Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 2. MARS 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Dapur endir á dýru stríði
Nú er friður brostinn á Persaflóasvæðið og hætturnar
farnar að magnast á nýjan leik. Sannast mun, að marg-
falt erfiðara verður að vinna friðinn heldur en stríðið.
Markmið bandamanna eru svo ólík og þverstæð, að
fremur ólíklegt er, að niðurstaðan verði góð.
Vegna vestrænna olíuhagsmuna tekur stjórn Banda-
ríkjanna allt of mikið tillit til hagsmuna hinna aftur-
haldssömu emíra við Persaflóann og hinna róttæku aft-
urhaldsmanna í konungsætt Saúda. Þessir hagsmunir
minnka líkur á, að reynt verði að efna til lýðræðis í írak.
Þess sjást nú merki, að bandarísk stjórnvöld eru að
frysta úti landflótta stjórnmálamenn frá írak með því
að neita að tala við þá. Þetta er gert í þágu Saúda og
emíra, sem óttast, að lýðræði í írak muni þrýsta á lýð-
ræðisþróun í afturhaldsríkjunum við Persaflóa.
Saúdar vilja ekki, að minnihlutahópar Sjíta og Kúrda
fái aukna aðild að stjórn íraks. Þeir vilja helzt, að herfor-
ingi úr röðum Súnníta taki við völdum og haldi áfram
að vera á varðbergi gegn Sjítum og Kúrdum, sem hafa
sætt miklum ofsóknum á valdaskeiði Saddams Hussein.
í meira samræmi við hagsmuni Vesturlanda væri að
efla lýðræðissinna til valda í írak og reyna að koma á
fót stjórnkerfi, sem taki tillit til Sjíta og Kúrda og veiti
þeim hlutfallslega sanngjarna aðild að stjórn landsins.
Svo virðist sem Saúdar muni koma í veg fyrir þetta.
Bandaríkjastjórn hyggst ná markmiðum sínum með
því að halda suðurhluta íraks á sínu valdi og halda
áfram efnahagsþvingunum meðan þrýst verður á stjórn-
arbreytingu í írak. Hún vill hrekja Saddam Hussein frá
völdum, en vill ekki sleppa lýðræði inn í staðinn.
Við munum senn fá að heyra gamla ruglið um, að
írakar séu svo frumstæðir, að þeim henti ekki lýðræði,
heldur þurfi þeir sterka stjórn herforingja, alveg eins
og sagt var um Grikki í Morgunblaðinu fyrir áratug,
þegar herforingjaklíka hafði völd þar í landi.
Þvert á móti er mikill fjöldi íraka vel menntaður eins
og raunar margir fleiri íslamar. Styrjöldin við Persaflóa
var gullið tækifæri til að stuðla í írak að svipuðu hálf-
gildings-lýðræði og því, sem hefur smám saman verið
að halda innreið sína í Tyrkland og festa rætur þar.
Vinnubrögð Bandaríkjastjórnar hafa leitt til, að
óargadýrið Saddam Hussein er enn við völd í skjóli
morðsveitanna í kringum hann. Ekkert bendir til, að
hann sé fær um að læra eitthvað og gleyma einhverju.
Hann byrjar umsvifalaust að framleiða ný vandamál.
Eftir ósigur Saddams Hussein í árárarstríðinu gegn
íran kom í ljós, að hann gat haldið fólkinu í landinu í
skefjum, þótt mannfallið í herjum hans væri margfalt
meira en það hefur orðið í árásarstríði hans gegn Kú-
væt. Hann mun halda dauðahaldi í völd og ógnarstjórn.
Þjáningar íraka munu því framlengjast um ófyrirsjá-
anlegan tíma. Ef Saddam Hussein verður hrakinn frá
völdum, kemur til skjalanna annar herforingi, sennilega
úr Ba’at stjórnmálaflokknum, sem er afar fjandsamleg-
ur lýðræði og öðrum vestrænum hugmyndum yfirleitt.
Niðurstaðan af þessu verður, að engin markverð póli-
tísk opnun verður í írak eða við Persaflóa, en hins veg-
ar verður borgið skammtíma olíuhagsmunum Vestur-
landa og hagsmunum yfirstéttarinnar í afturhaldsríkj-
um svæðisins, þar á meðal emírsins í Kúvæt.
Ekki hafði fyrr verið unninn sigur á vígvellinum við
Persaflóa en merki fóru að sjást um, að bandamenn
mundu tapa friðnum. Það væri dapur endir á dýru stríði.
Jónas Kristjánsson
Erfiðara verður að
vinna friðinn en stríðið
Vopnahlé er komið á og stríðinu
í eyðimörkinni vestur af botni
Persaflóa þar með væntanlega lok-
ið en vandamál ríkjanna á svæðinu
frá botni Miðjarðarhafs til írans
eru jafnóleyst og fyrr og ný hafa
komið upp af völdum vopnavið-
skiptanna. Líta má fyrst á þau.
Kúveit er í rúst og hundruð olíu-
linda þar og í írak loga. Menn, sem
hafa reynslu af að slökkva olíuelda,
búast við að það geti tekið á annað
ár að kæfa öll bálin og enginn
treystir sér til að spá hvenær olíu-
svæðin komast í gagnið á ný.
Ekki fer á milli mála að þorri
landsmanna í Kúveit ber þungan
hug til emírsfjólskyldunnar, bæði
fyrir að hún afnam vott af lýðræði
pg stóð sig lúalega gagnvart árás
íraka. Jabar emir hefur svarað með
því að setja herlög í nýfrelsuðu
landi sínu næstu þrjá mánuði og
skipa krónprins sinn og forsætis-
ráðherra yfir öryggismálastjórn
sem starfa skal fyrir luktum dyrum
og hefur vald til að gefa út tilskip-
anir sem hafa eiga lagagildi.
Þessar ráðstafanir hafa vakið
hörð mótmæli meðal útlægra Kú-
veita. Með þeim eru í rauninni lín-
ur dregnar fyrir valdabaráttu í
furstadæminu áður en manntjón
og eigna hggur á ljósu, hvað þá
heldur að endurreisnarstarf sé haf-
ið.
Saddam Hussein fer enn með
-völd í írak þótt her hanns sé fallinn
eða tvístraður. Útlagar, andvígir
stjórn hans, úr stjórnmálahreyf-
ingum allt frá strangtrúar múslím-
um til kommúnista, hafa myndað
samtök með atbeina stjórna Sýr-
lands og Sádi-Arabíu í því skyni að
hrekja hann frá völdum en hafa
ekki til þess neina sýnilega burði.
Ljóst er að Bush Bandarikjaforseti
og stjórn hans líta til foringja íraks-
hers, að þeim standi næst að losa
sig við leiðtoga sem steypt hefur
þeim, hernum og írösku þjóðinni
allri út í tvær afar mannskæðar en
árangurslausar styrjaldir á sama
áratugnum. Að þessu miðar tillaga
Bandaríkjastjórnar til Öryggis-
ráðsins um að bann við sölu vopna
og hvers konar hernaðarþarfa til
íraks haldi gildi áfram meðan
Saddam stjórnar þar þótt við-
skiptabanni verði aflétt í öðrum
greinum.
Bandaríski flugherinn hefur ekki
aðeins drepið þorra þeirra 175.000
írösku hermanna sem talið er að
fallið hafl í stríðinu heldur lagt
kerfisbundið í rúst vélvædda at-
vinnuvegi og samgöngumannvirki
landsins. Þær fimm milljónir
manna, sem byggja höfuðborgina
Bagdad, hafa hvorki rafmagn né
rennandi vatn og skolpveitukerfið
er óvirkt. Basra, önnur stærsta
borg landsins, mun enn verr leikin
þótt þaðan hafi borist minni fréttir.
Flestar brýr í þessu fljótum skorna
landi eru sprengdar sundur. Fjar-
skiptakerfið er í rúst. Skorturinn á
skotmörkum fyrir árásarflugvél-
arnar var orðinn slíkur að síðustu
nætur stríðsins dundu sprengjur
enn á ný á rústum stjórnarbygg-
inga í Bagdad sem áður höfðu verið
jafnaðar við jörðu.
Ekki er talið að nokkur meiri-
háttar rafstöð í írak sé óskemmd
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
og sömu sögu er að segja af olíu-
vinnslustöðvum en olía og olíuvör-
ur hafa fram til þessa verið 98 hudr-
uðustu af útflutningsverðmæti frá
írak. Önnur þumalskrúfan, sem
Bandaríkjastjórn hyggst koma á
íraka meðan þeir þoia Saddam yfir
sér, er að leggja til viö Öryggisráð-
ið að bann ríki áfram við kaupum
á íraskri olíuframleiðslu. Felst í því
að landsmönnum eru allar bjargir
bannaðar til að reisa landið úr
rústum.
.Yfirherstjórninni, undir forustu
bandaríska hershöfðingjans Nor-
mans Schwartzkopf, tókst það ætl-
unarverk sitt að ljúka vopnavið-
skiptum áður en ramadan, föstu-
mánuður íslamstrúarmanna, hefst
17. mars. Nógu erfitt verður fyrir
Sáda að hafa fiöimennt, kristið her-
lið sín á meðal á því skeiði, hvað
þá hefði hluti þess staðiö í að brytja
niður trúarsystkini þeirra handan
landamæranna. Ljóst þykir aö
verulegur hluti erlendu herjanna
verði um kyrrt fram yfir pílagríms-
ferðirnar til hinna helgu borga,
Mekka og Medína, í júní en þá má
búast við allt að tveim milljónum
pílagríma frá öðrum löndum til
Sádi-Arabíu. Flogið hefur fyrir í
Washington aö Bandaríkjastjórn
geri sér von um að landherinn
verði kominn heim í september í
haust.
í upphafi var getið um væringar
sem strax er farið að gæta í Kúveit
milli lýðræðissinna og valdaijöl-
skyldunnar. Fréttamenn segja ljóst
að koma erlendra herskarans og
vopnabræðralag við hann hafi eft-
irköst í svipaða átt í hinum fursta-
dæmunum og Sádi-Arabíu. Þar í
landi fer Fadh konungur með
óskorðað vald í nafni Al-Asis-ætt-
arinnar sem nú mun telja yfir 2000
prinsa. Vaxandi óánægju gætir
með þetta stjórnarfar, einkum í
röðum menntaðra Sáda. Hefur
Fadh gefið óljóst fyrirheit um að
koma sér upp ráðgjafastofnun ótig-
inna manna með tíð og tíma.
Ekki þykir vafl á að valdhafar í
Sádi-Arabíu hyggjast ná sér niðri
með einhverju móti á stjórnun ná-
grannaríkjanna í norðri og suðri,
Jórdans og Jemens, sem þeim þóttu
taka málstað Saddams eftir
hernám Kúveits. Þá þegar var allt
að milljón Jemena rekin úr landi
með harðneskju úr störfum í Sádi-
Arabíu. Landamærunum að Jórd-
an var lokað, svo jafnvel bedúínar,
hirðingjar eyðimerkurinnar, fengu
ekki að halda uppi árstíðabundn-
um ferðum sínum.
Turgut Ozal Tyrklandsforseti
hefur ekki farið leynt með að hon-
um væri kærast að fá liðveislu gegn
írak launaða með sneið af því landi
norðanverðu. Helst vildi hann ná
undir Tyrkland öllu íraska Kúrd-
istan, suður fýrir olíulindirnar við
Kirkuk. Landvinningadraumar
þessir eru illa séðir bæði í Damask-
us og Teheran og Bandaríkjastjórn
hefur lýst yfir að hún vilji að írak
haldi óbreyttum landamærum.
Því mun ekki skorta umræðuefn-
in þegar James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, fer yfir-
reið um höfuöborgir bandamanna
Bandaríkjastjórnar á þessum slóð-
um í næstu viku. Og undir kraum-
ar áratugagamall vandi, viðhorf
arabaríkjanna til tilveru ísraels og
meðferð ísraela á hernumdum Pal-
estínumönnum.
Tilraunir Saddams til að tengja
það mál hertöku Kúveits fengu
engan hljómgrunn en öllum mátti
ljóst vera að því yrði að sinna af
aukinni alvöru að stríði loknu, ef
von ætti að vera til að koma á til
frambúðar friðvænlegu ástandi á
þessum slóðum en ríkt hefur síð-
ustu ijóra áratugi. Vandinn hefur
nú aukist við að Jasser Arafat, leið-
togi helstu samtaka Palestínu-
manna, hefur komið sér út úr húsi
með því að taka svari Saddams og
Shamir forsætisráðherra hefur
bætt í israelsstjórn ráðherra úr
flokki sem hefur það helst stefnu-
mál að hrekja alla Palestínumenn
frá hernámssvæðunum og innlima
þau í ísrael.
Hermaður úr hjúkrunarsveit 24. vélaherdeildar Bandarikjahers hlynnir að særðum hermanni úr íraska Lýð-
veldisverðinum á vígvellinum þar sem skriðdrekaorustan um Efratdalinn var háð. Simamynd Reuter