Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1991, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 4991. 13 Sjö hættumerki krabbameins Geislameóferð og lyfjameöferö hafa stórbatnað á siðari árum segir í greininni. Orsaka krabbameins mun vera að leita í flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Erfðum breytum við ekki en við getum, ef við viljum, haft áhrif á umhverfisþættina og þar með hugsanlega minnkaö lík- urnar á því að fá krabbamein. Ef tóbaksreykingar legðust af gætum við að miklu leyti komið í veg fyrir eitt mannskæðasta krabbameinið meðal vestrænna þjóða, lungna- krabbameinið. Batahorfur þeirra sem greinast með krabbamein hafa smám sam- an farið batnandi síðustu áratugi, einkum í yngri aldurshópunum. Auknar batalíkur má meðal ann- ars þakka því að meðferð krabba- meina - skurðaðgerðir, geislameð- ferð og lyfjameðferð - hefur stór- batnað á síðari árum og einnig því að sjúkdómurinn greinist á fyrri stigum en áður. Má í því sambandi nefna þann mikla árangur sem náðst hefur af starfi Leitarstöðvar Krabbámeinsfélagsins vegna leitar að krabbameini í leghálsi. Einnig hefur öflugt upplýsingastarf stuðl- að að því að almenningur er nú mun betur á varðbergi og leitar sennilega fyrr læknis vegna ein- kenna sem geta leitt hugann að krabbameini. Sú almenna regla gildir að því fyrr sem krabbamein greinist þeim mun betri eru batahorfur og með- ferð allajafna léttari. Það er því ekki að ástæðulausu sem krabba- meinsfélögin hvetja fólk til árvekni um einkenni sem bent geta til krabbameins. Einkenni og hættumerki í þessum tilgangi hafa krabba- meinsfélög víða um heim frætt al- menning um hin „sjö hættumerki krabbameins" og hvernig skuli við KjaUarinn Guðjón Baldursson læknir á Landspítalanum, sérfræðingur í krabbameinslækningum þeim brugðist. Þessi einkenni eða hættumerki eru: Þykkildi eða hnútar, t.d. í brjósti, á vörum eða tungu: Flestir hnútar í bijóstum eru góðkynja. Með þreif- ingu er hins vegar oft erfitt að greina góðkynja hnút í brjósti frá illkynja og sker þá röntgenmynd eða sýnistaka úr bijóstinu úr um hvort er að ræða. í þessu sambandi ber að benda á mikilvægi mánaðar- legrar sjálfsskoðunar brjósta og að konur leiti læknis uppgötvi þær hnút eða þykkildi í bijósti. Sár sem ekki grær: Sár, sem kem- ur án tilefnis, eða sár vegna áverka, sem ekki grær á 3-4 vikum, getur vakiö grun um illkynjun. Augljós breyting á vörtu eða fæð- ingarbletti: Litarbreyting, stækkun eða blæðing úr fæðingarbletti getur bent til að um sortumein í húð sé að ræða en tíðni þessa húðkrabba- meins hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár. Læknisskoðun leiðir oft í ljós hvort húðbreyting er góð- kynja eða illkynja en stundum þarf að fjarlægja blettinn í þessum til- gangi. Óregluleg blæðing eða útferð, t.d. frá geirvörtum, kynfærum eða endaþarmi: Óreglulegar tíðablæð- ingar eða blæðingar frá leggöngum eftir tíðahvörf geta stundum verið einkenni leg- eða leghálskrabba- meins. Blóð með hægðum er oft fylgifiskur algengs góðkynja sjúk- dóms, gyllinæðar, en ber þó ávallt að taka alvarlega. Blóðug uppköst, blóð í hráka eða blóð í þvagi skyldi maður ávallt tilkynna lækni. Þrálátur hósti eða hæsi: Hósti eða hæsi, sem ekki gengur yfir á 1-2 vikum, er tilefni nánari athugunar. Þetta á einkum við um reykinga- fólk. Ógleði eða erfiðleikar við að kyngja: Þessi einkenni eru sem betur fer oftast einkenni algengra skammvinnra sjúkdóma. Ef ein- kenni eru hins vegar langvinn (meira en 3-4 vikur) skyldi maður leita læknis. Lystarleysi og megrun eru stundum fyrstu einkenni krabbameins. Óeðlileg breyting á hægðum eða þvaglátum: Tregar hægðir eða þunnar hægðir eru vandamál sem flest okkar þekkja af eigin raun. Hins vegar ætti maður að leita læknis ef breytingar á hægðarvenj- um verða viðvarandi og gildir það sama um viðvarandi breytingar á þvaglátum. Þekking er grundvöllur framfara Af framansögöu er ljóst að hættu- merkin eru ekki dæmigerð fyrir krabbamein. Fái maður slík ein- kenni þarf það sem betur fer ekki að þýða krabbameinsmyndun. Hins vegar er þörf á því að allir haldi vöku sinni og leiti læknis ef grunur vaknar að um krabbamein geti verið að ræða. Á síðari árum hefur öll umræöa í þjóðfélaginu um krabbamein orð- ið mun opnari en áður. Krabba- mein er nú á dögum ekki sveipað dulúð og ótta í jafnríkum mæli og áður. Aukin fræðsla og aukin þekk- ing almennings um krabbamein er allra hagur og leiðir til þess að sjúk- dómurinn greinist fyrr en ella. Þekking er grundvöllur framfara. Það er á ábyrgð hvers og eins okk- ar að sýna árvekni með því að gefa hættumerkjunum gaum og leggja þannig lóð okkar á vogarskál bar- áttunnar gegn þessum vágesti. Guðjón Baldursson „Batahorfur þeirra sem greinast með krabbamein hafa smám saman farið batnandi síðustu áratugi, einkum í yngri aldurshópunum.“ 30% fylgi Kvennalistans Það er ekki langt síðan þetta var niðurstaða skoðanakönnunar á fylgi flokkanna. Ég og allt stuðn- ingsfólk Kvennalistans ljómaði af ánægju: nú kynni fólk að meta vinnubrögð Kvennalistans. En það er aldeilis annað uppi á teningnum núna. í síðustu skoðanakönnun DV, sem birt var fyrir nokkru, fær Kvennalistinn ekki nema 5% fylgi. Hvað er að? Auövitað bregst maður við svona tíðindum og leitar svara við áleit- inni spumingu. Hvers vegna töp- um við fylgi? í viðræðum mínum við fólk kemur alltaf sama við- horfið fram: „Þið axlið ekki ábyrgð, ég myndi styðja ykkur ef þið þyrð- uð að taka einhveija ábyrgð. Það gengur ekki að vera alltaf utan rík- isstjórnar, o.s.frv." Ég reyni að rökstyðja mitt mál og sýna fólki fram á að við öxluðum einmitt mikla ábyrgð með því að hafna rík- isstjórnarþátttöku á sínum tíma. Við stóðum við gefm kosninga- loforð og fólk kunni að meta það þá en virðist núna vera búið að gleyma því. Enda engin furða því svo hefur verið stagast á því að við höfum ekki þorað og ekki viljað axla ábyrgð. Það endar auðvitað með því að stuðningsfólk Kvenna- listans fer að trúa því sem hinir stagast á; slíkur er áróðurinn. Lágmarkslaun = 30% fylgi Þegar Sjálfstæðiflokkurinn bauð okkur þátttöku í ríkisstjóm voru miklar samningaviðræður í gangi. Kvennalistinn gerði aðeins eitt mál að úrslitamáli; það var að lögbinda lágmarkslaun. Þessu höfðum við lofað kjósendum fyrir kosningar og þetta vildum við efna. Sjálfstæð- ismenn sáu sér ekki fært aö ganga Kjallarinn Sigurborg Daðadóttir skipar 2. sætið á Kvenna- listanum á Norðurlandi eystra að þessu og þá urðum við að segja „nei takk". Þá var stutt liðið frá síðustu kosn- ingum og fólk vissi að við höfðum lofað að beijast fyrir því að laun dygðu til framfærslu. Við rukum upp í skoðanakönnunum, upp í 30%; fólk var ánægt með að viö skyldum þora og hafa dug í okkur til að standa við gefin kosningalof- orð. Sjálfstæðisflokkurinn mynd- aði síðan stjórn með Framsókn og krötum sem drapst með dramatísk- um hætti í beinni útsendingu á Stöð 2. Stjórnarþátttaka stólanna vegna! Seinni möguleiki okkar á þátt- töku í ríkisstjórn var með Fram- sókn, krötum og Alþýðubandalagi. Þar var ekki um neitt að velja. Við gátum fengið nokkra ráðherrastóla gegn því að styðja þann stjórnar- sáttmála sem þegar hafði verið gerður. Auðvitað kom ekki tíl greina að selja sig á þann hátt. Það má segja sem svo að ráðherra nái alltaf einhveijum málum í gegn en ekki var möguleiki að ná fram helstu baráttumálum Kvennalist- ans sem eru að lágmarkslaun dugi til framfærslu og afnám matar- skattsins. Borgaraflokkurinn fer síðar inn í þessa ríkisstjórn og set- ur á oddinn að matarskatturinn verði afnuminn. Hvað hefur komið á daginn? Matarskatturinn er enn- þá við lýði. Lágmarkslaun og þjóðarsátt Hinir flokkarnir segja að ekki sé hægt að lögbinda lágmarkslaun. Hvernig er hægt að halda þessu fram á sama tíma og sett eru lög í landinu sem banna kauphækkan- ir? Hin margfræga „þjóðarsátt" var gerð með lagasetningu. Þar voru „Það er aumt til þess að vita að Kvenna- listinn skuli gjalda fyrir það að hafa staðið við orð sín, staðið við það sem sagt var við kjósendur 1987.“ Frá stjórnarmyndunarviðræðum við kvennalistakonur 1987. samningar fótum troðnir; lögin af- námu kjarasamninga sem voru launafólki í hag. Það er bersýnilega ekki sama á hvorn veginn þaö er hvort eigi að hækka eða lækka laun með laga- setningu. Að mati Kvennalistans eru það mannréttindi að geta séð sér farborða. Það eru mannréttindi að laun dugi til framfærslu ein- staklings og fyrir þessu viljum við beijast með öllum tiltækum ráð- um. Hvernig getur það annars stað- ist að skattleysismörk eru yfir lægstu töxtum? Hvernig er hægt að lifa á launum undir skattleysis- mörkum? Borgar sig að standa við orð sín? Það er ljóst að ábyrgð er margvís- leg. Kvennalistinn axlaði mikla ábyrgð með því að standa utan þeirra ríkisstjórna sem setið hafa á þessu kjörtímabili. Það er ábyrgð- arhluti að standa við gefin kosning- aloforð. Fólk talar um að stjórn- málamenn standi aldrei við neitt sem þeir segja fyrir kosningar; þá ljúgi þeir sem mest. Það er ekkert skrítið þó fólk sé þeirrar skoðunar því það hefur horft upp á þetta ár eftir ár. Stjórn- málamenn segja þetta í dag en gera svo allt annað á morgun. Það er aumt til þess að vita að Kvennalist- inn skuli gjalda fyrir það að hafa staðið við orð sín; staðið við það sem sagt var við kjósendur 1987. Við munum berjast áfram og axla þá ábyrgð sem felst í því að standa við orð sín. Sigurborg Daðadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.