Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991. 39 Afmæli Laufey Tryggvadóttir Laufey Tryggvadóttir, Austur- byggð 17, Akureyri, er áttatíu ára í dag. Starfsferill Laufey fæddist á Meyjarhóli á Svalbarðströnd í Suður-Þingeyjar- sýslu og ólst þar upp. Hún er hús- móðir, en hefur starfað i ýmsúm félögum um ævina. í um 40 ára skeið starfaði hún með kvenfélaginu Hlíf og Náttúrulækningafélagi Akur- eyrar, og var innkaupastjóri hjá Amaró í ein 20 ár. Fjölskylda Laufey giftist Skarphéðni Ásgeirs- syni, f. 3.3.1907, d. 22.9.1988, for- stjóra. Hann var sonur Ásgeirs Stef- ánssonar og Sigrúnar Jóhannsdótt- ur, b. á Gautsstöðum, Svalbarðs- strönd. Börn þeirra Laufeyjar og Skarp- héðins eru: Brynjar, f. 18.11.1931, kvaéntur Guðlaugu Hermannsdótt- ur og eiga þau börnin Hörpu, Her- mann Ágúst og Sigrúnu Maríu; Birkir, f. 5.9.1938, kvæntur Maríu Einarsdóttur og eiga þau börnin Hildi, Laufeyju, Guðrúnu Margréti og Skarphéðin; og Kristján, f. 21.6. 1946, kvæntur Mörtu Þórðardóttur og eiga þau bömin Jóhönnu, Þórdísi Björgu og Kristínu. Systkini Laufeyjar eru: Friðrika, f. 17.10.1915, ógift en á soninn Hrein Sævar; Kristján, f. 24.4.1920, kvænt- ur Þórdisi EUertsdóttur sem nú er látin. Þau eignuðust dótturina Öldu Hrönn; og Jón, f. 5.3.1925, kvæntur Ingu Skarphéðinsdóttur og eiga þau dæturnar Björk og Ingibjörgu Hönnu. Foreldrar Laufeyjar voru Tryggvi Kristjánsson, f. 22.12.1888, d. 18.2. 1990, b. á Meyjarhóli, Svalbarðs- strönd (síðar á Akureyri), og Jó- hanna Valdemarsdóttir, f. 20.7.1885, d. 4.5.1965, húsmóöir. Laufey tekur á móti gestum að Dvalarheimilinu Hlíð, Austurbyggö La ufey T rygg vadótti r. 17, Akureyri, milh kl. 15.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Guðmunda Jóna Pétursdóttir Guðmunda Jóna Pétursdóttir, Safa- mýri 39, Reykjavk, er níræð í dag. Starfsferill Guðmunda fæddist í Hhð í Álfta- firði og ólst upp í Súðavík og á ísafirði. Hún starfaði sem matráðs- kona við Reykjanesskóla í ísaflarð- ardjúpi og við Sjúkrahús ísafjarðar. Þá starfrækti hún eigin matsölu- stað, Noröurpólinn á ísafirði, um nokkurra ára skeiö. Guðmunda bjó á ísafirði til ársins 1974 en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hún hefur verið vistkona á Hrafnistu síðan. Fjölskylda Eiginmaður Guðmundu var Janus Oddsson, f. 10.1.1902, smiður, sonur Odds Guðmundssonar á ísafirði og Halldóru Bjarnadóttur en Guð- munda og Janus slitu samvistum. Guðmunda eignaðist dóttur með Halldóri Bjarnasyni, sjómanni frá ísafirði, en hann fórst með m.b. Rask frá ísafirði 1924. Dóttir þeirra er Fanney Halldórsdóttir, f. 26.2. 1924, var gift Maríasi Benedikt Kristjánssyni, f. 13.2.1916, d. 4.11. 1990, og eignuðust þau sjö börn en barnaböm þeirra eru tuttugu og barnabarnabömin þrjú. Fóstursonur Guðmundu er Pétur Geir Helgason, f. 15.11.1932, kvænt- ur Ósk Norðfjörð Óskarsdóttur og eiga þau fjögur böm, þrettán barna- böm og eitt barnabarnabam. Systkini Guðmundu vom sjö en hún er nú ein eftirlifandi. Foreldrar Guðmundu voru Pétur Friðgeir Jónsson, f. 18.6.1873, d. 29.3. 1965, verkstjóri á ísafirði, og Frið- gerður Kristín Samúelsdóttir, f. 13.1. 1879, d. 12.2.1943, húsfreyja. Guðmunda Jóna Pétursdóttir. Menning Haraldur á ítalíu Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöldi. Stjórnandi var Ivan Fischer og einleikari á lágfiðlu Helga Þórarins- dóttir. Verkefni kvöldsins voru eftir Hector Berlioz og Pjotr Tsjækofskí. Áberandi einkenni á franskri tónlist a.m.k. síðan á átjándu öld hefur verið sú áhersla sem bestu tónskáld þarlend hafa lagt á hljóðið sjálft. Frumleiki og hugmyndaílug í útsetningum og útfærslu fyrir hljóðfærin, þar sem litir og sér- kenni þeirra eru hagnýtt, er meðal þess sem sterkast grípur áheyrendur að franskri tónlist. Sumir segja að um aðra þætti tónsmíða eigi Frakkar enga hefð. Berhoz er ekki undantekn- ing að þessu leyti. Hljóðheimur hans er undra- verður, fmmlegur og fagur. Hins vegar héfur hann verið gagnrýndur fyrir hljómsetningar sínar og jafnvel fyrir formin líka, enda þótt framlag hans til þess síðara sé óneitanlega mik- ils virði. Rómverskt Karnival er unnið upp úr óperu Berlioz, Benvenuto Cellini og er vel heppnað glæsistykki. Haraldur á ítahu er hins vegar mun veigameira verk og hefur til að bera töluverða dýpt. Það hefur einnig ýmsa galla sem trufla skilning á verkinu. Þannig er formið t.d. skrýt- ið. Þegar hlustað er á fyrsta þáttinn virðist eins og um lágfiðlukonsert sé að ræða þar sem ein- leikari og hljómsveit takast á, pft með skemmti- lega snöfurmannlegum hætti. í síðari köflunum Tónlist Finnur Torfi Stefánsson er konserthugmyndinni kastað fyrir róða og er þá nær að tala um hljómsveitarverk með lág- fiðlueinleik. Þá em nokkrir staðir þar sem botn- inn virðist faha úr tónlistinni. Þrátt fyrir þetta allt er hitt mun fleira í verkinu sem fagurt er og á það við um stefjaefniö og úrvinnslu þess en ekki síst um meðferð hljómsveitarinnar og ein- leikshljóðfærisins. Þar em hinir mildu htir mið- sviðs tónarófsins ráðandi í margvíslegum fin- gerðum blæbrigðum. Aðdáun á þessu tónsviði er ef til vih dæmigerður franskur smekkur, að minnsta kosti hefur kunnasta núlifandi tón- skáld Frakka, Pierre Boulez, oft sýnt dálæti á því í verkum sínum. Helgu Þórarinsdóttur, sem hér lék einleik í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni, tókst mjög vel að draga fram hin litrænu blæbrigði í lýrískri og íhugulli túlkun sinni. Tónn Helgu var sérlega fallegur með jöfnu og fremur hægu vibrato sem átti hér vel við. Vandi hennar, eins og margra annarra einleikara í Háskólabíói, var hljómburður hússins og heyrðist stundum of Utið í einleikaranum. Fyrsta sinfónia Tsjækofskís er ekki eins glæsi- legt verk og sum seinni hljómsveitarverka hans en engu að síður vel gert verk og víöa mjög fall- egt. Það leynir heldur engu um óvenjulegar melódiskar gáfur þessa vinsæla tónskálds. Hinn ungverski hljómsveitarstjóri Ivan Fischer komst með ágætum frá þessum viðfangsefnum. Af skipulagsástæðum munu æfingar hafa veriö færri fyrir þessa tónleika heldur en vera bar og mátti heyra þess stundum gæta. Slíkt er auð- vitað óafsakanlegt, ekki aðeins gagnvart áheyr- endum heldur einnig Ustafólkinu. í heild var samt leikur hljómsveitarinnar yfirleitt góður og hljómsveitarstjórinn kann greinilega sitt fag. Snmir staðir hljómuðu sérlega vel. Má þar t.d. nefna unisono hornin í hæga þættinum í Tsjæ- kofskí og óbósólo Kristjáns Stephensen í sama þætti. Fjölmiðlar Bem Ima Á meðan kvöldverðurinn veröur til í pottunum ómar oft Þjóðarsáhn í eyrum. Sumar raddir heyrast oftar en aðrar enda ganga sennilega ein- hveijir með drauminn um rödd sína á öldum ljósvakans í maganura. Ef fólk telur sig fá útrás á þennan hátt er það hka í stakasta lagi svo fremi stjórnendur hafi þá hæfileika að skilja á milli þeirra sem hafa eitt- hvað aö scgja og hinna sem bara eru aölátaísérheyra. Stefán Jón hefur þann hæfileika. Hann getur verið, .pirraður “ út í hlustendur án þess að vera ókurt- eis, Þaö er miklu meira en margir aðrir útvarpsmenn hafa getu til. Það er sjálfsagt að dagskrárgeröarmenn hafi skap og séu stjórnsamir ef þeir hafa vit á aö skilja á milli hvað sé rétt og rangt og hversu langt megi ganga. Ekkert fer jafnmikið í taug- amar á hlustendum útvarps og þeg- ar talað er niður til þeirra. Að ekki sé minnst á dylgjur og dónaskap í þeirragarð. Því miður hefur borið á sliku og hef ég heyrt fólk hneykslast á orða- vali og dónaskap útvarpsmanns á Bylgjunni undanfarið í garð hlust- enda. Það er mjög miður þegar fólk sem valið er til ábyrgðarstarfa, sem tjölmiölastarfiö er, misnotar þannig vald sitt. Alhr geta bætt sig og ættu stjórnendur fjölmiðla að vera vel á veröi með hvað fer í loftiö, án þess að þeir skipi sér í flokk með um- deÚdu útvarpsráði Rikisútvarpsins. Þessa dagana býöur rás tvö upp á nokkurs konar „beina hnu“ mihi sex og sjö á daginn og mæhst það án efa vel fyrir. Að minnsta kosti hefur sú oröið raunin þegar um beinar línur hefur verið að ræða á DV fyrir kosningar. Kjósendur vilja skýr svör og sem betur fer eru alltaf einhverjir sem láta „vaða“ á þessa háuherra. Mér em minnisstæöir þættir sem reyndar hétu Bein lína sem Vilhelm G. Kristinsson og Kári Jónasson voru með hér fyrr á árum. Þættim- ir voru með þeim vinsælustu á þeim tíma og sérstaklega fyrir kosningar. Þjóöarsálin og bein lína DV hala greinilega komið í stað gömlu þátt- anna. En þetta sýnir að þjóðarsáhn er söm við sig -hún vih koma skoð- unum sínum á framfæri. EUn Albertsdóttir Veður Norðanátt, allhvöss norðan- og austanlands þegar liður á morguninn en lægir aftur i kvöld og nótt. Sunnanlands verður víða léttskýjað en él i öðrum landshlutum. Í fyrstu verður 2ja til 6 stiga frost en draga mun mjög úr frosti þegar liður á daginn. Akureyri skýjað -5 Egilsstaðir alskýjað -4 Keflavíkurflugvöllur skýjað -2 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -2 Raufarhöfn snjókoma -4 Reykjavík léttskýjað -5 Vestmannaeyjar léttskýjað -4 Bergen skýjað 9 Helsinki rigning 5 Kaupmannahöfn þokumóða 7 Úslú rigning 5 Stokkhólmur þoka 5 Þórshöfn rigning 6 Amsterdam heiðskírt 5 Barcelona léttskýjað 8 Berlín þokumóða 6 Feneyjar rigning 10 Frankfurt rigning 8 Glasgow skúr 4 Hamborg þokumóða 7 London rigning 7 LosAngeles léttskýjað 17 Lúxemborg rigning 5 Madrid léttskýjað 5 Mallorca léttskýjað 12 Montreal skýjað 7 Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 4. april seldust alls 115,469 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Medal Lægsta Hæsta Blandað 0,026 38,00 38,00 38,00 Búrfiskur 2,412 20.00 20,00 20.00 Grálúða 0,273 72.00 72.00 72,00 Hrogn 1,810 172,33 165,00 180,00 Karfi 27,538 38,77 36,00 49,00 Keila 0,044 43,00 43,00 43,00 Langa 33,183 68,56 60,00 74.00 Lúða 1,155 312,94 100,00 400,00 Rauðmagi 0,039 115,00 115,00 115,00 Skarkoli 7.790 64,50 60,00 67,00 Steinbítur 29,005 46,61 45,00 50,00 Þorskur, sl. 8,350 123,70 87,00 127,00 Þorskur, ósl. 1,213 105,00 105,00 105,00 Ufsi 1,018 59,00 59,00 59,00 Undirmál 0,365 70,00 70,00 70,00 Ýsa.sl. 1,041 122,34 120.00 129,00 Vsa, ósl. 0,205 132,00 132,00 132,00 Fiskmarkaður Hafnarfiarðar 4. april seldust alls 70,389 tonn. Þorskur, ósl. 2,254 98,30 96.00 100,00 Steinbítur, ósl. 0,838 52,13 51,00 54.00 Ýsa, ósl. 0,112 122,63 92,00 139,00 Lúða 0,058 440,00 440,00 440,00 Koli 0,019 101,00 101,00 101,00 Ýsa 1.030 155,16 142,00 179,00 Ufsi 14,493 39,00 51,00 61,00 Þorskur 46,543 114,41 100,00 118,00 Langa 0,270 70,00 70,00 70,00 Keila 0,086 41,00 41,00 41,00 Karfi 4,683 55,26 55,00 59,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 4. apríl seldust alls 84,043 tonn. Þorskur, sl. 3,007 125,58 92,00 140,00 Þorskur, ósl. 44,246 104,02 96,00 113,00 Ýsa, ósl. 6,644 135,52 87,00 148,00 Ýsa, sl 4,474 138,57 90,00 150,00 Svartfugl 0,050 100,00 100.00 100,00 Undirmál . 0,047 64,00 64,00 64,00 Geirnyt 0,326 5,00 5,00 5,00 Blandað 0,291 78,05 15,00 81,00 Ufsi 16,654 56,06 45,00 62,00 Hrogn 1,269 161,72 150,00 200,00 Steinbitur 4,679 44,63 28,00 51,00 Skarkoli 0,034 35,00 35,00 35,00 Lúða 0,156 41,99 65,00 41,50 Karfi 5,697 55,20 48.00 56,00 Skötuselur 0,033 149,18 149,00 150,00 Hlýri/Steinb. 0,020 40,00 40,00 40,00 Langa 1,011 66,22 63,00 67,00 Keila 1.125 48,27 46,00 49,00 Fiskmarkaðurinn i Þorlákshöfn 4. apríl seldust alls 40,566 tonn. Þorskur 20,686 98,11 95,00 106,00 Ýsa, ósl. 1,259 115,39 106,00 129,00 Karfi 14,280 37,99 38,00 40,00 Keila 0,087 16,44 10,00 30,00 Langa 0,097 65,00 65,00 65,00 Lúða 0,115 290,91 270.00 360,00 Lýsa 0,163 10,00 10,00 10,00 Skarkoli 0,799 63,81 54,00 64,00 Steinbitur 3,072 48,89 44,00 49,00 Ufsi 0,007 42,00 42,00 42,00 Gengið Gengisskráning nr. 64. - 5. april 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,010 59,170 59,870 Pund 105,312 105,598 105,464 Kan.dollar 51,049 51,187 51,755 Dönsk kr. 9,2282 9,2533 9,2499 Norsk kr. 9,0939 9,1185 9,1092 Sænskkr. 9,7780 9,8045 9,8115 Fi. mark 15,0057 15,0464 15,0144 Fra. franki 10,4516 10.4800 10,4540 Belg. franki 1,7204 1,7251 1,7219 Sviss. franki 41,9552 42,0690 41,5331 Holl. gyllini 31,3975 31,4826 31,4443 Þýskt mark 35,3766 35,4726 35,4407 It. líra 0,04758 0,04771 0,04761 Aust. sch. 5,0296 5,0433 5,0635 Port. escudo 0,4052 0,4063 0,4045 Spá. peseti 0,5727 0,5742 0,5716 Jap.yen 0,43366 0,43483 0,42975 irskt pund 94,534 94,790 95,208 SDR 80,4814 80,6996 80,8934 ECU 72,8803 73,0779 73,1641 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.