Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Page 11
LAUGARÐAGUR 2. MARS 1991. Kinverskur smáhundur reynir að ná athygli eiganda síns. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf Besti hundur sýningarinnar tekur við verðlaunum. DV-myndir RaSi. klukkan 8 á kvöldin. Fyrir utan beinar sýningar er keppni í hlýöni og hundafimi. Þar eru hundarnir látnir stökkva yfir hindranir af ýmsu tagi og leysa þrautir,“ sagði Ragnar. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1991 í Höfða, Hótel Loftleiðum og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hend- ur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu fé- lagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð frá og með 13. mars nk. frá kl. 9.00 til 17.00 og fundardag til kl. 12.00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Sljórn Flugleiða hf. Hundar í 100 ár „Stórkostleg upplifun og besta sýningin sem ég hef séð,“ sagði Ragnar Sigurjónsson hundaáhuga- maður í samtali við DV. Ragnar er nýkominn frá Birmingham þar sem hann var viðstaddur hina ár- legu Crufts hundasýningu. Sýningin, sem að þessu sinni var haldin í 100. sinn, var ein sú vegleg- asta sem haldin hefur verið. Sett var heimsmet í fjölda þátttöku- hunda en alls tók JÍ5.351 hundur þátt í sýningunni af á annað hundr- að tegundum af öllum stærðum og gerðum. Hér er eingöngu um breska, skoska og írska hunda að ræða því sóttvarnarlög koma í veg fyrir flutning hunda milli landa. Sigur- vegari sýningarinnar varð hundur númer 21609 af gerðinni clumber spaniel og heitir Raycroft Socialite. Avinningur hundsins er einhver en eigandinn hlýtur geysilega aug- lýsingu sem ræktandi hafi hann ræktað hundinn sjálfur auk pen- ingaverðlauna. „Sýningin stóð í alls íjóra daga frá klukkan níu á morgnana til Þetta er hundur þó hann líti ekki út fyrir það. Þessi keppandi er chow-chow hundur af kínverskum uppruna. Pelsinn eins og feldurinn er kallað- ur á fagmáli verður að vera full- kominn ef einhver árangur á að nást. „Mér leiddist ekkert því ég sé aldrei nóg af slíkum skepnum. Auk þess að fara á sýninguna heimsótti ég ræktendur," sagði Ragnar að lokum. -Pá Keppendur stilla upp hundum sínum í bestu stellingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.