Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Síða 15
FÖSTUÐAGUR 5. APRÍL1991. 15 Breytl þjódfélag kallar á nýjan skóla „Talið er að hátt á annað hundrað börn detti árlega út úr skyldunámi áður en grunnskóia lýkur.“ Við Islendingar viljum vera lýð- ræðisþjóð og við vitum og viður- kennum flest að menntun er undir- staða lýðræðis. Öll framþróun byggist á hugviti og menntun þjóðarinnar. Þess vegna er það öllu öðru mikilvægara fyrir okkar fámennu þjóð að hlúð sé að uppeldi barnanna og þannig búið að skólum að hæflleikar hvers einstaklings nýtist sem best. En góðir skólar, sem skapa öllum börnum ákjósanlegt uppeldisum- hverfi, kosta mikið fé. Hingað til hefur þjóðfélagið ekki verið reiðu- búið til þess að reiða fram þá fjár- muni sem þarf til að skólinn geti brugðist við þeirri þróun sem orðið hefur í íslensku þjóðfélagi. Breyttir tímar Fyrir um það bil 30 árum var heimavinnandi húsmóðir á heimil- um velflestra skólabarna hér á landi. Hún beið þeirra með mat þegar þau komu heim úr skólanum og sá síðan til þess að þau settust við heimanám og aöstoðaði þau eft- ir föngum. Það eru nú mörg ár síð- an slík heimili tcku að heyra til undantekninga. Flest böm í borg og bæjum á ís- landi í dag opna húsið sjálf þegar þau koma heim og fá sér snarl úr ísskápn- um ásamt cheerios-hringjum sem kallast mega þjóðarréttur íslenskra barna. Oft hópast þau síðan saman hvert heima hjá öðra og horfa á video til kvölds og eru myndir þær sem þar njóta mestra vinsælda oft ekki af vandaðra taginu. Úrræðaleysi skólanna Við sem vinnum við kennslu höf- KjaHarinn Sigríður Jóhannesdóttir kennari, skipar 2. sæti á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi um haft af því þungar áhyggjur mörg undanfarin ár hve lítið skól- inn hefur getað komið til móts við þarfir barna við þessar breyttu aðstæður. Þrátt fyrir óteljandi samþykktir og viðvaranir, m.a. frá samtökum uppeldisstétta, hefur ekki verið komið upp skóladag- heimilum eða skólaathvörfum að neinu marki fyrir þessi börn. Þegar hallað hefur undan fæti í náminu, sem einnig getur gerst hjá börnum með góða eðlisgreind, hefur verið fátt um úrræði. Skortur hefur verið bæði á tímum til sérkennslu, svo og á menntuðum sérkennurum. Afleiðingarnar hafa verið að koma í ljós. Talið er að hátt á ann- að hundrað börn detti árlega út úr skyldunámi áður en grunnskóla lýkur. Þetta úrræðaleysi, sem lengi héf- ur verið ríkjandi, hefur verið fleir- úm en mér áhyggjuefni. Um það vitna ótal samþykktir og áskoranir skólamanna á undaníörnum árum. Önnur viðhorf Á þeim 30 mánuðum, sem Svavar Gestsson hefur farið með völdin í menntamálaráðuneytinu, hefur þó ýmislegt það gerst sem eykur manni bjartsýni. Nú loks hafa mál- in verið tekin föstum tökum og gert langtímaskipulag með heils- dagsskóla árið 2000 að markmiði og framgangur þess skipulega tryggður með samþykkt nýrra grunnskólalaga nú á síðustu dög- um þingsins en þau gera m.a. ráð fyrir eftirfarandi: Allar bekkjardeildir eiga að hafa fengið sína stofu til umráða innan 10 ára. Það ætti að geta geflð skóla- stofunni heimilislegri blæ og þar með aukið á öryggiskennd barns- ins í skólanum. Fækkað verður í bekkjardeild- um, einkum hjá yngri börnunum. Boðið verður upp á skólamáltíðir fyrir öll börn. Fjöldi kennslustunda verður aukinn í áfóngum þannig að að 10 árum liðnum fái öll börn að minnsta kosti 7 kennslustundir á dag og eigi rétt á athvarfi í skólan- um eftir að kennslu lýkur. Stofnað verði grunnskólaráð sem sé samstarfsvettvangur allra þeirra sem vinna að málefnum grunnskólans. þ.e. foreldra, kenn- ara og fulltrúa sveitarfélaga, Námsgagnastofnunar og mennta- málaráðuneytis. Það ætti að auövelda framkvæmd þessara laga að um þau tókst að ná algjörri samstöðu allra þing- manna. Veldur hver á heldur Það hefur vakið athygli hve myndarlega hefur verið staðið að mennta- og menningarmálum á því hálfu þriðja ári sem Alþýðubanda- lagið hefur farið með völdin í menntamálaráðuneytinu. Þó hefur ekki verið um það að ræða að hægt hafi verið að auka ijárframlög sem vert væri enda verið samdráttar- tímar í þjóðarbúskapnum. En stað- ið hefur verið skipulegar að málum en áður, haft hefur verið víðtækt samstarf við uppeldisstéttir um framkvæmd áætlana og laga, sbr. lög um leikskóla og grunnskóla, og horft hefur verið meira til framtíð- ar en nokkru sinni fyrr. Þetta viðhorf og þessi vinnubrögð höfum við margir fuUtrúar uppeld- isstétta kunnað vel að meta og því skorum við á alla þá sem vilja veg þessa málafokks sem mestan að fylkja sér um Alþýöubandalagiö í komandi kosningum og tryggja þannig að þau megi ríkja áfram. Sigríður Jóhannesdóttir „Nú loks hafa málin verið tekin föstum tökum og gert langtímaskipulag með heilsdagsskóla árið 2000 að mark- miði...“ Öfugmæli aðstoðarmannsins Kjallarinn Ólafur F. Magnússon heimilislæknir og varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík „Sjálfstæðismenn með meira en sjöfalt kjörfylgi framsóknarmanna í höfuð- borginni eiga ekki einu sinni áheyrnar- fulltrúa í samstarfsráðinu. Það sér hver maður, að allt tal um aukna vald- dreifingu í heilsugæslunni í Reykjavík eru öfugmæli.“ Aform eru um að leggja niður starfsemi bæði Heilsuverndarstöðvarinn- ar og heimilislækna utan heilsugæslustöðva í Reykjavik, segir hér m.a. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráöherra og þingmanns- efni framsóknarmanna í Reykja- vík, ritar grein í DV 27. mars sl. sem hann rlefnir „Heilsugæslu fyrir alla Reykvíkinga". Er greinin að hluta endurtekning á grein sama höfund- ar í Morgunblaðinu 25. okt. 1990 undir heitinu „Það er verið aö losa um kverkatak íhaldsins“. Endurtekið efni í báðum þessum greinum segir orðrétt: „Á meðan stjórn heilsugæslunn- ar var í höndum Reykjavíkurborg- ar var starfandi eitt heilbrigðisráð sem fór með yfirstjórn allra heilsu- gæslustöðva í Reykjavík. Ráðið var skipað pólitískt kjörnum fulltrúum og þess gætt að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði töglin og hagldirnar í ráð- inu. Ákvarðanir heilbrigðisráðs öðluðust hins vegar ekki gildi fyrr en borgarstjórinn hafði lagt bless- un sína yfir þær í borgarráði." Síðan líkir greinarhöfundur vinnubrögðum sjálfstæðismeiri- hlutans í borgarstjórn við vinnu- brögð Kremlverja forðum daga. Þá segir hann aftur orðrétt í báðum blaðagreinunum sem áður er vitn- að í: „í Reykjavík hafa nú verið stofn- uð fjögur sjálfstæð heilsugæsluum- dæmi sem hvert um sig hefur sjálf- stæða stjóm. Völd og verkefni, sem áður voru hjá borgarstjóra eða í heilbrigðisráöuneytinu, hafa nú verið færð út til stjórna heilsu- gæslustöövanna." Miðstýring, ekki valddreifing Fullyrðingar Finns Ingólfssonar um minni miðstýringu og aukna valddreifmgu í heilsugæslunni standast ekki. í stað heilbrigðis- ráðs, sem var skipað kjörnum full- trúum Reykvíkinga, eins og leik- reglur lýðræðis gera ráð fyrir, hafa framsóknarmenn stofnað svokall- að samstarfsráð heilsugæslu- stöðva. Þar eiga engir kjörnir full- trúar borgarbúa sæti heldur ein- göngu ráðherraskipaðir aðilar. Þetta er rakin miðstýring og svo ólýðræðislegt að þeir sem þannig starfa ættu ekki að taka sér orðið valddreifing í munn. Stjórnum heilsugæsluumdæm- anna er ekki ætlaö mikið hlutverk eftir að heilbrigðisráðherra stofn- aði samstarfsráð heilsugæslu- stöðva. Samstarfsráðinu er ætlaö að vera pólitískt yfirvald stjórna heilsugæsluumdæmanna og sjá þeim fyrir stefnumótun. Fram- sóknarmenn eru allsráðandi í sam- starfsráðinu og er Finnur Ingólfs- son formaður ráðsins. Sjálfstæðis- menn með meira en sjöfalt kjör- fylgi framsóknarmanna í höfuö- borginni eiga ekki einu sinni áheyrnarfulltrúa í samstarfsráð- inu. Það sér hver maður, að allt tal um aukna valddreifmgu í heilsu- gæslunni í Reykjavík eru öfug- mæli. Heilbrigðisþjónustu í úthverfin Sem kunnugt er hafa framsókn- armenn í heilbrigðisráðuneytinu haft uppi áform um að leggja niður starfsemi bæöi Heilsuverndar- stöðvarinnar og heimilislækna ut- an heilsugæslustöðva í Reykjavík. Þetta kemur skýrt fram í lagafrum- varpi heilbrigðisráðherra um heil- brigðisþjónustu sem lagt var fram haustið 1989. Þessar áætlanir voru óframkvæmanlegar og því var horfið frá þeim. Víst er að með því að kollvarpa starfsemi, sem hefur séð meiri- hluta Reykvíkinga fyrir heilsu- vernd og heimilislæknaþjónustu er ekki verið að flýta fyrir slíkri þjón- ustu í úthverfum borgarinnar. íbú- ar Grafarvogs munu fá heilbrigðis- þjónustu fyrr í hverfið sitt ef kreddukenningum er ýtt til hhðar og skynsemi og hagkvæmni höfð að leiðarljósi. Ólafur F. Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.