Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Síða 9
rppr • • - i • * . i . j . .11 >1. v • j i i i. \ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991. DV Sænsku gísl- unum hótað Iffláti Menn velta því nú fyrir sér hvort hótunin um að drepa sænsku gíslana tvo í Kasmír hafi verið ekta eða hvort einhver í Janbaz-hreyfingunni, þar sem mikill ágreiningur ríkir, sé að reyna að notfæra sér ástandið. Fréttamenn í Srinagar í Kasmír á Indlandi fengu í gær upphringingu frá aðila sem kvaðst vera talsmaður Janbaz-hreyfingarinnar er berst fyr- ir sjálfstæði Kasmír. Sagöi hann Svíana, sem rænt var um páskana, myndu finnast látna eða lifandi fyrir utan Kasmír þar sem kröfur mann- ræningjanna um að sendinefndir frá Sameinuðu þjóðunum og Amnesty Intemational kæmu til kanna meint mannréttindabrot í Kasmír hefðu ekki verið uppfylltar. Meðal annars vegna þess að fyrri tilkynningar frá mannræningjunum hafa verið skriflegar eru menn efins um aö þessi síðasta hafi verið frá þeim. Þetta var reyndar í fyrsta skipti þar sem lífláti er hótaö. Hingað til hafa ræningjarnir látið sér nægja að lýsa því yfir að þeir hiki ekki við aögrípatilörþrifaráða. TT Fiskveiðifloti EB40%ofstór Fiskifræðingar, sem starfa fyrir fiskveiðinefnd Evrópubandalagsins, segja að fiskveiðifloti bandalagsríkj- anna sé um 40% of stór. Þeir segja óhjákvæmilegt að leggja hluta flot- ans ef einhver möguleiki á að vera á að móta fiskveiðistefnu fyrir banda- lagið. Málið verður rætt á fundi Evrópu- ráösins nú í lok vikunnar í Lúxem- borg. Þar er sagt að ekki sé lengur hægt aö horfa fram hjá þeirri stað- reynd að fiskur er ofveiddur á öllum miðum bandalagsríkjanna og þó hvergi meir en í Norðursjónum. Því verði að grípa í taumana strax áður en það er um seinan. Ekki eru þó allir sammála um of- veiðina og fulltrúar nokkurra ríkja segja að fiskifræðingamir ýki mjög í niöurstöðum sínum. Fiskifræðing- arnir halda þó fast við fyrri niður- stööur sínar og leggja til að dregið verið úr sókninni um 40%. Ritzau Kennedy-hneyksliö: Athyglin bein- ist að konunni semkærði Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa nú greint frá hver konan er sem William Kennedy Smith er sakaöur um aö hafa nauðgað nóttina fyrir páskadag í húsi Edwards Kennedy, frænda síns, á Palm Beach í Flórída. Hún heitir Patricia Bowman, 29 ára gömul einstæð móöir, og býr á Palm Beach. Með þessum upplýsingum hefur málið tekið nýja stefnu því nú bein- ast sjónir manna að Patriciu. Hún er stjúpdóttir milljónamæringsins Michaels O’Neil og hefur raunar ver- ið kunn fyrir vafasamt líferni allt frá æskuárum. Sögur herma að hún hafi af og til reynt fyrir sér með vinnu en hvergi verið lengi á sama stað og hafi síðustu misseri aðallega stundað hið ljúfa líf á Palm Beach. Patricia á íbúð í nágrenni við hús Edwards Kennedy. Sagt er að stjúpi hennar hafi keypt húsnæðið fyrir um 10 milljónir króna. Þar býr hún ásamt ungri dóttur sinni. Nágrann- arnir segjast lítið hafa af henni að segja og haft er eftir einum þeirra að hún sé mjög róleg. Vinir segja að hún hafi hitt William á bar kvöldið fyrir nauðgunina og þau þá talað saman drykklanga stund. Það þykir líka í frásögur fær- andi að við næsta borð sat engin önnur en Ivana Trump, fyrrum eig- inkonaDonaldsTrump. Reuter 0 9 Utlönd John McCarty, blaðamaður frá Bretlandi, hefur verið í haldi mannræningja í Líbanon i fimm ár. Símamynd Reuter Fimm ár gísl í Líbanon Breski blaðamaðurinn John McCarty hefur nú verið rétt fimm ár í haldi hjá mannræningjum í Líb- anon. Þrátt fyrir vonir um aö gíslum í landinu verði sleppt nú þegar dreg- ur úr spennu í Miðausturlöndum þá hefur ekkert komiö fram síðustu daga sem bendir til að McCarty eða öörum vestrænum gíslum verði sleppt. „Ég sé þig á morgun," var það síð- asta sem McCarty sagöi í síma við vinkonu sína í Bretlandi áður en mannræningjarnir náðu honum á sitt vald fyrir fimm árum. Hann hélt síðan til flugvallarins í Beirút en var rænt á leiðinni og eftir það hefur ekkert til hans spurst. Lengi vel var ekkert vitað um af- drif McCartys og jafnvel var talið að hann heíði veriö myrtur því enginn hópur hryðjuverkamanna vildi kannast við að hafa hann í gíslingu. Það var ekki fyrr en Brian Keenan var sleppt í ágúst á síðasta ári að eitt- hvað fréttist. Keenan sagðist hafa verið í haldi á sama stað og McCarty. Nú eru 12 vestrænir menn í haídi mannræningja í Líbanon. Taliö er að þeir séu flestir á valdi manna sem ei u hliöhollir klerkastjórninni í íran. Litlu munaði að nokkrir þeirra fengju frelsi seint á síðasta ári þegar samskipti stjórna Bretlands og írans bötnuðu en af því varð ekki. Reuter Ef þuWyljsjt að kaupa Panasonic vídeómyndavél bjóðum við eftirfarandi kostningaioforð: PANASONIC MS70B S SUPER VHS MAÐEINS 1 KÍLÓ S SJÁLFVIRKUR FÓKUS "M6 x AÐDRÁTTUR .0 TEXTA INNSETNING ADEINS KR. imzOb.- ADEINS KR. 84 200.- 69.600. ~stgr. PANASONIC MC20B B vhs vél Bf FULLKOMIN AFSPILUN MLÉTT OG LEIKANDI Kí TASKA FYLGIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.