Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1991. VERSLUNARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA Samþykkt hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verslunarmannafélgas Suðurnesja fyrir árið 1991. Kosið er um 3 menn í stjórn og 3 til vara, 7 menn í trúnaðarmannaráð og 7 til vara, 2 endurskoðendur og 1 til vara. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar, Þórarins Péturssonar, Fífumóa 1 B í Njarðvík, eigi síðar en kl. 20 miðvikudaginn 27. mars 1991. Öðrum listum en lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs skulu fylgja meðmæli 50 félagsmanna annarra en í fram- boði eru. Kjörstjórn VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn þriðjudaginn 26. mars nk. kl. 20.30 í Átthaga- sal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Samþykkt félagsfundar 4.11.90 um sölu á hluta- bréfum í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans (Is- landsbanka). 3. Kosning tveggja manna í laganefnd. Kaffiveitingar. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Dagsbrúnar Sfafoð skrafab L y k i l l a ð l e y n d a r m á l i Þú getur fylgst meö þessum spennandi leik á útvarpsstöbinni FM 957 á hverjum degi íþœtti Ágústar Héöinssonar milli kl. 13.00 og 16.00. Notaöu þennan miöa til aö finna rétta oröiö og þú getur oröiö utanlandsferö ríkari. Þú hlustar bara á FM 957 og veröur meö í leiknum. Orð/ð sem viö leitum oð » dag: I 2 .1 4 5 6 7 II 9 III II □□□□□□□□□□□ 12 1.1 14 15 16 17 IK 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 .10 31 32 33 34 35 36 37 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ 38 39 40 41 42 43 44 □ □ □ □□□□ Nafn: Sendist til: STÁFAÐ OC SKRAFAÐ, FM 957, P.O. BOX 9057, 129 REYKJAVÍK. 1 UÚönd Stjórnin í Kúvæt segirafsér Krónprinsinn í Kúvæt, al-Sabah, 'sem jafnframt er forsætisráðherra lands- ins, mun mynda nýja stjórn hið fyrsta. Símamynd Reuter Stjórnin í Kúvæt hefur sagt af sér í kjölfar mikillar gagnrýni. Hafa menn einkum verið óánægðir með að ekki skuli hafa tekist að koma rafmagnsveitu, vatnsveitu og ann- arri almennri þjónustu í lag. Sulei- man al-Mutawa, ráðherra áætlunar- mála í Kúvæt, sagði í morgun að for- sætisráðherrann, Saad al-Abdulla al-Sabah krónprins, ætlaði að mynda nýja stjórn sem takast ætti á við þann mikla vanda að endurreisa Kúvæt. Þrír þeirra ráðherra sem sættu hvað mestri gagnrýni eru allir af Sabah ættinni. Fyrir innrás íraka 2. ágúst báru þeir ábyrgð á varnar-, innanríkis- og utanríkismálum. Sá ráðherra, sem fór með mál vatns- veitu og rafmagnsveitu, hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki komið máiunum í lag á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því írakar voru hraktir frá Kú- væt. í gær stöðvaði stjórnin útgáfu eina dagblaðsins sem komið hefur út í Kúvæt eftir frelsun landsins. Á mánudaginn birtist í blaðinu gagn- rýni á stjórnina og hún sögð vanhæf til að takast á við vandann. Mutawa sagði í morgun aö það væri undir krónprinsinum komið hvort hann byði stjórnarandstæð- ingum sæti í stjóminni. Aðspurður neitaði hann því að verið væri að koma til móts við kröfur sumra Kú- væta um aukið lýðræði. Herlög hafa veriö sett í Kúvæt til aðtryggjalögogreglu. Reuter Reikningurinn vegna Persaflóastríðsins: Vilja banna vopnasölu til bandamanna þar til þeir borga Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær 15 milljarða dollara fjárveitingu vegna kostnaðar við Persaflóastríðið með því skilyrði að vopnasala til bandamanna yrði bönnuð þar til þeir hefðu greitt þau framlög sem þeir lofuðu. Bandaríkja- stjórn vonast til að þeir 53,5 milljarð- ar dollara sem bandamenn hafa lofað muni standa straum af kostnaðinum en fór fram á samþykkt þingsins fyr- ir 15 milljarða dollara fjárveitingu til að geta greitt strax ýmsa reikninga. í Hvíta húsinu í Washington vísuðu menn á bug fullyrðingu leiðtoga þýskra jafnaðarmanna, Wolfgangs Roth, um að gróði Bandaríkjamanna af stríðsrekstrinum næmi 18 mill- jörðum dollara. Roth hvatti stjórn Þýskalands til að greiða ekki að fullu þá 11 milljarða dollara sem hún hefði lofað. Formaður íjárveitinganefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, Ro- bert Byrd, gaf í skyn aö skilyrðið um bann við vopnasölu til bandamanna ætti fremur við arabíska bandamenn en Þjóðveija. í samþykkt fulltrúadeildar Banda- rikjaþings fyrir fjárveitingunni er ekki kveðið á um bann við vopnasölu til bandamanna. Fulltrúar beggja deUda munu hittast til að reyna að ná málamiðlun. Reuter Fleiri ísraelar til Gólanhæða Húsnæðismálaráðherra ísraels, Ariel Sharon, hét því í gær að tvö- falda þann fjölda gyðinga sem búsett- ur er á Gólanhæðunum. ísraelskir landnemar þar eru nú eUefu þúsund. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, lýsti því yfir á mánudaginn að ísraelar myndu ekki skila svæð- inu, sem þeir hertóku 1967, til Sýr- lands. Yfirvöld í Sýrlandi segja af- hendingu Gólanhæða skilyrði fyrir friðarviðræðum. Þingmaður úr röðum vinstri manna í ísrael sagði í gær að Sharon hefði spurt ísraelska landnema á vesturbakkanum hvar væri laust land fyrir nýbyggingar. Þingmaður- inn er sagður hafa skjalfestar sann- anir fyrir því að áætlanir Sharons brjóti í bága við loforð til Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þar verði. ekki reist hús fyrir sovéska gyðinga sem streyma til ísraels. Sharon húðskammaði í gær yfirmann ísraelshers sem gefið hafði í skyn að ísraelsstjórn kynni að láta af hendi hertekin svæði til að koma á friði við arabíska nágranna sína. Reuter Suzuki Swift SPARNEYTINN OG ÓDÝR í REKSTRI • Framdrif/sídrif (4x4) • Beinskiptur / sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I. á 100 km. Til afgreiðslu strax. Verð frá 642.000,- kr. ^SUZUKl SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.