Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1991. Fréttir 25 milljarða lánsljárlög samþykkt frá Alþingi: Býður upp á hækkun vaxta og verðbólgu - segir Friðrik Sophusson og talar um kosningalög „Það er alveg augljóst, eins og stundum vill gerast í lok kjörtíma- bils, aö menn fá óskum sínum full- nægt. Það getur ekki komið fram í öðru en meiri halla á ríkissjóði en gert var ráð fyrir. Það sem kannski er alvarlegast við afgreiðslu láns- fjárlaganna núna er að ríkissjóður og opinberir aðilar ætla að taka 24-25 milljarða aö láni. Ef allir þessir peningar verða teknir að láni á innlendum markaði hljóta vextirnir aö hækka. Því er mun lík- legra að tekin verði erlend lán sem í tímans rás munu síðan endur- vekja þann gamla draug sem verð- bólgan er,“ sagði Friðrik Sophus- son þegar ljóst var að frumvarp til lánsfjárlaga fengi afgreiðslu á Al- þingi í gærkvöldi. Friörik skilaði, ásamt Matthíasi Bjarnasyni, minnihlutaáliti frá fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar. Lánsfjárlögin voru samþykkt með fram komnum breytingartil- lögum utan þriggja. Það var breyt- ingartillaga frá Ragnari Arnalds um að heimild Landsvirkjunar til að taka 800 milljóna króna lán vegna raforkuframkvæmda fyrir álver væri háð því að fyrirvaralaus raforkusamningur lægi fyrir. Önn- ur tillagan var frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni um aö ríkið tæki eitt þúsundmilljónir að láni og endur- lánaöi Ólafi Laufdal svo hann fengi bú sitt aftur og gæti lokið við bygg- ingu Hótels Islands. Við lok af- greiðslu lánsfjárlaga kom fram til- laga um 35 milljóna lán er færi í hafnarbætur vegna þilplötuverk- smiðju í Þorlákshöfn en hún var felld. Atkvæðagreiðsla um breyt- ingartillögur í neöri deild var flók- in og tók mikinn tíma. Sjálfstæðis- menn og Kvennalistakonur sátu hjá eða greiddu ekki atkvæði við nafnakall. 1660 einbýlishús Samkvæmt lánsfjárlögunum er fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkis- sjóðs, heimilt að taka 14.700 millj- ónir að láni innanlands og auk þess 735 milljónir sem yrðu endurlánað- ar Fiskveiðasjóði, Byggðastofnun, Síldarverksmiðjum ríkisins og Lánasjóði sveitarfélaga. Þá er Landsvirkjun heimilt að taka 3.400 milljónir að láni vegna raforku- framkvæmda og 800 milljónir sérs- taklega vegna fyrirhugaðs álvers. Heimild er til 100 milljóna lántöku vegna kaupa á björgunarþyrlu. 1.700 milljónir fara í fækkun bú- ijár og aðlögun sauðfjárframleiðslu í samræmi við búvörusamning. Fjármálaráðherra er heimilt að yfirtaka skuldir Byggðastofnunar að fjárhæð allt að 1.200 milljónum. Samtals er um að ræða heimildir til að taka 25 milljarða eða 25 þús- und milljónir að láni. Sú upphæð jafngildir um 1660 góðum einbýlis- húsum eða um 29 þúsund nýjum fjölskyldubílum af smærri gerð. „Það er staöreynd að rétt fyrir kosningar virðist vera auðveldara að ná fram málum sem einstakir hagsmunahópar reyna að þrýsta á í krafti þess að kosningar eru fram- undan. Mér sýnast þessi lánsfjárlög bera nokkurt mót af því,“ sagði Friðrik. -hlh Lech Walesa, forseti Póllands, ræddi drykklanga stund viö Steingrím Hermannsson forsætisráðherra í Leifsstöð á leið sinni til Bandaríkjanna. Þar stendur til að semja um eftirgjöf skulda. DV-mynd Brynjar Gauti Lech Walesa mlllilenti í Keflavík á leið til Bandaríkjanna: „Er ennþá verkamaður“ - býður íslenskum ráðamönnum að kynna sér ástandið 1 Póllandi „Ég er ennþá verkamaður þótt ég hafi skipt um vinnu. Ég hef alltaf unnið mikið og embætti forseta krefst einnig mikillar vinnu,“ sagði Lech Walesa, forseti Póllands, að- spurður um viðbrigðin fyrir gamlan rafvirkja að taka við embætti forseta. Walesa staldraði hér viö í klukku- stund á leiö sinni vestur um haf þar sem hann ræðir við ráðamenn og hittir einnig að máh Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Walesa ræddi hér við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráö- herra í Betri stofunni í Leifsstöð. í viðræðum þeirra kom fram að Walesa vill að íslenskir ráðamenn komi til Póllands og kynni sér af eig- in raun hvaða möguleikar bjóðast í nánari samvinnu íslands og Pól- lands. „Það eru miklir möguleikar ónýttir i Póllandi. Við viljum nánari sam- vinnu við íslendinga enda gætu verið um mikilvæg viðskipti að ræða,“ sagði Walesa þegar hann settist nið- ur ásamt Steingrími og skýrði frá því sem þeim hafði farið í milli. Walesa virtist hress í bragði. Hann er þéttur á velli sem fyrr og nokkuð farinn að grána í vöngum. Danuta kona hans -var með honum og vék ekki frá manni sínum i þröng örygg- isvarða og embættismanna. Með Walesa var mikið föruneyti enda standa fyrir dyrum mikilvægar viðræður í Bandaríkjunum. Þar á meðal stendur til aö Bandaríkja- stjórn láti skera niður að hálfu skuld- ir Pólverja vestra. Walesa sagði aö eftirgjöf skulda hefði gífurlega þýð- ingu fyrir Pólverja og væri forsenda þess að þeir gætu reist efnahag sinn úrrústum. -GK Starfsfólk í frystihúsum: Hundruð manna mæta ekki til vinnu í dag Það er ljóst að hundruð ef ekki þúsundir starfsmanna í frystihúsum viða um land hafa lagt niður vinnu í dag til að minna stjórnvöld á kröfu sína um hækkun skattleysismarka. Á ísafirði hefur til að mynda nán- ast allt fiskverkunarfólk tekið sér frí frá vinnu enda sagði Aðalheiáur Steinsdóttir fiskverkunarkona aö þar hefði myndast víðtæk samstaða um að leggja niður vinnu. Sömu sögu er að segja frá Vestmannaeyjum og Norðfirði, á þessum stöðum ætlar fiskverkunarfólk að vera í fríi. Af öðrum stöðum á landinu, þar sem starfsmenn ákváðu aö leggja niður vinnu, má nefna Hellissand, Stykkishólm, Eskifjörð, Skagaströnd og Sauðárkrók. Hluti af fiskverkun- arfólki á Ólafsfirði er einnig frá vinnu. Það verður hins vegar unnið á nokkrum stöðum og af samtölum við fiskvinnslufólk má ráða að það er einkum á stöðum þar sem atvinnu- ástand hefur verið ótryggt að undan- förnu. Þar ætlar fólk að vinna eins og ekkert hafi ískorist. Annars staðar var það fellt á starfsmannafundum að fara í verkfall og svo eru starfs- menn fiskvinnslunnar ekki á eift sáttir um að beita þessari aðgerð til að leggja áherslu á kröfur sínar. Staðir þar sem vinna verður með eðlilegum hætti eru til dæmis Reyð- arfjörður, Hnífsdalur, Flateyri, Þing- eyri og Grandi í Reykjavík. Fiskverkunarkona, sem DV ræddi við hjá Granda, sagði að henni þætti ekki rétt að vinnustöðvuninni staðið. Það hefði verið nær að safna undir- skriftum undir áskorun um að skatt- leysismörkin yrðu lækkuð og storma með hana upp í Stjórnarráð eða nið- ur á Alþingi og afhenda hana þar. -J.Mar Hvassviðri 1 Vestmannaeyjum: 23 tonna bátur fauk á nýlegan plastbát 23 tonna trébátur í Vestmannaeyj- um, Erlingur VE, fauk á hliðina í svokölluðum austurslipp við Friöar- höfn snemma í morgun. Viö hliðina á bátnum í dráttarbrautinni var tíu tonna plastbátur sem skemmdist talsvert þegar Erlingur lagðist aö honum. Búið var að úrelda Erling en plastbáturinn er nýlegur. Mikinn norðvestan vindstreng byrjaði aö leggja yfir Eiöið í Vest- mannaeyjum um klukkan fjögur í nótt. Það voru 11 vindstig og enn meira í hviðum. Guðbjartur VE sem lá við skipalyftu í höfninni slitnaði frá bryggju en fyrir snarræði tókst að binda hann aftur. Fiskkör og laus- ir hlutir við höfnina fuku um og stór- ar huröir í vinnuhúsum opnuðust í hviðunum. Ekki hafði verið tilkynnt um tjón á íbúðarhúsum í morgun. -ÓTT Lokahrina þingsms: Fjöldi mála Fjöldi frumvarpa voru afgreidd sem lög frá Alþingi á síðustu klukku- stundum þingstarfa í gærkvöld. Með- al nýsamþykktra laga má, auk láns- fjárlaga, nefna lög um grunnskóla, sem fóru nokkuð breytt í gegnum þingið eftir samkomulag mennta- málaráðherra við sjálfstæðismenn sem unnið höfðu gegn frumvarpinu. Þá má nefna lög um Húsnæðisstofn- un ríkisins þar sem húsnæðislána- kerfið frá 1986 er numið úr giidi, lög rann í gegn um Búseta og byggingasamvinnufé- lög, en þau höfðu velkst í þinginu í mörg ár, lög um félagsþjónustú sveit- arfélaga, lög um tekju- og eignaskatt, lög um frádrátt vegna fjárfestinga í atvinnurekstri, lög um greiðslujöfn- un fasteignaveðlána, þjóðminjalög, lög um almannatryggingar, lög um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnu- veiðum og lög um ársreikninga og endurskoðun lífeyrissjóða. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.