Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1991. Fréttir Klögumál ganga á vixl vegna nýs Herjólfs: Skipatækni hf. sakað um hugmyndastuld - ætlarímeiðyrðamálvegnaásakananna „Þegar ég sá teikningar Skipa- tækni M. aö nýjum Herjólfi, 70,5 metra skipinu, sá ég að þeir höföu stoliö tækni frá mér sem þeir höföu lofað að gera ekki. Þeir höföu lofað að virða mín einkaleyfi en gerðu það ekki,“ segir Sigurður Ingvason, skipaarkitekt sem starfar í Svíþjóð. Hann hefur sakað Skipatækni M. um að stela tækni og hugmyndum, sem hann hefur einkaleyfi á í Bandaríkj- unum, við teikningar á nýjum Her- jólfi. Að auki segir Sigurður að ef skipið verði byggt eftir þessum teikn- ingum verði það stórhættulegt. Sigurður segir að breyting á stærð skipsins úr 79 metrum í 70,5 metra hvaö varðar lengd, breidd og djúp- ristu, sé mjög óheppileg því hún raski sjóhæfni, stöðugleika og hestaflaþörf og þess vegna verði skipið óstöðugt og hættulegt. En þessar ásakanir eru ekki þær einu sem Sigurður ber á Skipatækni M. Hann segir að eftir að útboðsgögn hafi verið opnuð hafi Skipatækni M. reynt að koma verkefmnu til Flekke- fiord Slip í Noregi. „Þeir hjá Skipatækni M. hafa alla tíð reynt að stýra smíði nýs Heijólfs til Flekkefiord í Noregi þar sem þeir hafa látið smíða 23 togara. Það er dálítið óheiðarlegt og skrýtið," segir Sigurður. Sigurður Ingvason gerði, ásamt ís- lux M. fyrir hönd skipasmíðastöðvar í Taiwan, tilboð í Heijólf. Það tilboð reyndist Mns vegar fiórða lægst að mati Skipatækni M. Sigurður hefur verið hérna á ís- landi undaMarna daga. Hann segir að aðilar hjá Skipatækni M. þori ekki aö mæta sér. „Mér er alveg sama um þessa menn en ég ætla að láta þjóðina vita hvem- ig þeir vinna,“ segir Sigurður. Bárður Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Skipatækni M. vísar öllum ásökunum Sigurðar á bug og segir að fyrirtækið sé að undirbúa meiðyrðamál vegna þeirra. „Við höfum ekki stolið neinum hugmyndum frá Sigurði enda eru okkar teikningar allt öðruvisi heldur en þær hugmyndir og tækni sem hann hefur einkaleyfi fyrir. Við get- um ekki séö aðra ástæðu fyrir þess- um ásökunum Sigurðar heldur en þá að hann vilji sjálfur fá að hanna og láta smíða skipið," segir Bárður. -ns Húsdýragarðurinn: Upppantað fram í maí - skólaböm streyma í garðinn um sauðburðinn „Við ætluðum að fara með börnin í húsdýragarðinn þegár sauðburður hefst í vor, en þegar við hringdum til að athuga málið var okkur sagt aö það væri upppantað fram í mai og við kæmumst ekki að,“ segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofs- staðaskóla í Garðabæ. Skólum í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum hefur gefist kostur á að kaupa kort í húsdýragaröinn í Laugardal og hafa getað komið hve- nær sem er og fengið leiðsögn eða safnkennslu um garðinn. En hins vegar er bara einn starfsmaður í þessu leiðbeiningarstarfi og sá nær ekki að sinna öllum sem vilja koma. „Við fórum síðasta haust með börnin í húsdýragarðinn og fengum mjög góða leiösögn. Þetta er eins og önnur safnaþjónusta sem við eigum aö venjast. En núna getum við sem sagt ekki fengið þessa þjónustu. Ég get Mns vegar komið með börnin og gengið um garðinn en ekki fengið þessa leiðsögn sem að sjálfsögðu er það sem við erum að sækjast eftir,“ segir Hilmar. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri segir að búið sé að sækja um heimild til að fá aðstoðarmann við safn- kennsluna. „En það verður samt ekki til að mæta þeim fiölda sem kemur til dæmis í vor þegar sauðburður hefst. Skólarnir verða að byggja á sínum eigin kennurum þegar þeir koma með hópa í garðinn," segir Jóhcmn. -ns Sigurður Ingvason skipaarkitekt með teikningar sinar og Skipatækni hf. sem hann segir hafa stolið sínum hugmyndum. DV-mynd BG Vitleysan með vextina Nú er búið að slíta þingi og kyrrð hefur færst yfir pólitíkina. Það er lognið á undan storminum. Brátt hefst kosningabaráttan á fullu og þá munu vindar blása og stormur næða um alla íslandsbyggð. Þing- haldinu lauk meö eldhúsdagsum- ræðum og frægum ræðum hjá Hjörleifi, sem lagði enn einu sinni fram sinn skerf til orkumála með því að eyða orku sinni í maraþon- ræður. Hefði þó ekki veitt af því að spara þá orku ef Hjörleifi tekst aö koma í veg fyrir stóriðju og ný orkuver á íslandi. Þá er að minnsta kosti gott aö vita af þessum energ- íska manni. Annars var það ekki Hjörleifur sem vakti athygli Dagfara á loka- sprettinum í þinginu. Enn einu sinni var það Steingrímur Her- mannsson sem stal senunni og það án þess að flytja maraþonræður. Steingrímur hélt uppteknum hætti og gerði vextina að umtalsefni. Steingrími er illa við vexti, sérstak- lega ef þeir eru háir og hann hefur margsinnis gert tilraun til aö lækka vextina með handafli, enda handsterkur maður, Steingrímur. En allt hefur komið fyrir ekki og er það að mestu fyrir þá sök aö Seðlabankinn gegnir ekki Stein- grími og bankaráðsmenn gegna ekki Steingrími og þessir aöilar halda uppi háum vöxtum og gera Steingrími lífið leitt. Nú er þetta dálítið einkennilegt því sannleikurinn er sá aö það er flest sem fer eftir sem Steingrímur segir. Það eru flestir sem gegna honum. Hann hefur sömuleiðis oft- ast rétt fyrir sér og ef hann hefur ekki rétt fyrir sér þá er það vegna þess að hann hefur verið plataður og hann veit ekki betur. Hann vissi til dæmis ekki betur en aö Seðla- bankinn ætti að fylgjast með vaxta- þróuninni og halda aftur af bönk- unum þegar þeir eru að hækka vexti. En Seðlabankinn gerir þetta bara alls ekki og Steingrímur hefur margskrifað bankanum og marg- endurtekið óskir sínar um lækkun vaxta en á það er ekki hlustað. Fyrir vikið er komið mikið ósætti milli forsætisráðherra og Seðla- bankans og hagfræðingar segja að Steingrímur skilji ekki hagfræði og hafi vitlaust líkan til að reikna út þá vexti sem hann vill. Stjórnmálamenn hafa aldrei skil- ið hagfræði og hafa fyrir vikið tek- ið mark á hagfræðingum. í tímans rás hafa stjórnmálamenn tekiö hagfræðingana svo alvarlega að þeir hafa haldið aö hagfræði sé sama og pólitík og pólitík sama og hagfræði og allt hefur þetta ruglast saman og orðið til þess aö enginn veit lengur hvað er hagfræði og hvað er pólitík. Þegar allt var komið i óefni sögðu hagfræðingarnir aö ekki væri von á þvi að pólitíkin væri vitræn þegar stjórnmálamennirnir fóru ekki eft- ir því sem hagfræðingarnir sögðu. Síðan sögðu stjórnmálamennirnir að ekki væri von á góðri pólitík, meðan hagfræðingarnir væru að skipta sér af pólitík. Þetta endaði með því~aö verðbólgan rauk upp úr öllu valdi og vextirnir urðu óviðráðanlegir og enginn vissi lengur hverjum þetta var að kenna því hver vísaöi á annan. Svo var tekin upp sú stefna að gera stjórnmálamenn aö hagfræð- jr ingum og hagfræðinga að stjórn- málamönnum. Tómas Árnason og Birgir ísleifur Gunnarsson voru sendir í Seðlabankann og Sverrir Hermannsson var sendur í Lands- bankann til að hafa hemil á vöxtun- um og hagfræðinni og Jón Baldvin var gerður að formanni í Alþýðu- flokki og Jón Sigurðsson var send- ur á þing í staðinn fyrir að hafa hann í Þjóðhagsstofnun. Og þá var eins og við manninn mælt. Verð- bólgan fór hjaðnandi, vextirnir lækkuöu og skikk komst á efna- hagsmálin. Nema hvað Steingrím- ur var enn ósáttur við vextina sem hann vildi lækka meira, vegna þess að hann skilur ekki þá 'hagfræöi sem hagfræðingarnir kunna. Nú er ekkert annað eftir en að senda Steingrím sjálfan í Seðla- bankann, gera hann aö seðla- bankastjóra og láta hann stjórna vöxtunum með handafli gegn hag- fræðinni. Með því að hækka vexti þegar þeir eiga að lækka og lækka þá þegar þeir eiga að hækka, er öruggt aö þar er kominn maöur til að stjórna hagfræðinni, sem ekki hefur hundsvit á hagfræði. Stein- grímur mun örugglega gegna Steingrími. ' Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.