Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR & MARS 1991. 3 dv__________________________________________________________________________________________Fréttir Til jafnaðar lagt hald á fíkniefni meira en annan hvem dag: Grunur um fíknief na- dreif ingu við söluturna - fjórir handteknir 1 vikimni með hass 1 fórum sínum Fjórir menn á tveimur bílum voru handteknir fyrir utan söluturn í Breiðholti á þriðjudagskvöld grunað- ir um að hafa fikniefni í fórum sín- um. Við leit lögreglu kom í ljós að einn þeirra hafði nokkur grömm af hassi á sér. Einnig fannst smávægi- leg hassmylsna í öðrum bílnum. Að sögn fíkniefnadeildar lögregl- unnar hefur grunur leikið á um aö sala á fikniefnum fari fram í ýmsum söluturnum og samkomustöðum í borginni. Vitneskja hefur legið fyrir um að verið sé að selja unglingum slík efni. Því hefur reglubundið eftir- lit verið haft með ferðum grunáðra manna. Ofangreindir fjórmenningar voru á skrá hjá fíkniefnadeildinni. Nokkuð er um að farið sé í eftirhts- ferðir um tiltekin hverfi í allri borg- inni. Umrætt þriðjudagskvöld fór lögreglan í eftirlit í Breiðholt. Fjór- menningarnir, sem handteknir voru á þriðjudagskvöld, eru búsettir á öðr- um stöðum en í Breiðholti og höfðu því gert sér ferð þangað. Guðmundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn segir að þátttaka al- mennra deilda lögreglunnar, það er annarra en fíkniefnadeildar, sé orðin mun virkari en áður var við eftirlit og baráttu gegn fikniefnum. Á síð- asta ári fundust fikniefni á fólki við handtökur í 191 skipti. Þetta þýðir að til jafnaðar hafi verið lagt hald á fíkniefni meira en annan hvern dag ársins. Inni í þessum tölum er ekki stórt mál frá því í fyrravetur þegar hátt í eitt hundraö manns voru kærð- ir fyrir að hafa haft fíkniefni undir höndum. í heild tengdust 225 mál fíkniefnum hjá lögreglunni á síðasta ári. Guðmundur segir að fyrirlestrar og erindi hafi verið flutt fyrir lög- regluþjóna á almennum vöktum. „Menn eru orðnir betur vakandi fyr- ir þessu en áður," sagði Guðmundur. -ÓTT Vona að sladdinn gef i sig á línuna eftir loðnuátið Kvennalistinn: Framboðslisti á Vesturlandi Suðurland: - segir Guðmundur Helgi, skipstjóri á Jónínu IS Reynir Traustason, DV, Flateyri: Línubátar á Vestfjarðamiðum eru farnir að verða varir við steinbít samhliða því að loðna gengur á mið- in. Undanfarin ár hefur steinbíts- veiði verið heldur dræm en nú binda margir vonir viö að þetta vestfirska bjargræði gefl sig til. Mörgum skipstjórum er þó uggur í brjósti vegna þess að steinbítur er nánast eina fisktegundin sem er hægt aö veiða í einhverju magni utan kvóta. Vitað er að margir sem ekki hafa sinnt þessum veiðum áður eru nú að gera sig klára til steinbítsveiða. Guömundur Helgi Kristjánsson, skipstjóri á Jónínu ÍS, var aö fá 150 kíló á bala þegar DV ræddi við hann. „Ég vona að sladdinn komi á eftir loðnunni og gefi sig til á línuna þegar hann hefur jafnað sig eftir átið á loönunni." Guðmundur sagðist hafa áhyggjur vegna þeirrar auknu sókn- ar sem fyrirsjáanleg væri. „Það stefnir í örtröð á miöunum þegar steinbítsvertíð hefst fyrir alvöru, hér veröur fjöldi útilegubáta auk þeirra báta sem stunda þessar veiöar að heföbundnum hætti." Þorsteinn Guöbjartsson beitír fyrir sladdann en undir þvi nafni gengur stein- biturinn hvunndags fyrir vestan. DV-mynd Reynir Framboðslisti Alþýðuf lokksins Framboðshsti Alþýðuflokksins á isráði. Efstu sæti hans skipa: Tryggvi Skjaldarson, 5. Eygló Gránz Suðurlandi til alþingiskosninganna 1. Árni Gunnarsson, 2. Þorbjörn og 6. Sólveig Adolfsdottir. hefur verið samþykktur í kjördæm- Pálsson, 3. Alda Kristjánsdóttir, 4. -hlh Framboðslisti Kvennalistans á 2. Snjólaug Guðmundsdóttir, 3. Vesturlandi hefur verið ákveðinn. Þóra Kristín Magnúsdóttir, 4. Sigr- Efstu sætin skipa eftirtaldar: ún Jóhannesdóttir og 5. Helga 1. Danfríður Skarphéöinsdóttir, Gunnarsdóttir. -hlh r Veitingastaður . í miðbæ Kópavogs Tilboð vikunnar Grafinn lax með hunangssinnepssósu eða rjómalöguð sjávarréttasúpa, ' grísasneið með portvíns-sveppajafningi, grœnmeti og bakaðri kartöflu. Kr. 1.190,- I L Veisluþjónusta Hamraborg 11 - sími 42166 =s.l Einnig tilboð á garðsalati KRYDDVÆNGIR LOGANDISTERKIR KRYDDVÆNGIR Opið alla daga 11- genticky Fried Chicken Hjallahrauni 15 Hafnarfirði simi 50828 Faxafeni 2 Reykjavik simi 68-05-88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.