Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18.' APRÍL1991. Fréttir Þátttaka íslendinga 1 heimssýningunni 1 Sevilla 1992: Höf um þegar tilkynnt um að við verðum með - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Við erum vissulega orðnir mjög seinir með þetta allt saman. Segia má að það sé komið fram á elleftu stundu. En við höfum ákveðið að gera allt sem hægt er til að vera með. Ég er að skipa nefnd til að sjá um þetta mál. Ég vonast til að gengið verði frá nefndarskipaninni á morg- un (í dag). Þá fer hún þegar á fleygi- ferð í málinu," sagöi Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Það hefur þegar verið tilkynnt að íslendingar taki lóðina sem þeim var úthlutað undir skála í Sevilla. Einnig hefur verið staðfest við norska út- gerðarmanninn, sem vill styðja ís- lendinga með flárframlögum, að rík- isstjórnin leggi fram 150 milljónir í þátttökuna, að sögn Steingríms. „Þá er þegar búið að vinna nokkra nauðsynlega forvinnu í máhnu. Ver- ið er að ræða við ýmsa frammámenn í náttúruvemdarsamtökum, ekki öfgasinna heldur menn sem hægt er að tala við,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist sjálfur vera spenntur fyrir þátttöku okkar í heimssýning- unni. Hann sagðist gera sér vonir að íslenski skálinn gæti orðið miðstöð alheimsumhverfismála á sýning- unni. Hann sagðist viss um að ef það tækist væru ómældir möguleikar í framhaldinu. Hann var þá spurður hvort hvala- málið gæti ekki skemmt fyrir okkur. „Ég er að vona að hvalamálið leys- ist á grundvelh tillögu Hahdórs Ás- grímssonar. Fari svo sleppum við fyrir hom. Ef samkomulag tekst ekki og aht fer í hörku verður róðurinn eflaust mjög þungur hjá okkur. Við verðum þá bara að gera upp við okk- ur kalt og ákveðið hvemig við vinn- um úr máhnu og hvað við viljum,“ sagðiforsætisráðherra. -S.dór Útflutningur á rafmagni til E vrópu: „Ekkert vandamál11 Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að útflutning- ur á rafmagni frá Islandi sé ekkert tæknilegt vandamál lengur. „Það er búið að yfirvinna flutnings- tapið á rafmagninu þannig að tækni- lega séð er þetta hægt. Og fjárhags- lega verður þetta ahtaf vænlegri kostur eftir því sem tíminn líður. Það er ekki útilokað að þetta geti orðið raunhæfur möguleiki um og upp úr aldamótunum. Þetta er hins vegar gífurlega mikil framkvæmd og tíma- frek,“ segir Halldór. Halldór segir að Landsvirkjun hafi vegna þessa máls verið í sambandi við franska fyrirtækið Alcatel en það framleiddi sæstrenginn á milh Frakklands og Englands. „Þetta fyrirtæki er eitt af fremstu fyrirtækjum í framleiðslu og lagn- ingu á sæstrengjum. Fyrirtækið sýn- ir þessu máli mikinn áhuga og full- trúar þess fullyrða að það sé ekkert tæknilegt vandamál því samfara að framleiða og leggja svona kapal á mhh íslands og Skotlands á þremur til fjórum árum, ef því er að skipta. Það er stefnt að því að þeir komi hingað í sumar til skoðanaskipta." -JGH Islendingur kærir herlögreglumenn: Ógnuðu með kylff um og losuðu um byssuhulstur íslenskur starfsmaður hjá verk- takafyrirtæki á Keflavíkurflugvelh hefur kært herlögregluna fyrir hand- töku og niðurlægingu sem hann telur sig hafa orðið fyrir á mánudags- kvöld. Maöurinn hafði lokiö vinnudegi sínum og óskaði eftir leyfi til að kaupa sér hamborgara á veitinga- stað. Var það leyfi veitt. Þegar mað- urinn var að bíða eftir afgreiðslu birtust átta herlögreglumenn. Þeir tóku í öxl hans og skipuðu honum að standa gleiður á meðan leitað var á honum. Maöurinn óskaði eftir að fá að fara en þá var honum ógnað með kylfu og tveir herlögreglumann- anna losuðu um byssuhulstur sín. Herlögreglan sagði við manninn að þeir væru að hafa afskipti af honum vegna „fortíðar hans“. Hann hefur staðið í málaferlum við varnarhðið. íslenskir lögregluþjónar komu skömmu síðar. Maðurinn fór síðan með þeim að hliði varnarsvæðisins. Hann telur sér hafa verið gróflega misboðið og hefur kært málið til lög- reglustjórans á Keflavíkuflugvelh. -ÓTT lllllil ss:::::;:®:®:::™; llf Aætluö leiö Roforkan fram leidd hér FÆREYJAR ATLANTSHAFIÐ Shetlandseyjar: Thurso SKOTLAND Veitukerfi Bretlandseyja Það er ekki tæknilegt vandamál lengur að flytja út rafmagn frá Islandi. Líkingin um ísland sem rafmagnsinnstungu fyrir Evrópu er því orðin raun- hæf. Tvísýnar kosningar Jæja, þá er þessari kosningabar- áttu loks að ljúka. Hún hefur að visu ekki staðið lengi yfir, en engu að síður er Dagfari í hópi þeirra kjósenda sem verður guðs lifandi feginn þegar kosningunum lýkur. Þá verður aftur hægt að lesa blöðin fyrir kjallagreinum og auglýsing- um, þá verður aftur sæmilega hreint í forstofunni heima án þess að kosningabæklingar liggi þar eins og skæðadrífa og þá verður loksins hægt að tala við annað fólk án þess að tala af sér. Raunar má allur almenningur eiga það að hann hefur blessunar- lega leitt þessa kosningabaráttu hjá sér. Staðreyndin er eiginlega sú, að það hefur enginn verið í kosn- ingaham nema frambjóðendurnir sjálfir, sem hafa tahð sjálfum sér trú um að framtíð þjóðarinnar væri undir því kominn að þeir kæmust á þing. Sem betur fer hefur þingmönnum heldur fjölgað í seinni tíö svo þaö er rúm fyrir fleiri í alþingishúsinu og fleiri komast aö til að bjarga þjóðinni. Ef frambjóðendur eru frátaldir, hefur sáralítill áhugi skapast um þessar kosningar enda hafa sumir fiokkarnir lagt sig fram um það aö láta sem minnst á stefnu sinni bera og ennþá minna á ýmsum óheppi- legum frambjóðendum og er það vel. Það á ekki að vera rugla þjóð- ina meö einhverjum stefnum sem hvort sem er verður aldrei fylgt eftir. Aðalatriðið er það aö flokk- arnir eru sammála um að vera á móti verðbólgunni, á móti Evrópu- bandalaginu og yfirleitt á móti öllu sem kemur fólki illa. Nú vhja þeir allir hækka skattleysismörkin, þeir eru allir afar góðir við gamla fólkið, fatlaða og lamaöa, lands- byggðina, unga fólkið og nánast allt sem hreyfist. Menn eru líka sammála um að fjórflokkarnir gömlu fái sitt fylgi nær óbreytt frá því síðast og er þá gert ráð fyrir að Borgaraflokks- fylgið fari aftur heim til fóður- húsanna hjá íhaldinu. Kvennalist- inn fær sitt að frátöldum þeim kon- um, sem hafa látist á kjörtímabil- inu og smáflokkamir eru svo smá- ir að það tekur ekki að greiða þeim atkvæði. Nema þá helst öfgasinn- aðir jafnaðarmenn, sem hafa farið aö fordæmi leiðtoganna í póhtík- inni og haft gamanyrði að leiðar- ljósi. Davíð hefur farið um landið og sagt brandara og ahir hafa skhið brandarana og hlegiö. Steingrímur hefur líka verið fyndinn án þess að ætla sér að vera fyndinn en Dagfari hefur einmitt bent á það hvað Steingrímur verður ofsalega fyndinn með því að vera ekki fynd- inn. Þannig hefur Steingrímur sagt frá því á fundum að hann liggi undir því ámæli að vera drykkju- maður, þótt vinir hans hafi einmitt haft á orði að það sjáist aldrei á honum. .Þetta finnst Steingrími ekki fyndið en áhorfendur skemmta sér hið besta undir slík- um sógum. Jón Baldvin hefur reynt aö vera skemmtilegur með því að birta reglulega auglýsingar um þá sem ekki þora að mæta honum á fund- um og þannig 'hefur hann lagt hvem andstæðinginn aö fætur öðr- um með því að skora þá á hólm og mæta svo einn til einvígisins. Þetta þykir krötum mjög fyndið og öðr- um sömuleiðis því það er nýtt að menn heyi kosningabaráttu í stíl við Don Quiqote með því aö berjast við vindmyhur. Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið á sér athygli fyrir það hvað hann hefur skemmtilega fram- komu, enda er Ólafur Ragnar tví- mælalaust hlægilegasti flokks- formaðurinn. Guðmundur Árni og Ösur Skarphéðinsson hafa samið leikþátt sem þeir hafa sýnt víðs vegar um landið þar sem enginn þarf að kjósa þá og það sást meira segja mynd í blaði nýlega, þar sem brá fyrir brosi á andliti Bjöms Bjarnasonar. Og Þorsteinn Pálsson er farinn að hlæja að bröndurum Davíðs, sem sannar að nú er gróið um heilt mUli hans og formanns- ins. Mogginn birti myndina, svo þaö er örugglega ekki fólsuð mynd. Það er gott að einhver skemmtir sér í kosningabaráttunni. Ekki gera kjósendur það. Og nú er bara um að gera aö mæta snemma á kjörstaö og muna að kjósa það sama og síðast svo ganga megi út frá því vísu aö ekkert breytist í ís- lenskri pólitík það sem eftir lifir af þessari öld. Enda er framtíðin undir því komin að allt verði eins og áður. Það er okkur að minnsta kosti sagt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.