Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 13
LÁUGÁRDAGUR 2. MARS 1991.
13
fyrir nokkrum árum en Stofnlána-
deild landbúnaðarins eignaðist
húsið á nauðungaruppboði og leigir
það til Reiðskólans h/f sem nú rek-
ur húsið. Að Reiðskólanum standa
hestamannafélög á Reykjavíkur-
svæðinu, Landssamband hesta-
manna, Félag hrossabænda og
Hestaíþróttasamband fslands.
„Það sem við viljum er að ríkið
eða borgin komi inn í þennan
rekstur og taki þátt í honum eins
og um hvert annað íþróttahús væri
að ræða. Það þarf að tryggja rekstr-
argrundvöll hússins. Eins og er
höfum við húsið á leigu í eitt ár og
það þýðir að mjög erfitt er að skipu-
leggja starfsemina fram i tímann
og við höfum til dæmis nánast ekk-
ert gert að því að auglýsa þá starf-
semi sem hér fer fram. Hitt er ljóst
að áhuginn er gífurlegur og þvi telj-
um við skyldu hins opinbera að sjá
til þess að hægt verði að reka húsið
til þess að svara þessari þörf,“ seg-
ir Jón Albert og er nú talsvert niðri
fyrir.
„Ef við sjáum ekki fram á ein-
hvem grundvöll þá verður lokað
hér í vor. Það er alveg ljóst. íþrótta-
og tómstundaráð hefur verið með
60-70 unghnga á reiðnámskeiði á
sumrin í samvinnu við Fák. Við
viljum breyta þessu og fá mörg
hundruð unghnga til okkar í sum-
ar.“
Ódýrara en
bróderingar
Jón Albert bendir á hve fjölnota
húsið sé og telur upp að Pétur Guð-
mundsson hafi æft regluiega kúlu-
„Safnið hestinum betur saman."
Trausti Þór kennir ásetu.
varp í Reiðhölhnni, sótt sé í húsið
til fótholtaiðkana, Frisbykiúbbur
Reykjavikur eigi sitt fasta athvarf
þar og fleira mætti telja. Með því
að nýta betur reiðvelh utan dyra
og tengja starfsemina við útivistar-
möguleika við Rauðavatn, koma
upp borðtennis í anddyrinu telur
hann að auðvelt væri að ná góðri
nýtingu á húsinu allt árið.
„Við erum nú þegar vel sam-
keppnisfærir við önnur námskeið
tengd tómstundastarfsemi. Hér
getum við boðið unghngum upp á
námskeið fyrir 600 krónur á tím-
ann. Það er talsvert ódýrara en
námskeið í bróderingum."
Þaö er einbeittur hópur ungs
fólks sem æfir sig undir stjóm
Trausta Þórs í helmingi plássins í
ReiðhölUnni. Hinum megin eru
unglingar í hestamannafélaginu
Fáki viö æfingar. Trausti Þór
stendur í miðjum hringnum með
písk í hendi og hrópar skipanir til
nemenda. Þeir eiga að stöðva á
punktinum, snúa hestinum við og
fara fetið í hina áttina, eða þeir eiga
að „safna hestinum betur saman".
Slíkir og þvílíkir frasar eru auð-
skildir innvígðum en latína fyrir
blaðasnápa.
Agaðri
hestamennska
Á pöUunum em áhugasamir for-
eldrar og áhangendur af ýmsu tagi
sem fylgjast með kennslunni og
tala saman á slangri sem hesta-
menn einir skilja. En hver er þörf-
in fyrir kennslu af þessu tagi?
Kunna ekki allir islendingar að
sitja hest?
„Það hefur verið að koma meira
skipulag og ögun inn í hesta-
mennskuna á undanfómum
árum,“ segja Guðmundur og Jón
Albert. „Menn era að gera sér bet-
ur ljóst gildi hennar sem íþróttar.
Kröfurnar eru orðnar slíkar að
menn geta ekki lengur mætt í
keppni í lopapeysu og fjósastígvél-
umog barið fótastokkinn með sínu
lagi.“ -Pá
Guðmundur Jönsson, kennari i Ármúlaskóla, og Jón Albert, framkvæmdastjóri Reiðhallarinnar.
3 SUISSES
NYR
FRANSKUR
VÖRULISTI
Mk ffl
Wl
r'
r v W
□□□□ca
Kríunesi 7
210 Garðabær
Sími 642100
Opið á
laugardögum
0///y<Mtá/ca tvJcaws
...er líkafyrirþig
3 SUISSES er nýr og glæsilegur franskur vörulisti fullur af fallegum, vönduðum
fötum, samkvæmt nýjustu tísku, í stærðum fyrir stóra og smöa. Fjölmörg þekkt,
vinsæl og alþjóðleg vörumerki. Sparaðu tíma, fyrirhöfn og fjörmuni og njóttu þess
að velja þér falleg föt. Hringdu í síma 91-642100 og föðu franska vörulistann frö
3 SUISSES sendan um hæl fyrir aðeins 400 krónur, sem síðan endurgreiðast við
fyrstu pöntun yfir 5.000 krónur. Við veitum fúslega aðstoð símleiðis. Afgreiðslutími
er 3 vikur og skilafrestur 2 vikur. Kreditkortaþjónusta.