónir króna. Þetta eru
því um 1.000-2.000 skammtar. Am-
fetamín er hættulegt ávanabindandi
örvandi fíkniefni. Algengasti neyslu-
mátinn er að sjúga það upp í nefið í
duftformi. Sprautur eru einnig not-
aðaríþessusambandi. -ÓTT
Leikarauppsagnir:
„Fasísk
vinnubrögö“
LOKI
Loks varð Guðni
kjaftstopp!
Nemandi í MR neitar að greiða skólafélagsgjöld:
Rektor hótaði
brottrekstri
- menntamálaráöuneytið greip inn í og sagði það ólöglegt
„Ég tel mig ekki vera í skólafé-
laginu og að það sé ekki hægt að
neyða mig til að vera í því. í 20.
grein Mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna segir aö engan
mann megi neyða til að vera í fé-
lagi. Þess vegna neíta ég að greiða
skólafélagsgjöld," segir Sigriður
Andersen, nemandi í 6. bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Hún
stendur nú í striði við Guðna Guð-
mundsson rektor skólans sem hef-
ur hótað henni brottrekstri ef hún
greiði ekki gjöldin og að hún fái
ekki stúdentsskírteini í vor.
Sigríöur hefur fengið margvísleg-
ar hótanir frárektor. Meðal annars
var henni hótað því fyrir jólin að
hún fengi ekki að taka próf. Sigríð-
ur mætti hins vegar og hótuninni
var ekki framfylgt. Enþá var henni
sagt að ekkí yrði farið yfir prófm
hennar. Það var að vísu gért en
henni tjáð að hún fengi ekki ein-
kunnir eins og aðrir nemendur.
„Ég hef ekki fengið einkunna-
spjald en allir kennararnir fyrir
utan tvo, hafa sagt mér einkunn-
irnar. Málið fór í menntamálaráðu-
neytið og ég fékk í vikunni bréf þar
sem ségir að rektor sé ekki heimilt
aö nota svona refsiaðgerðir eins og
hann hefur gert. Ráðuneytið segir
að rektor eigi að fara eftir almenn-
um lögum við innheimtu skulda.
En málið er að ég bauðst tíl að
borga hluta af þessu gjaidi, svokall-
að próf- óg pappírsgjald en rektor
neitaöi að taka við því. Ég hins
vegar deponeraði það. En sam-
kvæmt lögum hefur hann með
þessu fyrirgert öllum rétti sínum
til að innheimta þessa skuld sem
hann þykist eiga hjá mér. í lögum
stendur að ef menn neiti að taka
við hluta íjárkröfu þá falli hún öll
niður,“ segir Sigríður.
Guðni Guðmundsson rektor MR
segir að Sigriði verði ekki vikið úr
skólanum. „Það hafa samt verið
viðurlögin við agabrotum hingað
til. Ráðuneytið kallaði hins vegar
til einhvern lögskýranda sem
komst að annarri niðurstöðu en ég
viidi fá. Hvað verður gert i fram-
haldinu er mitt mál og skólanefnd-
arinnar. En ég býst ekki við að
gera nokkurn skapaðan Mut. Ef
hún tímir ekki aö borga gjöldin
getum við alveg eins sett kíkinn á
blinda augað með það, ef henni hð-
ur betur þannig. En sem prinsipp
hefur hún ekki unnið neinn sig-
ur,“ segir Guðni.
Sigríður fær að öllum líkindum
að útskrifast í vor án þess að borga
skólafélagsgjöldin.
-ns
Stefán Baldursson, nýráðinn Þjóð-
leikhússtjóri, hefur sagt upp nokkr-
um fastráðnum leikurum. Meöal
þeirra eru Benedikt Árnason, Hákon
Waage, Jón Gunnarsson, Lilja Þóris-
dóttir, Þórunn Magnea Magnúsdótt-
ir, Helga Jónsdóttir og Agnes Löve.
Benedikt Árnason segir að hópur-
inn hafi enn ekki hist til að ræða
málið. „Viö erum hreinlega lömuð
og áttum síst von á þessu. Þjóðleik-
húsið er ríkisfyrirtæki og mér finnst
þetta vera dálítið fasísk vinnubrögð.
Það er verið að segja upp fólki sem
hefur unnið í áratugi í leikhúsinu og
taka með því botninn úr lífi þess.“
Veðriö á morgun:
Þurrt
vestanlands
Á morgun verður austlæg átt á
landinu, nokkuð hvöss við suður-
ströndina. Snjó- eða slydduél
syðst á landinu, á Austfjörðum
og líklega nyrst á Vestfjörðum en
þurrt vestanlands.og bjart veður
í innsveitum norðanlands. Hiti
víöa nálægt frostmarki, hlýjast
sunnanlands.
Árni leitar í
Lónsbugtinni
Árni Friðriksson hefur enn ekki
fundið neina viðbótarloðnu. í gær
mældi skipið 20 þúsund tonna torfu
vestur af Dyrhólaey en að sögn
Sveins Sveinbjörnssonar fiskifræð-
ings mun þetta sama loðna og áður
var mæld út af Hvalbak. Árni er nú
stadduríLónsbugtinni. -J.Mar
Fegurðarsamkeppni:
Systur keppa
um titilinn
Systurnar Rakel, til vinstri, og Svava Haraldsdætur munu báðar taka þátt í keppninni um titilinn fegurðardrottning
Reykjavíkur á Hótel íslandi þann 15. mars. Rakel er tvitug en Svava er átján ára. DV-mynd GVA
- mjögsérstakttilfelli
„Við erum alls ekki í samkeppni
hvor við aðra. Það hjálpar okkur
hins vega mikið að við erum ekki
bara systur heldur miklar vinkonur
líka og getum því hjálpast að við
undirbúninginn og sagt í hreinskilni
hvor við aðra ef eittvað er að,“ sagði
Svava Haraldsdóttir, 18 ára þátttak-
andi í keppninni um feguröardrottn-
ingu Reykjavíkur í samtali við DV í
gær.
Svava og systir hennar, Rakel, sem
er tveimur árum eldri, hafa báðar
verið valdar í hóp þeirra átta stúlkna
sem keppa um titilinn þann 15. mars
á Hótel íslandi. Keppnin er undan-
fari að Fegurðarsamkeppni íslands
sem fram fer 24. apríl. Að sögn Gróu
Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra
keppninnar, er mjög óvenjulegt að
systur skuli vera valdar til að taka
þátt í sömu keppni. Slíkt hefur ekki
gerst áður í sömu keppni.
„Við vissum eiginlega lítið um að
viö hefðum báðar verið valdar í pruf-
ur fyrir keppnina. Ég bjóst við að
Svava yrði frekar valin þar sem hún
var beðin um að taka þátt í keppn-
inni í fyrra en hún bjóst við að ég
yrði valin þar sem ég er eldri. Það
kom því mjög á óvart þegar hringt
var í okkur. Við bjuggumst alls ekki
við að aðstandendur keppninnar
vildu hafa systur í henni," sagði Rak-
el.
Systurnar búa saman í íbúð ásamt
þriðju systurinni í Árbæjarhverfi.
Rakel og Svava eru einnig í sama
skóla, Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Stúlkurnar segja það mjög lær-
dómsríkt að taka þátt í undirbúningi
fyrir fegurðarsamkeppnina:
„Það hefur alltaf verið eitthvaö í
gangi á hverjum degi síðasta mán-
uð,“ sagði Svava. Stúlkurnar tóku
skýrt fram að þrátt fyrir að þær séu
báöar aö keppa um sama titil ríki
engin samkeppni á milli þeirra
tveggja.
„Við finnum ekkert fyrir þessu
nema að því leyti að þetta er bara
miklu betra. Við getum hjálpað hvor
annarri." -ÓTT
\4
ý
f
ý
4