Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Side 14
14
FÖSTUÐAGUR' 5.1 APRÍL 1-991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRÍSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Misnotkun á almannafé
Inn um bréfalúgur íslendinga berst um þessar mund-
ir litprentaður bæklingur frá Qármálaráðuneytinu, þar
sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um ríkisfjármál-
in. Fjármálaráðherra skrifar formála í þennan bækling
og enda þótt hér sé um vandaða útgáfu að ræða í útliti
og frágangi, verður auðvitað ekki hjá því komist að líta
á þennan bækling íj ármálaráðuneytisins sem áróðurs-
pésa frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Öllum er ljóst að það
má draga upp ýmsar myndir af ríkisfjármálum og fá
mál vekja upp harðari deilur en skattheimta, ríkisút-
gjöld, lánsfjáröflun og svo framvegis. Þegar íjármálaráð-
herra kýs að draga einhliða upp glansmynd af ríkis-
íjármálunum í sinni tíð er á ferðinni pólitískur áróður
sem ekki sæmir að birta í nafni íj ármálaráðuneytisins
rétt fyrir kosningar.
Þessi bæklingur Ólafs Ragnars er ekki einsdæmi.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins virðast ætla að láta rík-
issjóð standa straum af kosningabaráttu sinni. Svavar
Gestsson menntamálaráðherra hefur f tvígang látið
birta vel hannaðar auglýsingar af sér og sínum málum.
Þannig birtist heilsíðuauglýsing í blöðum um grunn-
skólafrumvarpið meðan það mál var enn óafgreitt á
þingi. Eftir að Þjóðleikhúsið var opnað að nýju birtist
enn auglýsing frá menntamálaráðuneytinu þar sem
Svavari er hossað fyrir framtakið. Allar þessar auglýs-
ingar eru kostaðar af ríkinu.
Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra er ekki
eftirbátur flokksbræðra sinna. Frá samgönguráðuneyt-
inu er nú komin út bók undir heitinu „Lífæðar lands
og þjóðar‘: með undirtitlinum „Samgöngur og farskipti
á nýrri öld“. Sagt er að innihald bókarinnar sé stefnu-
mörkun Steingríms í nefndum málaflokkum.
Ekki er ofætlað að þessi auglýsinga- og útgáfustarf-
semi kosti nokkra tugi milljóna samtals. Dreifmgin á
bæklingi fjármálaráðuneytisins mun ein og sér kosta
eina milljón króna.
Auglýsingar þessar hafa vakið athygli fjölmiðla.
Pressan gerði góða úttekt á málinu í gær og ráðherrarn-
ir hafa verið spurðir um hvort hér sé verið að læða út
flokkspólitískum áróðri á kostnað skattgreiðenda. At-
hyglisvert er að bæði Svavar og Ólafur setja upp mikinn
sakleysissvip og telja útgáfutímann hreina tilviljun.
Þeir eru jafnvel afskaplega leiðir yfir því að auglýsing-
unum sé blandað saman við kosningarnar.
Sú hræsni, sem kemur fram í tilsvörum ráðherr-
anna, er makalaus en lýsir þó því hugarfari sem er að
verða æ algengara meðal íslenskra stjórnmálamanna.
Þeir halda að þeir komist upp með allt. Því miður eru
mörkin óljós á milli siðferðis og siðleysis í pólitík og það
er sjálfsagt ekki í fyrsta skipti sem ráðherrar misnota
vald sitt til að láta skattborgarana greiða útgjöld sem
eðilega eiga að heyra undir viðkomandi flokka. En það
er fátítt að um samantekin ráð sé að ræða og auglýst
svo blygðunarlaust á kostnað ríkissjóðs. Ráðherrar Al-
þýðubandalagsins eru með pólitíska embættismenn á
sínum snærum, vini sína á auglýsingastofum og sjálfir
á kafi í siðlausri misnotkun á almannafé.
Áróðursstarfsemi þessi er hættulegt fordæmi. Al-
þýðubandalagið í dag. Hinir flokkarnir á morgun. Ef
ekki eru settar reglur né heldur farið eftir almennu sið-
ferðismati; ef misnotkun af þessu tagi er ekki réttilega
fordæmd af almenningi þá er fjandinn laus. Stjórn-
málamenn munu ganga á lagið.
Ellert B. Schram
Sigurhátíð
sæl og blíð
Það er nú að renna upp fyrir mönn-
um að sigurinn mikli í Kúvæt, þeg-
ar mestá bryndrekaher sögunnar
tókst að aka mótstöðulaust um og
yfir Kúvæt og hluta íraks á fjórum
sólarhringum, er ekki endalok van-
dans, né heldur er þessi ökuferð
upphafið að lausn eins eða neins.
Þvert á móti hefur það ótrúlega
öíluga hervaid, sem beitt var, eyði-
lagt bæði Kúvæt og írak og valdið
svo ómældum mannlegum þján-
ingum að lærdómurinn ætti að
vera sá að hernaðarleg lausn á pól-
itískum vanda, sem vel heíði mátt
fmna póhtíska lausn á, ef friður
hefði fengist til fyrir afskiptum
Bandaríkjanna, var ekki réttlætan-
leg.
Þeir einu sem geta hrósað sigri
er bandarískur almenningur sem
hefur gefið sig sigurgleði, þjóð-
rembu og sæluvímu yfir hernaðar-
mætti sínum svo á vald að shks eru
engin dæmi. Sjálfstraust Banda-
ríkjamanna vegna sigursins hefur
eílst svo að það kemur fram í öllu
efnahagslífmu. Alls staðar er allt á
uppleið á ný eftir skammvinna
kreppu.
Úr því Bandaríkjamenn geta
leyst vandamál Mið-Austurlanda
með hergögnum sínum geta þeir
leyst öll vandamál, var boðskapur
Bush forseta til þingsins, og al-
menningur hefur tekið þeim boö-
skap fagnandi. Það gleymist hins
vegar að Bandaríkjamenn borguðu
ekki sjálfir þetta stríð, það var háð
með samskotum. - Jafnvel er hugs-
anlegt að þeir fari út úr stríðinu
með lítils háttar fjárhagslegan
ávinning - allt aö fimm milljarða
dollara framiög umfram kostnað.
Kúvæt
En sá eini sigur, sem í rauninni
vannst í stríðinu, var sá að Sabah-
fjölskyldan i Kúvæt fékk aftur
einkayfirráð yfir einum tíunda af
þeirri olíu sem er að fmna í jörðu
í heiminum. Til þess var stríðið
háð, og Sabahfjölskyldan á nú aftur
Kúvæt, ásamt þeim örfáu hundruð-
um þúsunda sem eru svo lánsamir
að eiga þegnrétt í landinu og hlut
í auðæfunum.
En Kúvæt getur ekki staðist á
grundvelli þeirrar skattfrjálsu yfir-
stéttar sem hefur rekið Kúvæt með
þjónum og aðkeyptu vinnuafli,
fyrst og fremst Palestínumönnum.
Flest það fólk er flúið, og Kúvæt
er óstarfhæft án utanaðkomandi
vinnuafls. Það sést berlega nú. Pa-
lestínumenn eru ofsóttir og haldið
niðri og Kúvætar sjálfir eru ófærir
um jafnvel aö reka sínar eigin raf-
veitur eða vatnsveitur.
Kúrdar
En stríðið var háð sem barátta
góðs og ills, og samnefnari alls hins
illa var Saddam Hussein sem átti
að vera verri en sjálfur Hitler og
aö minnsta kosti jafnoki djöfulsins.
En Saddam Hussein er enn við völd
og það, í augum þeirra sem ennþá
nenna að hugsa um stríðið, er skýr-
ingin. Nú eru Kúrdar allt í einu í
tísku, aðallega meðal þeirra sem
aldrei hafa heyrt á þá minnst fyrr.
Svo er helst að skilja á bandarísk-
um fréttum að Kúrdar séu eins
konar gyðingar sem Saddam/Hitler
sé aö reyna að útrýma með gasi.
Nú skammast Bandaríkjamenn
sín fyrir að hafa ekki algerlega
gengið frá Saddam og bjargað
Kúrdum. En Kúrdar, sem eru um
fimmti hluti íbúa íraks, eru í raun-
inni undirrótin að sundrungunni.
Það var uppreisn Kúrda frá 1961 til
1970 sem knúði Aref, fyrirrennara
Saddams, til aö veita þeim meiri
sjálfsstjórn og réttindi í írak en
nokkurs staðar annars staðar. Og
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
til að segja skiiið við Irak og stofna
sjálfstætt ríki. Tyrkir komu í veg
fyrir það 1970 að Irakar gæfu Kúrd-
um fulla sjálfsstjórn, og þeir
mundu gera það aftur nú.
Enn síður er það hagsmunamál
Bandaríkjamanna að styðja shíita
í Suður-írak til aðskilnaðar. Þeir
mundu þá að undirlagi írana stofna
íslamskt ríki að íranskri fyrir-
mynd, og einkenni slíkra ríkja er
fjandskapur við allt vestrænt, fyrst
og fremst Bandaríkin.
Lán í óláni
Það er því lán í óláni að Saddam
skuh enn vera viö völd; honum má
þá kenna um allt hið illa sem hlaust
af stríðinu. Sú eyðilegging, sem nú
sjást myndir af, er allt í einu her-
mönnum Saddams að kenna - það
„Kúrdar eru vissulega miklir örlaga-
valdar í írak því að allt sem á eftir
kom, þar með innrásin 1 Kúvæt, er
beint framhald af stríðinu við íran.“
Kúvæt er óstarfhæft án utanaðkomandi vinnuafls. Mikið af erlendu vinnu-
afli flúði landið í stríðsbyrjun. - Egypskir farandverkamenn á leið heim
til SÍn. Símamynd Reuter
það var enn uppreisn Kúrda 1974,
að undirlagi Iranskeisara, sem
knúöi A1 Bakr, annan fyrirrennara
Saddams, til nauðungarsamninga
við íran sem gaf íran í rauninni
yfirráðin yfir innsiglingunni í
Shatt el-Arab-árósana og þar með
siglingum til Basra, einu hafnar-
borgar íraks. - Þar með höfðu íran-
ir yfirráð yfir sjóleiöinni til
Bagdad.
Það var á þessum grunni, eftir
að bylting Khómeinis ajatolla í íran
1979 hafði veikt íran, að mati ír-
aka, að Saddam Hussein réðst á
íran 1980 til að freista þess að vinna
aftur af íran það sem ósigurinn
gegn Kúrdum hafði kostað í samn-
ingunum við íranskeisara 1975.
Kúrdar eru vissulega miklir ör-
lagavaldar í írak því aö allt sem á
eftir kom, þar með innrásin í Kú-
væt, er beint framhald af stríðinu
við íran. Nú eru þeir komnir af
stað einu sinni enn, og enn eru það
íranir sem efla þá með ráðum og
dáð - ekki af neinni umhyggju fyr-
ir þeim heldur til að koma höggi á
Saddam Hussein.
Það er ekki hagsmunamál
Bandaríkjamanna að ganga í lið
með írönum við að styrkja Kúrda
er engu líkara en þær 117 þúsund
árásarferðir, sem flognar voru
gegn írak, hafl engu tjóni valdið.
Upplausnin í írak gefur Banda-
ríkjamönnum færi á að firra sig
ábyrgö á eyðileggingunni og því að
hafa sprengt í loft upp efnahags-
grunn íraks um marga áratugi
fram í timann. Það er líka gleymt
að hluti ohueldanna í Kúvæt er
þeim sjálfum að kenna, og það er
nú vitað að ohulekinn mikli á
Persaflóa stafaði af olíuskipum sem
þeir sökktu sjálfir. Saddam Hus-
sein er enn við völd og allt er hon-
um að kenna.
í nafni hins góða gegn hinu illa á
að halda áfram efnahagsrefsiað-
geröum gegn írak, að mestu leyti í
þeirri von að örmagna almenning-
ur í írak heimti annan harðstjóra
sem heiti eitthvað annað en Sadd-
am Hussein. Svo mjög má einfalda
málin með áróðri að öll vandamál
séu kennd við einn mann. Það má
rétt vera hvað varöar Kúvæt. - En
þau vandamál, sem nú blasa við,
má með sama hætti kenna við ann-
an mann, og sá maður heitir Ge-
orge Bush.
Gunnar Eyþórsson