Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Síða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið-í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjálst,óháö dagblað
LAUGARDAGUR 2. MARS 1991.
Hæstiréttur felldi úrskurð Sakadóms um gæsluvarðhald úr gildi:
Steingrímur Njálsson
laus úr haldi í dag
mun standa peninga- og húsnæðislaus á götunni
Kynferðisafbrotamaðurinn
Steingrímur Njálsson losnar í dag,
úr gæsluvarðhaidi úr Hegningar-
húsinu viö Skólavörðustíg. Hæsti-
réttur kvaö upp dóm í gær þar sem
úrskurður Sakadóms Reykjavíkur
um gæsluvarðhald yfir honum og
geðrannsókn var felldur úr gildi.
Steingrímur hefur hvorki pen-
inga né í nein hús að venda er hann
losnar í dag eftir liðlega eins árs
fangelsisafþlánun. Hann var hand-
tekinn í febrúar 1990 eftir að hafa
verið ákærður fyrir að klæða ung-
an dreng úr buxunum. Sakadómur
dæmdi hann síðan í 18 mánaða
fangelsi og til að sætaöryggisgæslu
að afplánun lokinni. Hæstiréttur
mildaði hinn áfrýjaða dómi í 12
mánaða fangelsi og felldi úr gildi
ákvæði um öryggisgæslu.
Þegar afplánun Steingríms átti
að ljúka um síðustu helgi lagði rík-
issaksóknari fram kröfu í Saka-
dómi um gæsluvarðhald í 2 mánuði
yfvr manninum og geðrannsókn.
Ákæra var gefln út á þeim forsenu-
um að maðurinn hefði haft í hótun-
um við lækna, hefði ekki hernil á
sér undir áhrifum áfengis og væri
hætt viö að fremja afbrot á ný.
Sakadómur féllst á kröfur saksókn-
ara. Réttargæslumaður Steingríms
kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.
Fangelsismálastofnun og Félags-
málastofnun hafa lýst því yfvr að
stofnanimar séu ekki í stakk búnar
til að útvega Steingrími húsnæði
eða aðstöðu að lokinni afpiánun.
Fangelsismálastofnun barst bréf
frá Félagsmálastofhun i gær þess
efnis að ekki væri unnt að veita
manninum þá aðstoð sem nauðsyn-
leg væri talin til að tryggja honum
hentugan samastað - stofnunin
væri búin að láta reyna á þau hús-
næðisúrræði fyrir Steingrím sem
stofnunin hefur yfir að ráöa.
„Stundum með hörmulegum af-
leiðingum".
Fangelsismálastofnun lagði síðan
fram greinargerð í gær. Þar sagði
meðal annars að stofnunin hefði
hvorki yfir húsnæði að ráða fyrir
Stengrím né fyrir aðra sem tekið
hafa út refsingu - stofnunin gæti
heldur ekki skyldað þá, sem hafa
afplánað refsidóm að fullu, til að
dvelja á tilteknum stöðum.
-ÓTT
Steingrimur Njálsson:
Ég er kvíðinn
„Það gefur augaleið að ég er kvíð-
inn. Mér virðast allar dyr vera lokað-
ar. Það er ekki nema eðlilegt eftir þá
meðferð sem ég hef fengiö,“ sagði
Steingrímur Njálsson í símaviðtali
við DV eftir að honum bárust tíðihd-
in úr Hæstarétti í Hegningarhúsinu
við Skólavörðustíg í gær.
„Nú ætla ég að vinna að því að
koma mínum málum á hreint og
sýna fram á hvað ríkisvaldið er rot-
ið. Það sést best með því að gervi-
gæsluvarðhaldinu, sem ég hef veriö
í, lýkur ekki fyrr en á rnorgun."
-ÓTT
Múlagöngvígð:
Þjóðhátíðar-
stemning hjá Ól-
afsfirðingum
>
HEIMSENDiNgS^ í
&
Hátíð var á Ólatsfirði í gær vegna formlegrar opnunar jarðganga í Olafsfjarðarmúla. Meðal hatíðargesta var Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands. Á innfelldu myndinni sést Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra klippa
á borðann. DV-myndirgk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Sannkölluð hátíðarstemning ríkti á
Ólafsfirði í gær. Tilefnið var að jarð-
göngin í Múlanum voru formlega
tekin í notkun, og meðal þeirra sem
heiðruðu Ólafsfirðinga með nærveru
sinn af því tilefni var forseti íslands, *
frú Vigdís Finnbogadóttir.
Fánar blöktu hvarvetna viö hún á
Ólafsfirði og farin var íjölmenn
skrúðganga úr bænum og stað-
næmdist hún er komið var skammt
inn í göngin. Þar lék lúðrasveit, kór j
söng og skömmu 'síðar kom bílalest
um göngin hinum megin frá þar sem
komnir voru gestir Ólafsfirðinga,
forseti íslands, ráðherrar og alþing- |
ismenn og íleiri.
Vegamálastjóri afhenti Steingrími
J. Sigfússyni samgönguráðherra \
göngin formlega og Steingrímur
klippti síðan á borða til merkis um
aö göngin væru formlega opnuð.
Að lokinni athöfninni í göngunum I
var haldið til bæjarins, boöið var upp |
á veitingar í Tjarnarbúð.
LOKI
Þar múlbatt Skallagrím-
ursig endanlega!
Veðrið á sunnudag og mánudag
Slydda eða rigning og strekkingur
Á sunnudaginn verður austan- og suðaustanátt, víða strekkingur og slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en hægari og úrkomu-
lítið norðaustanlands. Á mánudaginn verður suðaustlæg átt, él á víð og dreif um landið, þó líklega þurrt í innsveitum norðan- og norðvestan-
lands. Hiti verður um og yfir frostmarki sunnanlands en vægt frost norðanlands báða dagana.