Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1991. Utlönd Sovétmenn vilja leiðtogaf und í maí Sovétmenn hafa fariö fram á það við Bandaríkjamenn aö fundur leið- toga ríkjanna verði haldinn í Moskvu í maí. Ekkert ákveðið svar hefur borist að vestan og þar vilja menn bíða og sjá til hver framvinda mála verður í Sovétríkjunum. Máhð var tekið upp í ferð James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, til Moskvu á dögunum. Embættismenn í Washington hafa sagt frá bón Sovétmanna án þess þó að vilja láta bera sig fyrir fréttinni. „Það eina sem við gátum sagt var að rétt væri að bíða og sjá til,“ sagði háttsettur embættismaður um hug- mynd Sovétmannanna. Upphaílega átti að halda leiðtogafundinn í febrú- ar en honum var frestað að sögn vegna Persaflóastríðsins. Yfirleitt var þó htið svo á að George Bush vildi ekki fara til fundar við Mikhail Gorbatsjov rétt eftir að Sov- éthernum var beitt gegn sjálfstæðis- sinnum í Eystrasaltslöndunum. í Bandaríkjunum er nú talað um að fundurinn verði ekki haldinn fyrr en í fyrsta lagi í sumar eða haust. Reuter ' m m * m ^ m ' ' xc m mm Ny nervero grænmounga gegn Grænlendingum Veiðimenn á Grænlandi óttast að grænfriðungar hyggist hefja að nýju herferð gegn veiöum þeirra á hval. Grænfriöungar segja í nýj- semdir um að Grænlendingar fari að settum reglum áður en næsti fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins verður haldinn í Reykjavík nú í ustu fréttum sínum af hvalveiöum Grænlendinga að allar reglur hafi veriö brotnar og Grænlendingar veiði fleiri hvali en þeim var heim- ilað. Samtök veiðimanna á Grænlandi segja að upplýsingarnar séu rangar maí. Grænlendingar óttást að Hval- veiðiráðið taki mark á áróðrí græn- friðunga þótt yfirlýst stefna sé að ingum. Grænfriðungar í Kaup- mannahöfn hafa þegar beðist af- að grænfriðungar ætli sér að leggja upp í nýja áróðurshéíferð gegn soKunar a rangieersiunuiii on sdiru verður þeim dreift óbreyttum til fulltrúa á fundi Hvalveiðiráðsins. iugtiiigui Jiui öt; au vt^isju cux- iviu.au Lokaátak hafið til að koma söluskráningu í fullkomið lag Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir. Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á söluskráningu í verslun og þjónustu. Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt- rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir- tæki um allt land til að kanna ástand og notk- un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem- ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð- ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega voru samþykkt á alþingi. Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom- inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís- bending um full og heiðarleg skattskil og neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam- eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin léttari á hverjum og einum. Full skattskil samkvæmt settum reglum eru grundvallar- forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis- grundvelli. Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum! Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra - með ykkar mál á hreinu. FIÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ i ll Mannræn- ingjar vilja skipti á föng- um í ísrael Mannræningjar í Líbanon segja að ekki komi til greina að láta Vestur- landabúa lausa úr haldi nema ísra- elsmenn sleppi einnig aröbum sem þeir hafa í fangelsum hjá sér. Heilagt stríð, ein af skæruliðasamtökum Palestínumanna, hafa m.a. haldið tveimur Bandaríkjamönnum fóngn- um í nokkur ár. Eftir að friðarumleitanir hófust í Mið-Austurlöndum að Persaflóa- stríðinu loknu vöknuðu vonir um að einhverjir fangar fengju frelsi en það virðist úr sögunni í bili. Mannræn- ingjarnir eru halhr undir írana og var búist við að þeir beittu sér fyrir lausn fanganna til að sýna friðar- vilja. Ekkert hafði heyrst frá mannræn- ingjunum í nærri ár þar til nú. Alls er talið að tólf Vesturlandabúar séu á valdi mannræningja í Líbanon. Sumir hafa verið í haldi allt frá árinu 1985. Reuter Jesse Turner er einn þeirra manna sem hefur verið hvað lengst í haidi í Libanon. Litlar líkur þykja á að hann og félagar hans losni í bráð. Símamynd Reuter Myrti vinkonu sína og stal barni hennar Kona í New York hefur veriíj ákærð fyrir að myrða vinkonu sína og stela bami hennar. Konan hafði áður misst fóstur og ætlaði að láta hta svo út sem hún hefði eignast barnið. Það var Pamela Andrews, 37 ára gömul, sem myrti Raquel Montano, 19 ára gamla móður þriggja mánaða drengs. Andrews á 13 ára gamla dótt- ur sem einnig var handtekin og talin meðsek að sögn lögreglunnar. Raquel Montano sást síðast þann 6. mars. Þá fór hún með son sinn inn í hús Andrews. Þar upphófst rifrildi sem lauk meö því aö Andrews kyrkti Montanö. Andews-mæðgurnar fluttu líkið á afvikinn stað og brenndu það þar. Syninum var ekkert mein gert. Reuter Lifðuákexiíátta daga hjá líki móðursinnar Tvær ungar systur í Ástralíu biðu þess í átta daga að móðir þeirra færi á fætur eftir veikindi. Þær gerðu sér ekki grein fyrir að hún var látin. Systurnar eru sjö og níu ára. Allan tímann, sem móðirin lá látin í rúm- inu, kvöddu þær hana að morgni og fóru í skólann. Þegar heim var kom- ið nærðust þær á kexi og biðu. Kennarar í skólanum tóku eftir það þær voru illa til fara og því var farið að grennslast fyrir um hyort allt væri í lagi á heimilinu. Systurnar segjast allan tímann hafa trúað því að móðir þeirra væri veik. Heimil- isfaöirinn fannst síðar meðvitundar- laus í garðinum við húsið. Hann er rsjúkur og er ekki ljóst hvort hefur vitað af láti konu sinnar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.