Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991.
Spumingin
Hefurðu gaman af slúðri?
Björn Harðarson nemi: Já, sérstak-
lega um mig sjálfan.
Jón Karl Árnason nemi: Já, þegar
það er vel sagt og gengur ekki út í
öfgar.
Halldís Hallsdóttir ritari: Nei, eg sé
voðalega lítinn tilgang í því.
Lára Kristinsdóttir verslunarm.: Nei,
það er mannskemmandi því það vill
oft verða neikvætt um náungann.
Kjartan Jónsson ellilífeyrisþ.: Nei.
Guðrún Daníelsdóttir: Nei, alls ekki.
Lesendur
Dæmdir saklausir
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Eftir 16 ár bak við lás og slá voru
„sexmenningarnir frá Birmingham“
loks látnir lausir. Árið 1975 voru
þessir menn dæmdir saklausir til
lífstíðarfangelsis fyrir að hafa orðið
21 manneskju að bana og sært og hm-
lest yfir 160 í mannskæðasta
sprengjutilræði á Bretlandi til þessa.
- Sprengjumar sprungu inni á
tveimur krám árið 1974.
Mennirnir sex, er dæmdir voru,
játuðu fyrir rétti en æ síðan héldu
þeir því fram að lögreglan hefði neytt
þá til þess með ofbeldi og niðurlæg-
ingu. Og mál sexmenninganna var
tekið fyrir aö nýju, í annað sinn á
fjórum ámm, og lauk þannig að ír-
arnir voru sýknaðir af öllum ákæra-
atriðunum og fengu að fara fijálsir
ferða sinna hinn 14. mars sl.
í dag eru aftur á móti uppi háværar
raddir um að embættismaðurinn, er
ber ábyrgðina, verði látinn fjúka.
Nær hefði verið að gera kröfu um
að allar þær sakfelhngar, er hann
hefur kveðið upp á valdatíma sínum,
verði kannaðar niður í kjöhnn. Það
er nefnilega aldrei að vita nema fleiri
vammlausir írar sitji í enskum tukt-
húsum fyrir hans orð.
Þetta er ein mesta sorgarsaga um
götótt réttarkerfi. Þegar því hentar
er gripið nærtækt fólk og dæmt til
ævilangrar dvalar í svartholi ef ekki
næst að handsama ódæðismennina.
Þetta er líka saga um það hvernig
óvönduð sijórnvöld og lögregla kikna
undan trylltum lýð sem krefst þess
að fá blóði úthellt fyrir blóð. - Já,
jafnvel saklausum dreyra samborg-
ara sinna. Huglausir valdsmenn láta
Sexmenningarnir lausir úr prisundinni eftir 16 ár - saklausir að sjálfsögðu.
slíkt gjarnan eftir lýönum svo að
þeir sjálfir fái frið.
„Við erum öh bestu skinn inn við
beinið og vhjum láta gott eitt af okk-
ur leiða,“ heyrist stundum sagt. En
eru þessi orð sönn? Því miður ekki
og oft snúast þau upp í andhverfu
sína á furðu skömmum tíma og eru
dæmin mörg og nærtæk. - Sannleik-
urinn er vísast sá að það er ekkert
gamanmál að vera dæmdur af al-
menningi. Miskunnarlausari dómari
er vandfundinn. Eða hvað segir ekki
rithöfundurinn og núverandi forseti
Tékkóslóvakíu í einni af sögum sín-
um: „Fólk er mestu drullusokkar.“
M illHærslumeinloka
Framsóknar
Baddi skrifar:
Það er heldur hvimleitt, þegar
Framsóknarmenn era að hæla sér
af því að hafa sullað út fyrir tveimur
árum 7-8 mihjörðum króna til
„björgunaraðgerða" fyrir sjávarút-
vegsfyrirtæki. - Þetta er enn gert í
Tímanum á pálmasunnudag, þrátt
fyrir það að sum þessara fyrirtækja
sem hefur verið „bjargað“ séu komin
í hönk aftur, og jafnvel forsætisráð-
herra vhl gefa heil byggðarlög upp á
bátinn eins og t.d. Suðureyri.
Það er eins og þeim Framsóknar-
mönnum æth aldrei að skhjast, að
mihifærslusukkið hefur aldrei geng-
iö upp, og gerir það ekki í framtíð-
inni, á meðan engu er breytt í rekstri
þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að
máh. Vonlaus rekstur heldur áfram
að vera vonlaus, þótt hann fái lán th
skamms tíma á háum vöxtum.
„Gjafafé" frá stjórnmálamönnum
kemur alltaf of seint og verður of lít-
ið. Það era sömu fyrirtækin (sum
með nýju nafni) sem voru að fá þessa
sömu ógeðfelldu „björgun“ með al-
mannafé fyrir 10-12 áram.
Svo er Timinn að reyna að halda
því fram að Framsóknarflokkurinn
sé samstíga í sjávarútvegsmálum!
Vora ekki frambjóðendur og sveitar-
stjórnarmenn Framsóknar að hella
sér yfir ráðherrann í allan vetur út
af smábátakvótanum? Fluttu ekki
tveir Framsóknarþingmenn m.a. til-
lögu um að rústa fiskveiðistefnu
Hahdórs?
Nei, það eru Sjálfstæðismenn sem
hafa orðið aö bjarga sjávarútvegs-
málum Halldórs Ásgrímssonar hvað
eftir annað. Það veröur gaman að
sjá, hvort hann og aðrir Framsókn-
armenn verða eins fúsir til að styðja
skynsamleg og réttsýn framfaramál
hjá sjávarútvegsráðherra Sjálfstæð-
ismanna næstu 12 árin.
Þeir af hentu sjálf ir auðlindina
Sjálfstæðismaður skrifar:
Flokksbræður minir lýstu því sér-
staklega yfir á landsfundi flokksins
fyrir skömmu að Sjálfstæðisflokkur-
inn yrði að fá sjávarútvegsráðuneyt-
ið í sinn hlut í næstu ríkisstjórn. Ég
hef verið að velta því fyrir mér til
hvers í ósköpunum flokkurinn ætli
sér að sækjast eftir þessu ráðuneyti.
- Flokkurinn hefur ekkert nýtt fram
að færa í stefnumótun í sjávarút-
vegsmálum okkar.
A landsfundinum var því t.d. að-
eins lýst yfir að móta þyrfti nýja
stefnu í þessum málum! Og forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins virðast
sjálfir vera búnir að gleyma því að
það voru einmitt þeir sjálfir sem
ásamt Framsóknarflokknum komu á
því spihingarkerfi sem við nú búum
við. - Þeir hafa afhent fámennum
hópi gæðinga ókeypis auðlind þjóð-
arinnar allrar.
Kannski þeir vilji komast í sjávar-
útvegsráðuneytið th þess að geta
hyglað þeim enn betur! - Vissulega
er löngu tímabært að Halldór Ás-
grímsson standi upp úr stóli sjávar-
útvegsráðherra. En í hans stað á ekki
Engin stefnumörkun Sjálfstæðisflokks í sjávarútvegsmálum, segir meðal
annars í bréfinu.
að setja einhvem „bróður" hans í þjóðinniafturþvísemafhennihefur
spillingunni heldur mann sem hefur verið rænt.
réttlætisthfinningu til þess að skila
Opnarverslanir-
alltannaðiíf
Sig. Björnsson hringdi:
Ég er einn þeirra sem hef notið
góðs af breyttum afgreiðslutíma
verslana hér í Reykjavík. Um
páskana, t.d. á skírdag, var opið
i Miklagarði og ég sá ekki betur
en að verslunin, sem ég sæki,
væri yfirfull af fóíki allan daginn.
- Það hefur sannarlega verið orð-
in mikh þörf fyrir breyttan versl-
unartíma í svo stóru samfélagi
sem borgin er orðin.
Nú er einnig opið á sunnudög-
um víðast hvar í matvöruversl-
unum og sé ég ekki betur en það
sé vel þegiö. - Á sunnudögum
geta t.d. hjón farið saman og gert
ínnkaup í rólegheitum í siað þess
að vera ahtaf á síðustu stundu
fyrsta virka dag vikunnar. Þetta
var orðin hrein kvöl fyrir marga,
t.d. útivinnandi foreldra.
Endursýnið Líf s-
björgíNorður-
höfum
B.E.Á. skrifar:
Nú, þegar óðum styttist í ráð-
stefnu Alþjóða hvalveiðiráðsins
hér á landi, er ekki úr vegi að
endursýna sjónvarpsmyndina
Lífsbjörg í Norðurhöfum. Ég hef
heyrt að meðlimir Greenpeace-
samtakanna ætli nú að fjölmenna
hingað th lands til þess að reyna
að hafa áhrif á þá sem sækja hval-
veiðiráðstefnuna. - Við eigum
ekki að láta svona óhehlasamtök
hafa áhrif á okkur heldur eigum
við sjálf að ákveða hvernig við
nýtum náttúruauðhndir okkar
umhverfis landið. Þess vegna
verðum við að taka strax og kröft-
uglega á móti þessum öfgasam-
tökum og láta þau finna aö þau
séu ekki velkomin hér
Sveinbjörggróf-
lega misnotuð
Ragnhildur skrifar:
Við höfum þurft að horfa upp á
þá smán og Uthsvirðingu undan-
farið í sjónvarpsauglýsingu um
verðbréf, að höfða til Sveinbjarg-
ar nokkurrar „að vestan“ - eins
og segir svo smeðjulega í auglýs-
ingunni - fiskvinnslukonu sem
veit aht þegar kemur að sparnaði
til að kaupa verðbréf. - Hér er
verið að gera gys aö okkur fisk-
vinnslukonum sem höfum rétt th
hnífs og skeiðar í þessari aumu
atvinnugrein?
Þess er ekki getið í auglýsing-
unni, hvort „Sveinbjörg" er ein-
hleyp eða gift togaraskipstjóra.
Er kannski bara að drepa tímann
þar til karlinn kemur að landi
með tvöfaldan hásetahlut! -
Svona auglýsing niðurlægir al-
vöru fiskvinnslukonur. Hættið að
draga dár að okkur svona blygð-
unarlaust.
Vextirogverðiag
Lúðvik Eggertsson skrifar:
Ég hefi frá byrjun lesið DV,
frjálst og óháð dagblað. Var ég
ekki lítiö hissa þegar Jónas
Kristjánsson hélt því fram að
enginn hagfræðingur teldi vexti
hækka verðlag. Sem kaupsýslu-
maður í meira en hálfa Öld veit
ég að þeir gera það. Vaxtahækk-
un - líkt og kaupgjaldshækkun -
fer beint út í verðlagið. Ef við
mættum ekki bæta auknum fjár-
magnskostnaði við vöraverð fær-
um viö allir á hausinn.
Það er furðulegt þegar menn
eins og t.d. Hannes Hólmsteinn,
sem ekki er hagfræöingur, talar
fyrir munn allra hagfræðinga.
Skoöanir hagfræðinga skiptast,
hkt og skoðanir annarra fræði-
manna, fylgja t.d. óhkum stjórn-
málaflokkum. Ég las nýlega grein
eftir bandarískan hagfræöing
sem varaði við vaxtahækkunum
því aö þær sköðuðu samkeppnis-
stöðu landsins út á við.